Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 33
í hugum okkar og vonum að sú
mynd verði okkur öllum leiðarljós
til nýrra átaka í bindindismálum
þjóðarinnar.
Blessuð sé minning hennar í trú
von og kærleika.
Guðmundur J. Mikaelsson
Kær vinkona, traustur og góður
félagi, hefir lokið göngu sinni hér
á jörð.
Sólveig Jónsdóttir andaðist í
Landspítalanum 6. þ.m. Að þessu
sinni kom dauðinn sem líknandi
engill. Eftir langvarandi og þung-
bær veikindi, er gott að fá hvíld.
Sólveig var eftirtektarverð kona.
Falleg var hún, en þó var það
kannski fyrst og fremst fasið, sem
hreif mann. Framkoman öll var svo
fáguð og ljúf, brosið svo hlýtt,
kímnin svo græskulaus, að öllum
hlaut að líða vel í návist hennar.
Heilladísirnar voru örlátar á gjaf-
ir sínar við vöggu Sólveigar. Skarpa
greind hlaut hún, og hendur sem
allt lék í, hvort heldur hún saumaði
„modelkjóla“ fyrir eina af þekkt-
ustu tískuverslunum bæjarins, eða
klæddi sófasett heima hjá sér, alltaf
var handbragðið óaðfinnanlegt. Ég
kynntist Sólveigu í stúkunni And-
vara, þar sem hún og Indriði maður
hennar voru meðal helstu máttar-
stólpa þeirrar stúku.
Það var líf og fjör og mikið staf
á þeim árum. Margir eiga góðar
minningar og mörg heimili eiga því
starfi mikið að þakka.
Alltaf var jafn gaman að koma
heim í Stórholt til Indriða og Sól-
veigar. Gestrisni húsbændanna og
notalegur heimilisbragur gerði þær
stundir eftirminnilegar. Nú er þar
skarð fyrir skildi.
Það er margt og mikið sem félag-
arnir í st. Andvara eiga að þakka
Sólveigu, og aldrei verður stúkan
söm eftir fráfall hennar. En minn-
ingarnar eru Ijársjóður, sem við
eigum og geymum vandlega.
Blessuð sé minning hennar.
Vini okkar Indriða og fjölskyld-
unni allri sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Sigríður Helgadóttir
Með nokkrum fátæklegum orð-
um langar mig að minnast ömmu
minnar Sólveigar Jónsdóttur sem
lést í Landspítalanum 6. febrúar
síðastliðinn.
Mínar fyrstu minningar um hana
eru frá heimsóknum hennar til mín
upp á Landakotsspítala en þar lá
ég alloft sem krakki. Þar sem við
vorum búsett úti á landi var ekki
hægt um vik fyrir foreldra mína
að heimsækja mig og eins var að
á þessum tíma var talið óæskilegt
að foreldrar kæmu í heimsókn til
barna sinna.
Elskuleg amma mín kom því ótal
margar ferðirnar til mín. Ofan úr
Stórholtinu þar sem hún og afí
bjuggu. Fyrst tók hún strætó niður
á Lækjartorg og kom síðan gang-
andi upp eftir. Það var ávallt beðið
eftir þessum heimsóknum, staðið
út við glugga og fylgst með ferðum
hennar. Því næst hlaupið fram að
dyrum barnadeildarinnar og tekið
á móti henni þar og hún síðan leidd
inn að rúmi. Ávallt færði hún mér
eitthvað til að gleðja mig. Ég man
að jafnvel kom fyrir að hún kom
með ís neðan af torgi, við ómældan
fögnuð sonardótturinnar.
Ég var ákaflega stolt af henni.
Hún var glæsileg kona, alltaf fal-
lega klædd og vel til höfð, enda
mikil snilldar saumakona. Þegar ég
á seinni árum fór að byrja að sauma,
var hún ávallt boðin og búin að
hjálpa mér, kenndi mér réttu vinnu-
brögðin bæði við að sauma og sníða.
Þannig að framan af saumaði ég
varla svo flík að hún ekki legði á
ráðin með mér, okkur báðum til
ánægju.
Það var ávallt gott að koma til
örnrnu og afa í Stórholti og þótti
okkur systrunum alltaf spennandi
að koma til þeirra og fá að gista.
Það eru ótal minningar sem rifj-
ast upp og er hér fátt eitt talið.
Á kveðjustund er okkur í fjöl-
skyldunni efst i huga þakklæti til
ömmu fyrir umhyggju og ástúð í
okkar garð.
Blessuð sé minning hennar.
Sólveig Indriðadóttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1991
33
Gunnar Magnússon,
Hveragerði - Minning
Fæddur 30. júní 1901
Dáinn 8. febrúar 1991
í dag verður til moldar borinn í
Fossvogskirkjugarði elskulegur afi
okkar Gunnar Magnússon.
Hann hefur alla tíð verið hraust-
ur og kvartaði aldrei undan veikind-
um, en var alltaf að hugsa um aðra,
hvernig þeim liði. Fimmtudaginn
31. janúar var hann fluttur á
Sjúkrahúsið á Slefossi. Þar lá hann
þar til yfir lauk.
Við sem heima vorum, bjugg-
umst við að fá hann heim aftur og
hefði hann orðið níræður í sumar
ef hann hefði lifað.
En við gerðum okkur ekki grein
fyrir hversu alvarlega veikur hann
var orðinn, vegna þess að hann var
með skýra hugsun og talaði um
allt sem var að gerast í kringum
hann, nema sín eigin veikindi, en
hann ko'm ekki aftur heim.
