Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 24

Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 Bretland: Kosningar í vor? "v- v r St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. STAÐA breska Ihaldsflokksins hefur styrkst í skoðanakönnunum að undanförnu. Fjölmiðlar flytja æ oftar fregnir af mögulegum kosningum í vor. John Major forsætisráðherra hefur ekkert Iátið hafa eftir sér um kosningar. ...—■"—' •'Ú Reuter Ung hjón reyna að hughreysta konu sem missti náinn ættingja í sprengingunni í Pang Nga. Tæland: 171 ferst í sprengingii Bangkok. Reuter. ALLS lét 171 lífið og tugir særðust er vörubifreið hlaðin dýnamiti valt og sprakk. Atvikið átti sér stað á föstudag nálægt Phang-Nga, sem er um 850 km fyrir sunnan Bangkok, höfuðborg Tælands. Bfllinn valt í krappri beygju en sprengingin varð ekki fyrr en um klukkustund síðar. Flestir hinna látnu og særðu var fólk úr nágrenn- inu sem hafði safnast saman til að sjá hvað gerst hafði. Skemmdir urðu á u.þ.b. 50 húsum í nágrenn- inu og ijórir bílar eyðilögðust. Lögreglubíll fylgdi flutningabíln- um vegna þess hve hættulegur farmurinn var. Yfirvöld á Tælandi Iýstu því yfir að þau myndu herða reglur um flutning á hættulegum efnum eftir að gasflutningabíll lenti í árekstri á fjölförnum gatnamótum í Bangkok í september á síðasta ári. Þá létu 80 manns lífið og 100 særðust. Flestir þeirra voru kyrr- stæðir í umferðarhnút. Harðlínumenn reyna að koma Jeltsín frá völdum Pravda kallar forseta Rússlands svikara Breski forsætisráðherrann hef- ur það í hendi sér, hvenær þing er rofið og boðað til kosninga, en samkvæmt hefð getur þing ekki setið lengur en fimm ár. Þetta Helsinki-nefndin var sett á stofn árið 1976 til að fylgjast með og stuðla að því að fylgt yrði mann- Wall Street Journal: Islands get- iðvegna Litháens Washington. Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DAGBLAÐIÐ Wa.ll Street Jour- nal gat þess í frétt fyrir helgi að Alþingi íslands hefði sam- þykkt með 41 atkvæði gegn 1 að verða fyrsta landið í heimin- um til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Blaðið segir ennfremur að við- brögð Sovétríkjanna hafi verið neikvæð „eins og búast mátti við“. Blaðið bætir því við að ef til vill gæti það flýtt fyrir sjálfstæði Eystrasaltslandanna ef fleiri þjóð- ir færu að dæmi íslendinga. þing getur setið fram á mitt næsta ár. I tveimur skoðanakönnunum um helgina hafði íhaldsflokkurinn 7% og 4% forskot á Verkamanna- réttindaákvæðum Helsinki-sátt- málans. Sjö öldungadeildarþing- menn og átta fulltrúadeildarþing- menn standa að tillögunni sem hefur verið send til Nóbelsnefndar- innar í Ósló. Helsinki-nefndin hef- ur nokkrum sinnum áður gert til- lögur um veitingu friðarverðlaun- anna, t.d. til Vaclavs Havels, for- seta Tékkóslóvakíu, og Lechs Walesa Póllandsforseta. Formaður þingnefndarinnar, Dennis DeCon- cini öldungadeildarþingmaður, sem er einn af forsetum nefndar- innar lét svo ummælt að vonandi yrði það Míkhaíl Gorbatsjov, for- seta Sovétríkjanna, og handhafa friðarverlaunanna árið 1990, kröftug áminning ef Eystrasalts- ríkin fengju þau í ár. Rússland: Moskvu. The Daily Telegraph. Reuter. HARÐLÍNUMENN í kommún- istflokki Rússlands hafa nú safnað nógu mörgum undir- skriftum til þess að kallað verð- ur saman aukafulltrúaþing flokkinn. Staða íhaldsflokksins hefur stöðugt styrkst frá áramót- um. Frá því John Major varð leið- togi flokksins í nóvember á sl. ári, hefur íhaldsflokkurinn haft forystu í 14 af 17 meiriháttar skoðanakönnunum, sem birtar hafa verið síðan þá. í fréttum sl. mánudag eru tald- ar auknar líkur á kosningum í vor og talað um 3. maí sem kosninga- dag, en þann dag verður kosið til sveitarstjórna. Þá er búist við að Persaflóastríðinu verði lokið og John Major njóti enn þess fylgis, sem hann hefur aflað sér, meðan á styijöldinni hefur staðið, sem leiðtogi stjórnarinnar. Innan raða Verkamannaflokks- ins gætir æ meiri spennu vegna afstöðunnar til Persaflóastríðsins. í síðustu viku sagði Claire Short af sér embætti í skuggaráðuneyti flokksins vegna þess að hún vildi geta látið skoðanir sínar í ljósi á styijöldinni. Neil Kinnock, leiðtogi