Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991
Minning:
Karl Bjarnason
frá Böðvarsholti
Fæddur 28. maí 1908
Dáinn 6. febrúar 1991
Aðfaranótt 6. febrúar sl. andaðist
í Landspítalanum elskulegur móður-
bróðir minn Karl Bjarnason.
Veikindi hans komu snögglega og
baráttan við manninn með ljáinn
varð stutt en hörð.
Frændi minn vissi að þessa orr-
Ijstu yrði hann eins og aðrir að heyja
einn þó hann væri umkringdur ást-
vinum sínum og það var ekki hans
vilji að það stríð yrði lengt eða því
frestað á nokkurn hátt með læknis-
fræðilegri tækni.
I lifanda lífi bar hann sérstaka
reisn og sú reisn fylgdi honum yfir
landamærin.
Karl var sonur hjónanna Bjarn-
veigar Vigfúsdóttur og Bjarna Niku-
lássonar í Böðvarsholti. Elstur sjö
systkina auk fósturbróður. Hann var
annar í röðinni sem kveður þennan
heim. Aður er látinn bróðirinn Böð-
var. Systkinin sem eftir lifa sakna
nú bróður og vinar, því milli þeirra
allra var sérstaklegá -náið og kær-
■leiksríkt samband sem næstum ein-
stakt má teljast.
Móðir mín og Karl voru bæði bú-
sett í Reykjavík og það var unun að
fylgjast með því hvað kært var með
þeim. Varla leið sá dagur að þau
töluðust ekki við í síma og voru þá
margvísleg mál krufin til mergjar í
löngum samtölum.
Karl kvæntist konu sinni Krist-
rúnu Þórarinsdóttur 8. október 1932.
Þó hann væri löngu fluttur að heim-
an og búinn að stofna heimili og Ijöl-
skyldu að Skeljabergi í Sandgerði,
^þegar ég var enn smábarn hjá ömmu
og afa í Böðvarsholti, tengdist hann,
Kristrún kona hans og einkadóttirin
Bjarnveig snemma mínum fyrstu
æskuminningum. Tengsl þeirra við
Böðvarsholtsheimilið voru sterk þó
þau væru í fjarlægð og þar sem kona
hans átti við vanheilsu að stríða,
dvaldi hún oft langtímum saman með
dóttur þeirra hjá ömmu og afa í
Böðvarsholti. Dvölin þar var henni
styrkur og ætíð síðan minntist hún
tengdafólks síns með hlýju.
Eg minnist þess að frá Skeljabergi
fékk ég sent fyrsta jólatréð mitt og
var það tré notað öll jól sem ég var
í Böðvarsholti. Þetta var lítið gervi-
tré með rauðum beijum á grænum
-greinum og skreytt logandi kertaljós-
um á aðfangadagskvöld. Einhvern-
tíma sumars kom svo Karl í heim-
sókn með Reykjavíkurrútunni og þá
var ekki fyrir mér eins og þarna
væri að koma ókunnur maður sem
ég sjaldan sá heldur kær frændi sem
mér þótti svo vænt um.
"Þegar ég var átta ára og dvaldi í
höfuðborginni í nokkra daga fór ég
með Olöfu móðursystur minni í heim-
sókn til Sandgérðis. Leiðin með
Keflavíkurrútunni ætlaði aldrei að
taka enda og eins og vant var hijáði
mig óskapleg bílveiki. A endastöðinni
í Sandgerði var Karl frændi mættur
til að taka á móti okkur og sá að
útlit litlu frænku var heldur bágbor-
ið. Ég man óljóst eftir því að frændi
minn tók mig upp og bar mig í örm-
um sér heim að Skeljabergi, þar sem
ég var háttuð ofan í rúm og hlúð
að mér.
Eftir að fjölskyldan flutti frá Sand-
gerði til Reykjavíkur var Mávahlíð
18 fyrsti varanlegi samastaður minn
í borginni og skjól mitt og skjöldur
í veikindum móður minnar. Það sama
gilti í Sæviðarsundinu þar sem þau
síðar áttu heima.
I langvinnum veikindum Kristrún-
ar hélt dóttirin Bjarnveig heimili með
pabba sínum og dóttur sinni Ey-
björgu Einarsdóttur sem var sólar-
geisli afa síns og ömmu. Síðar bætt-
ist við annar geisli Karl Rúnar Sigur-
björnsson. Þessi tvö dótturbörn voru
afa sínum miklir gleðigjafar ásamt
langafatelpunum Telmu og Teresu.
