Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Bolungarík, andaðist á Hrafnistu aðfaranótt 1. mars. Guðbergur Guðbergsson, Ingunn Eydal, Lilja Þorbergsdóttir, Örn Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, fósturfaðir og bróðir, GUÐMUNDUR JÓHANNES ÁRNASON, Snorrabraut 52, lést á heimili sínu 27. febrúar. Mími Hovgaard, Stefán Hovgaard, Solva Hovgaard, Ragnheiður Árnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FINNBOGI VALDIMARSSON, Hverfisgötu 87, Reykjavik, lést á öldrunardeild Landspítalans, Há- túni 10b, að morgni 27. febrúar. Magnea Árnadóttir, Árni Finnbogason, Margrét Bjarnadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, Sigurjón Ingvason, Sigríður Finnbogadóttir, Ármann Jónasson, Guðrún Finnbogadóttir, Július ívarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t 1 \ Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA ÓLAFSSONAR verkstjóra, Hringbraut 71, Keflavik, verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Erla Olsen, Fanney Bjarnadóttir, Gunnólfur Árnason, Ólafur Birgir Bjarnason, Aðalheiður Bjarnadóttir, Olga Sædís Bjarnadóttir, Laufey Jónsdóttir, og barnabörn. Ragnheiður Ragnarsdóttir, Leifur Kristjánsson, Árni Heiðar Árnason, Kristinn Arnberg Ástkær dóttir, stjúpdóttir, móðir, tengdamóðir og amma, RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR BRINK, írabakka 34, Reykjavik, sem andaðist á heimili sínu að kvöldi 27. febrúar, verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. mars kl. 15.00 e.h. Málfríður Kristjánsdóttir, Mark Kristján Brink, Róbert M. Brink, Katrin L. Brink, María Brink, Málfríður E. Brink, Hörður H. Brink, Örn V. Kjartansson, Helgi Bjarnason, Sigurbjörg Vignisdóttir, Þóranna Bjarnadóttir, Daníel Örn Davíðsson, Sigurbjörn I. Sigurðsson, Sveinbjörn Björnsson, Eyrún B. Gestsson, Arnór Pálmi Arnarson og barnabörn. t Elskuleg dóttir okkar, móðir mín og systir okkar, JÓRUNN SKÚLADÓTTIR, Tunguseli 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Inga Ingimarsdóttir, Skúli Einarsson, Gunnar Eggert Gunnarsson og systkini hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar og sambýlismanns míns, ÓLAFS FINNBOGASONAR, Hofteigi 28. Hildigunnur Ólafsdóttir, Haukur Ólafsson, Maria Skúladóttir. Minning: Eysteinn Einarsson fv. vegaverkstjóri Fæddur 12. apríl 1904 Dáinn 25. febrúar 1991 Góður vinur minn, Eysteinn Ein- arsson, fyrrverandi vegaverkstjóri frá Brú við Markarfljót lést þann 25. f.m. Hann fæddist 12. apríl 1904 og því tæpra 87 ára þegar hann lést. Eysteinn var Stranda- maður að ætt og ólst þar upp. Um tvítugt giftist hann Kristínu Jó- hannesdóttur og bjuggu þau lengst af á Bræðrabrekku í Bitrufirði. Kristín er nú látin. Eignuðust þau tíu börn, sem öll eru á lífi. En þau eru: Jóhanna Margrét húsfreyja í Borgarnesi, Bjarni bóndi á Bræðra- brekku, Jón verkamaður í Reykjavík, Kristjana verkakona á Hólmavík, Sveinn bóndi á Þambár- völlum, Steinunn húsfreyja í Borg- amesi, Laufey húsfreyja í Reykjavík, Einar bóndi í Brodda- nesi, Fanney húsfreyja í Broddanesi og Trausti sem býr á Bræðra- brekku. Eftir stríðið fluttist Eysteinn suð- ur til Reykjavíkur með Jensínu Björnsdóttur frá Gröf í Bitru. Ári síðar fluttust þau austur að Markar- fljóti, en Eysteinn hafði þá tekið að sér verkstjóm við byggingu vamargarða við Fljótið. Þama við Markarfljótsbrúna byggði Vega- gerðin lítið íbúðarhús, sem varð heimili þeirra Jensínu og Eysteins þar til hann lét af störfum 1973. Þau Jensína og Eysteinn eignuðust fjögur börn, þijá syni og dóttur sem lést skömmu eftir fæðingu. Synim- ir em Jens framkvæmdastjóri á Nýfundnalandi, Dofri verktaki á Hvolsvelli og Gísli verktaki á Hvíta- nesi í V-Landeyjum. Með Katrínu Sæmundsdóttur frá Stóru-Mörk eignaðist Eysteinn tvö börn, þau Hrafnhildi húsmóður í Garðabæ og Hilmar vinnuvélastjóra á Hvolsvelli. Skömmu eftir að Eysteinn flutti austur að Markarfljóti tók hann að sér verkstjóm