Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Staðið gegn sovéskum hótunum Ymsar efasemdir hafa komið fram um að rétt hafi verið staðið að málum á Alþingi, þeg- ar þar var samþykkt að fela ríkisstjórninni að taka upp stjórnmálasamband við Litháen. Þegar ályktunin var gerð vissu allir að með henni væri tekin áhætta. Þingmenn þorðu engu að síður að stíga skrefið og það hefur mælst vel fyrir meðal þeirra sem átta sig á því, að það kostar baráttu að tryggja Eystrasaltsríkjunum sjálfstæði að nýju. Með ályktun Alþingis lögðum við þeim best lið í þeirri baráttu. Hún var rökrétt í fram- haldi af ferð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra til landanna eftir ofbeldis- verk Sovétmanna í Vilnius um miðjan janúar. Morgunblaðið hefur áður bent á að áhrif ályktunar Alþingis megi meðal annars meta með hliðsjón af viðbrögðum yfirvalda í Moskvu. Sovéski sendiherrann hefur verið kallaður frá Reykjavík og mótmæli hafa ver- ið borin fram við íslensk stjóm- völd. í tengslum við þing Norð- urlandaráðs sem lauk í Kaup- mannahöfn í gær hafa Kreml- veijar vikið sérstaklega að ís- landi í mótmælum sem þeir hafa bórið fram við ráðið vegna þeirr- ar virðingar sem sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsþjóðanna og for- ystumönnum þeirra er sýnd þar. Athyglisvert er að skoða með hvaða rökum Sovétstjómin reynir að fæla Norðurlöndin frá stuðningi við Eystrasaltsríkin. Sovétmenn segja beinum orðum að þessi afskipti kunni að stofna í hættu öllum árangri sem náðst hafi á undanförnum árum í lýð- ræðisþróun, stöðugleika og virð- ingu fyrir mannréttindum í Sov- étríkjunum. Gefið er til kynna að erlend ríki ýti undir upphlaup innan Sovétríkjanna og sagt, að stjórnir Eystrasaltslandanna beiti ólöglegum meðulum og pólitískri og siðferðilegri ógnar- stjórn. Alþingi er sakað um að hafa brotið gegn þjóðarétti og Norðurlöndin sökuð um að hafa misnotað tengsl sín við Eystra- saltsríkin. Orðsending Sovétstjómarinn- ar bendir aðeins til þess að hún sé að búa sig undir að skella skuldinni á Norðurlöndin, ef hún vegna eigin hagsmuna grípur til þess örþrifaráðs að bijóta sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltsþjóð- anna á bak aftur með valdi. Þessi aðferð er margreynd í Sovétríkjunum. Nýlega rök- studdi forsætisráðherra þeirra upptöku peninga með því að erlendir bankar ætluðu að eyði- leggja sovéskt efnahagslíf með því að dæla rúblum inn í það. Brezhnev-kenningin frá 1968 byggðist á því að Sovétstjórnin hefði rétt til að hlutast til um málefni annarra þjóða, ef hún teldi sósíalismanum ógnað í þeim. Þegar Sovétmenn réðust inn í Afganistan var sagt að það væri gert til að útiloka undirróð- ursöfl útlendinga frá því að ná völdum í landinu. Viðbrögð Kremlveija sýna ótta þeirra við sjálfstæðisþróun- ina í Eystrasaltsríkjunum. Það er á þeirra valdi en ekki sjálf- stæðissinnanna að bregðast við með þeim hætti að ekki komi til blóðsúthellinga, sovéska kerf- ið er hvort sem er hrunið og verður ekki endurreist. Hugsun- arháttur nýlenduveldisins er tímaskekkja í Moskvu. Anker Jörgensen, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að mótmæli Sovétmanna hafi engin áhrif á forsætisnefnd ráðsins, hún hviki ekki frá fyrri afstöðu sinni til Eystrasaltsland- anna. Þessi ummæli eru fagnað- arefni. