Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
14
Minning:
Guðrún Salómonsdóttir
frá Ytri-Skeljabrekku
Fædd 28. október 1902
Dáin 25. febrúar 1991
Salóme Guðrún Salómonsdóttir
hét hún fullu nafni, þó flestir muni
hana, sem frú Gruðrúnu Salómons-
dóttur frá Ytri-Skeljabrekku í
Andakílshreppi, Borgarfjarðar-
sýslu. En þar bjó hún í fjörutíu ár
með manni sínum Sigurði Sigurðs-
syni. Þessara heiðurshjóna var oft-
ast minnst með virðingarhreim í
röddinni, því þau höfðu unnið til
lofs, sem virðulegt bændafólk, eða
héraðshöfðingjar. Þau bjuggu góðu
arðsömu búi, sem veitti þeim góðan
efnahag, því af hyggindum og góðu
búviti stjórnaðist allt starf þessara
hjóna.
Eg ætla ekki að skrifa æviágrip,
né ættir Guðrúnar hér, því það
munu aðrir gera, og endurtekningar
óþarfar og hvimleiðar. En ég má
til með að kveðja þessa heiðurs-
konu, vegna elskulegra kynna sem
hún gaf mér. Reyndar of mikils
þakklætis fyrir greinar sem hún
sagðist lesa eftir mig um menn og
málefni. Við áttum það sameigin-
legt að vera málsvarar og aðdáend-
ur sveitalífsins, fólksins sem byggir
þetta fagra, gjöfula land. Við vorum
innilega sammála um að stundum
mætti þessi undirstöðu atvinnuveg-
ar þjóðarinnar og fólkið sem þar
vinnur sitja undir óverðskulduðum
ólundar áróðri, svo ekki sé meira
sagt. Guðrún var sannkölluð alda-
mótakona, aldamótafólkið hefur oft
hlotið lof fyrir stórhug, dugnað og
ráðdeild, Guðrún var svo sannar-
lega í þeim hópi. Það geislaði af
Guðrúnu hvar sem hún fór. Hún
var einörð og ákveðin, skarpgreind
o g stórhuga. Hún var sönn og hrein-
skilin. Guðrún var ekki í vandræð-
um með að skrifa hugsanir sínar á
formfastan og skýran hátt, með
sinni fallegu rithönd, allt fram á
hinstu stund. Ég þykist vita að
margt merkilegt sjáist eftir hana
látna, sem vert er að geyma og
kanna. Málefni og uppbygging
Dvalarheimilisins Höfða hér á
Akranesi var sameiginlegt áhuga-
mál okkar beggja, því var virkilega
ánægjulegt að koma til hennar í
söfnunarhugleiðingum fyrir ný-
bygginguna. Áhuginn var mikill og
viljinn sterkur til að láta gott af sér
leiða. Hún tók sinn sjálfblekung og
skrifaði sjálf kr. 100.000 á ávísun-
ina, áður mun hún hafa gefið aðra
eins, einnig íbúð og hitabaðspott,
með annarri vinkonu sinni, máske
fleira þó ekki verði hér talið. Eitt
er víst að þetta var gefið af heilum
hug, en þess einnig getið, að hún
vonaðist til að svona gjafír gleymd-
ust ekki, hún vildi lifa í minning-
unni varðandi þessi mál, sem önnur
góð. Fyrir þennan stórhug og rausn
ber Guðrúnu heilar þakkir um langa
tíð. Ég vil að lokum flytja þessari
merkiskonu kærar þakkir okkar
hjóna, hún veitti okkur þann héiður
að heimsækja okkur og votta góð
kynni. Hennar minning geymist
lengi, megi hún njóta allrar blessun-
ar á nýju, fögru framtíðarlandi, og
endurheimta sveitahamingjuna í
sælli ró.
Valgarður L. Jónsson frá
Eystra Miðfelli
Guðrún Salómonsdóttir, fyrrum
húsfreyja á Ytri-Skeljabrekku í
Andakíl, lést aðfaranótt 25. febrúar
síðastliðins og verður í dag jarðsett
á Hvanneyri við hlið bónda síns,
Sigurðar Sigurðssonar frá Árdal,
sem lést í desember 1986.