við vegagerð í aust- anverðri Rangárvallasýslu ásamt með nýbyggingu og viðhaldi á görð- unum við Markarfijót. Síðar bættist stöðugt við það svæði sem Eysteinn hafði umsjón með fyrir Vegagerð- ina þar til hann sá um allar nýbygg- ingar og viðhald vega í Rangár- vallasýslu, ásamt varnargörðum við ámar. Þegar Eysteinn síðan lét af störfum fyrir aldurs sakir, reisti hann sér nýbýli úr landi Votmúla- staða í A-Landeyjum og kallaði Brú eins og húsið við Markarfljóts- brúna. Var hugmynd hans að.heija aftur búskap, þó í smáum stfl væri. Bóndinn í honum hefði aldrei dáið frá því hann bjó norður í Bitrufirði og alltaf var hann mikið fyrir skepn- ur, sérstaklega hross. Átti hann alltaf góða reiðhesta sem hann hafði ómælda ánægju af, enda hafði hann gott vit á hrossiim. Um þetta leyti slitu þau samvistir Jensína og Eysteinn. Jensína flutti til Reykjavíkur, en Eysteinn settist að á nýbýli sínu ásamt Katrínu barns- móður sinni. Jensína lést 1978. Veran á nýbýlinu varð styttri en fyrirhugað var, því árið 1982 lenti Eysteinn í bflslysi, þar sem hann slasaðist mikið. Náði hann sér aldr- ei eftir þetta slys. Var að vísu fyrstu árin heima, þar sem Katrín hjúkr- aði honum af stakri kostgæfni, en dvaldi síðan á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi þar til yfir lauk og naut þar frábærrar umönn- unar. Eg hóf störf sem umdæmisverk- fræðingur Vegagerðarinnar á Suð- urlandi árið 1968 og var hlutverk mitt að sjá um undirbúning og framkvæmdir við vegagerð á svæð- inu. Þessu fylgdi einnig umsjón með fyrirhleðslum til vamar vatna- ágangi. Eins og áður segir var Eysteinn þá verkstjóri í Rangárvallasýslu. Hófust það með kynni okkar sem fljótlega þróaðist í góða vináttu við hann og allt hans heimilisfólk. Sam- starf okkar var að sjálfsögðu náið og oft dáðist ég að Eysteini fyrir hve skjótráður hann var og fljótur að átta sig á öllum aðstæðum. Áldr- ei fannst á honum hik. Kom þessi eiginleiki hans sér oft vel t.d. þegar Markarfljótið var í ham og þörf var skjótra aðgerða til að veija land eða mannvirki gegn ásókn þess. Annars þekkti hann Markarfljót og dynti þess allra manna best og kom sú þekking að góðu haldi þegar staðsetja þurfti nýja varnargarða eða lengja þá sem fyrir vora. Hann hafði líka góða yfirsýn yfir verksvið sitt sem vora allir opinberir vegir í Rangárvalla- sýslu. Var hann mikið á ferðinni og þekkti ástand veganna vel. Sem verkstjóri var hann röggsamur og ákveðinn og vinsæll af bæði starfs- mönnum og öllum almenningi sem vegina notuðu. Gott var að starfa með Eysteini, hann hafði á takteinum ráð við hveijum vanda og var aldrei að barma sér né fyllast vonleysi þótt útlitið væri ekki alltaf bjart. Á þess- um áram hafði ég mitt aðsetur í Reykjavík. Allir vegir utan Reykjavíkursvæðisins vora þá mis- góðir malarvegir og seinfarnari en nú gerist. Því var það að á ferðum mínum um umdæmið gisti égjafnan Leifur T. Þorleifsson, Hólkoti — Minning Fæddur 13. október 1911 Dáinn 24. febrúar 1991 Minningar frá barnæsku birtast gjaman í huganum sem myndir á tjaldi, jafnvel eins og stutt atriði í kvikmynd. Myndin af Leifi á Hól- koti er ég sá hann í fyrsta sinn fyrir 34 áram stendur mér enn ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Olafsvíkurrútan stöðvaðist við afleggjarann að bænum Hólkoti í Staðarsveit og út steig maður. Litla stúlkan nýkomin í sveit til vanda- Iausra skynjaði að þar kom maður sem ungu heimasæturnar á bænum biðu með mikilli eftirvæntingu. Hann gekk heim á leið hægum en ákveðnum skrefum, hallaði svolítið fram á við og var ekki laust við að hann stigi ölduna. Á andliti hans ljómaði elskulegt bros. Maðurinn var þreyttur enda ný- kominn af sjónum og lagði sig til svefns og svaf lengi, lengi. Yfir honum hvfldi einhver dulúð og þrátt fyrir ítrekaðar spurningar barnsjns koni fátt annað í ljós en að maður- inn hét Leifur Þorleifsson og var bróður húsfreyju, stundaði sjó- mennsku og