Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
tfgmiMafrÍfe
STOFNAÐ 1913
51.tbl. 79. árg.
LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Viðræður um Evrópska efnahagssvæðið:
Svisslendingar saka
EB um að gera nýj-
ar kröfur til EFTA
Genf. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
JEAN-Pascal Delamuraz, viðskiptaráðherra Sviss, sagði á óformleg-
um i'áðherrafundi Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í gær að
Evrópubandalagið setti stöðugt fram nýjar kröfur í samningum um
Evrópska efnahagssvæðið (EES) og tími væri til kominn að bandalag-
ið gæfi eitthvað eftir. Delámuraz sagði mikilvægara að ná góðum
samningum en ljúka viðræðum fyrir einhvern ákveðinn dag. Anita
Gradin, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, taldi hins vegar mest um vert
að ná samningi sem fyrst. Innan EFTA gætir vaxandi óánægju vegna
krafna EB á hendur EFTA og ósveigjanleika bandalagsins gagnvart
hagsmunum EFTA-ríkjanna.
Fyrir ráðherrafundinum liggur
fyrst og fremst að taka afstöðu til
þeirra atriða sem óafgreidd eru í
samningaviðræðunum við EB. I
gær áttu ráðherrarnir fund með
fulltrúum úr þingmannanefnd
EFTA en í henni eiga m.a. sæti
fulltrúar tveggja þingflokka frá ís-
landi, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks. Aðrir þingflokkar eiga ekki
fulltrúa í nefndinni. Þingmennirnir
gerðu ráðherrunum grein fyrir mál-
þingi um Mið- og Austur-Evrópu
og kynntu tillögu að sérstökum ijár-
festingasjóði á vegum EFTA til
umhverfisverndar í Mið- og
Austur-Evrópu. Á ráðherrafundin-
um í gær gerðu ráðherrarnir grein
fyrir afstöðu stjórna sinna til samn-
ingaviðræðnanna og ljóst virðist að
væntingar EFTA-ríkjanna til samn-
inganna eru mjög mismunandi.
Svíar virðast tilbúnir að skrifa und-
ir nánast hvað sem er en Svisslend-
ingar hafa miklar efasemdir um að
samningar komist í höfn. Jón Bald-
vin Hannibalsson gerði grein fyrir
afstöðu sinni og fjallaði sérstaklega
um röksemdir Islendinga í sjávarút-
vegsmálum.
Jón Baldvin sagði að sú tillaga
sem væri til afgreiðslu innan EB
væri gjörsamlega óaðgengileg.
Embættismenn hafa kallað tillögu-
drög EB móðgun við hagsmuni ís-
lendinga en gróflega áætlað felur
tillagan í sér 10% lækkun á núver-
andi tollgreiðslum íslendinga vegna
innflutnings á sjávarafurðum til
EB. í staðinn krefst EB umtals-
verðra veiðiheimilda bæði við Noreg
og ísland.
Norski viðskiptaráðherrann,
Eldrid Nordbo, lagði áherslu á hags-
muni Norðmanna í samningunum
um aukið viðskiptafrelsi með sjáv-
arafurðir og hafnaði með öllu kröf-
um EB um að tengja þær viðræður
aðgangi að fiskimiðum. Samkvæmt
heimildum í Brussel og Genf leggja
Norðmenn aukna áherslu á að ekki
verði gerðir neinir sérsamningar við
íslendinga um þessi efni. Heldur
verði eitt og hið sama látið yfir
báða ganga.
Reuter
Særður bandarískur hermaður brestur í grát eftir að hafa tekið við einkennismerki félaga síns sem féll
í bardögum við Lýðveldisvörðinn, úrvalssveitir Saddams Hússeins Iraksforseta. Myndin var tekin í gær
um borð í þyrlu sem flutti særða hermenn og lík fallinna til Saudi-Arabíu.
Yfírmenn heija stríðsað-
ila semja um fangaskipti
Bush segist óska þess að írakar rísi upp gegn Saddam og skipi sér á bekk með frið-
elskandi þjóðum - Bandaríkjaforseti segist vilja taka á málefnum Palestínumanna
Washingion, París, London, Riyadh. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því á blaðamannafundi
í Hvíta húsinu í gær að yfirmenn fjölþjóðahersins við Persaflóa
myndu hitta yfirmenn iraska hersins í dag til þess að seinja um skipti
á stríðsföngum og önnur atriði tengd samningum um vopnahlé í
Persaflóastríðinu. Forsetinn sagði ekki hvar fundurinn yrði haldinn
og bar við öryggisástæðum en Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta
sagði að hann yrði haldinn í herstöð skammt frá borginni Basra í
suðurhluta íraks.
