Morgunblaðið - 19.02.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 19.02.1991, Síða 4
4 MORGCNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Ólafsvík: Hraðfrystihúsið kaupir togarann Má af Utveri Utver væntanlega lagt niður HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsvíkur gengur á næstunni frá kaupum á togaranum Má, sem nú er í eigu Utvers hf. á Ólafsvík. Kaupin felast í yfirtöku skulda og verður Útver væntanlega lagt niður. Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins og stjórnarformaður Útvers, sagði í samtali við Morgunblaðið að endanlegt kaupverð lægi ekki fyrir, en miðað væri við 400 milljón- ir króna. Um 2.300 tonna kvóti fylgir togaranum. Útver hf. keypti Má til landsins árið 1980 og var félagið eingöngu stofnað til að reka togarann. Að Útveri standa ^ Ólafsvíkurbær, Hraðfrystihús Ólafsvíkur, físk- verkunarstöðvamar Hrói ogjlakki á Ólafsvík og þrír fískverkendur á Rifí. Ólafur Gunnarsson sagði að staða Útvers væri mjög slæm og hluthafafundur hefði ákveðið að fela stjórn fyrirtækisins að ganga frá sölu togarans til Hraðfrysti- hússins. Slíka ákvörðun þurftu tveir þriðju hluthafa að sam- þykkja. „Hraðfrystihúsið yfirtekur allar skuldir, sem á togaranum hvíla, en þær eru taldar um 400 milljón- ir, þó endanleg tala liggi ekki fyr- ir,“ sagði Ólafur. „í kjölfar sölunn- ar verður Útver hf. væntanlega lagt niður, enda var eini tilgangur félagsins sá að reka togarann. Ég vænti þess að félagið verði lagt niður skuldlaust, en helstu lánar- drottnar þess eru Fiskveiðasjóður, Ríkisábyrgðasjóður og Lands- bankinn. Til að renna styrkari stoðum undir rekstur Hraðfrysti- hússins og tryggja því hráefni var ákveðið að það keypti Má, enda viljum við halda honum í Ólafsvík." Ólafur sagðist vænta þess að gengið yrði frá kaupunum innan hálfs mánaðar. VEÐURHORFUR í DAG, 19. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Yfír Bretlandseyjum er 1017 mb hæð og við norð- austur Grænland er 982 mb lægð skammt vestan af Bjargtöngum, hreyfist norðaustur. SPÁ: Fremur hæg norðvestanátt, él vestan- og norðanlands, en bjartari suðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG:Breytileg átt eða hægviðri víðast hvar á landinu, víða él, frost 4 tíl 5 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG:Norðan- og norðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi með éljum vestan- og norðanlands, en hægviðri og úr- komulaust annars staðar. Frost 2 til 4 stig. N: Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: I0 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * Él Þoka Léttskýjað / / / / / / / Rigning V / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld - / * / * Slydda oo Mistur Skýjað / * / # * # 4 Skafrenningur Alskýjað # * # # Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 0 snjókoma Reykjavík 4 rigning Bergen vantar Helsinki +8 snjókoma Kaupmannaböfn 0 skýjað Narssarssuaq T-S snjókoma Nuuk ■«•6 haglél Osió 0 skýjað Stokkhólmur +8 skýjað Þórshöfn 5 rigning Aigarve 10 skýjað Amsterdam 3 alskýjað Barcelona 13 mistur Berlín 4 skýjað Chicago 1 þokumóða Feneyjar 6 léttskýjað Frankfurt +0 skýjað Glasgow 4 mistur Hamborg 1 þokumóða Las Palmas vantar London 6 skýjað LosAngeles 15 heiðskírt Luxomborg 1 léttskýjað Madrfd 1 slydda Malaga 14 alskýjað Mallorca 14 kýjað Montreat +17 