Guðrún var fædd í Mávahlíð 28.
október 1902. Faðir hennar var
Salómon Sigurðsson, Salómonsson-
ar, bónda í Miklholti í Hraun-
hreppi, Bjamasonar (Homa-Salóm-
ons), skálds og bónda á Háhóli í
Álftaneshreppi, af Laxárholtsætt
og ætt Hítdæla og Oddaverja og
þó umfram allt Hrafnistumanna „en
þetta veit ég fyrir víst að eru ein-
hveijir hinir mestu kolbítar sem
uppi hafa verið áframhaldandi á
Mýrum af ætt Skallagríms", segir
Pétur bróðir Guðrúnar í Veraldar-
sögu sinni. Móðir Guðrúnar var
seinni kona Salómons, Larussína
Lárusdóttir Fjeldsted, Eggertsson-
ar, Vigfússonar Fjeldsted frá Galt-
artungu á Skarðsströnd, en kona
hans var Karítas, dóttir Magnúsar
sýslumanns Ketilssonar, er var
systursonur Skúla fógeta. í þennan
boga mun mega rekja ætt Guðrún-
ar til Staðarhóls-Páls og Skarðveija
og til Rauðseyinga og Geiteyinga.
Lárussína og Salómon höfðu flutt
að Mávahlíð í Fróðárhreppi vorið
1900, frá Drápuhlíð í Helgafells-
sveit. Þar hafði Salómon búið frá
1883 með fyrri konu sinni, Guðrúnu
Sigurðardóttur, sem hann missti
1892, en þau Lámssína frá því að
þau giftu sig, 1896, og þar fædd-
ust elstu synir þeirra, Pétur Hoff-
mann og Tryggvi. Með þeim að
Mávahlíð fluttust líka börn Salóm-
ons og Guðrúnar, Kristján, Sigríð-
ur, Helgi og María, en Friðrik,
seinna gjarnan kenndur við Flatey,
sonur Salómons og Elísabetar Sig-
urðardóttur, varð eftir hjá móður
sinni í Stykkishólmi.
í Mávahlið bættust Lúther og
Guðrún í hópinn, en svo varð fjöl-
skyldan fyrir þeirri raun þar, að
Kristján, frumburður Salómons,
drukknaði við sjöunda mann undan
Ólafsvíkurtanga 1. apríl 1903, á
tuttugasta og fyrsta aldursári. Fékk
þetta Salómoni svo mikils harms
að hann festi ekki lengur yndi í
Mávahlíð, en flutti það sama ár enn
búferlum og nú að eignaijörð sinni,
Laxárbakka í Miklaholtshreppi; yfir
Fróðárheiði með allt sitt á hestum,
Guðrúnu misserisgamla í fanginu
og yngstu bræðurna í meisum niður
á milli bagga. Á Laxárbakka búnað-
ist þeim Lárussínu vel þau sex ár
sem Salómon átti ólifuð og þar
fæddust þeim fjórir synir lifandi:
Kristján (f. 1904, d. 1913), Lárus,
Gunnar og Loks Haraldur, aðeins
rúmum tveimur mánuðum áður en
faðir þeira dó 11. desember 1908,
þá 56 ára að aldri.
Salómon Sigurðsson er í bæjar-
vísu úr Fróðárhreppi kallaður „auð-
maðurinn stóri“ og þó að hagyrð-
ingurinn hafí þar líka verið að ríma
á móti þeim „góðum jóri“, sem
hann setur undir hann í upphafi
vísunnar, er fullvíst að Salómon dó
frá góðu búi og í þokkalegum efn-
um. En sviplegt fráfall hans var
ekki stök bára. Á Laxárbakka hag-
ar svo til að þar er mikil fjörubeit
og þurfti að gæta þess að reka upp
úr hólmum og skeijum fyrir aðfall.
Örfáum misserum eftir lát Salóm-
ons tókst svo hörmulega til, að'nær
allt fé ekkjunnar á Laxárbakka
flæddi og hún og börnin, eldri sem
yngri, glötuðu þar með aleigunni.
Jörðin og búslóðin voru seld á upp-
boði fyrir skuldum, börn Lárussínu
og Salómons fóru á sveit og dreifð-
ust á ýmsa bæi í Helgafellssveit,
nema það elsta, Pétur, sem orðinn
var þrettán ára og matvinnungur,
og Haraldur, sem var tveggja ára
og fylgdi móður sinni, fyrst í Stykk-
ishólm en síðar vestur á firði.