En elska hans og umhyggja var hon-
um launuð með þeirra ástríki þar til
yfir lauk. Bjarnveig stofnaði sitt eig-
ið heimili með manni sínum Sigur-
birni Logasyni múrarameistara og
við breyttar aðstæður flutti Karl að
Minni Grund til að vera í nálægð við
konu sína er dvaldi á elliheimilinu.
Kristrún andaðist 12. september
1986.
Æskustöðvarnar á Snæfellsnesi
voru Karli afar kærar. Þangað leit-
aði hugurinn oft, enda voru bræður
hans búsettir þar. A síðari árum
reyndi hann að fara sem oftast í
heimsókn til ættingja og vina — til
að rifja upp minningar og ræða
landsins gagn og nauðsynjar. Veittu
þessar ferðir honum ómælda ánægju.
Frændi minn var fastur fyrir í
skoðunum og alvörumaður undir
niðri þó gamanyrði og spaug lægju
honum létt á tungu við flest tæki-
færi. Hann var hagmæltur þó ekki
flíkaði hann víða þeim eiginleika.
Á yngri árum vann hann mest við
sjósókn en hin síðari ár við húsbygg-
ingar og var eftirsóttur verkmaður.
Voru honum venjulega falin ábyrgð-
ar- og umsjónarstörf við smíðar þó
ekki væri hann lærður smiður, en
hagur og vandvirkur með afbrigðum.
Tryggð Karls við sitt fólk var mik-
il og fór ég og fjölskylda mín ekki
varhluta af henni. Aldrei brást að
mamma væri ekki beðin að skila
kveðju til okkar á neðri hæðinni og
væri lasleiki hafði frændi minn
áhyggjur eins og um hans eigin fjöl-
skyldu væri að ræða.
Nú berst ekki lengur kveðja frá
honum. En ég er þess fullviss að
hann fylgist með okkur öllum og frá
honum stafar sama umhyggjan og
einkenndi hann alla tíð.
Ég og fjölskylda mín sendum öll-
um ástvinum hans innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að blessa
minningu Karls Bjarnasonar.
Álfheiður Bjarnadóttir
Góður vinur minn og húsfélagi á
Litlu-Grund verður í dag kvaddur
hinstu kveðju.
Karl fæddist að Böðvarsholti í
Staðarsveit 28. maí 1908 og ólst þar
upp ásamt mörgum systkinum, fimm
bræðrum og tveim systrum. Þegar
faðir þeirra, Bjarni Nikulásson, dó
var jörðinni skipt og nýbýlið nefnt
Hlíðarholt. Þráinn tók við búi í Böð-
varsholti en Þórarinn í Hlíðarholti.
Alla ævi voru heimsókriir í Staðar-
sveitina miklar ánægjustundir í lífi
Karls, en hann flutti til Reykjavíkur
og fékkst þar við ýmiss konar störf,
vann árum saman hjá Magnúsi Bald-
vinssyni byggingameistara og þótti
góður smiður.
Karl kvæntist Kristrúnu Þórarins-
dóttur 8. október 1932 og eignuðust
þau eina dóttur, Bjarnveigu, sem
gift er Sigurbirni Logasyni, múrara-
meistara, og búa þau í Reykjavík
ásamt börnum sínum. Skömmu eftir
fæðingu dótturinnar veiktist Krist-
rún og varð að dveljast á sjúkrahús-
um lengst af til dauðadags, 2. sept-
ember 1986. Karli vini nn'num var
svo mikill sálarkraftur gefinn að
hann bugaðist ekki við það mikla
mótælti sem hann átti við að etja
af þessum sökum. Hann var trúmað-
ur mikill og veitti trúarstyrkur hon-
um ríkulega hjálp.
Karl kom hingað á Minni-Grund
árið 1979 og var gæslumaður á Litlu-
Grund er ég kom þangað 1983. Mér
varð þegar ljóst í umgengni við þenn-
an vandaða mann hve umhyggjusam-
ur hann var. Sæi hann ekki hvern
vistmann ganga um einhvern tíma
dags, leitaði Karl hann uppi til þess
að athuga hvort eitthvað amaði að.
