Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
// E-kk.) -fhrczs ut úr biLnum.. ‘
Ast er...
11-17
.. að stansa til ástaratlota.
TM Reg. U.S. P«l Off.— all righu r«Mtv«d
« 1990 Lo» AngrtM Thhm Syndicate
Með
morgnnkaffinu
Nei. Ég verð ekki með. Þetta
er giftingin hennar_____
HÖGNI HREKKVISI
.GETU/ZÐU E&U &AEA
/iR/NGT &JÖL LUNN/? "
Yfirbyggingin er of stór
Til Velvakanda.
Á ýmsum sviðum mætti spara
stórar fúlgur, og verður að gera
innan tíðar, ætlum við okkur að
komast sæmilega af. Þar er ofar-
lega á blaði hin fyrirhyggjulausa
yfirbygging hins ísl. þjóðfélags og
fjáraustur hins opinbera í óarðbæra
hluti, oft og tíðum eins og mönnum
sé ekki sjálfrátt.
Þetta fámenna þjóðfélag, aðeins
fjórðungur milljónar, sem telst
varla meira en stíjálbýll útkjálki,
og er raunar varla meira, á heims-
mælikvarða, verður-að gæta hófs
í hvívetna, og haga seglum eftir
vindi. Það er öllum til farsældar,
og því meiri nauðsyn, sem samfé-
lagið er fámennara. Það má aldrei
eyða um efni fram nema rétt í
neyð um stundarsakir. Annað hefn-
ir sín fyrr en síðar.
Það er í senn bæði sorglegt og
mikið alvörumál, að þessi þjóð —
svo fátæk sem hún var og lítilsmeg-
andi undir erlendu oki, hefur —
allt frá því hún hlaut sjálfstæðij
árið 1944, eytt umfram aflafé. I
stríðslokin, þegar þjóðir heimsins
voru flakandi í sárum og líf þeirra
margra ijúkandi rúst, voru Islend-
ingar einhver auðugasta þjóð í
heimi, miðað við fólksíjölda. Þessi
miklu auðæfi hurfu út í sandinn
nær á augabragði, vegna þess við
kunnum ekki með að fara. Það er
meiri vandi að gæta fjár — en afla.
Engin þjóð í víðri veröld komst
betur frá hinum mikla hildarleik
heimsstyrjaldarinnar, þrátt fyrir
bæði manntjón og eignatjón. Það
má þakka fyrst og fremst engilsöx-
um og bandamönnum þeirra, sem
gripu í taumana hér í tíma, þegar
Hitler og bandamenn hans, brytj-
uðu Iöndin í Evrópu milli sín, og
það er ekki fyrr en á allra síðustu
árum að sum þeirra hafa náð frelsi
sínu aftur, og önnur eru enn undir
okinu, eins og við þekkjum og vit-
um.
Það var ekki fyrr en á rússnesk-
an valdastól komst sanngjarn og
réttsýnn maður, Míkhaíl Gorb-
atsjov, að þíða komst á, í samskipt-
um austurs og vesturs. Hún er
honum að þakka, hin mikla frelsis-
bylgja sem borist hefur um
Austur-Evrópulönd á síðustu árum.
Enn er þó langt í land, og þarf
varla hér að minna á baráttu
Eystrasaltsþjóðanna, sem við
íslendingar kynnumst gerla á þess-
um síðustu dögum.
Rússneski björninn réttir upp
hramminn, og hveiju orkar einn
maður, þótt voldugur sé, þegar
kerfið allt rís upp á móti honum,
og jafnvel nánustu samstarfsmenn
flýja af hólmi.
Það er næsta hastarlegt að lesa
í ísl. blaði hnjóðsyrði um Gorb-
atsjov, þann manninn sem — er
fram h'ða stundir, verður talinn
maður tuttugustu aldarinnar, einn
af mikijmennum sögunnar. Það var
hann sem hjó á hnútinn svo járn-
tjaldið féll, sameinaði Þýskaland
og nýfijálsu löndin handan járn-
tjaldsins væru enn í fjötrum al-
heimskommúnismans, án atbeina
hans.