var kominn heim yfir háannatímann til að hjálpa til við heyskapinn. Á annarri mynd, sem birtist á tjaldinu, situr hann í litla eldhús- króknum við gluggann, með birtuna í hnakkann, og hellir á kaffikönn- una af ólýsanlegri alúð og gætni. Við hlið hans er opin skúffa full af skrúfum og furðuhlutum sem hann virðist geta breytt í hvað sem er ef á þarf að halda. Hjá honum sitja litlar stúlkur og borða hafra- grautinn sinn og hann spjallar við þær á sinn sérstæða hátt með glettni í augum og hefur samræð- urnar gjarnan eitthvað á þessa leið: „Jæja heillin mín, hvernig lýst þér nú á...?“ Þar var ekki hjalað um eitthvert ómerkilegt dægurmál eins og fullorðnum er gjamt þegar talað er við börn heldur var rætt um lífið og tilveruna og undur náttúrunnar; þama fóra fram heimspekilegar samræður. Leifur hafði lag á að tala þannig nokkrar nætur í hverri ferð. Þegar ég var í Rangárvallasýslu gisti ég jafnan á Brú hjá þeim Jensínu og Eysteini. Þau höfðu bæði lag á að koma þannig fram við gesti sína að það væri eins og aldrei væri haft neitt fyrir þeim. Viðkvæðið hjá Jensínu var jafnan þegar gest bar að garði: Varstu búinn að borða eða drekka, eftir því sem við átti. Kvöld- in á Brú verða mér alltaf ógleyman- leg. Öll fjölskyldan með eindæmum þægileg. Eysteinn hress og glað- sinna, söngvinn og skemmtilegur og hafði ekkert á móti því að lyfta glasi ef því var að skipta, þótt allt- af væri í hófi. Jensína fádæma greind kona og svo fjölfróð og víðlesin að ég skildi aldrei hvenær hún hafði haft tíma til að lesa allar þær bækur sem hún kunni skil á og læra öll þáu kynstur af ljóðum og vísum sem hún kunni. Af þessu leiddi að ávallt var gam- an að ræða við Jensínu um hin margvíslegustu málefni, enda kunni hún á flestu skil. Þar við bættist að hún var orðhög og með ríka kímnigáfu. Synirnir drógu dám af foreldrum sínum, voru óþvingaðir og dugmiklir. Ekki skemmdi Jói hefilstjóri hópinn, Jóhann Jónasson, sem bjó í skúr á lóðinni við Brú, en var að öðra leyti til heimilis hjá þeim Jensínu og Eysteini. Jói var hlédrægur maður og óáreitinn en sérlega samviskusamur og trúr í sínu starfi. Litla húsið við gömlu Markar- fljótsbrúna hefur nú staðið autt í meira en hálfan annan áratug. Allt- af grípur mig saknaðarkennd þegar ég keyri fram hjá þessu húsi og verður hugsað til þeirra ánægjulegu stunda sem ég átti með því góða og skemmtilega fólki sem þar bjó á árum áður. Nú eru þau horfin öll þijú, áður þau Jói og Jensína og nú Eysteinn. Þennan vin minn kveð ég með sökn- uði og þakklæti í huga fyrir margar góðar samverustundir. Við hjónin sendum Katrínu, börn- um Eysteins og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Steingrímur Ingvarsson við börn eða öllu heldur hlusta á þau, að þau fundu til sín og þorðu óhrædd að láta skoðun sína í ljós, hversu kjánaleg sem hún var, án þess að eiga á hættu að verða að atlægi. Líklegast hefur þessi eigin- leiki átt þátt í því að hann gat lok- ið því verki sem honum var kærast og talaði síðar um sem ævistarf sitt; hann smíðaði sér bát sem hann" gerði út á í mörg ár. Hann átti eldgamlan og lúinn trébát sem þótti góður til sjós, flutti hann heim að Hólkoti, reif hann í sundur borð fyrir borð og sneið nýtt í stað þess sem rifið var og kom því fyrir á sínum rétta stað. Ekki var vinnuaðstaðan góð og verkfæri af skornum skammti en hann vandaði valið á efniviðnum. Oft þurfti hann að vera útsjónar- samur til að leysa tæknileg vanda- mál sem komu upp við smíðarnar og þá naut hann sín vel. Borðin voru negld saman með saumi sem varð að halda við á meðan hann var hnoðaður. Ekki var aðra hjálp að fá.en telpuhnokkana á bænum sem krupu tímunum saman undir bátnum og studdu með slaghamri við sauminn á meðan Leifur barði þvert á naglana. Enn er það nokkur ráðgáta hvernig hann gat fengið okkur til að eyða fríinu sem við áttum frá skyldustörfum í að kijúpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.