Því var hann dáður af öllum sem
hann umgekkst. Karl var vel gefinn
atgervismaður og góður hagyrðing-
ur. Var ánægjulegt að fylgjast með
hugljúfum skáldskap hans sem birt-
ist í Heimilispóstinum, — blaði Elli-
heimilisins Grundar. Ellin er þro-
skandi, segir þessi vinur minn á ein-
um stað, og munu margir undir þau
ummæli taka.
Karl tók þátt í sorg og gleði sam-
ferðafólks hér meðan hann lifði, og
þakkir fyrir góða samfylgd eru í
okkar huga er við kveðjum þennan
góða heimilisvin. Eftir lifír minning
um kærleiksríkan einstakling.
Ég votta samúð fjölskyldu hans
og vinum.
Blessuð sé minning Karls Bjarna-
sonar. Fari hann í friði.
Björgvin Grímsson
Hann elsku afi okkar er dáinn.
Margs er að minnast. Fyrst og fremst
er það þakklæti fyrir að hafa fengið
að njóta samvista hans svo lengi, því
hann gaf okkur svo mikið. Það var
alltaf náið samband á milli okkar og
afa. Afí var sérstaklega ráðgóður og
bar hag okkar systkinanna mjög fyr-
ir bijósti. Veraldleg gæði skiptu afa
ekki máli, heldur það að vera sam-
kvæmur sjálfum sér og standa við
orð sín. Réttsýni og heiðarleiki voru
honum í blóð borin.
Hann var einstaklega- hlýr maður,
og í návist hans fengum við mikla
trú á sjálfum okkur, þvl hann lét
okkur alltaf finna hversu mikils virði
við vorum. Þó svo lífið hafi ekki allt-
af leikið við afa, stóð hann alltaf sem
klettur sama hvað á gekk. Hann var
trúaður og einstaklega sterkur per-
sónuleiki. Afí missti ömmu okkar,
Kristrúnu Þórarinsdóttur, fyrir 5
árum, reyndist hann henni einstak-
- lega góður eiginmaður þrátt fyrir
hennar erfiðu veikindi.
Það veganesti sem afí gaf okkur
munum við varðveita og reyna eftir
fremsta megni að miðla til afkom-
enda okkar, því af heilum fjársjóði
er að taka.
Söknuður fjölskyldunnar er mikill.
En við vitum að afi er í unaðsreit
annars tilverustigs umvafinn þeim
sem hann unni.
Blessuð sé minning afa okkar og
ömmu.
Eybjörg og Karl Rúnar.
Föðurbróðir minn, Karl Bjarnason,
vistmaður á Elliheimilinu Grund í
Reykjavík, lést í Landspítalanum 6.
febrúar sl., eftir stutta legu. Hann
verður jarðsunginn frá Éossvogs-
kirkju í dag.
Karl fæddist í Böðvarsholti í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi 28. maí 1908.
Elsta barn foreldra sinna þeirra
Bjarnveigar Vigfúsdóttur og Bjarna
Nikulássonar sem bjuggu allan sinn
búskap í Böðvarsholti.
Karl ólst upp hjá foreldrum sínum
í stórum systkinahópi, en á þeim
árum var lífsbaráttan hörð og unga
fólkið varð að vinna mikið og reyndi
á dugnað og hagleik þeirra við hin
margvíslegu störf við búskapinn.
Ungur fór Karl að heiman á vertíð
til þess að afla heimilinu tekna og
lá þá leiðin til Suðurnesja þar sem
hann átti síðar eftir að stofna heimili
í Sandgerði með eiginkonu sinni
Kristrúnu Þórarinsdóttur, sem er lát-
in fyrir nokkrum árum.
Yfir sumartímann var Karl við
búskapinn heima í Böðvarsholti.
Hann flutti með eiginkonu sína og
dótturina Bjarnveigu til Sandgerðis
1933 og settist þar að. Faðir minn
mun hafa byggt fyrir fjölskylduna
íbúðarhúsið Skeljaberg í Sandgerði
þar sem þau bjuggu uns flutt var til
Reykjavíkur 1954.
