Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19, F£BRÚAR 1991 21 Hæstaréttarlög- maður á vakn- ingarsamkomu eftir Hörð Pálsson Ekki fara í þurrð skemmtilegheit Gunnlaugs Þórðarsonar hæstarétt- arlögmanns og sem fyrr veit hann allt betur en aðrir menn. Það sýnir grein hans í Morgunblaðinu 1. fe- brúar. Hæstaréttarlögmaðurinn þenur sig víða í tíma og rúmi og vitnar m.a. í Hávamál. Mér þykir með ólík- indum ef jafnspakur maður man ekki eftir að „sígild speki Háva- mála“ kemur með ótvíræðum hætti fram í erindinu: „Er-a svo gott sem gott kveða öl alda sonum, því að færra veit, er fleira drekkur, sins til geðs gumi.“ Þessi vísa sýnir okkur, svo að ekki verður um villst, að áfengi er ekki jafnhollt mönnum og sumir vilja halda. Að sjálfsögðu er tilgangurinn með frumvarpinu um lækkun leyfi- legs áfengismagns í blóði öku- manna sá að stuðla að því að menn aki alls ekki eftir að hafa neytt áfengis; hætt sé við að ef menn á annað borð telja sig geta ekið eftir að hafa drukkið eitt glas — eða „lyft glasi“ eins og hæstaréttarlög- maðurinn kemst svo skemmtilega að orði — fylgi trúlega annað á eftir og svo ef til vill það þriðja. Og þá er nú ekki að spyija að hvert dómgreindin er farin. Umferðarráð hefur mælt með samþykkt frum- varpsins en ekki er að efa að hæsta- réttarlögmaðurinn veit betur. Þó að skýrslur sýni að áfengi komi við sögu í yfir 90% ofbeldis- giæpa, þar á meðal mannvígum, þá er hæstaréttarlögmaðurinn ekki í vandræðum með að afgreiða slíkt sem einfeldni enda staðreyndir aukaatriði í áfengismálaumræðu þegar viskan öll er saman komin í einni persónu. Rökvísi hæstaréttarlögmannsins er best lýst með því að hann hyggst svara nýrri grein Halldórs Krist- jánssonar en leggur þá til atlögu við skrif þess heiðursmanns frá 1983. Hörður Pálsson „Að sjálfsögðu er til- gangurinn með frum- varpinu um lækkun leyfilegs áfengismagns í blóði ökumanna sá að stuðla að því að menn aki alls ekki eftir að hafa neytt áfengis.“ Vonandi grípur sá vísi hæstarétt- arlögmaður enn til pennans og skemmtir fólki um þessi mál þó að ég hafi ekki nenningu til að eiga við hann orðaskipti um ófyrirsjáan- lega framtíð. Það yrði enda íslensk- um blöðum óbætanlegur hnekkir ef hann hætti að skemmta lesend- um. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur grein sína á spaklegum orðum um vakningarsamkomur. I lokin er hann sjálfur greinilega kominn á dúndrandi hallelújasamkomu og hefur fornfrægan rúbluklerkinn til biblíuskýringa og útlistunar Orðs- ins. Vantar þá fátt nema tungu- talið. — í þeim félagsskap er við hæfí að skiljast við alvísan hæsta- réttarlögmanninn. Höfundur er bukarameistari. ÍSLANDSBANKI íslandsbanki hf. kt. 421289-5069 Kringlunni 7, Reykjavík Útboð bankavíxla 2. ílokkur 1991 Útboðsfjárhæð kr. 2.000.000.000.- 45-120 daga víxlar 1. útgáfudagur 15. febrúar 1991 Forvextir nú 14,0 -14,5% Umsjón: Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.