Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991
27
Heimkvaðning innrásarliðsins
eini valkostur Saddams forseta?
Araman. The Daily Telegraph.
SADDAM Hussein íraksforseti virðist ekki eiga ura marga kosti
að velja í Persaflóastyrjöldinni ef gengið er að því sem vísu að
hann hafi ennþá fulla stjórn á Byltingarráðinu. Þessi valdastofnun
lýsti óvænt yfir því á föstudag að írakar væru tilbúnir til að kalla
innrásarliðið heim frá Kúveit með ákveðnum skilyrðum þó. Á
Vesturlöndum var þessari tilkynningu íraka snimhendis hafnað en
þeim fer fjölgandi sem telja að yfirlýsing þessi sé til marks um að
Saddam geri sér ljóst að Kúveit fái hann aldrei haldið. í Jórdaníu
túlkuðu stjórnmálaskýrendur tilkynningu Iraka á þennan veg og
Hussein konungur lítur greinilega svo á að skilyrði íraka séu ekki
ófrávíkjanleg og afdráttlaus. Á laugardag sagði sendiherra íraka
hjá Sameinuðu þjóðunum að ekki mætti túlka yfirlýsingu Byltingarr-
áðsins bókstaflega. Það sem menn á Vesturlöndum hefðu sagt vera
„skilyrði" og „kröfur“ af hálfu íraka væru miklu fremur „málefni"
sem ræða þyrfti til að koma á friði í Mið-Austurlöndum.
Landbardagar eru yfirvofandi í Persaflóastyrjöldinni en margir
telja að Saddam Hussein sé nú tekinn að efast um að írökum
takist að halda Kúveit.
Sérstaka athygli vakti að Hus-
sein Jórdaníukonungur minntist
ekki skilyrði íraka og þá kröfu að
ísraelar gefi eftir hernumdu svæðin
í símskeyti er hann sendi Saddam
Hussein á laugardag. Jórdaníukon-
ungur bar hins vegar lof á Iraka
fyrir að hafa lýst yfir vilja sínum
tii að halda frá Kúveit í samræmi
við ályktun Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna númer 660.
Dagblöð í írak vöruðu Vesturl-
önd við því að hafna tillögum
stjórnvalda á sunnudag og lýstu
eina ferðina enn yfir því að írösku
hersveitiínar væru fullfærar um
að sigrast á liðsafla óvinarins.
„Jurtir eyðimerkurnar verða vök-
vaðar með blóði trúvillinganna,"
sagði í málgagni hersins og eina
ferðina enn var ísraelum hótað
tortímingu og dauða. Tariq Aziz,
utanríkisráðherra íraks, sagði áður
en hann hélt til Moskvu á sunnu-
dag að írakar hefðu með þessu
gert allt sem í þeirra valdi stæði
til að afstýra frekara blóðbaði á
vígvöllum Persaflóastríðins. Krafa
þeirra væri því sú að Vesturlönd
gerðu slíkt hið sama.
Forsendur Saddams Husseins
Saddam forseti hefur fram til
þessa gengið út frá því að tíminn
vinni með írökum. Hann taldi að
bandamenn skorti staðfestu til að
halda úti langvarandi hernaðarað-
gerðum og að almenningsálitið
myndi snúast honum í vil. Nú þeg-
ar innrás í Kúveit er yfirvofandi
og ekkert lát virðist á loftárásum
bandamanna virðist Saddam lo'.is
hafa gert sér ljóst að honum muni
aldrei takast að halda landinu. Yfir-
lýsing Byltingarráðsins og för
Tariqs Aziz til Moskvu var því aug-
ljóslega lokatilraun íraka til að
knýja bandamenn til þess að fresta
innrás í Kúveit í þeirri von að unnt
yrði að fá fram lausn sem talist
gæti viðunandi fyrir Saddam Hus-
sein.
Tilkynning Byltingarráðsins
leiddi einnig í ljós að brottflutning-
ur frá Kúveit myndi mælast vel
fyrir meðal alþýðu manna í írak.
Líkt og þegar lýst var yfir vopna-
hléi í stríðinu blóðuga við íran árið
1988 greip mikll fögnuður um sig
í Bagdad á föstudag þegar yfirlýs-
ing stjórnvalda hafði verið gerð
opinber. Dansað var á götum, úti
og hleypt af rifflum út í loftið líkt
og alsiða er í þessum heimshluta.
