Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 18
18
MOHGy.NBLAÐiÐ FIMMTUDAGUfi, 14. PEBHÚAH 199}
60 flóttamenn far-
ast í loftárásum
Ruweished. Reuter.
BANDAMANN hafa í tvígang
varpað sprengjum á langferða-
bíla, fulla af borgurum á flótta
frá Kúveit og írak vegna Persa-
flóastríðsins. Að sögn flótta-
manna, sem komu til Jórdaníu í
gær, létust um 60 manns í
sprengingunum. Chehadeh Ibra-
him, sagði að Jórdanir sem farið
hefðu á tveimur langferðabílum
frá Kúveit á laugardag, hefðu
lent í loftárás bandamanna. Flug-
skeyti hæfði annan bíiinn og lét-
ust 30 manns. A mánudag létust
einnig 30 manns þegar lang-
ferðabíil á leið frá Bagdad til
Amman varð fyrir sprengju. Súd-
anskur flóttamaður hafði þetta
m.a. eftir yfirvöldum í Súdan.
í fyrri árásinni sagði Ibrahim að
hann og sonur hans hefðu verið í
fremri bílnum ásamt 53 öðrum far-
þegum þegar flugskeyti sprakk á
veginum fyrir framan bílinn. „Við
byijuðum að hlaupa út úr bílnum
en fljótlega lenti annað flugskeyti
á honum miðjum og 30 manns,
þ.á m. fjögur lítil börn, bnmnu til
bana,“ sagði hann. 25 manns sluppu
á hlaupum, sumir lítillega særðir.
Ibrahim sagði að framrúða síðari
bílsins hefði brotnað við sprenging-
una en enginn í honum særðist.
Þrítugur Súdani, Ahmed Ali,
sagðist hafa séð brunninn lang-
ferðabíl á hraðbrautinni, sem liggur
frá Bagdad til Amman, á milli
Ramadi og Ar Ruthah eftir að hann
fór frá Bagdad á þriðjudag. Hann
hafði eftir súdönskum yfirvöldum
að Súdanir á léíð til Jórdaníu á
tveimur langferðabílum hefðu orðið
fyrir loftárás bandamanna um kl.
Olíumengunin í
Saudi-Arabíu:
Nota norskar
loðnunætur
til varnar
Ósló. Frá Helge Serensen, fréttaritara
Morgunblaðsins.
NORÐMENN ætla að nota loðnu-
nætur til að reyna að koma í veg
fyrir að olíumengunin við strönd
Saudi-Arabíu skaði vatnsver í
borginni Jubail sem vinnur fersk-
vatn úr sjó. Næstu daga verður
farið á staðinn með 1.500 metra
langa nót og verður hún fest við
flotgirðingar sem þegar hefur
verið komið fyrir við inntaksop
vatnsveranna.
Óttast er að girðingarnar dugi
ekki til frambúðar þvi að smám
saman muni olían þéttast í klumpa,
sökkva og reka undir girðingarnar.
Þéttriðnar næturnar, möskvastærð-
in er tveir sinnum tveir sm, eiga
að hindra að þetta gerist. Þær ná
ailt fimm metra niður í sjóinn og
verða festar með blýsökkvum við
girðingarnar.
11.30 á mánudagskvöld. Hann
sagðist hafa heyrt að 30 manns
hefðu látist og 10 hefðu slasast.
Að sögn flóttamanna frá Kúveit
virðast bandamenn nú einbeita sér
að því að gera árásir á vegi og
brýr en þeir segja íraka fljóta að
taka í notkun ýmsar krókaleiðir.
Reuter
Afganskur skæruliði gefur ráð
Bandarískur landgönguliði og afganskur mujahedeen-skæruliði skipt-
ast á byssum á herstöð skammt frá landamærum Saudi-Arabíu að
Kúveit á þriðjudag. Um 300 Afganir komu til Saudi-Arabíu í vik-
unni og munu beijast með bandarískum landgönguliðum og veita
þeim upplýsingar um sovésk vopn íraka, enda hafa þeir áralanga
reynslu af stríði gegn Sovétmönnum.
Breyttu nær-
klæðunum í
uppgjafarfána
Norðausturhluta Saudi-Arabíu. Reuter.