Sú fitríka saga sem er af lífsbar-
áttu allra þessara systkina verður
vitaskuld ekki rakin hér og margt
raunar þegar skráð af öðrum, en
af Guðrúnu er það að segja, að
nokkru áður en heimili hennar er
sundrað, er henni ráðstafað að
Innri-Drápuhlíð, til ungra hjóna,
Kristínar Stefánsdóttur frá Borg í
Miklaholtshreppi og Ólafs Guð-
mundsonar frá Viðvík. Þau tóku
miklu ástfóstri við þessa sjö ára
gömlu stúlku og henni þótti sem
hún hefði eignast nýja foreldra. En
árið sem Guðrún varð tólf ára,
1914, urðu Kristín og Ólafur af
einhveijum sökum að bregða á það
ráð að flytjast búferlum suður í
Miklaholtshrepp, sem ekki þykir í
dag langt að fara úr Helgafells-
sveit, og ætluðu auðvitað að taka
telpuna með sér. En það fengu þau
ekki. Ósýnilegur, en næstum áþreif-
anlegur múr félagslegs óréttlætis,
fátækrabálkurinn, bannaði að
hreppsómagar væru fluttir milli
sveita. Og það grunar mig að þarna
hafí brostið viðkvæmur strengur í
Guðrúnu og hún borið þess leyndar
Sigríður Helga-
dóttír - Kveðjuorð
Kær vinkona lést í Reykjavík að
heimili sínu, Njálsgötu 64, sunnu-
daginn 24. þ.m. Varð bráðkvödd.
Ungur dóttursonur var hjá ömmu
sinni þetta sunnudagseftirmiðdegi
og þegar hann varð þess áskynja,
að eitthvað var að, brást hann rétt
og skjótt við og hringdi á sjúkra-
bfl. En við ekkert var ráðið.
Sigga, en þessu gælunafni kölluð
Sigríði frændur og vinir. I umtali
hét hún Sigga Helga.
Sigga fæddist í Reykjavík. For-
eldrar voru þau hjónin frú Kristín
Sigurðardóttir og Helgi Helgason
verslunarstjóri hjá verslun Jes Zi-
emsen í Hafnarstræti hér í borg.
Helgi var einn af brautryðjendum
í Leikfélagi Reykjavíkur og lék í
Iðnó í mörg ár.
Frú Kristín var afbragðs húsmóð-
ir. Bömin urðu fjögur: Jon, kaup-
maður hér í Reykjavík, dáinn;
María, dáin, var ræðismaður ís-
lands í Chile, gift þýskum kaup-
sýslumanni, og bjuggu þau allan
sinn búskap í Santiago í Chile,
S-Ameríku og Rannveig, sem lifír
systkini sín, húsmóðir í Reykjavík.
Við Sigga kynntumst fyrst þegar
báðar hófu störf í Reykjavíkur Apó-
teki. Þá um tvítugsaldur.
Sigga var ákaflega dugleg, sam-
viskusöm til allrar vinnu, var fljót
að tileinka sér blöndun lyíja og alls
þess sem krafíst var á slíkum vinnu-
stað, sem lyfjabúð var á þriðja og
fjórða tug aldarinnar. Vinnugleði
var mikil og andinn og samkomu-
lagið gott á vinnustað. Hvemig gat
annað verið og hafa slík afbraðgs
húsbændur: Þorsteinn Scheving
Thorstéinsson lyfsali og frú Berg-
þóru (fædd Paturson, kóngsbónda
í Færeyjum.)
Sigga stundaði íþróttir, eftir því
sem frístundir leyfðu; sund, skíða-
íþróttina, farið í jöklaferðir, svo eitt-
hvað sé drepið á. Hún var gædd
miklum persónutöfrum, vakti at-
hygli hvar sem hún kom. Þó við
yrðum ekki samstarfskonur lengi,
þá hittumst við reglulega, með þó
ýmsum hléum, en við vorum í
saumaklúbb saman, ásamt Vennu
systur hennar og æsku- og bernsku-
systmnum úr nágrenninu við æsku-
heimilið Óðinsgötu 2, sem nú sakna
hennar allar mjög. Tvær þeirra eru
áður dánar.
1942 giftist hún Kristjáni Jóns-
syni kaupmanni hér í borg, hann
var í umfangsmiklum verslunar-
rekstri, bæði með matvöru og bæk-
ur. Kiddabúðimar og Helgafells-
bókabúðirnar. Var kona hans hon-
um alla tíð mikill styrkur. Kristján
er dáinn fyrir all mörgum árum.
