Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991-
Frumvarp um varnir gegn mengun sjávar:
landsins og þjálfi lið til að hreinsa
olíu sem fer í sjó.
Margrét Frímánnsdóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið að hún
teldi meiri líkur til þess komið verði
upp hreinsibúnaði með hagkvæm
samnot í huga ef dreifingar- og
söluaðilar sjái um búnaðinn og
þjálfun á mannskap til að hreinsa
olíu úr sjó. Margrét taldi einnig
að sú sérþekking og verkkunnátta
sem þyrfti til að vinna þetta verk
væri frekar að finna hjá dreifing-
ar- og söluaðilum en sveitarstjórn-
um. „I þeim tilvikum þegar einhver
olíumengun hefur orðið í höfnum
landsins hafa olíufélögin sýnt góð-
an samstarfsvilja og í raun unnið
að hreinsuninni með aðilum frá
ríki eða sveitarfélögum og hafnar-
yfirvöldum," sagði Margrét
Frímannsdóttir.
Skattamál:
Skattbyrði á Islandi
o g í OECD-ríkjum
Skattalög:
Flutningar milli lands-
hluta verði auðveldaðir
Lagafrumvarp sex þingmanna
SEX þingmenn úr jafnmörgum flokkum vilja auðvelda fólki að
flytja milli byggðarlaga og lagfæra ákveðið óréttlæti sem þeir telja
viðgangast í skattalögum gagnvart hjónum. Þingmennirnir hafa
lagt fram í efri deild frumvarp um breytingu á lögum nr. 75/1981,
um tekju- og-eignaskatt.
álagi á þann hluta tekjuskatts-
stofns sem greitt hefur verið af.“
í greinargerðinni kemur fram að
þessi tillaga taki til þeirra tilvika
þegar hjón telji fram sameiginlega
Flutningsmenn tillögunnar eru
Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne),
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(SK-Vl), Guðmundur Ágústsson
(B-Rv), Eiður Guðnason (A-Vl),
Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) og
Salóme Þorkelsdóttir (S-Rn).
og annar aðilinn hafí einhvers kon-
ar rekstur á sínum vegum en mak-
inn starfi hjá opinberum aðilum.
Telji hjónin ekki fram til skatts
innan tilskilins frests megi skatt-
stjóri bæta 25% álagi við þá skatt-
stofna sem hann áætlar þrátt fyrir
að annar aðilinn sé í skilum sam-
kvæmt staðgreiðsluskatti. Flutn-
ingsmenn telja eðlilegt að álagi sé
í slíkum tilvikum einungis beitt
gagnvart þeim aðila sem ekki sé í
skilum.
Olíufélögin sjái um
hreinsunarbúnað
MARGRÉT Frímannsdóttir (Ab- Sl) vill breyta lögum um varnir
gegn mengun sjávar. A dagskrá efri deildar í dag er frumvarp til
laga um breytingu á 18. gr. laganna þess efnis að: „Umboðsaðilar
og fyrirtæki, er annast dreifingu og sölu á olíu, skulu koma upp
fullnægjandi búnaði og þjálfa lið til hreinsunar á olíu úr sjó. Hafa
skal samráð við viðkomandi sveitarsljórn, hafnaryfirvöld og Sigl-
ingamálastofnun rikisins. Siglingamálastofnun rikisins skal setja
relgur um samræmdan búnað með hagkvæm samnot i huga.“ Skúli
Alexandersson (Ab-Vl) er meðflutningsmaður með Margréti að
þessu frumvarpi.
í greinargerð segir Margrét
Frímannsdóttir m.a., að þetta
frumvarp sé flutt til að létta af
sveitarfélögum þeirri skyldu sem á
þau er lögð samkvæmt 18. gr. I
lögunum um varnir gegn mengun
sjávar segir að sveitarfélögin ann-
ist og kosti búnað til að hreinsa
olíu úr sjó. Þrátt fyrir ákvæðið
hafi hreinsibúnaði ekki verið komið
upp í höfnum landsins utan
Reykjavíkur. Sveitarfélög eða
hafnarsjóðir þeirra virðist ekki
hafa fjárhagslegt bolmagn til að
standa undir þeim kostnaði sem
þessu fylgir, þrátt fyrir að ríkis-
sjóði beri að greiða hluta þar af.