Fagnaðarlætin urðu að vísu að
engu skömmu síðar er í ljós kom
að kröfur og skilyrði íraskra stjóm-
valda voru hinar sömu og áður.
En eftir því sem næst verður kom-
ist er hin almenna afstaða í írak
sú að menn séu ekki reiðubúnir til
að fóma öllu fyrir Kúveit þó svo
flestir telji að landið tilheyri írak
með réttu.
Allur ferill Saddams Husseins
frá því hann varð forseti landsins
árið 1979 sýnir að honum er fyrst
og fremst umhugað um að tryggja
eigin völd. Öll andstaða innan Ba-
’ath-flokksins var upprætt og
reglulegar „hreinsanir" hafa farið
fram. Innan hersins hafa menn frá
heimabæ Saddams, Takrit, hafist
til æðstu metorða og traust í garð
annarra ristir ekki djúpt. Hafi
Saddam komist að þeirri niðurstöðu
að herafli hans í Kúveit og suður-
hluta íraks fái aldrei varist árásum
bandamanna og að við blasi uppr-
æting liðsaflans er eini möguleiki
hans í stöðunni sá að kalla liðið
heim frá Kúveit hið fyrsta.
Vígstaða íraka
Menn greinir raunar á um hversu
slæm vígstaða Iraka sé nú eftir
linnulausar loftárásir bandamanna
á undanförnum vikum. Sumir telja
að einungis hafi tekist að rýra slag-
kraft íraska heraflans um tíu pró-
sent en aðrir fullyrða að allt að
helmingur vígtóla Saddams heyri
nú sögunni til. Þó að síðari taian
reyndist rétt blasir engu að síður
við að írakar réðu enn yfir öflugum
herafla drægju þeir liðsaflann út
úr Kúveit auk þess sem fyrir liggur
að stærsti hluti flughersins er enn
eftir. Afráði Saddam hins vegar
að beijast áfram verður hann upp
á náð og miskunn nágranna sinna
kominn, einkum Sýrlendinga og
írana, þegar Persaflóastríðinu lýk-
ur. Slíkt yrði tæpast líklegt til að
auka vinsældir Saddams á heima-
velli. Á sama hátt er erfitt að gera
sér grein fyrir því hvernig skilyrðis-
laus uppgjöf íraka í stríðinu myndi
mælast fyrir. Líkast til yrðu við-
brögð landsmanna almennt jákvæð
og myndu því væntanlega skyggja
á reiði ýmissa í garð Saddams fyr-
ir að hafa dregið þjóðina út í þetta
tilgangslausa stríð. Alltjent urðu
viðbrögðin þessi er stríðinu við ír-
ani lauk.. Það stríð, sem var álíka
tilgangslaust og skilaði írökum
engu, varð mun mannskæðara en
átökin nú. Það virðist einnig freist-
andi að áiykta sem svo sem að
ekki hafi enn verið hróflað við sjálf-
um grundvelli valdakerfis Ba’a-
ath-flokksins, sem kúgað hefur
þjóðina til hlýðni í 23 ár. írakar
áræða enn ekki að gagnrýna Sadd-
am og því síður er líklegt að menn
samemist um að steypa honum af
stóli. í stríðinu við írani kom aldrei
til mótmæla á götum úti og það
hefur heldur ekki gerst nú. Hallar-
bylting virðist nánast óhugsandi.
Saddam hefur safnað í kringum sig
mönnum sem eiga sömu hagsmuna
að gæta og hann. Ef Lýðveldisvörð-
urinn, úrvalssveitir íraka, er enn
hollur foringja sínum má telja
óhugsandi að herinn rísi upp gegn
Saddam Hussein. Takist Irökum
að binda enda á Persaflóastyijöld-
ina í allra nánustu framtíð er því
trúlegt að Saddam verði ekki kom-
ið frá völdum.
Sovétlýðveldið Georgía:
Sovéskir hermenn
handtaka skæruliða
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKIR hermenn réðust í gær til atlögu við þjóðernissinnaða
skæruliða í Georgíu. Djaba Josselíjani leiðtogi Riddaranna, en svo
nefnist hin vopnaða sveit skæruliða, fór hörðum orðum um leiðtoga
Georgíu, Zviad Gamsakhurdia, og
við árás hersins.