Eina dóttur barna áttu þau, Herdísi,
sem nú er hjúkrunarfræðingur.
Hennar börn eru tvö, Sif og Krist-
ján, sem áður er getið. Arnar, mað-
ur hennar er látinn.
Rauða-kross búðin í Landakots-
spítala naut starfskrafta hennar um
áratuga skeið, en henni veitti hún
forstöðu.
Herdís, Sif, Kristján og Venný,
við vinkonurnar úr saumaklúbbnum
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Frú Sigríður Helgadóttir var bor-
inn og barnfæddur Reykvíkingur,
sem þótti vænt um borgina sína og
hér ól hún allan aldur sinn að frá-
tölum námsárum sínum erlendis.
Frá langri ævi er margt áhuga-
vert til frásagnar, sem öðrum er
betur kunnugt um en mér.
Hins vegar langar mig að minn-
ast lítillega á störf hennar fyrir
Rauða krossinn í þau 25 ár, sem
liðin eru síðan hún hóf að starfa
fyrir hann.
Það er einmitt fyrir nákvæmlega
aldarfjórðungi, sem við í stjójn
Reykjavíkurdeildar Rauða kross Is-
lands ákváðum að stofna kvenna-
deild innan deilarinnar með það
fyrir augum að laða til okkar fleiri
sjálfboðaliða og þar með gera okkur
kleift að auka starfsemi deildarinn-
ar og gera það fjölbreytiiegra. Til
að vinna að undirbúningsstarfi að
stofnun kvennadeildarinnar leitaði
ég til ýmissa kvenna og ein sú allra
fyrsta — ef ekki sú fyrsta var ein-
mitt frú Sigríður Helgadóttir. Ég
hafði haft dálítil kynni af henni í
mörg ár og bróður hennar Jóni
Helgasyni kaupmanni kynntist ég,
þegar ég kom í stjórn Reykjavíkur-
deildarinnar fyrir rúmum 30 árum,
en Jon var þá einmitt gjaldkeri
deildarinnar. Það var sannarlega
ekki auðvelt að vera gjaldkeri fjár-
vana deildar, sem hafði þegar mörg-
um verkefnum að sinna og enn
fleiri í deiglunni. En Jón var ákaf-
lega fær gjaldkeri svo stjórninni
lánaðist að gera mikið úr litlu.
Kvennadeildin var stofnuð innan
Reykjavíkurdeildarinnar 12. des-
ember 1966 og var frú Sigríður
Helgadóttir kosin í fyrstu stjórn
deildarinnar. í Morgunblaðinu 18.
desember skrifaði frú Anna Bjarna-
son blaðamaður langa og ýtarlega
frásögn af þessari deildarstofnun
undir fyrirsögninni „Tímamót í 40
ára sögu RKI til að efla og auka
starfið.“ Það átti sannarlega eftir
að reynast sannspá.
Meðal þeirra verkefna, sem þóttu
vænleg fyrir svona sjálfboðadeild
var að freista þess að fá að reka
sölubúðir innan spítalanna í
Reykjavík. Fyrir utan að vera fjár-
öflunarleið er starfræksla sölubúðar
mikið þjónustustarf fyrr sjúklinga
spítalanna, starfsfólk þeirra og
gesti, sem þangað koma. Það gæti
svo síðar leitt til frekari sjálfboða-
starfa og víðtækari þjónustu eins
og hann hefur á orði. Nú fínnst
öllum það sjálfsagt að geta keypt
ýmislegt smávegis innan spítal-
anna, en fyrir 25 árum fannst mörg-
um það ekki bara undur og býsn
menjar ævilangt.
