Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991
43
Minning:
Marsibil S. Bern-
harðsdóttir
Fædd 7. maí 1911
Dáin 8. febrúar 1991
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast ömmu minnar, Marsibil-
ar Bernharðsdóttur. Minningarnar
um hana eiga eftir að fylgja mér
allt mitt líf. Minningin um hana
sitjandi á stól með mig þá tveggja
ára í fanginu að kenna mér að
syngja Lóan er komin. Þegar hún
og afi sátu með mig og töluðu við
mig um heima og geima ávallt eins
og ég væri fullorðin. Það er gott
fyrir lítið barn, hversu gamalt sem
það er, að hafa átt svo góða ömmu
og hafa haft tækifæri til að nema
eitthvað af henni. Ég veit að amma
mín er farin yfir á betri stað en hún
mun alltaf vera hjá mér í huganum.
Mig langar að biðja guð að styrkja
hann afa minn og gefa honum
blessun sína.
Billa
Marsibil Sigríði Bernharðsdóttur
höfum við óendanlega margt að
þakka.
Henni kynntumst við sem móður
Kristínar Jónínu, vinkonu okkar,
fyrir rúmum tveimur áratugum. Frá
fyrstu stundu breiddist út á móti
okkur hlýr móðurfaðmur sem hefur
ávallt umlukt okkur síðan.
Móðurkærleikurinn lætur sig
varða jafnt andlega sem líkamlega
velferð barna sinna. Ófáar eru mál-
tíðirnar, sem við nutum í eldhúsi
Marsibilar. Hlýja hennar og um-
hyggja náði líka til barna okkar.
Hún tók heilshugar þátt í gleði
okkar og hjá henni áttum við alltaf
skjól, þegar á móti blés. Hun var
einstaklega sönn, hreinlynd og góð
kona. Það er ómetanlegt að hafa
eignast slíkan vin.
Það er mikil gæfa að eiga góðan
lífsförunaut. Þau voru því bæði
miklar gæfumanneskjur Marsibil
og Hjalti Þorsteinsson. Hjónaband'
þeirra var einstaklega kærleiksríkt
og fagurt. Þau hjón voru fágætlega
samrýnd og samhent í öllum góð-
verkum. Þau kunnu listina að gefa.
Við höfum þegið og færum þeim
miklar þakkir.
Hjalta og ástvinum öðrum færum
við okkar einlægustu samúðar-
kveðjur. Um fagurt líf leikur fögur
minning.
Birna, Kristín, Margrét
og Sigrún.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdamóður minnar,
Marsibilar S. Bernharðsdóttur, sem
lést í Borgarspítalanum 8. þ.m.
Þegar góður vinur er kvaddur
koma minningabrotin hvert af öðru
upp í hugann. Brotin verða fljótlega
að mynd af þeim sem kvaddur er,
en fyrir mér var Billa, eins og hún
var oftast kölluð, heilsteypt, glæsi-
leg kona með hlýtt bros sem tók
öllum opnum örmum sem til hennar
leituðu.
Það var oft mannmargt á heim-
ili hennar og eiginmanns Hjalta
Þorsteinssonar þegar ég kynntist
þeim fyrst. Heimilið var eins og
miðstöð, þangað komu ættingjar
og vinir og aldrei fór neinn frá
húsi án þess að þiggja veitingar.
Alltaf átti hún jólaköku með kaff-
inu, sem var alveg einstök, og gekk
seinna á mínu heimili undir nafninu
ömmu Billu-jólakaka því þær voru
ófáar sem hún stakk að mér og
sagði: „Heldur þú að þið getið nú
ekki notað þetta?“
Eitt er víst að þær voru fljótar
að hverfa.
Minning mín frá fyrstu kynnum
er einnig bundin móður Marsibilar,
Sigríði Finnsdóttur, sem þau hjónin
önnuðust allt til þess er hún lést á
heimili þeirra, þá á tíræðisaldri.
Allur kærleikurinn sem þar var
sýndur í ummönnun var einstakur.
í gegnum tíðina hefi ég dáðst
að sambandi þeirra hjóna. Sá kær-
leikur, virðing og umhyggja sem
þau alltaf sýndu hvort öðru er nokk-
uð, sem við hin yngri, getum lært
mikið af.
Marsibil Sigríður Bernharðsdótt-
ir var fædd að Hrauni á Ingjalds-
sandi við Önundarfjörð, 7. maí árið
1911 og ólst þar upp í stórum systk-
inahópi. Árið 1938 fluttist hún til
Flateyrar er hún gekk í hjónaband,
með eftirlifandi manni sínum Hjalta
Þorsteinssyni, ættuðum úr Álfta-
firði. Þar eignuðust þau 3 börn,
Þorstein Bernharð, kvæntan Jonínu
Arndal, Kristján Óla, kvæntan und-
irritaðri, og Kristínu Jónínu sem
lést 1989. Barnabörnin eru 6 og
barnabarnabörnin 2.