Ennfremur er í greinargerðinni
bent á, að í 16. gr. sömu lága segi
að ef hætta sé á mengun sjávar,
sem bijóti gegn ákvæðum laganna,
skuli sá sem ábyrgð beri á mengun-
inni gera allt sem í hans valdi
standi til að koma í veg fyrir eða
draga úr henni. I þeim tilvikum
sem hætta sé á olíumengun á sjó
í eða utan hafnarsvæðis, sé sjaldn-
ast hægt að benda á sveitarfélagið
sem mengunarvald eða ábyrgða-
Margrét Frímannsdóttir
raðila á þeim búnaði sem mengun-
inni valdi. Að dómi flutningsmanna
er eðlilegt að þau fyrirtæki og
umboðsaðilar, sem annast sölu og
dreifíngu á olíu, beri kostnað af
mengunarvarnarbúnaði í höfnum
Starfsmenn Siglingamálastofnunar kanna oliubrák á fjörum í Grund-
arfirði.
ÓLAFUR R. Grímsson hefur boðið alþingismönnum að sitja ráð-
stefnu um skattbyrði á íslandi og öðrum OECD-ríkjum. Fjármála-
ráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu þessari næstkomandi föstudag
22. febrúar. Gestur ráðstefnunnar er hagfræðingurinn John Nörre-
gárd einn stjórnenda skattadeildar Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar, OECD.
í fyrsta lagi leggja flutnings-
menn til að við 2. mgr. 2. töluliðar
C-liðar 7. gr. laganna bætist: „Leigi
skattaðili eigið íbúðarhúsnæði út
og taki á leigu íbúðarhúsnæði í
öðru byggðarlagi til eigin nota telst
aðeins mismunur leigutekna og
leigugjalda til tekna. Óheimilt er
að flytja tap sem þannig myndast
milli ára.“ Samkvæmt gildandi lög-
um eru leigutekjur skattskyldar án
tillits til þess hvort viðkomandi
greiðir leigugjöld. Flutningsmenn
segja í greinargerð að þessi tillaga
sé gerð til að auðvelda fólki sem
áhuga hafi á að flytjast í annan
landshluta um óákveðinn tíma án
þess að hafa' tekið ákvörðum um
að flytja aðsetur sitt endanlega og
selja íbúðarhúsnæði sitt. Ótal dæmi
finnist um að ungt fólk af Reykja-
víkursvæðinu, sem hafí viljað reyna
fyrir sér á landsbyggðinni, hafí
hætt við þegar það hafí áttað sig
á þessum reglum skattalaga.
I annan stað flytja sexmenning-
arnir tillögu um að við 1. mgr.
106. gr. bætist: „Komi í ljós við
framtalsskil að skattaðili hefur
greitt staðgreiðslu af tekjum sínum
er skattstjóra þó óheimilt að beita
Guðmundur H. Garðarsson:
Afnema verður marg-
sköttun iðgjalda til
lífeyrissjóða
Skattfrjáls í flestum EB-ríkjum
Fyrirlestur Johns Nörregárd
nefnist „Skattbyrðismælingar
OECD: aðferðir og niðurstöður."
Þar að auki fjalla íslenskir sérfræð-
ingar, úr ráðuneytinu og víðar að,
um ýmis álitamál í þessu sam-
bandi, t.d: „Hvers vegna mælist
skattbyrði á Islandi lægri en í
meirihluta aðildarlanda OECD?“ Á
ráðstefnunni verður gefínn kostur
á almennum umræður og fyrir-
spurnum.