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að Norðurlönd- in sýni Eystrasaltsþjóðunum ótvíræðan stuðning. Dropinn holar steininn. Blekkingar ráðherra A Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kallaði blaðamenn enn einu sinni til fundar við sig í vikunni. Hvert var tilefnið? Að koma því á fram- færi að halli ríkissjóðs á síðasta ári hefði verið minni en fjárlög gerðu ráð fyrir. Hallinn 1990 nam 4,4 milljörðum króna. í fjárlögum ársins 1990 stendur skýrum stöfum að hallinn verði 2.854,7 milljónir króna. Hallinn á árinu 1990 var þannig 1500 milljónum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Blekkingar fjár- málaráðherra byggjast á því að hann fékk samþykkt fjárauka- lög á árinu, hið síðara fáeinum dögum áður en fjárlagaárið var á enda. Starfshættir af þessu tagi dæma sig sjálfir. Því fleiri ráð- stefnur og blaðamannafundi sem ráðherrann heldur í nafni síns háa embættis fram að kosn- ingum þeim mun betur kemur í ljós hve sjálfumgleði hans styðst við léleg rök. FRJÁLSLYNDI OG FRAMFARIR eftir Þorstein Pálsson Á næsta kjörtímabili þurfa menn að takast á við ýmis veigamikil verkefni sem ráða munu miklu um þróun atvinnumála, lífskjara og búsetu í landinu um langa framtíð. Kosningarnar á vori komanda munu verða vegvísar um það með hvað hætti verður tekist á við þessi við- fangsefni. Frá stöðnun til hagvaxtar Um þessar mundir er þjóðarbú- skapurinn í stöðnun. Það er lítil sem engin framför. Við erum ekki að auka tekjur okkar eða verðmæta- sköpun og fyrir þá sök standa lífs- kjörin í stað eftir kaupmáttarrýmun undangenginna ára. Með einföldum hætti má segja að verkefnin framundan felist í því að auka hagvöxt á nýjan leik. Það er forsenda fyrir alhliða uppbygg- ingu í landinu öllu og bættu lífskjör- um. Ljóst má einnig vera að aðeins með því móti getum við fylgt öðrum þjóðum eftir. En að öllu óbreyttu gætum við dregist aftur úr og lífs- kjör hér orðið lakari um næstu alda- mót en annars staðar á Vestur- löndum. Þetta þarf hins vegar ekki að gerast. Og þegar við lítum til baka segir reynslan okkur að þá hafa framfarimar orðið mestar þegar fijálslynd og víðsýn sjónarmið sjálf- stæðisstefnunnar hafa ráðið mestu um stjórn Iandsmála og sama mun gilda um framtíðina. Arangur í starfi Á síðasta fimm ára tímabili sem Sjálfstæðisflokkurinn var samfellt í ríkisstjórn frá 1983 til 1988 náð- ist margvíslegur árangur og mikil- vægar grundvallarbreytingar vom gerðar á ýmsum sviðum efnahags- stjórnunar. Hér skulu tilgreind örfá dæmi: í fýrsta lagi var gerð grundvall- arbreyting á öllu tekjuöflunarkerfi ríkisins. Mesta einföldun á tekju- sköttum einstaklinga sem um getur var lögleidd með staðgreiðslukerfi skatta meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði lyklavöldin í fjármálaráðu- neytinu. Þá var tollskráin einfölduð og tollar lækkaðir og virðisauka- skatti komið á í stað söluskatts. Ný frjálslynd löggjöf var sett um bankastarfsemi. Árangurinn af þeim grundvallarbreytingum hefur verið að skila sér á síðustu misser- um í betra jafnvægi á peningamark- aði en áður var. Erlendar skuldir lækkuðu úr 50% af landsframleiðslu í 40% Á sviði félagsmála má nefna að tryggingabætur voru hærra hlutfall af lágmarkstekjum en í annan tíma. Húsnæðislánakerfið var byggt upp en hefur verið brotið niður á nýjan leik í tíð núverandi ríkisstjórnar. Á þessum tíma voru lagðir fleiri kílómetrar af bundnu slitlagi en fyrr og síðar og nefna má að raf- orkuverð lækkaði að raungildi um þriðjung og stigin voru skref til jöfnunar. Það hafði mikla þýðingu ekki síst fyrir landsbyggðina þar sem verulegur ójöfnuður ríkir enn að því er varðar orkuverð, án at- hafna af hálfu vinstri flokkanna. Góð skilyrði illa nýtt Núverandi ríkisstjórn hefur und- anfarin tvö ár búið við einstaklega hagstæð ytri skilyrði. Verð á afurð- um okkar erlendis hefur hækkað meir en sögur fara af hvert sem litið er. Á sama tíma hefur gengis- þróun á mikilvægasta markaði okk- ar í Evrópu verið einkar hagstæð. Fyrir ári gerðu forystumenn launþega og atvinnurekenda ein- stæða tilraun í kjarasamningum. Hún miðaði að því að koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu eins og þá var einsýnt að hljótast myndi af óbreyttri stjórnarstefnu. Ennfremur var markmiðið að koma í veg fýrir enn