Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 25

Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 4991 Siglingar Egypta til forna: St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. KENNETH Clarke, breski menntamálaráðherrann, lagði nýlega fram lokatillögur sínar um námsskrá í sögu fyrir breska grunn- og framhaldsskóla. Flest- ir þeir, sem hafa látið málið sig varða, virðast óánægðir með þessi lokadrög námsskrárinnar. Kenneth Clarke lagði nýlega fram lokadrög námsskrár í sögu fyrir grunn- og'framhaldsskóla í Englandi og Wales. í henni er farið nákvæmlega yfir uppbyggingu sögukennslu, markmið hennar og aðferðir. Lagt er til, að nemendur séu skyldaðir til að taka sögu fram að 14 ára aldri. Einnig er lagt til að samtímasaga eftir 1960 verði ekki kennd. Undirbúningur þessara draga hefur verið umdeildur frá upphafi og nánast útilokað virðist vera að rata einhvern meðalveg. Talsmaður Verkamannaflokksins í menntamál- um, Jack Straw, hefur fordæmt það, að ekki verði kennd samtíma- saga og sagst munu krefjast þess, að málið verði rætt í Neðri mál- stofu þingsins. Nú hefur félag skólameistara framhaldsskóla ályktað gegn þess- um tillögum. Þeir eru andsnúnir því að nemendur geti hætt sögunámi við 14 ára aldur. Þeir segja, að margir nemendur geti hugsanlega komið sér algerlega hjá sögu þess- arar aldar. Sömuleiðis segja þeir, að námsskrárdrögin séu allt of ná- kvæm og ítarleg og dragi úr frum- kvæði kennara og skóla. Einn af talsmönnum aðalhug- myndabanka íhaldsflokksins, Centre for Policy Studies, Sheila Lawlor, hefur gagnrýnt drögin harkalega. Hún segir óbreytt drög muni skaða sögukennslu næstu kynslóða. Þau séu of viðamikil, allt of mikil áhersla sé á skilning í stað þekkingar, að nemendur lifi sig inn í sögulega viðburði fremur en ná tökum á staðreyndum um þá. Námsskrá eigi að binda sig við ákveðið lágmark og leyfa skólum að bæta við hana eftir efnum og getu. Kenneth Clarke hefur ekki svar- að þessum andmælum enn sem komið er. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans!_______________x r---1/ CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu og þægilegu farþegarými og burðarmikils flutningatækis. Staðgreiðsluverð mei ryðvörn ob skráningu: Bensínbíll kr. 1.401.000.— Dísilbíllkr. 1.481.000.— SPORTS CAB hefur rými og kraft burðarmikils vinnubíls og einnig ótrúlega gott pláss fyrir aftan framsætin fyrir farangur eða 2 farþega. Heyerdahl rennir frekari stoðum undir kenningar sínar Oslo. Reuter. NORSKI könnuðurinn Thor Hey- erdahl segist hafa fundið minjar um pýramída á Kanaríeyjum og styrkt þannig kenningu sína um að Egyptar geti hafa siglt til Ameríku til forna. Þetta kemur fram í viðtali við Heyerdahl sem birtist í norska dagblaðinu Verd- ens gang í síðustu viku. Heyerdahl segir í viðtalinu að hann telji hönnuði pýramídanna á Tenerife hafa verið „sjómenn, sem fylgdu sömu straumum og við gerð- um á Ra frá Norður-Afríku. Þessir straumar fara framhjá Tenerife og áfram í átt til Suður-Ameríku.“ Ra 2 var eftirlíking af fornu egypsku sjófari, búið til úr papýrus- reyr, og á því sigldi Heyerdahl yfir Atlantshafið árið 1970. Hann sagði að pýramídaminjarnar, sem eru í grennd við þorpið Quimar, væru greinilega meira en 2.000 ára gaml- ar. Þorpsbúar hefðu alltaf haldið að rústirnar væru bara steinar sem hefði verið hlaðið upp til að hreinsa land til ræktunar og landbúnaðar. „Mexíkanskir sérfræðingar, sem hafa verið hér, eru sammála um að byggingarlagið sé mjög líkt pýramídunum í Mexíkó og sumum þeirra pýramída sem fundist hafa í Perú,“ sagði Heyerdahl í viðtalinu. Thor Heyerdahl hefur eytt ævinni í að reyna að finna fornar siglingaleiðir milli heimsálfa. Fræg- ustu ferð sína fór hann yfir Kyrra- hafið á „Kon Tiki“, fleka úr balsa- viði, árið 1947 — 4.300 mílna sigl- ingaleið frá Perú. til kóraleyjar í grennd við Tahiti. Thor Heyerdahl fyrir miðri mynd. A bak við hann sést í pap- ýrusskipið „Ra 2“ en á því sigldi Heyerdahl yfir Atlantshafið árið 1970. Bretland: Sótt að nýrri námsskrá í sögu úr öllum áttum ISUZU 4x4 PALLBILARNIR / / FREMSTIRISINUM FLOKH ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli fyrir fallega og nýtískulega hönnun. Þeir eru sterkir og kraftmiklir, en samt mjúkir og þægilegir í akstri. Staðgreiðsluverð með ryðvörn og skráningu: Bensínbíll án VSK kr. 1.066.700.— ■ meðVSKkr 1.328.000.— Dísilbíll án VSK kr. 1.149.400.— " með VSK kr 1.431.000.— Bílarnir eru fáanlegir með 2,3 I bensín- eða 2,5 I dísilvélum. Berðu ISUZU pallbílana saman við bestu og vinsælustu jeppana á markaðnum í dag. Þeir þola fyllilega þann samanburð, enda eru ISUZU R0DE0 jepparnirsem nú fara siguiför um Bandaríkin, smíðaðir á sömu forsendum. Berðu líka verð, stærð og gæði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og aktu bílunum til reynslu. Þú munt sannfærast um að þeir eru fremstir í sínum flokki! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA m HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300 o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.