Morgunblaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991
MYNDLIST
Tveir ungir myndlistamenn
opna sýningar
SKEMMTANIR
Lýðræðissinnar
skemmta sér
Þetta tókst frábærlega vel og
það komu alls um 300
manns. Troðfullt, og félagslífið í
Vöku hefur heldur betur staðið í
blóma það sem af er vetri,“ sagði
Einar Sigurðsson formaður
skemmtinefndar Vöku, félags lý_ð-
ræðissinnaðra stúdenta við HÍ í
samtali við Morgunblaðið. Þetta
var mælt í tilefni af 56 ára afmæl-
isfagnaði samtakanna sem hald-
inn var hátíðlegur í Vökuheimilinu
á Hverfisgötu fyrir skömmu. Við
birtum nokkrar myndir úr fagnað-
inum og látum þær um að tala ...
Stríðstíska ....
TISKA
Gasgrímu-
tíska
Fyrir kemur að kvenfatatískan
tekur mið af tíðarandanum og
hræringum þó algengara sé að
kenjar og tilfínning hönnuða ráði
þar mestu. Dæmi um hið fyrrnefnda
var að sjá er nokkur minni nöfn
meðal hönnuða í New York héldu
götusýningu fyrir skömmu. Þar
kenndi ýmissa grasa, en átökin við
Persaflóa svifu vængjum þöndum
yfir vötnunum eins og sjá má af
meðfylgjandi „flík“ sem var meðal
annarra til sýnis. Síðbuxur í felulit-
um, grænbrúnn bolur og grænar
og brúnar flygsur í ljósum frakka.
Og til að kóróna allt saman: Gas-
gríma!
Einn af mikilvirkari myndlista-
mönnum landsins úr flokki
hinna yngri Daði Guðbjörnsson,
opnaði sína 19. einkasýningu í
Galleríjnu Nýhöfn um síðustu
helgi. Á sýningunni sýnir Daði olíu-
málverk og myndastyttur unnar
með blandaðri tækni, en verkin
hefur hann gert síðustu tvö árin.
Daði, í miðjunni, tekur við heillaóskum og blómvendi.
Daði er aðeins 36 ára að aldri,
en á langan feril að baki, því auk
19 einkasýninga hefur hann tekið
þátt í fjölda samsýninga bæði á
heimaslóð og erlendis. Hann stund-
aði nám við Myndlistaskólann í
Reykjavík og Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands á árunum 1969
til 1980 og árin 1983 Og 1984 var
hann í Hollandi, í framhaldsnámi
við Rijksakademi van Beldende
Kunsten í Amsterdam. Þá hefur
Daði kennt við Myndlista- og hand-
íðaskólann, verið formaður Félags
íslenskra myndlistarmanna og se-
tið í safnráði Listasafns íslands.
í Galleríi Sævars Karls klæðskera
í Bankastræti var aftur á móti
Birgir Björnsson á ferðinni. Hann
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskólann frá 1981 til 1985
og næstu tvö árin í Listaháskólan-
um í Björgvin í Noregi. Seinni vet-
urinn þar var hann styrkþegi
norska utanríkisráðuneytisins og
Forening Norden. Þetta er fyrsta
einkasýning Birgis á íslandi, en
hann hefur áður haldið þijár einka-
sýningar í Noregi og tekið þátt í
samsýningum á Islandi og erlendis.
Þess má geta í lokin, að sýning
Daða stendur til 27. febrúar, en
sýning Birgis stendur til 8. mars.
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Björnsson l.t.v. ásamt gestum í Galleríi Sævars Karls. Sævar
er l.t.h.
SIEMENS-gæð/
ÁREIÐANLEG OG HAGKVÆM
ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS
SIEMENS þvottavélar eru traustar, endingargóðar og
þægilegar í notkun. Það sannar áratuga reynsla.
WV2852
■ Vinduhraði 600 og 850 snún./mín. ■ Sparnaðarhnappur
og hagkvæmnihnappur ■ Frjálst hitaval og mörg þvottakerfi
■ Þægilegt og aðgengilegt stjórnborð. aVerð kr. 70.900,-
Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
„HOT FUDGE BROWNIE“
ís á brúnköku
Velkomin á Hard Rock Cafe,
sími 689888