Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 7
lífJ & 1 f í>\ I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 19: PÉBRÚÁR’ 1991 Norræn skólaskák: Islendingar unnu þrjá flokka af fímm ISLENSKIR skákmenn stóðu sig vel í hinni árlegu einstaklings- keppni í norrænni skólaskák sem fram fór í Færeyjum um heígina. Sigur vannst í þremur flokkum af fimm og í heildar- keppninni unnu íslensku piltarnir nokkuð örugglega. Það voru yngstu piltarnir sem stóðu sig best. í þremur yngstu flokkunum skipuðu þeir fyrstu sætin. í flokki pilta, sem eru fæddir árin 1976 og 1977, sigr- aði Helgi Áss Grétarsson og Magnús Órn Úlfarsson varð ann- ar. Helgi Áss fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum, vann alla nema Magnús Örn sem hann gerði jafntefli við. Magnús Örn fékk 4 vinninga. Jón Viktor Gunnarsson sigraði í flokki pilta, sem fæddir eru 1980 og síðar. Hann hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum og Bergsteinn Einarsson- varð í 4. sæti með 3,5 vinninga. Keppnin var jöfn og spennandi í flokki pilta sem fæddir eru 1978 og 1979. Þar sigraði Arnar E. Gunnarsson á stigum, hlaut 4,5 vinninga af sex mögulegum. Matthías Kjeld varð í fjórða sæti með 4 vinninga, tapaði þriðja sætínu á stigum. í flokki pilta, sem fæddir eru 1970 til 1973, varð Magnús Pálmi Örnólfsson í þriðja sæti með 3,5 vinninga. Sigurður Daði Örnólfsson varð sjöundi með 3 vinninga. í flokki pilta sem fæddir eru 1974 og 1975 urðu Rangar Fjal- ar Sævarsson og Þórleifur Karls- son í 7. og 8. sæti. Alls kepptu 60 skákmenn á mótinu. í heildarstigakeppninni vann ísland, hlaut 39,5 vinninga Morgunblaðið/Árni Sæberg Skákmennirnir ungu sem sigruðu í norrænu skólaskákinni sem fram fór í Færeyjum um helgina. í aftari röð frá vinstri eru: Ríkharður Sveinsson, fararstjóri, Jón Viktor Gunnarsson, Arnar E. Gunnarsson, Bergsteinn Einarsson, Matthías Kjeld og Ólafur H. Ólafsson, fararsljóri. f fremri röð frá vinstri eru: Þórleifur Karlsson, Magnús Örn-ÚIfarsson, Ragnar Fjalar Sævarsson, Sig- urður Daði Sigfússon og Magnús Pálmi Örnólfsson. af 55 mögulegum. Norðmenn vinning, Finnar 30,5 og Færey- komu næstir með 33 vinninga, ingar ráku lestina með 13,5 vinn- Danir með 32,5, Svíar með 31 inga. _________________________f Atvinnuleysi mest á Austur- landi í janúar SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum í landinu fjölgaði um 48% frá des- ember til janúarmánaðar. Alls voru skráðir um 70 þúsund at- vinnuleysisdagar í janúar og jafn- gildir það því, að um 3.200 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá I mánuðinum. Það er sem svarar 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í jan- úar var hlutfallslega mest á Aust- urlandi 6,2%, en minnst á Vest- fjörðum 0,3%. Atvinnuleysi í janúar var álíka mikið hjá körlum og konum, sam- kvæmt frétt frá vinnumákskrifstofu felagsmálaráðuneytisins. í mánuðin- um voru skráðir 35.400 dagar hjá körlum en 34.600 hjá konum. Frá því í desember hefur atvinnuleysi aukist um 57% meðal kvenna en um 42% hjá körlum. Skráðir atvinnuleysisdagar í jan- úar voru flestir í Áusturlandskjör- dæmi og var atvinnuleysi þar, sem hlutfall af mannafla, 6,2%. Næst kom Norðurlandskjördæmi vestra, en þar var atvinnuleysi 6,1%, á Norðurlandi eystra var það 5,8%, 4,4% á Suðurl- andi, 3,9% á Suðumesjum, 3,1% á Vesturlandi, 1,2% á höfuðborgar- svæðinu en aðeins 0,3% á Vestfjörð- um. Með Lífsvemd slærð þú tvær flugur í einu höggi. Þú getur hlíft ástvinum þínum við fjárhagsfegum skakkaföllum, en um leið ávaxtað þitt pund og safnað í varasjóð sem getur komið að drjúgum notum síðar á lífsleiðinni. Því Lífsvemd er hvort tveggja líftrygging og henmg leið til spamaðar. Þú kýst þér líftryggingu sem nemur þremur milljónum króna, svo dæmi sé tekið. Sú upphæð óskert getur tryggt fjárhagsafkomu ástvina þinna við fráfall þitt. Jafnframt sparar þú ákveðna fjárhæð í hverjum mánuði. Tíminn vinnur með þér og líftryggingin lækkar með hverju ári en að sama skapi vex sjóðurinn þinn og dafnar. Að endingu áttu auk verðbóta þrjár milljónir í handraðanum, lífeyri sem þú getur sjálf ráðstafað að vild. Framtíðin er í þínum höndum. Ávinningurinn er öryggi, þitt eigið og þinna nánustu. Eignaraðilar Sameinaða líftryggingarfélagsins eru: TRYGGINGAMIÐSTODIN HF ADALSTRÆTI 6 101 REYKJAVÍK SIMI 91-26466 SJ-Q.VALJOAUyiENNAR Kringlunni 5, aími 91-692500 IÍFSVERND - LÍFTRYGGENG FYRIR ÁSTVINIÞÍNA, LÍFEYRIR FYRIR ÞIG VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI 8-12. 103 REYKJAVÍK, S. (91) 689700 RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100 Sameinaða lífitryggingarfélagið hf Kringlunni 5 • 103 Reykjavík Sími 91-692500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.