Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 34

Morgunblaðið - 19.02.1991, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPn/AlVDINUIÍF • ÞklÐTOÐAGÚR 19. I'RBRÚAR 1991 34 Iðnaður James Bond meðaljafnmgja Stóraukin eftirspurn eftir hlerunarbúnaði í Englandi LORRAINE Electrocics er leið- andi í framleiðslu á hátæknihler- unarbúnaði í Englandi. Fyrirtæk- ið selur framleiðslu sína í lítilli kompu i einu af úthverfum Lon- don og undanfarið hefur mátt sjá marga virðulega kaupsýslumenn leggja leið sína þangað. Eftir- spurn eftir hlerunarbúnaði jókst til muna í Englandi á síðasta ári og varð um 75% söluaukning milli ára hjá þeim aðilum sem fram- leiða slíkar vörur. I Englandi gilda lögmál hinna frjálsu markaðsviðskipta um hler- unarbúnað, þ.e. það eina sem þarf til þess að eignast hann eru pening- ar. Afleiðingin er sú að meðal efn- aðri kaupsýslumanna þykir ekkert tiltökumál lengur að stunda iðnað- arnjósnir. Þeir eru til sem þykir nóg um ftjálsræðið í þessum viðskiptum og hafa farið fram á að lögbundið eftirlit verði haft með þeim. Kunnug- ir telja þó litlar líkur á að svo verði í bráð og benda á máli sínu til stuðn- ings að breska ríkið sé einn stærsti viðskiptavinur Lorraine Electronics í dag. Þessa dagana er vinsælasta fram- leiðsla Lorraine Electronics, skjala- taska með innbyggðum hljóðnema og upptökutæki. Kúiupenni með hljóðnema og útvarpssendi selst líka mjög vel hjá kaupsýslumönnum sem eru í meirihluta meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Þeir nota búnaðinn NJÓSNARINIM — Mikið njósnaæði gengur nú meðal enskra kaupsýslumanna og fyrirtæki sem framleiða há- tæknihlerunarbúnað hafa stór- aukið söluna. aðallega við undirskriftir á viðskipta- samningum og á mikilvægum fund- um. Nokkrir hafa þó viðurkennt að nota tæknina til þess að fylgjast með ferðum eiginkonunnar á meðan þeir eru á skrifstofunni. Að sögn Davids Brenn, eiganda Lorraine Electronics, hafa bresk stjórnvöld mestan áhuga á svokölluð- um tengli eða ístungu með innbyggð- um hljóðnema. Það er ódýrt og einf- alt tæki sem nota má til þess að fylgjast með hvort starfsmenn leki upplýsingum um ríkisleyndarmál út af skrifstofum. Símahlerunartæki eru einnig ótrúlega ódýr og hægt er að fá lítinn hljóðnema á stærð við hálfan eldspýtnastokk fyrir tæplega tíu þúsund íslenskar krónur. Tækið hljóðritar símtöl ásamt því að skrá viðkomandi símanúmer. Þessi aðferð er mikið notuð þrátt fyrir að hún samræmist illa viðurkenndum leik- reglum viðskiptaheimsins. Meðal dýrari tækja sem Lorraine Electronics framleiðir má nefna tölvubúnað sem gerir mönnum kleift að skoða tölvuskjái annarra. Þannig getur maður t.d. verið með tölvuskjá nálægt einhverri skrifstofubyggingu og séð hvað starfsmenn þar eru að vinna á sínar tölvur. Þetta þykir ómissandi búnaður fyrir njósnara með metnað. Eigendur Lorraine Electronics vita hvar skórinn kreppir hjá fyrirtækjum í kjölfar þessa njósnaæðis. Þeir bjóða því upp á ýmis tæki og þjónustu sem miða að því að vérnda fyrirtæki gegn iðnaðarnjósnum - að sjálfsögðu gegn hárri þóknun. HeimikhBorse/i I HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 170 Á annarri hæð: 752,5m2 fullbúið skrifstofuhúsnæði. Eldtraust skjalageymsla. Á þriðju hæð: Nýbygging, 973m2. Margvíslegir mögu- leikará innréttingu. Glæsilegt útsýni. HEKLA Húsnæöiö leigist til lengri tíma, í einu lagi eöa mörgum hlutum eftir þörfum. í húsinu er Caterpillar vararafstöð. Mörg bílastæði. Góð aöstaða fyrir umferð að og frá húsinu. Einn þekktasti staðurinn á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson alla virka daga frá kl. 9.00 -18.00 í síma 695500. Efnahagsmál Skortur á lánsfé íBanda- ríkjunum ^ Flórída, Reuter. Á ÞINGI Félags bandarískra Iðn- rekenda lýstu menn áhyggjum sínum vegna Iánsfjárskorts í Bandaríkjunum. Sums staðar eru erfiðleikar viðskiptabanka svo miklir að traustustu lántakendur fá veðlán ekki framlengd. Meirihluti bandarískra iðnrekenda býst ekki við því að yfirstandandi samdráttarskeið verði langvinnt. En vegna lánsfjárskorts reikna iðnrek- endur með að efnahagsbatinn í kjöl- farið verði hægur. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur reynt að auka framboð lánsfjár með því að lækka vexti og minnka bindi- skyldu viðskiptabanka. Einnig er verið að endurskoða bókhaldslög sem dregið hafa úr vilja viðskiptabanka til að lána. Enn er þó vart hægt að merkja að útlán hafí aukist í kjölfar- ið. Alan Greenspan, aðalbankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, sagði á iðnrekendaþinginu að þessar ráðstaf- anir myndu að öllum líkindum duga til að binda enda á lánsfjárskortinn. Greenspan varaði menn við óþolin- mæði og sagði að það tæki tíma að koma á styrkri stjórn útlána eftir aðhaldsleysi undanfarinna ára. ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.