Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 2. MARZ 1991 HRAÐAFIKN Albert prins storkar örlögunum eins og mágurinn sálugi Lengi hefur Albert prins af Mónakó verið legið á hálsi fyrir að stunda lífshættulega íþrótt, svokallaðan bob sleðaakst ur. Eftir að mágur hans Stefanó Kashiragi lét lífið í hraðbáta- slysi á dögunum, hefur furstafjölskyldan lagt fast að Albert að hætta að leika sér að eldinum. Eins og mágurinn sálugi, fyrrum eiginmaður Karólínu, er Albert hraðafíkill og á hann erfítt með að hætta í íþrótt sinni alfarið. Auk þess ber að geta þess, að Albert hefur mikinn metnað til að ná langt. Hefur hann sett stefnuria á vetrarolympíuleikana í Albertville á næsta ári. Prinsinn hefur lofað fjölskyldu sinni, að komist hann ekki í Olympíulið Monakó muni hann hætta afskiptum af íþróttinni. Hann hefur hins vegar æft af kappi í fímm ár og er talinn geta náð þeim árangri í undanrásum á næstunni sem muni skila honum sæti í liðinu óski hann þess. Bobsleðamenn fara brautirnar á miklum hraða og nái þeir ekki kröppum beygjun- um er voðinn vís. Fyrir tveimur árum var Albert að æfa ásamt félaga sínum Michel Vatrican á brattri braut í Þýskalandi. Þeir voru á 100 kílómetra hraða á klukkustund er þeir náðu illa einni beygjunni. Skipti engum togum, að sleðinn þeyttist upp úr brautinni og þeir félagarnir með. Svifu þeir langa leið í lausu lofti og skullu loks til jarðar um 120 metra frá þeim stað sem óhappið varð. Hvorugur varð fyrir meiðslum og þótti það undrun sæta. Albert gerir sér því engar grillur um að íþrótt hans er hættuspil og þrábeiðni fjölskyldunnar að hann hætti henni í kjölfarið á dauða Cashiragis séu réttmætar óskir. Wesper .".'iT.,,.-hitablásararnir verma. Á því leikur enginn vafi. Wesper-umbodið, Sólheimum 26, sími 34932, 104 Reykjavík. Albert prins býr sig undir eina salibununa Morgunblaðið/Steinunn ó. Kolbeinsdóttir Bræðurnir frá Seljavöllum leika á nikku Óskar og Siguijón Grét- arssynir. TÓNLIST Fjölmenni í opnu húsi á Hvolsvelli Hvolsvelli. TAAGUR tónlistarskólanna var laugardaginn 23. febrúar. í tilefni af honum var opið hús í Tónlistarskóla Rangæinga á Hvol- svelli, sem hófst með tónleikum. Nemendur og kennarar skólans léku á hljóðfæri og sungu. Þetta er í þriðja sinn sem dagur tónlist- arskólanna er haldinn og sagði Helgi Hermannsson skólastjóri að þetta væri ánægjuleg tilbreyting fyrir skólana og gæfi bæði nem- endum og kennurum færi á að spreyta sig. Dagskráin hófst með því að kór skólans söng nokkur lög og þá léku nemendur og kenn- arar á ýmis hljóðfæri, s.s. pmnó, harmonikku, gítar og flautu. í lok tónleikanna tóku kennarar skól- ans Iagið við undirleik Agnesar Löve. Þá var öllum boðið uppá kaffí og að skoða skólann. Gestir gerðu góðan róm að þessari tilbreytingu og þótti lagaval, sem var einkar líflegt, í samræmi við veðurblíðuna útifyr- ir. - SÓK. HAUKUR HIORTHENS ÁSAMT HLJÖMSVEIT í XVÖLB HÚSIÐ OPNAÐ KL. 24.00 SAMBAND Möguleikar telefaxins Nýjabrumið er enn á sambandi hjónakornanna Tom Cruise og Nicole Kidman, leikaranna þekktu, enda ekki langt síðan að leiðir þeirra lágu saman í fyrsta sinn og enn skemmra síðan að þau gengu í það heilaga. Haft er fyrir satt, að svo miklir kærleikar séu með þeim, að Cruise hafi nýlega fest kaup á tveim- ur telefax- tækjum og Hollywoodhjónin Tom Cruise og Nicole Kidman. komið þeim fyrir í sportbifreiðum þeirra þannig að þegar þau sitja ergileg í umferðarhnútum Holly- woodborgar, stytti þau sér stundir með því að renna í gegn ástarorðum og fleiri skilaboðum. Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst 11. mars. Kennt mánudags- og miðvikudags- kvöld kl. 7-11. Próf í lok apríl. Verðkr. 16.000. Námskeið TIL ÚTHAFSSIGLINGA (Yachtmaster ocean) hefst 12. mars. Kennt þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl.7-11. Próf í byrjun maí. Verð kr. 16.000. Innritun á þessi námskeið og skútusiglinganám- skeið sumarsins, alla daga og kvöld til 11. mars í símum 689885 og 31092. Öll kennslugögn fáanleg í skólanum. VERSLAHIR UM LAND ALLT Upplýsingarog innritun í símum 68 98 85 og 3 10 92 alla daga og öll kvöld. Hjónaafsláttur 10% SIGUNGASKÓUNN - medlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. BODDI-VARAHLUTIR Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af boddí-varahlutum í flestar gerðir bifreiða, t.d. D fj bretti - vélarhlífar - hurðir - hurðarbyrði - stuðara - grill - fram- ^stykki - svuntur - sílsa og margt fleira. 0 D D 0 D D D D 0 [pSMDTilL IBDIRCö^ö] Bílavörubúðin FJÖÐRIN —— Skeifunni 2 82944 Heildsala — Smásala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.