Ég er nú kominn harla langt frá
upphaflegum hugleiðingum, um
fjárausturinn á Islandi, eyðsluna
og óhófið. Yfirbyggingin hjá okkur
er of mikil, keyrir svo úr hófi fram
að engu tali tekur. Hér þarf að
bijóta blað, hafa hóf á hlutum,
lækka skatta og fækka á ríkisjöt-
unni. Skrifstofubáknið er óskap-
legt, þar er hver kollhúfan upp af
annarri, og einn vísar á annan,
þegar erindi þarf að reka. Það þarf
að stokka upp spilin, stórfækka
fólki í þessum þjónustugeira.
Við lifum ekki öll við að þjón-
usta hvert annað. Við verðum líka
að framleiða okkar lífsnauðsynjar,
og þær eru kjöt og mjólk og fisk-
ur, jafnvel þótt svo helmingur þjóð-
arinnar haldi annað. Þetta eru þær
vörur sem við lifum á, og hefð-
bundnar eru þær fyrst og fremst
vegna þess, að annað hefur ekki
reynst betra.
Við verðum að fullvinna okkar
vörur hér heima, og selja hina ísl.
gæðavöru á sem hagstæðustu
verði. Það er hægt að draga stór-
lega úr kostnaði við framleiðsluna,
sem allt veltur á. Við megum vissu-
lega gæta þess að Evrópuþjóðirnar
nái ekki þeim tökum á okkur og
framleiðslu okkar, að þær nýti auð-
legð þessarar þjóðar á líkan hátt
og þær undirokuðu fátækar Asíu-
og Áfríkuþjóðir á nýlendutímanum.
Plati okkur til að selja þeim óunnin
hráefnin, svo þær sjálfar hirði
mestan hluta ágóðans.
Hversvegna vorum við að færa
út landhelgina, ef það verður ofaná
að senda fískinn út í gámum beint
upp úr sjónum? Mér skilst að slík
fiskverkun, sala hafí af þjóðinni
milljarða í glötuðum gjaldeyri. Við
hvað á þá þjóðin að una, ef aðrir
vinna nauðsynjaverkin?
Kerfíð er orðið svo rotið og
blekkjandi, að starfandi fólk sækir
í ýmsa tilgangslitla þjónustugeira,
fæst ekki til að vinna hin þjóðnýtu
störf. Kaupgreiðslum er hagað svo
fávíslega, að lægsta kaupið er
greitt þeim sem erfíðust vinna
verkin við frumgreinarnar, sem er
þó undirstaðan undir allri tilurð og
velmegun þjóðarinnar. Eigum við
öll að vinna við verslun og við-
skipti, bankastarfsemi og aðrar
þjónustugreinar, og skeytum litlu
um land og þjóð, undirstöðuat-
vinnuvegina til sjávar og sveita,
getum við alveg eins siglt — og
skilið þetta land eftir og látið skóg-
inn vaxa í friði.
Það er alveg augljóst mál, að
það þarf margt að gera. Taka til
hendinni — hrista fram úr er-
minni, ef við viljum forðast ógöng-
ur, sem greinilega eru framundan.
Þar er mjög aðkallandi vandamál,
að samræma kaupgreiðslur til
fólksins, hækka lágu launin en
lækka þau háu. Hér verður rétt-
læti að ríkja. Misskipting auðsins
og valdsins er hróplegt ranglæti,
sem verður að leiðrétta.
Aðkallandi er að fækka þing-
mönnum. Þeim mætti fækka um
þriðjung og þriðjungur þeirra, og
aldrei hærra hlutfall, mætti vera í
einum landshluta, og á ég þá við
gömlu fjórðungana sem slíka, elleg-
ar stór Reykjavíkursvæðið, er tak-
markast af Hvalfirði og Reykjanes-
fjallgarði. Skipta mætti lands-
byggðinni í 15 tvímenningskjör-
dæmi og þéttbýlinu suðvestanlands
í 5 þriggjamannakjördæmi, öll með
hlutfallskosningu. Þar höfum við
45 þingmenn á Alþingi, og er það
mjög hæfilegt með tilliti til stærðar
bæði þinghúss og þjóðar. Telji ein-
hver sig bera skarðan hlut frá borði
— atkvæðisrétt — getur sá hinn
sami flutt í það kjördæmið þar sem
hann telur atkvæðisvægið meira.