TVEIM íröskum höfuðsmönn-
um tókst um síðustu helgi að
aka jeppa sínum frá Kúveit inn
í Saudi-Arabíu þar sem þeir
gáfust upp. Mennirnir höfðu
dregið hvítar nærbuxur að hún
á bílnum til að gefa bandamönn-
um merki um uppgjöf.
Skömmu síðar óku tveir íraskir
höfuðsmenn, tveir lautinantar og
tveir óbreyttir hermenn banda-
rísk-smíðuðum herbíl sínum yfír
til bandamanna og gáfust upp.
Einn þeirra hvatti Bandaríkjamenn
til að „drepa Saddam Hussein“.
Annar þeirra kvartaði sáran og
sagði að aldrei væri hlé á loftárás-
um á íraskar herstöðvar í Kúveit.
Að sögn Bandaríkjamanna voru
allir liðhlaupamir þreytulegir og
illa til reika. Alls hafa bandamenn
nú tæplega 1.100 íraska hermenn,
fanga og liðhlaupa, í vörslu sinni
og hefur íjöldi liðhlaupa aukist
mjög síðustu dagana.
Friðarumleitanir Sovétmanna í Bagdad:
Saddam gefur engin vilyrði
fyrir brottflutningi frá Kúveit
Moskvu, Nikosiu, Washington, París. Reuter.
VONIR standa til að viðræður Saddams Husseins íraksforseta og Jevg-
eníjs Prímakovs, sendimanns Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, í
Bagdad beri einhvern árangur, að sögn talsmanns Sovétleiðtogans í
gær. Viðbrögð Bandaríkjamanna hafa verið varkár og þeir benda á
að Saddam hafi í yfirlýsingum sínum á þriðjudag ekkert fjallað um
kjarna málsins, þ.e. hernám Kúveits. Perez de Cuellar, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að írakar yrðu að uppfylla skilyrði
öryggisráðsins um að flytja hernámsliðið á brott frá Kúveit. Sovét-
menn segja að Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, muni að líkindum
koma til Moskvu um helgina til frekari viðræðna.
Prímakov kom í gær til írans til
að skýra þarlendum ráðamönnum
frá viðræðunum Bagdad og fór land-
leiðina. Saddam Hussein sagði
Prímakov á þriðjudagskvöld að hann
væri fús að reyna að fínna friðsam-
lega lausn á Persaflóadeilunni með
aðstoð Sovétmanna en minntist ekk-
ert á brottflutning herliðsins frá
Kúveit. „Það sem gera þarf núna
er að efna til einbeittra aðgerða með
það að markmiði að stöðva þessi
glæpaverk og hindra Bandaríkin í
að nota Sameinuðu þjóðimar sem
tæki til að ná markmiðum sínum
um heimsyfírráð," sagði forsetinn.
íraska útvarpið hafði eftir honum
að írakar hefðu ávallt viljað útkljá
deilumál á svæðinu, einnig stríðið,
með viðræðum. „írak er alltaf reiðu-
búið að vinna að réttlátum og virð-
ingarverðum lausnum á öllum stað-
bundnum deilumálum þannig að
réttindi íraka og arabaþjóðarinnar,
einkum í Palestínu, verði haldin í
heiðri, lausnum sem miða einnig að
því að treysta virðingu arabaþjóðar-
innar, fijálsan vilja hennar og sjálf-
stæði." Saddam gagnrýndi Sovét-
menn fyrir að samþykkja á sínum
tíma ályktun SÞ frá sl. hausti þar
sem aðildarríkjunum var veitt heim-
ild til að frelsa Kúveit með öllum
nauðsynlegum ráðum.
Roland Dumas, utanríkisráðherra
Frakklands, kom til Parísar í gær
eftir viðræður í Moskvu við sovéska
ráðamenn. Hann sagði utanríkis-
málanefnd franska þingsins að hann
sæi ekkert nýtt í ummælum Sadd-
ams í viðræðunum við Prímakov.
Talsmaður frönsku stjómarinnar
hafði eftir Sovétmönnum að ferð
Prímakovs væri síðasta tilraun
þeirra til að fmna friðsamlega lausn
á Persaflóadeilunni.