flokksins, hefur bannað ráðherrum í skuggaráðuneytinu að segja nokkuð opinberlega um annað en sitt sérsvið. I síðustu viku kom upp ágrein- ingur innan flokksins um viðbrögð við yfirlýsingu Saddams Husseins Iraksforseta um að hann myndi draga herlið sitt til baka frá Kú- veit að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum og um viðbrögðin við sprengingu loftvarnarskýlisins í, Bagdad. Forysta flokksins hefur stutt stefnu stjórnarinnar og hvergi hvikað. Rússlands til að fjalla um van- trauststillög á Borís Jeltsín for- seta landsins. Jeltsín hefur auk þess fyrir orðið fyrir harðvítug- um árásum í þremur útbreidd- um fréttablöðum kommúnista undanfarnar vikur Jeltsín var kosinn forseti Æðsta ráðs Rússlands í maí síðastliðnum með einungis tveggja atkvæða mun. Því er spáð að mjög mjótt verði á mununum þegar van- trauststillagan verður borin upp í fulltrúaþingi Rússlands en þar sitja 1.050 þingmenn. Ekki er búið að ákveða hvenær tillagan verður borin upp en harðlínumenn vilja að það verði fyrir 17. mars. Þá hefur verið boðuð þjóðarat- kvæðagreiðsla um gervöll Sov- étríkin um nýja stjómarskrá landsins. Mörg lýðveldi segjast ekki ætla að taka þátt í kosning- unum og sum ætla að halda eigin kosningar eins og Litháar hafa þegar gert. Rússneska þingið hef- ur einnig boðað þjóðaratkvæða- greiðslu um forseta Iandsins. Er talið að Jeltsín standi á bak við þau áform og vilji tryggja stöðu sína með því að hljóta umboð sitt beint fráf þjóðinni. Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, kallaði Jeltsín svikara 1. febrúar á sex- tugsafmæli forsetans. Einn að- stoðarmanna Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta kallaði Jeltsín lygara fyrir skemmstu og dagblaðið Glasnost vændi hann um tengsl við mafíu. Um helgina birti Sovjetskaja Rossíja, vikublað rússneska kommúnistaflokksins, nafnlaust lesendabréf þar sem Jeltsín var sakaður um að ætla að steyp’a Sbvetríkjunurh'í 'glbtun. Forseti Grænliöfðaeyj a bíður ósigiir í kosningum Praia. Reuter. PAICV, flokkurinn sem farið hefur með völd á Grænhöfðaeyj- um undanfarin fimmtán ár, missti sín siðustu tök á stjórn lands- ins á sunnudag er forseti landsins Aristides Pereira galt mikið afhroð í forsetakosningum. Þegar fimmtungur atkvæða hafði verið talinn hafði frambjóð- andi stjórnarandstöðunnar An- tonio Mascharenhas Monteiro fengið 66% atkvæða en Pereira 32%. Talsmaður forsetans játaði ósigur á sunnudagskvöld. Mas- charenhas er fyrrum forseti Hæstaréttar Grænhöfðaeyja. PAICV (Afríski flokkurinn fyrir sjálfstæði Grænhöfðaeyja) hefur farið einn með vö!d á Grænhöfðaeyjum síðan ríkið fékk sjálfstæði frá Portúgal fyrir fimmtán árum. En undanfarið hefur verið unnið að því að inn- leiða fjölflokkakerfi í landinu og hefur PAICV orðið fyrir barðinu á því^ í þingkosningum 13. jan- úar beið flokkurinn ósigur og Lýðræðishreyfíng Mascharenhas vann stórsigur. Áhugi var ekki mikill á for- setakosningunum á sunnudag. Kjörsókn var einungis 60%. Margir sögðust ekki vilja kjósa vegna þess hve kosningabarátt- an hefði verið á lágu plani. í stað þess að reifa stefnumál sín skiptust frambjóðendurnir á svívirðingum hvor um annan. Grænhöfðaeyjar, sem eru eyjaklasi vestur af Vestur- Afríku, eru ein af fimm fyrrum nýlendum Portúgala í Afríku. í öllum ríkjunum hafa marxista- stjórnir verið við völd en alls staðar eru merki um að fjöl- flokkakerfí sé að fæðast. Á Sao Tome og Principe, lítilli eyju í vestur af Gabon á vesturströnd Afríku, voru fyrstu fijálsu kosn- ingarnar haldnar 20. janúar síðastliðinn. Forsetakosningar verða haldnar 3. mars næstkom- andi. í Guinea-Bissau hefur valdaflokkurinn boðað áætlun um að koma á fjölflokkakerfi. í Angóla og Mozambique eiga stjórnvöld í stríði við skæruliða og mikill óstöðugleiki ríkir en valdaflokkarnir hafa í báðum löndum heitið því að koma á fjöl- flokkakerfi. Friðarverðlaun Nóbels: Eystrasaltsríkin tUnefnd Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EIN af fastanefndum Bandaríkjaþings, Helsinki-nefndin svokall- aða, hefur lagt til að Eystrasaltsríkjunum verði veitt friðarverð- laun Nóbels á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.