Það væri skynsamleg lausn, aug-
ljóslega — og höfuðatriði að á þing-
ið veljist hinir hæfustu menn —
fyrst og fremst úr röðum atvinnu-
lífsins, til sjávar og sveita, fremur
en sprenglærðir reiknimeistarar,
meira og minna slitnir úr samhengi
við það sem er — og þarf — fyrir
þetta þjóðfélag.
Gunnar Gunnarsson,
Syðra-Vallholti.
Víkverji skrifar
Faðir sagði , við kunningja
Víkveija: „Ég skil ekki son
minn. Hann vill alls ekki hlusta á
mig.“
„Leyfðu mér að endurtaka það
sem þú sagðir," svaraði kunninginn.
„Þú skilur ekki son þinn vegna þess
að hann vill ekki hlusta á þig.“
„Einmitt," svaraði faðirinn.
„Má ég reyna enn einu sinni,"
sagði kunninginn. „Þú skilur ekki
son þinn vegna þess að hann vill
ekki hlusta á þig.“
„Já,“ sagði faðirinn óþolinmóður
yfír þessu skilningsleysi kunningj-
ans.
„Ég hélt, að til að geta skilið það
sem annar maður segir við þig,
þyrftir þú að hlusta á hann, “ benti
kunninginn hægversklega á.
Löng þögn.
„Já, þú meinar það.“
Það rann upp fyrir honum smá
týra. „Já, en ég skil hann alveg.
Ég veit hvað hann er að ganga í
gegnum. Ég átti við sama vanda
að stríða á mínum unglingsárum
og veit nákvæmlega um hvað málið
snýst. Ég skil hins vegar ekki hvers
vegna hann vill ekki hlusta á mig.“
Þessi maður hafði ekki hugmynd
um hvað sonur hans var að
hugsa eða við hvaða vanda hann
átti að glíma. Hann notaði eigin
reynslu sem viðmiðun. Það eru ein-
mitt mistökin sem við gerum flest
í samskiptum við annað fólk. Við
erum uppfull af okkar eigin sjálfs-
ævisögu og notum hana sem við-
miðun þegar við hlustum á annað
fólk lýsa reynslu sinni. Samtöl okk-
ar verða í raun endalaust eintal og
okkur tekst sjaldnast að skilja hvað
á sér stað innra með samferða-
mönnum okkar. Yfírleitt liggur okk-
ur svo mikið á að komast að i sam-
talinu, að við gleymum að hlusta.
XXX
Sérfræðingar hafa skilgreint
hvernig við hlustum og skipt
þessari algengu athöfn í fimm
flokka: í fyrsta lagi höfum við að
engu það sem við okkur er sagt —
við erum alls ekki að hlusta, í öðru
lagi þykjumst við stundum hlusta:
hummum og jánkum, í þriðja lagi
veljum við úr því sem við okkur er
sagt — heyrum aðeins hluta þess.
Þessa síðastnefndu aðferð notum
við oft þegar við hlustum á enda-
laust mal lítilla barna. I fjórða lagi
eigum við það til að hlusta með
athygli á orðin sem við okkur eru
sögð, en aðeins örfáir ná valdi á
fimmta stiginu, að geta hlustað með
hluttekningu í þeim ásetningi að
skilja viðmælandann. Slík hlustun
krefst mikils af okkur, miklu meira
en að skilja sjálf orðin sem sögð
eru. Þeir sem rannsakað hafa sam-
skipti manna telja að aðeins um 10%
af samskiptum okkar eigi sér stað
með orðunum sjálfum. Um 30%
felast í áherslum og 60% í tákn-
máli líkamans. Að hlusta með hlut-
tekningu þýðir þá, að við „hlustum"
ekki einungis með eyrunum, heldur
einnig með augunum og hjartanu.
Þá hlustum við eftir meiningu og
tilfínningum. Við skynjum fremur
en að heyra. Það er hástig þess að
hlusta á annað fólk.