En ekki getum við talað um afa
nema að tala um ömmu líka, sem
er eftir lifandi, því þau voru alltaf
sem eitt í augum okkar.
Þegar við tvíburasysturnar minn-
umst þeirra fýrst bjuggu þau í Þor-
lákshöfn. Þegar við vorum á öðru
ári fluttum við til þeirra með
mömmu og bjuggum hjá þeim til
fimm ára aldurs, en þá fluttum við
til Reykjavíkur.
En þrátt fyrir að við byggjum
ekki lengur í þeirra húsum, þá var
tilhlökkun hjá okkur alla vikuna
eftir helgunum til að fara til ömmu
og afa, en þangað fórum við hveija
helgi og alltaf þegar við gátum. Því
að hjá þeim áttum við ennþá okkar
eigið herbergi og okkur fannst við ■
alltaf eiga heima hjá þeim.
Þau fluttu til Hveragerðis
í febrúar 1977 í sitt eigið hús og
bjuggu þar til í september 1989 en
þá fluttu þau á dvalarheimilið Ás í
Hveragerði.
En þrátt fyrir að tvö yngri systk-
inin hafi ekki alist upp hjá ömmu
og afa voru þau alltaf jafn veikom-
in á heimili þeirra, og sóttum við
öll mikið til þeirra.
Söknuðurinn er mikill, en við
hugsum um það sem hann vildi
sjálfur og það er okkar styrkur.
Hann talaði um áð hann vildi
ekki þurfa að vera rúmliggjandi til
lengri tíma og þess vegna var best
að hann fengi að fara, þjáningar-
laust.
Blessuð sé minningin um góðan
afa.
Brynhildur, Yrsa,
Gunnar og Erla.
t
Útför sonar okkar,
MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR,
Hvolsvegi 28,
Hvolsvellí,
verður gerð frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 16. febrúar
kl. 14.00.
Erla Jónsdóttir,
Kristján Magnússon.
t
Faðir okkar og sambýlismaður minn,
ÓLAFUR FINNBOGASON,
Hofteigi 28,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. febrúar
kl. 15.00.
Hildigunnur Ólafsdóttir,
Haukur Ólafsson,
María Skúladóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR MAGNÚSSON,
Laufskógum 32,
síðast til heimilis í Ási, Hveragerði,
verður jarðsunginn fró Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn
14. febrúar, kl. 13.30.
Brynhildur Baldvins,
Dóróthe Gunnarsdóttir,
Valdimar Svavarsson,
Erla Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINN GUÐMUNDSSON
frá Nýlendu,
Austur-Eyjafjöllum,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. febrúar
nk. kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hins látna,
vinsamlegast láti elliheimilið Sólvang njóta þess.
Guðmunda Sveinsdóttir, Elín Sveinsdóttir,
Vilhjálmur Sveinsson, Sigurður Ó. Sveinsson,
Sveinn Ó. Sveinsson, Rebekka Aðalsteinsdóttir,
Lovisa Sveinsdóttir, ívar Þórhallsson
og aðrir aðstandendur.
+ Móðir okkar, fósturmóðir og systir, SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Eiríkur Hreinn Finnbogason, Stefán Yngvi Finnbogason, Margrét Kristjánsdóttir, Jóhannes Eiriksson.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SÆMUNDSDÓTTIR, Bústaðavegi 83, sem lést á öldrunardeild Landspítalans, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Emilía Guðjónsdóttir, Hilmar Logi Guðjónsson, Sigrún Jensdóttir, Rúnar Guðjónsson, Guðmunda Jóhannsdóttir, Guðlaugur E. Guðjónsson, Þorbjörg Auðunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Séra YNGVI ÞÓRIR ÁRNASON frá Prestbakka, Reynigrund 39, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtu- daginn 14. febrúar, kl. 13.30. Jóhanna Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHILDUR DAGBJÖRT ARNGRÍMSDÓTTIR, Hákoti, Bessastaðahreppi, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd. Alda Guðbjörnsdóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Reynir Guðbjörnsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Arnar Guðbjörnsson, Ragnhildur Nikulásdóttir, Gróa Guðbjörnsdóttir, Anna Guðbjörnsdóttir, Svavar Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn.
+ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR DANÍELSSON, Sólbakka, sem andaðist 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Víðidalstungu- kirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Elínborg Ólafsdóttir, Benedikt Axelsson, Sigrún Olafsdóttir, Sigurbjartur Frímannsson, Hannes Ólafsson, Laufey Einarsdóttir, Elín Ása Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn,--^
+ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN L. JÓNSSON, Karfavogi 11, Reykjavík, .. verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 10.30. Steinunn Jónasdóttir, Hrefna Birna Björnsdóttir, Daníel Þorsteinsson, Jóhanna Katrín Björnsdóttir, Oddur Eggertsson, Þórður Björnsson, Hallfríður Jónasdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson, Björn Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. s
+ Faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, SIGHVATUR EINARSSON fyrrum bóndi á Tóftum í Stokkseyrarhreppi, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00. Sigurður Kristinn Sighvatsson, Fjóla Hildiþórsdóttir, Ólafur Þórir Sighvatsson, Ýr Viggósdóttir, Einar Sighvatsson, Úrsúla Sighvatsson, Ingunn Sighvatsdóttir, Hjalti Sighvatsson, Guðrún Frímannsdóttir, Sighvatur Einar Sighvatsson, Ása Kristín Jónsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Jón Ingibergur Guðmundsson, «