í bréfí frá fjármálaráðherra til
alþingismanna segir m.a., að
síðasta haust hafí komið út fyrsta
skattaskýrsla OECD sem náð hafi
til Islands. Niðurstöður hennar
hafí vakið mikla athygli og deilur
hérlendis. I framhaldi af viðbrögð-
unum hér hafí verið ákveðið að
bjóða til Islands fulltrúa frá OECD
til að skýra fagleg vinnubrögð
stofnunarinnar í þessum fræðum
og svara fyrirspurnum um álita-
mál.
Fleiri meðmælendur
Geir H. Haarde (S-Rv) hefur lagt
fram breytingartillögu við frum-
varp um breytingu á lögum um
kosningu til Alþingis. Eins og frum-
varpið er nú, er gert ráð fyrir að
.framboðslista skuli fylgja skrifleg
yfirlýsing um stuðning við listann
frá kjósendum í hlutaðeigandi kjör-
Fjármálaráðherra vonast til að
hitta alþingismenn „á þessari at-
hyglisverðu ráðstefnu síðdegis á
næsta, föstudaginn í Borgartúni
6“.
Samkvæmt dagskrá mun fjár-
málaráðherra setja ráðstefnuna kl.
13.30 en ráðstéfnuslit verða kl.
17.00. Fundarstjóri verður Magnús
Pétursson ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins. John Nörre-
gárd mun flytja mál sitt á ensku
og mun fyrirlestur hans liggja
frammi á ráðstefnunni. Alíir
áhugamenn eru velkomnir.
dæmi. Fjöldi meðmælenda skal
vera margfeldi af þingsætatölu
kjördæmisins' og talnanna 10 að
lágmarki og 15 að hámarki.
Geir leggur til að fjöldi meðmæ-
lenda verði tuttuguföld þingsæta-
tala kjördæmisins. Ef samþykkt
verður þýðir tillaga Geirs, t.d. í
Reykjavík, að 360 meðmælendur
mun þurfa við framboðslista í stað
180.
Kennarar í Litháen þakka
Alþingi íslendinga hefur borist
skeyti frá kennarasambandi Lithá-
en: „Kennarar Litháen þakka ykk-
ur fyrir viðurkenningu á sjálfstæði
Litháen. Guð blessi ísland og
íslenska þjóð.“
Guðmundur H. Garðarsson
(S-Rv) hefur lagt fram tillögu til
þingsályktunar um afnám
margsköttunar á iðgjaldi sjóðfé-
laga til lífeyrissjóða. Þingmaður-
inn staðhæfir að iðgjaldið sé
skattlagt þrisvar: fyrst iðgjaldið,
síðan greiðslur frá sjóðunum og
loks sé skerðing á tekjutrygg-
ingu frá Tryggingastofnun einn-
ig skattlagning.
Tillagan felur fjármálaráðherra,
verði hún samþykkt, að hefja undir-
búning lagabreytinga, sem hafi það
að markmiði að afnema margskött-
un iðgjalda til lífeyrissjóðanna.
Fyrst er iðgjaldið skattlagt, segir
í greinargerð, síðan greiðslur frá
sjóðunum til lífeyrisþega og loks
er skerðing tekjutryggingar líka
skattlagning.
í flestum löndum Evrópubanda-
lagsins eru iðgjöld, bæði launþega
og atvinnurekenda, skattfijáls, en
lífeyrir frá sjóðunum er skattskyld-
ur sem hér. Þingmaðurinn sagði
það ranglátt að þeim einstakling-
um, sem innt hafi greiðslur til sjóð-
anna af hendi langa starfsævi, skuli
refsað fyrir það þegar að töku elli-
Guðmundur H. Garðarsson
lífeyris kemur með skerðingu tekju-
tryggingar.
Með tillögunni fylgdi ítarleg
greinargerð unnin af Jónasi
Bjarnasyni, verkfræðingi.
Stuttar þingfréttir: