Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 47

Morgunblaðið - 19.02.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 "‘47 Kristín Halldórs- dóttir - Minning Fædd 16. september 1910 Dáin 8. febrúar 1991 „Hún amma þín dó í morgun.“ Þetta voru fréttirnar sem ég fékk er ég kom heim með son minn úr dansskólanum þann 8. febrúar. Ég er ekki sterk manneskja og tek svona fréttum ýfirleitt illa, hvort sem þær eru um ungt eða gamalt fólk. Auðvitað fannst mér sárt að missa ömmu, en það er samt gott að hugga sig við það að hún þurfti ekki að þjást lengi. Hún veiktist snögglega miðvikudaginn 6. febrú- ar og var síðan horfín frá okkur föstudaginn 8. febrúar. Ég mun sakna hennar, því það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar. Ég minnist þess er ég átti heima í Keflavík á Hólabraut- inni, þá átti amma heima á Sólvalla- götu 24 í Keflavík. Þegar ég gekk úr skólanum kom ég oft við hjá Stínu ömmu og þar fékk ég oft snarl í hádeginu. Hún var yfírleitt að hekla þegar ég kom og seinna meir kenndi hún mér að hekla. Ég minnist þess er hún gaf okkur að drekka í kaffitímanum, þá smurði hún rúgbrauð og skar sneiðarnar í teninga. Ég man hvað mér og hin- um barnabörnum hennar fannst gaman að borða rúgbrauðið þannig. Þegar ég flutti úr Keflavík var ég komin með mína eigin fjölskyldu og gat ég því ekki hitt ömmu eins oft og mig langaði til, en þegar við komum suður notuðum við tækifær- ið og fórum í heimsókn og var ávallt tekið á móti okkur opnum örmum. Við amma höfum alltaf getað spjallað heilmikið saman, bæði fyrr og síðar. Við spjölluðum mikið síð- ast þegar ég hitti hana, við rifjuðum upp gamlar stundir, ræddum um núverandi stundir og spáðum í framtíðina. Amma var alltaf vön að segja við mig þegar við kvöddumst: „Þú átt óskaplega falleg börn, Kristín Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 103 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. bllélnn q u'<lll Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. .iiiiMtJdiil ái.ni-ÍAi ■;i.tr:iui.).4(ii / og þú ert rík. Hugsaðu vel um þitt gull.“ Ég minnist þessara orða oft þegar mér finnst allt ómögulegt og eins og amma sagði: þá er ég rík og á því ekki að kvarta. Bömunum mínum fannst alltaf gaman að fara til Stínu ömmu og fá mola í munninn og jafnvel kók í glas. Yngsti sonur minn sagði yfirleitt: Eigum við að fara til ömmu sem á heima í lyftunni? Og þegar við vorum komin til Stínu ömmu, varð hann að segja henni frá ferð sinni í lyftunni. Það er margs að minnast, en það kemst aldrei allt á eitt blað. Eftir að afí dó, sagði amma að nú biði hann eftir sér. Nú er hún farin og ég veit að þau hafa hitt hvort ann- að aftur. Með þessum orðum viljum við kveðja elsku ömmu og biðjum Guð að gæta hennar. Guð blessi ömmu og varðveiti í eilífðinni. Kristín Halldórsdóttir og fjölskylda, Blönduósi t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JUSTA MORTENSEN, Bræðraborgarstíg 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 19. febrú- ar, kl. 13.30. Daníel Jakob Jóhannsson, María Jakobsdóttir, Jóhannes Guðmannsson, Martin J. Jakobsson, Helga Einarsdóttir, Jóhann P. Mortensen, Hanna Mortensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Leiðrétting: Minningargrein um Kristínu í blaðinu á laugardag bar yfirskrift- ina Guðný K. Halldórsdóttir. Það hét hún fullu nafni, en notaði ekki sjálf Guðnýjar nafnið. Heimilisfang- ið Bíldudal er ranghermi. Þá misrit- aðist í greininni nafn eiginmanns hennar, Brynjólfs Ágústs Alberts- sonar. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum um leið og þau eru leiðrétt. Móðir okkar, GUÐRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, er lést 13. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Grétar Bergmann, Guðlaugur Bergmann. t Eiginmaður minn og faðir okkar, NILS ÍSAKSSON, Boðahlein 8, Garðabæ, lést á sjúkradeild Hrafnistu laugardaginn 16. febrúar. Steinunn Stefánsdóttir, Gústav Nilsson, Ólafur Nilsson, Bogi Nilsson, Anna Nilsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN GREIPUR FRIÐÞJÓFSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Jóna Hansdóttir, Davíð Jóhannsson, Ásrún Jóhannsdóttir, Jóhann MárJóhannsson, Sigurrós Hulda Jóhannsdóttir. t Móðir okkar, GUÐNÝ J. OTTESEN, Túngötu 36a, andaðist hinn 16. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 10.30. Guðlaug Ottósdóttir, Birgir Ottósson, Guðmundur K. Ottósson, Karl Jóhann Ottósson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR H. GÍSLADÓTTUR, Bústaðavegi 67. Stefán Sigurdórsson, Finnbogi Sævar Guðmundsson, Sigríður Sigurþórsdóttir, Svavar G. Stefánsson, Sigurdór Stefánsson, Jón Á. Stefánsson, Helga Stefánsdóttir, Dagrún Sigurðardóttir, Guðný Steinþórsdóttir, Sigrún Högnadóttir, Sveinn Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. t HÁVARÐUR KARL REIMARSSON, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 20. febrú- ar kl. 10.30. Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, fósturmóður og systur, SIGRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlið, Akureyri. Eiríkur Hreinn Finnbogason, Stefán Yngvi Finnbogason, Margrét Kristjánsdóttir, Jóhannes Eirfksson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, írafossi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Óli Haukur Sveinsson, Anna Marfa Óladóttir, Gylfi Þorkelsson, Elín Geira Óladóttir, Hafdís Óladóttir, Jóhannes Bjarnason og barnabörn. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar VIÐARS SIGURÐSSONAR. Verslunin Dalakofinn, verslunin Laufið. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR ÓLAFSSON, Vallarbraut 13, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Málfríður Þorvaldsdóttir, Tómas Runólfsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Jón Rafns Runólfsson, Inga Harðardóttir, Fríða Björk, Þórhalldur Rafns, Bergþóra, Þórhildur Rafns, Bjarni og Kristrún Sara. llbsr Lokað Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna útfarar MARSIBILAR S. BERNHARÐSDÓTTUR. Dælur hf., Króli, Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Iðnbúð 2, Garðabæ. dímváfkt/ífviMtía Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást í flestum lyfjabúðum í Reykjavík og á nær öllum póstafgreiðslum úti á landi. Einnig er hægt að hringja í síma 62 14 14. Ágóða af sölu minningarkortanna er varið til baráttunnar gegn krabbameini. Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.