heiðskírt New York 13 alskýjað Orlando 10 alskýjað París 1 þokumóða Róm 12 rigning Vín +0 mistur Washlngton 2 rigning Winnipeg +11 skýjað Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Skriðan sem féll á húsið færði það úr stað. Vestmannaeyjar: Aurskriða féll á hús lundaveiðimanna Vestmannaeyjum. HÚS lundaveiðimanna í Álsey varð fyrir aurskriðu og skemmd- ist mikið fyrir skömmu. Skriðan féll úr hlíðinni fyrir ofan hú- sið og lenti á því með þeim afleiðingum að það færðist nokkra metra úr stað. Þeim brá í brún veiðimönnun- færst nokkra metra úr stað og um í Álsey er þeir sáu frá Heima- er líklega ónýtt. Húsið er gengið ey að skriða hafði fallið úr hlíðinni af grunninum, veggir og gólf eru ofan við veiðihús þeirra. Um helg- brotin og húsið allt skakkt þannig ina fóru þeir út til að kanna hvort að ljóst er að veiðimennirnir verða einhveijar skemmdir hefðu orðið að huga að nýju húsi fyrir kom- og kom þá í ljós að húsið hefur andi lundavertíð. — Grímur 3 sækja um stöðu rektors við KHI KOSNING rektors Kennarahá- skóla íslands fer fram í skólanum mæstkomandi mánudag, 25. fe- brúar. Þrír umsækjendur eru um stöðuna sem veitt er til fjögurra ára. Umsækjendur um stöðu rektors Kennaraháskóla íslands eru Anna Kristjánsdóttir, dósent, Bragi Jós- epsson, dósent, og Þórir Ólafsson, prófessor. Öll eru þau starfandi við skólann. Kosingarétt hafa fastráðnir starfsmenn og nemendur skólans en atkvæði nemenda gilda þriðjung á við atkvæði starfsmanna. Núver- andi rektor Kennaraháskólans er Jónas Pálsson en hann er nú í or- lofi frá skólanum. Starfandi rektor er Hjalti Hugason. Jónas hefur gegnt stöðu rektors tvö kjörtímabil. Nýr rektor mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. ..♦ BROTIST var inn í hesthús í Víðidal um helgina, lagt þar á gæðing og honum líengriðið. Þegar eigandinn vitjaði um hesta sína var gæðingurinn kominn í hús og sprett hafði verið af honum. Hins vegar sá á dýrinu eftir með- ferðina og það var löðursveitt. Engu hafði verið stolið úr hest- húsinu en greinilegt þótti að rótað hafði verið. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Fæddi stúlku í stiga- gíingi fjölbýlishúss ísafirði. ÞORBJORN Sveinsson slökkviliðsstjóri og Birgir Finnsson brunavörður voru kallaðir út á laugardag til að flytja sængur- konu á sjúkrahús. Konan býr á 4. hæð í blokk við Fjarðarstræti. Nokkuð erfiðlega getur gengið að koma sjúkrabörum niður þrönga stigana, en í þetta sinn vildi ekki betur til en svo að kon- an ól stúlkubam á pallinum milli fyrstu og annarrar hæðar. „Þar sem við vorum þarna úti á gangi sá ég ekki ástæðu til að fara að skilja í milli“, sagði Þor- björn, „heldur lagði ég stúlkuna í fang móður sinnar og svo ókum við mæðgunum upp á sjúkrahús." Þorbjörn er ekki óvanur svona atvikum, því hann hefur tekið á móti 11 börnum á síðasta 21 ári. Fyrst var það á Hafnarfjarðarveg- inum, þegar verið var að fara með sængurkonu frá Hafnarfirði inná fæðingardeild, sú var ljósmóðir, svo hún gat sagt honum hvað hann ætti að gera. Nú var sæng- urkonan hjúkrunarkona, Ingi- björg Jónsdóttir, og sagði Þor- þjörn að hún hefði staðið sig mjög vel við þessar óvæntu aðstæður. Sú nýfædda var 3.610 grömm, 14 merkur, og 54 cm við fæðingu og heilsast mæðgunum vel. - Úlfar. Braust inn og reið út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.