Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 19

Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991 19 son náðu þriðja sætinu og Guð- laugur R. Jóhannsson og Örn Arn- þórsson urðu í fjórða sæti. Þá urðu Helgi Jóhannsson og Aðalsteinn Jörgensen í sjötta sæti sem verður að teljast frábær árangur þar sem kerfið fékk 5 mínútna umræðu áður en mótið hófst. Til gamans má geta þess að sumir kalla þetta kerfi “Suðurnesja-precision" og varð landsþekkt fyrir allmörgum árum þegar sveit undir nafninu Bogga Steins hristi ærlega upp í íslandsmótinu og bika.rkeppninni. Lokastaðan: BorisBaran-MarkMolson 557 ZiaMahmood-SchrauelLev 346 RagnarMagnúss.-PállValdimarss. 255 Öm Arnþórss. - Guðlaugur R. Jóhannss. 253 AlfredKadlec-FranzTerraneo 234 Helgi Jóhannss. - Aðalsteinn Jörgensen 232 HeinrichBerger-'WolfgangMeinl 231 IbLundby-IngeK.Hansen 226 Páll Hjaltason - Hjalti Elíasson 184 • Jón Sigurbjömss. - Ásgr. Sigurbjömss. 155 Bjöm Theódórss. - Guðmundur Péturss. 133 Karl Sigurhjartars. - Sævar Þorbjömss. 128 Símon Símonars. — Júlíus Siguijónsson 109 Valur Sigurðss. - Guðmundur G. Sveinss. 90 Hjördís Eyþórsd. — Ásmundur Pálsson 68 Jón Baldursson - Ómar Sharif 66 Aðalsteinn og Helgi voru óheppnir að fá ekki fimmtu verð- launin því þegar verðlaunaafhend- ingu var lokið kom i ljós að skor- miði þeirra félaga hafði verið vit- laust útfylltur þeim í óhag og ómögulegt að leiðrétta úrslitin. Verðlaunin fyrir 1. sætið voru 2.300 dalir, 1.700 dalir fyrir annað sætið. 1.200 dalir fyrir þriðja sæti, 900 dalir fyrir fjórða sæti, 700 dalir fyrir fimmta sæti og 600 dalir fyrir 6. sætið. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensen, aðstoðarkeppnisstjóri og reiknimeistari Kristján Hauksson og mótsstjóri Ragnar S. Halldórs- son. Mikill fjöldi fólks fylgdist með mótinu allan tímann og dró hjarta- knúsarinn Omar Sharif auðsjáan- lega að nokkurn hóp fólks. Mátti m.a. sjá Omar gefa ungum stúlk- um eiginhandaráritun. Sveitakeppnin Sveit Zia Mahmood tók fljótlega forystuna í sveitakeppninni. I sjöttu umferð spiluðu þeir gegn helztu andstæðingum sínum, sveit Mike Polowan, og sigruðu þá ör- ugglega, 23 gegn 7 og voru þar með orðnir langefstir. Öldrunarþjónustudeild; Prestur ráð- inn til starfa Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í 75% stöðu prests við öldrunarþjónustudeild Reykjavíkurborgar. Ráðið er í stöðuna til tveggja ára. Ekki hefur áður verið starfandi prest- ur við öldrunarþjónustudeild. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfir- maður öldrunarþjónustudeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að meginverkefni Guðlaugar Helgu yrði að annast samstarf við sóknar- og safnaðarstarf meðal aldraðra í Reykjavík. Einnig myndi hún sjá um samtalshópa og leshringi á fé- lags- og þjónustumiðstöðvum og annast sálgæslu á tveimur sólar- hringsstofnunum á vegum öld- runarþjónustudeildar, Droplauga- stöðum og Seljahlíð. Auk þessa mun prestur við öldrunarþjónustudeild bjóða upp á viðtalstíma og heim- sóknarþjónustu fyrir aldraða. Að öðru leyti sagði Sigurbjörg að Guð- laug Helga myndi þróa starf sitt í samráði og samvinnu við aðra starfsmenn deildarinnar, félagsráð- gjafa og forstöðumenn stofnana. Hún sagði að mikil þörf væri fyrir prest við deildina og benti á að mikið væri sóst eftir aðstoð við les- hringi, samtalshópa og bænahópa meðal aldraðra. Guðlaug Helga, sem fijótlega verður vígð til deildarinnar, mun ekki annast helgihald. Ármúlo 23, simi 83636. TILBOÐSDAGAR 10-50% afsláttur af gullfallegum borðbúnaði og gjafavörum. Hnífapör, koparvörur, reyr- og baslvörur, kínverskir vasar, glerblóm, silkiblóm, leikföng o.fl. Nýborg;# Ármúla 23, sími 83636 ■ Húðin verndar þig. Verndar þú húðina? pH5-Eucerin o til verndar húðinni. *4a A V V Sparileið sem ber ríkulegan ávöxt! Vextir 6,5% A Sparileiö 4 áttu kost á bestu ávöxtuninni innan Sparileiöanna. Reikningurinn ber nú 6,5% verötryggöa vexti. Á Sparileiö 4 vinnur tíminn meb þér. Sparileiö 4 er góbur kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnabi! ÍSLANDSBANKA Vaxtatrygging á bundiö fé Vextir á Sparileiö 4 eru ákveönir til 6 mánaöa í senn, 7. janúar og 7. júlí ár hvert. Þannig er tryggt aö vextir lœkka ekki innan þessara tímabila. Eignaskattslaus innstœöa Innstœöa á Sparileiö 4 er eignaskattsfrjáls, aö uppfylltum ákveönum skilyröum, eins og aörar innstœöur í bönkum og sparisjóöum. Úttektir og úttektartímabil Þegar aö minnsta kosti 24 mánuöir eru liönir frá stofnun reikningsins opnast hann til úttektar í 7 mánuö og eftir þaö á 6 mánaöa fresti á meöan innstœöa er fyrir hendi. < '«? o r-~ & u. < Q o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.