ERLENT
Engin vitneskja um meðferð
á stríðsföngum hjá Irökum
- segir lögfræðilegur ráðgjafi Alþjóðaráðs Rauða krossins
DR. HANS-Peter Gasser, aðalráðgjafi sfjómamefndar Alþjóðaráðs
Rauða krossins um lögfræðileg málefni var staddur hér á landi
fyrir skömmu. Hélt hann meðal annars fyrirlestur í Lögbergi,
húsi lagadeildar Háskólans, um Genfarsáttmálana og mannúðar-
lög. Eitt af aðalverkefnum Rauða krossins á átakasvæðum er að
fylgjast með meðferð stríðsfanga. Gasser segir að ástandið sé gott
hvað þetta varðar hjá fjölþjóðahemum við Persaflóa, en ekki sé
vitað um stöðu mála í Irak, þar sem fulltrúar samtakanna hafi
ekki enn fengið leyfi til að fara þangað.
Hans-Peter Gasser er fæddur
og uppalinn í Sviss. Hann er lög-
fræðingur að mennt og hefur und-
anfarin 20 ár starfað sem lögfræði-
legur ráðgjafi hjá Rauða krossin-
um. Hefur hann á þeim tíma starf-
að bæði við höfuðstöðvar samtak-
anna í Genf og á átakasvæðum
víða um heim. f fyrirlestrinum í
Lögbergi á föstudaginn fjallaði
hann um Genfarsáttmálana og
mannúðarlög og ræddi einkum um
málefni barna og óbreyttra borg-
ara á stríðshijáðum svæðum og
um stríðsfanga.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Gasser, að meginverkefni Rauða
krossins á átakasvæðum væri nú
að veija hagsmuni þessara hópa.
Þegar samtökin hefðu verið stofn-
uð um miðja síðustu öld hefði starf
þeirra aðallega beinst að því að
sinna særðum hermönnum, en frá
þeim tíma hefði hins vegar orðið
sú breyting á, að hlutfall óbreyttra
borgara af föllnum og særðum í
styijöldum miðað við hermenn
hefði margfaldast. Nefndi hann
sem dæmi, að í fyrri heimstyijöld-
inni hefði 1 af hveijum 10 sem
féll eða særðist verið óbreyttur
borgari, en í Víetnamstríðinum
hefðu hlutföllin snúist við, þannig
að óbreyttir borgarar hefðu verið
9 af hveijum tíu föllnum og særð-
um. Jafnframt hefði sú breyting
átt sér stað, að flestir skipulagðir
herir hefðu á að skipa hjúkruna-
rdeildum, sem önnuðust særða
hermenn. Slík skipan hefði ekki
verið fyrir hendi þegar samtökin
voru stofnuð.
Dr. Hans-Peter Gasser
Varðandi átökin fyrir botni
Persaflóa sagði Gasser, að Rauði
krossinn reyndi nú að hafa áhrif
á hinar stríðandi fylkingar með því
að hvetja þær til að fylgja Genfar-
samþykktunum. Jafnframt væru
samtökin tilbúin að koma aðstoð
til óbreyttra borgara í írak, svo
sem með því að senda mat og lyf
og eins og stæði biðu miklar birgð-
ir, sem nota ætti í þessum til-
gangi, í Saudi-Arabíu og öðrum
nágrannalöndum. Þessari aðstoð
yrði komið til þeirra, sem þyrftu
hennar með, um leið og unnt væri.
Gasser sagði að eitt af aðalverk-
efnum fulltrúa Rauða krossins á
átakasvæðum væri að heimsækja
stríðsfanga og fylgjast með að
meðferð þeirra væri í samræmi við
alþjóðasamþykktir. Astandið hvað
þetta varðaði væri í góðu lagi hjá
fjölþjóðahernum en ekki væri vitað
hvernig ástandið væri í Irak.
Stjórnvöld þar hefðu ekki enn veitt
fulltrúum samtakanna heimild til
að fara yfir landamærin, en ekki
væri vitað hvort því réði pólitísk
ákvörðun eða um seinagang í kerf-
inu væri að ræða.
Hann sagði að í þeim tilvikum
sem Rauði krossinn kæmist að því
að stríðsaðilar fylgdu ekki alþjóða-
samþykktum væri frekar reynt að
beita þá, sem ábyrgð bæru á
ástandinu, þrýstingi, heldur en að
fara með viðkomandi upplýsingar
til fjölmiðla. Þetta bæri stundum
árangur og stundum ekki. f þeim
tiivikum kæmu samtökin upplýs-
ingum um brotin á framfæri.