Þegar Kristín og Ólafur eru horf-
in henni fer Guðrún að Kljá í Helga-
fellessveit til ágætis fólks, hjónanna
Guðrúnar Jónasdóttur frá Helga-
felli og Þorsteins Bergmanns Jó-
hannssonar frá Hofstöðum. Frá
Kljá fermdist Guðrún vorið 1916
og þurfti til þess undanþágu því
að hún var þá ekki orðin fullra fjórt-
án ára. Frá þeim degi var henni
það helst minnisstætt að hún fór
einsömul að Helgafelli, en þar tók
Þórleif Sigurðardóttir, systir Guð-
brandar á Svelgsá og ljósmóðir
sveitarinnar, hana undir sinn hlýja
væng, dubbaði hana upp í peysu-
föt, setti á hana brakandi silki-
svuntu í stað tausvuntugarmsins
hennar, og færði hana í stígvéla-
skó, þá fyrstu sem hún fór í á
ævinni. En það er tib marks um
tíðarandann, frekar en hjartalag
fólks þar í sveitum, að ekki þótti
ástæða til að bræður hennar, sem
voru á næstu bæjum við Helgafell,
fengju að samfagna systur sinni
þennan dag, og hún sá ekki einu
sinni Gunnar, sem þó var í fóstri á
Helgafelli.
Raunar hittust þau systkinin
aldrei öll þau ár sem þau voru sam-
tíða í Helgafellssveit og ekkert
systkina sinna, nema Helga, hitti
Guðrún eftir að Laxárbakkaheimilið
er leyst upp, fyrr en í Reykjavík
eftir 1920, þá orðin fulltíða. En ell-
efu eða tólf ára gömul fékk hún
að fara niður í Stykkishólm og gista
hjá móður sinni eina nótt áður en
Lárussína fluttist þaðan, og sá hana
síðan ekki aftur fyrr en í Reykjavík
tíu árum síðar.
Síðasta dag septembermánaðar
1919 tekur Guðrún sér far með
Sterling úr Stykkishólmi suður til
Reykjavíkur og fer alfarin úr Helga-
fellssveit. Þetta gerði hún fyrir
áeggjan Helga bróður síns og heim-
ili hans á Tjarnargötu 18 varð fýrsti
dvalarstaður hennar. Má raunar
segja að hann hafi orðið mikill ör-
lagavaldur í lífí hennar, því að þeg-
ar hann sá að sveitastúlkan systir
hans mundi ekki vera jafn heilluð
af Reykjavík og hann sjálfur, átti
hann fyrst þátt í því að hún fór
1920 í Hvítárbakkaskólann, þar
sem hann og alsystur hans báðar
höfðu áður verið, og réði hana síðan
í kaupavinnu til vinar síns, Guð-
mundar Jónssonar, er löngum var
kenndur við Hvítárbakka, en bjó
þá á Ytri-Skeljabrekku. Guðrún
heldur allt að því hneyksli að ætla
sér að setja verslun innan spítala
hér. Sjálf var ég mjög hissa á svona
viðbrögðum, því á þeim spítölum,
sem ég hafði kynnst vestan hafs
þótti þetta bæði sjálfsögð og ómiss-
andi þjónusta. Stjórnendur Landa-
kotsspítala, einkum príorínnan,
væru okkur einstaklega velviljuð
og gáfu okkur leyfi til að reka þar
sölubúð eins fljótt og deildin sæi
sér fært að heija slíkan rekstur.
Þessa ber vissulega að minnast um
leið og það er þakkað, því það gekk
erfiðlega og tók allt að því áratug
að fá samskonar aðstöðu á Land-
spítalnum.
Það var því aldrei sérstök ástæða
til að leggja allt kapp á, að vel tak-
ist til með búðina á Landakotsspít-
ala, og að hún veitti þá þjónustu,
sem til var ætlast, og að allir gætu
orðið ánægðir. Það var því mikið
vandaverk, sem frú Sigríður Helga-
dóttir tók að sér með því að skipu-
leggja og sjá um sölubúðina á
Landakoti. Öllum fannst það eigin-
lega alveg sjálfsagt að leitátil henn-
ar með að hrinda þessu í fram-
kvæmd. Hún var ekki einasta
áhugasöm og ósérhlífin, heldur var
hún mjög fær og hafði góða skipu-
lagshæfileika, og svo var hún þeirr-
ar gerðar, að hún átti gott með að
laða fólk að sér og eiga góða sam-
vinnu við aðra. Það var sannarlega
ekkert áhlaupaverk að fá konu til
að vinna sjálfboðastörf í búðinni
alla daga, allan ársins hring, en
þetta tókst. Það býr lengi að fyrstu
gerð, það ásannaðist hér, því það
tókst allt vel með Landakotsbúðina
og síðar með allar aðrar búðir, sem
konur í kvennadeildinni hafa verið.
Og árangur af starfi þessara
kvenna er alveg með ólíkindum.
Fjölmargir aðilar hafa notið