Bush sagðist óska þess að írakar
risu upp og steyptu Saddam Huss-
ein forseta og skipuðu sér á bekk
meðal friðelskandi þjóða. Hann
sagði að bandamenn myndu ekki
beita sér gegn Saddam en ekki
væri hægt að veita honum aflausn
frá ábyrgð sem hann bæri á inn-
rásinni í Kúveit og stríðsglæpum
sem þar hefðu verið framdir gegn
óbreyttum borgurum. Sagði forset-
inn að til greina kæmi að Banda-
ríkjamenn veittu aðstoð við umönn-
un særðra og sjúkra óbreyttra íra-
skra borgara, sem þjáðst hefðu
vegna refsiaðgerða gegn Saddam,
en meðan hann væri við völd rynni
ekki ein einasta króna af skattfé
bandarísks almennings til endur-
reisnarstarfs í írak. John Major
forsætisráðherra Bretlands sagði
að meðan Saddam væri við völd
yrðu Irakar útskúfaðir úr samfélagi
þjóðanna. Sagðist hann vonast til
að íraska þjóðin veitti honum mak-
lega ráðningu.
Nú að loknu Persaflóastríðinu
sagðist Bush þess fullviss að Banda-
ríkjamenn gætu orðið að miklu
Saddam Hussein sagður hafa
óskað eftir pólitísku hæli í Alsír
París, Washington. Reuter.
FRANSKA dagblaðið Le Monde skýrði frá því í gær að Saddam
Ilussein, forseti íraks, hefði ákveðið að segja af sér og óskað
eftir hæli í Alsír. James Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagðist aðspurður á blaðamannafundi í gær hafa heyrt
fréttina en kvaðst ekkert vita frekar um málið. I gærkvöldi
neitaði talsmaður utanríkisráðuneytisins í Algeirsborg fréttinni
og sagði hana uppspuna.
Frétt Le Monde kemur frá
fréttaritara blaðsins í Algeirs-
borg, sem segir einnig að stjórn-
völd í Alsír vilji að bandamenn í
stríðinu fyrir botni Persaflóa lofi
að reyna ekki að sækja Saddam
Hussein til saka fyrir stríðsglæpi
þegar hann fari frá Irak.
James Baker sagði að Banda-
ríkjastjórn gæti ekki gefið nein
slík loforð; bandamenn þyrftu að
ákveða slíkt í sameiningu.
Le Monde sagði að Saddam
hefði ákveðið að leita hælis í Alsír
vegna þess að hann væri reiður
Sovétmönnum fyrir að hafa ekki
veitt honum þann stuðning í
stríðinu sem hann hefði vænst.
Alsírstjórn væri ekki umhugað
að veita honum hæli en hún ætti
þó einskis annars úrkosti vegna
þess að hann nyti eftir sem áður
mikils stuðnings almennings í
landinu.
„Saddam Hussein segir af sér
á næstunni eða kann að neyðast
til þess,“ segir í fréttinni. Blaðið
bætir þó við að nánir samstarfs-
menn Saddams og leiðtogar
íraska Ba’ath-flokkins reyni að
telja hann á að vera um kyrrt.
Leiðtogar bandamanna, þar á
meðal George Bush Bandaríkja-
forseti, hafa sakað Saddam um
að bera ábyrgð á grimmdarverk-
um Iraka á óbreyttum borgurum
í Kúveit og illri meðferð þeirra á
stríðsföngum.
Þeir hafa gefið til kynna að
Saddam kunni að verða sóttur til
saka fyrir stríðsglæpi.
gagni við úrlausn deilumála í Mið-
austurlöndum en mikilvægt væri
að tryggja þar varanlegan frið. í
því sambandi sagðist hann vilja
taka á málefnum Palestínumanna.
Roland Dumas utanríkisráðherra
Frakka fór til fundar við Bush í
fyrradag með þau skilaboð frönsku
stjórnarinnar að erfiðasta vanda-
málið sem leysa þyrfti að stríði
loknu væri deila Israela og Pal-
estínumanna.
Ráðgert var að fulltrúar í Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
kæmu saman til óformlegs fundar
í gærkvöldi til skrafs og ráðagerða
um uppkast að tillögu Bandaríkja-
manna, sem vilja að ráðið heimili
íjölþjóðahernum að beita valdi upp-
fylli írakar ekki skilyrði stríðsloka-
samnings. I tillögunni er kveðið á
um ráðstafanir sem Irakar þurfa
að gera til þess að uppfylla 12 álykt-
anir ráðsins vegna innrásarinnar í
Kúveit og þess farið á leit við ráðið
að það viðhaldi efnahagslegum
refsiaðgerðum sem gripið var til
gegn þeim eftir innrásina. At-
kvæðagreiðsla var ekki ráðgerð um
tillöguna í gærkvöldi.
Dick Cheney varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna sagði í gær
að líklega hefðu yfirburðir herja
bandamanna gegn íraska hernum,
sem byggði styrk sinn á sovéskum
hergögnum, valdið „meltingartrufl-
unum“ hjá embættismönnum í
varnarmálaráðuneytinu í Moskvu
undanfarna daga.
Sjá einnig bls. 18-21.