Árið 1962 tók fjölskyldan sig upp
og flutti til Reykjavíkur þar sem
þau hafa búið síðan. Starfssvið
tengdamóður minnar var að miklu
leyti innan heimilisins, hún var mik-
il hannyrðakona og mörgum hafa
pijónaföt hennar yljað.
Síðustu árin bjuggu þau hjón í
Bólstaðarhlíð 45, og urðu þau þar
virkir félagar i starfi aldraðra og
kynntust mörgu góðu fólki. Meðan
heilsa og orka leyfðu áttu sumar-
ferðalög með eldri boi'gurum stóran
hlut í ánægju þeirra enda var þar
komist-í tengsl við náttúruna sem
þau bæði unnu svo mjög.
En nú er komið að þáttaskilum,
því hún er lögð upp í þá ferð, ,inn
á annað og æðra tilverustig, sem
okkar allra bíður. Ég bið algóðan
Guð að varðveita hana, blessa og
leiða áfram.
Elsku Hjalti minn, Guð blessi þig
og gefi þér styrk, megi minningin
um góða konu ylja þér um ókomna
tíð.
Helga Benediktsdóttir
í dag verður til moldar borin
elskuleg vinkona okkar hjónanna
Marsibil Bernharðsdóttir, eiginkona
móðurbróður míns Hjalta Þorsteins-
★ GBC-Skírteini/barmmerki
fyrir: félagasamtök, ráöstefnur,
starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl.
Efni og tæki fyrirliggjandi.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Símar 624631 /624699
sonar. Hún andaðist í Borgarspítal-
anum 8. febrúar sl.
Hún var einstaklega góð og trúuð
manneskja, mátti ekkert aumt sjá
án þess að bjóða fram hjálp sína.
Hún vermdi og hlýjaði umhverfi
sitt, svo öllum þótti gott að vera í
návist hennar. Það var lærdómsríkt
að koma á heimili þeirra Billu og
Hjalta og sjá þá umhyggju og finna
það ástríki, sem þau áýndu hvort
öðru. Billa var ávallt fús að fórna
fjér fyrir aðra og má þar nefna hve
vel hún annaðist aldraða móður
sína, sem var rúmliggjandi á heim-
ili þeirra Hjalta í mörg ár. Hjalti
og börnin þeirra hjálpuðust öll við
að láta gömlu konunni líða sem
best. Þau vofu líka ótalin sporin,
sem Billa átti til systur sinnar til
hjálpar og umhyggju.
Billa var ákaflega vandvirk og
smekkleg hannyrðakona. Allt, sem
hún gerði, gerði hún vel. Hún gladd-
ist við að geta yljað ungum sem
öldnurn með yndislegu nærfötun-
um, sem hún pijónaði. Það voru
margir, sem hugsuðu hlýtt til henn-
ar á svölum vetrardögum.
Við viljum þakka Billu fyrir henn-
ar traustu og ljúfu vináttu í gegnum
árin. Við stöndum í mikilli þakkar-
skuld við þau Billu og Hjalta þegar
þau opnuðu heimili sitt fyrir elsta
syni okkar, sem þá var að hefja nám
sitt hér í Reykjavík. Við buggum
þá úti á landi. Þau veittu honum
alla sína góðvild og umhyggju.
Hann og fjölskylda hans búa nú
erlendis og harma það að geta ekki
fylgt Billu síðasta spölinn.
Elsku Hjalti. Við biðjum góðan
Guð að styrkja þig og styðja. Þú
ert eins og vestfirsku klettarnir,
sem engir stormar fá bugað. Við
hjónin, synir okkar og þeirra fjöl-
skyldur sendum þér, sonum þínum
og fjölskyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Við biðjum
Guð að blessa Billu okkar og vitum
að hún á í vændun-i ljúfa fagnaðár-
fundi með ástvinum sínum. Blessuð
sé minning hennar.
Ragna og Jón Hjartar
10 DAGA PASKAFERÐ TIL CRANS MONTANA
23. mars til 1.
Eitt af allra bestu skíöasvæðum alpanna og mjög sólríkt.
Beint flug til Sviss. Val um marga góöa gististaði.
Verð frá kr. 73.700.- Leitið nánari upplýsinga.
Ferðaskrifstofa
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF.____________________
Borgartúni 34, sími 83222.
FARKQRT
SKIÐAFERÐ TIL SVISS
n Ultra
Pampers
TRÁKA
BLEIUR
Rakadrægur kjarni
að framan
Rakadrægur kjarni
í miðju
Þó bleian sé vot er barnið þurrt
Ánægðir strákar og stelpur í Pampers-bleium
Pampers bleiur eru hannaðar með vellíðan barnsins að markmiði.
Við framleiðslu þeirra er leitast við að spara dýrmætar auðlindir
jarðarinnar og að spilla ekki umhverfinu með skaðlegum úrgangi.
n Ultra
Hampers
AUKA VELLÍÐAN BARNANNA
STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND
ísletnsk /////
Ameríska
Tunyuháls. M Simi 827CK);