I Sandgerði var Karl virkur þátt-
takandi í félagslífi. Ágætur ræðu-
maður og laginn samningamaður
sem beitti sér af festu þegar á þurfti
að halda.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd
Miðneshrepps kjörtímabilið 1950-
1958 og hafði áður setið í hrepps-
nefnd sem varamaður. Einnig átti
hann sæti í ýmsum nefndum á vegum
hreppsins, m.a. í hafnarnefnd. Hann
var meðal stofnenda Verkalýðs- og
sjómannafélags Miðneshrepps 1949
og fyrsti formaður þess.
Eftir að Karl fluttist til Reykjavík-
ur vann hann við byggingarvinnu
allt til þess að hann hætti störfum
eftir að hann varð vistmaður á Elli-
heimilinu Grund. Þar undi hann hag
sínum ágætlega og kunni vel að
meta þá þjónustu sem þar er veitt.
Eftir að Karl fluttist til Reykjavík-
ur helgaði hann fjölskyldunni alla
krafta sína og naut þess að vera
þátttakandi og fylgjast með því sem
yngra fólkið var að fást við. Börn
Bjarnveigar eru Eybjörg og Karl
Rúnar. Eybjörg er gift Tryggva Jak-
obssyni byggingafræðingi, eiga þau
dæturnar Telmu og Teresu.
Sterkustu einkenni Karls var hin
yfirvegaða og glaðværa framkoma.
Sterk ábyrgðartilfinning gagnvart
hans nánustu og rík réttlætiskennd
einkenndu alla framgöngu þessa
hógværa manns. Hann gekk að
hveiju verki vel undir búinn allt til
þes_s síðasta.
Á kveðjustundu er mér Ijúft að
minnast frænda míns Karls og rifj-
ast upp mörg hollráð, sem hann gaf
af ríkri reynslu sirini. Bjarnveigu og
fjölskyldu hennar votta ég innilega
samúð og kveð Karl með virðingu
og þökk.
Sturla Böðvarsson,
Stykkishólmi.
NEYTENDAMAL
Fæðuefni sem vinna gegn krabbameini
VÍSINDAMENN hafa komist að því að ekki veldur allt sem bragðg-
ott er krabbameini. Þessi uppörvandi frétt barst frá þingi sem hald-
ið var í Texas fyrir nokkru. Á þinginu voru teknir fyrir krabbameins-
valdar (carcinogen), stökkbreytivaldar (mutagen) og efni sem vinna
gegn krabbameini (anticarcinogen) í fæðunni. Þrátt fyrir að fjölmarg-
ar sannanir liggi fyrir um stóran þátt mataræðis við framköllun
margra tegunda krabbameina, eru sterkar líkur taldar vera á því,
að ýmsar fæðutegundir innihaldi
myndun, segir I fréttinni.
Efni sem hindra krabbamein
geta komið fram í hinum ólíkleg-
ustu fæðutegundum eins og í ham-
borgurum, ostum og jafnvel í soya-
sósu, er haft eftir M.W. Pariza
prófessor í örveru- og eiturefna-
fræðum við Fæðurannsóknarstofn-
un háskólans í Wisconsin í Banda-
ríkjunum. Fyrir nokkrum árum
uppgötvuðu Pariza og samstarfs-
menn hans að grillað hakkað kjöt
innihélt efnasamband sem hindraði
myndun húðkrabbameins hjá rott-
um. Nú hefur þeim tekist að ein-
angra hið virka efni sem blöndu
ómettaðra og óvenjulegra fítusýra.
Efnasamböndin eru einnig sögð
vera til staðar í ostum og öðrum
mjólkurvörum.
Fitusýrur gegn krabbameini
Fitusýrur þessar eru allar afleið-
efni sem vinna gegn krabbameins-
ur nauðsynlegra ómettaðra fitu-
sýra. Það þykir áhugavert að þessi
efni, sem vinna gegn krabbameini,
skuli vera afleiður af ómettuðum
fitusýrum. En rannsóknir hafa ein-
mitt sýnt fram á að þessar ómett-
uðu fitusýrur hafa öi-vað krabba-
meinsmyndun í dýratilraunum.
Rannsóknir Wisconsin-vísinda-
hópsins leiddu í ljós að þessar fíitu-
sýruafleiður hindruðu krabba-
meinsmyndun í maga rnúsa. Þær
sem fengu þessar afleiður ómett-
aðrar fitusýru fyrir inngjöf á krabb-
ameinsmyndandi efni, fengu færri
krabbameinstifelli en þær sem ein-
göngu fengu krabbameinsmynd-
andi efni.