Blaðamenn í Georgíu sem Reut-
ers-fréttastofan ræddi við segja að
þremur skriðdrekum og tíu bryn-
vörðum bílum hafi verið beitt í árás-
inni á Riddarana. Þetta gerðist
snemma í gærmorgun nærri höfuð-
borg Georgíu, Tiflis. Að sögn voru
þijátíu skæruliðar í búðunum hand-
teknir en áður tókst þeim að særa
tvo sovéska hermenn.
Josselíjani ávarpaði útifund í
Tíflis í gær eftir þessa atburði og
voru um tvö þúsund manns við-
staddir. Hann fordæmdi Gamsak-
hurdia þótt báðir beijist þeir fyrir
sjálfstæði Georgíu. Skæruliðafor-
inginn sagðist ætla að stofna stjórn-
sakaði hann um að standa á bak
málaflokk til að beijast gegn fas-
isma.
Riddararnir eru ein sveit af
mörgum vopnuðum sem sprottið
hafa upp í Georgíu að undanförnu.
Josselíjani sagði nýlega í viðtali að
hann gæti auðveldlega kvatt til
vopna sgx þúsund manna lið ef
mikið lægi við. Hann teldi að hlut-
verk sitt og sinna mann væri eink-
um að halda uppi lögum og reglu.
Gamsakhurdia og aðrir ráðamenn
i Georgíu segja hins vegar að
Moskvustjórnin hafi látið Riddurun-
um vopn í té til að auka óróann í
landinu.
Norska sjónvarpið:
Lögin of léleg fyr-
ir söngvakeppnina
Ósló. Fró Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKA ríkissjónvarpið hefur hvað þetta snertir.
aflýst söngvakeppni sem verið Afráðið hafði verið að tónlistar-
hefur árlegur viðburður en sigur- maðurinn Jahn Teigen yrði gestgjafi
vegarar hennar hafa löngum verið í sjálfri sjónvarpskeppninni og sagð-
fulltrúar Noregs í söngvakeppni ist hann hafa orðið bæði undrandi
evrópskra sjónvarpsstöðva. og reiður er hann frétti af ákvörðun
Alls höfðu verið send inn 140 lög sjónvarpsins gegnum fjölmiðla.
í keppnina en dómnefnd komst að Sagðist hann hafa hlustað á um 30
þeirri niðurstöðu að þau hefðu öll laganna og vera ósammála því að lög
verið of léleg og hefðu ekkert erindi og textar hefðu verið lélegir.
í sjónvarskeppni. Þó hætt hafi verið við söngva-
Forsvarsmenn sjónvarpsins sögðu keppnina mun norska sjónvarpið
að gæði laganna 140 hefðu verið engu að síður senda þátttakendur í
ónóg og frumlegheit hefði vantað evrópsku söngvakeppnina en fulltrú-
tilfinnanlega. Sögðu þeir að. söngvá- ’ ar stöðvarinnar verða valdir,; með
képpninni hefði hrakað ár frá; árí öðrúmliætlv en undanfarið.
I
; Opnunartími
I ___________
| Föstudaga
I ki 13-19
I Laugardaga
: kl. 10-16
: Aðra daga
I kl. 13-18
| -----------
FRÍTT KAFFI — VÍDEÓHORN FYRIR RÖRNIN - ÓTRÚLEGT VERB
SANNI
STEINAR
Hljómplötur — kasettur
KARNABÆR
Tískufatnaður herra og
dömu
HUMMEL
Sportvörur allskonar
VINNUFATABÚÐIN
Fatnaður
PARTÝ
Tískuvörur
BOMBEY
Barnafatnaður
MIKLIGARÐUR
Fatnaður og skór á alla
fjölskylduna
KJALLARINN/KÓKÓ
Alhliða tískufatnaður
STÚDÍÓ
Fatnaður
SAUMALIST
Allskonar efni
VERSLUNIN CARA
Kventískufatnaður
OG MARGIR FLEIRI
Fjöldi fyrirtækja — gífurlegt vöruúrval
Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtœkja
hefur stórútsölumarkaðurinn svo sannarlega slegið ígegn
og stehdur undir nafni.