Fitusýrur taldar verja
frumur hrörnun
Tæknilegar mælingar hafa sýnt
fram á að þessar afleiður ómettaðr-
ar fitusýru eru áhrifrík þráavarnar-
efni, en þránunarskemmdir í erfða-
efni fruma hafa verið tengdar
myndun krabbameina, stökkbreyt-
ingum og öldrun. Tilgáta hefur
komið fram um að þráavörn, með
þessum afleiðum ómettaðra fítu-
sýra, geti að hluta skýrt hindrun
krabbameinsmyndunar, en rann-
sóknir hafa sýnt fram á að fítusýr-
urnar ganga inn í frumuhimnurnar
og verða hluti af frumunum og er
talið að þær geti á þann hátt varið
frumuna fyrir hrömun.
Krabbameinshindrandi efni
í soyasósu
Aðrar rahnsóknir vísindahópsins
hafa leitt í Ijós að geijuð soyasósa
inniheldur einnig efni sem hindra
myndun krabbameins, en ekki hef-
ur ennþá tekist að einangra þau
efni. Tilraunir voru gerðar á mús-
um. Þeim var fyrst gefín soyasósa
og síðan fengu þær krabbameins-
myndandi efni og fengu færri
þeirra krabbamein en _ mýs sem
voru í viðmiðunarhópi. í nokkrum
tilraunum var nitriti bætt út í soya-
sósuna og örvaði nitritið krabba-
meinshindrandi efnavirkni í soya-
sósunni. Það þótti athyglivert
vegna þess að nitrit myndar nit-
rósamín sem er krabbameinsvald-
ur. Einnig vakti athygli að í ferskri
soyasósu var mikil krabbameins-
hindrandi efnavirkni sem nitritið
virtist hafa ekki nein áhrif á. Til-
gáta hefur komið fram um að eldri
soyasósa geti tapað hluta af krabb-
ameinshindrandi virkni og að nitrit
nái að endurvekja það á ný.
P-vítamín í grænmeti
hindrar krabbameinsmyndun
Önnur rannsókn hefur verið
kynnt af T.J. Leighton örverufræð-
ingi frá háskólanum í Kalifomíu í
Berkeley, um krabbameinshindr-
andi eiginleika quercetins, P-vítam-
íns (bioflavonoid) en forvera þess
er að finna í fjölmörgum ávöxtum
og grænmeti.
Eftir að mutagen eða stökk-
breytivirkni var greind í nokkrum
rauðvínstegundum voru Leighton
og samstarfsmenn hans beðnir um
að rannsaka stökkbreytivirkni í
vínum. Niðurstaðan var sú, að slík
virkni væri mjög lítil í hvítvínum,
rósavínum eða í safa af rauðum
eða hvítum vínbeijum.
Krabbameinsvaldar í skorpu
á steiktu kjöti og fiski
Matargerð getur einnig haft
áhrif á myndun krabbameinsvald-
andi efna í fæðunni. Þegar fískur
eða kjöt er steikt og brúnað geta
sömu efnahvörfin, sem verða í
skorpunni við steikingu og gefa
fæðunni hið eftirsótta bragð,
myndað öfluga krabbameinsvalda.
I lýsingu á því sem þar á sér stað
segir: Við steikingu á kjöti og fiski
á pönnu eða í ofni mynda aminosýr-
ur einföld kolvetni og önnur efna-
sambönd sem ganga síðan í sam-
band við náttúruleg efni í kjöti og
blóði og mynda stökkbreytivaka og
krabbameinsvalda.
Vísindamenn hafa fundið ráð við
þeim skaðvöldum, en það er að
setja ákveðin efni; aminosýrurnar
L-tryptophan og L-próline á kjöt
eða fisk fyrir steikingu. Aminosýr-
urnar eiga að koma í veg fyrir
myndun þessara óæskilegu krabba-
meinsvalda án þess að skaða bragð-
gæðin.
I grein þessari er bent á að ekki
er allt óhollt sem borðað er, jafn-
vel þó bragðgott sé, en matreiðslu-
aðferðirnar virðast skipa máli.
Neysla sumra fæðutegunda getur
komið í veg fyrir illvíga sjúkdóma,
en aftur á móti getur kjöt og fisk-
meti vel steikt og brasað verið var-
hugavert fyrir heilsuna.
M. Þorv.