frekari kaupmáttarrýmun eins og ríkisstjórnin sjálf gerði ráð fyrir að yrði afleiðing af stefnu hennar. Aðilar vinnumarkaðarins tóku þannig fram fyrir hendumar á ríkis- stjórninni og þeir hafa þegar náð umtalsverðum árangri til þess að ná niður verðbólgu. Vitaskuld hefur ÁTAK til byggingar tónlistarhúss hefur verið eflt mjög undanfarin misseri og er nú fyrirsjáanlegt að hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna að húsinu næsta sumar. í haust var byijað að byggja upp styrktarmannakerfi og á skömmum tíma voru styrkta- raðilar byggingarinnar orðnir fimm þúsund á Stór- Reykjavík- ursvæðinu. Á næstunni er fyrir- hugað að leita til landsmanna allra til að gera byggingu tónlist- arhússins að veruleika en mark- miðið er að húsið verði afmælis- gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín á 50 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 1994. Á morgun verður þátt- ur á dagskrá sjónvarpsins tileink- aður byggingu tónlistarhúss. „Flestar menningarþjóðir eiga sér vegleg tónlistarhús og það er löngu kominn tími til þess að þaki verði komið yfir tónlistina hérlendis og henni búinn samastaður," sagði Raggý Guðjónsdóttir í samtali við Morgublaðið en hún skipar þriggja manna samstarfshóp sem umsjón hefur haft með framkvæmd fjáröfl- unarinnar. Með Raggý starfa þau Sigríður Pétursdóttir og Valgeir Guðjónsson. „Draumurinn um 'íslenskt tónlist- arhús er mjög gamall og Samtök um byggingu tónlistarhúss hafa starfað frá því í byijun níunda ára- tugarins en það var fyrst nú í haust, ‘þegar átak var gert til að fjölga styrktaraðilum, að við sáum að e.t.v. væri fyrsta skóflustungan ekki svo langt undan. Nú gerum við okkur vonir um að hún verði tekin þann 17. júní í sumar. Viðtökurnar sem við fengum í haust voru ótrúlega góðar. Fólk virðist hafa mikinn áhuga á því að hér rísi tónlistar- hús,“ sagði Raggý. „Það má í raun segja að það hafi staðið á ríkisvaldinu undanfarin ár að taka af skarið með byggingu þessa húss því stemmningin fyrir þessu í þjóðfélaginu er greinilega góð og það er fullt af fólki sem vill sjá þetta hús rísa sem fyrst. Við viljum því fá sem flesta í lið með okkur til að sannfæra ríkisstjórnina um það hversu gott mál bygging þessa húss sé, því það er ljóst að án stuðnings frá ríkinu og bæjarfé- lögum tekst okkur ekki að reisa húsið. Fullbúið mun húsið væntalega kosta um einn og hálfan milljarð og það er fjárhæð sem erfitt er að ná saman með fijálsum framlögum ein- göngu, þó þau hjálpi mjög til,“ sagði Valgeir Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið. Á næstunni er fyrirhugað að haldá áfram uppbyggingu styrktarmanna- kerfisins og um þessar mundir er verið að senda upplýsingar um bygg- ingu hússins og aðild að styrktar- kerfinu til fólks um land allt. Nokk- ur fyrirtæki, sveitar- og bæjarfélög hafa auk þess lagt sitt af mörkum með því að „festa kaup á stól(um) í fyrirhuguðu tónlistarhúsi. í framt- íðinni verður hver gefinn stóll merkt- ur gefanda sínum með ágröfnum látúnsskildi eða með öðrum hætti í samráði við arkitekt hússins. Reykjavíkurborg gaf lóðina sem húsið mun rísa á við Suðurlands- braut. Væntanlegt tónlistarhús verður fyrsta sérhannaða tónleikahúsið sem risið hefur hér á landi en gert er ráð fyrir að húsið geti þjónað fleiri hlut- verkum og þannig hýst ráðstefnur einnig. Islenskt tónlistarhús; „Fyrsta skóflustungan verð- ur væntanlega tekin í sumar“ - segir Raggý Guðjónsdóttir sem sæti á í fjáröflunarnefnd Líkan af tónlistarhúsinu eftir Guðmund Jónsson arkitekt. Þprsteinn Pálsson „ Alvarlegast er þó að við höfum verið að fær- ast úr hópi lágskatta- landa upp í hóp þeirra sem greiða meðalskatta og stefnum nú óðfluga með sama áframhaldi í hóp háskattaþjóða.“ verðbólgudraugurinn ekki verið kveðinn niður í eitt skipti fyrir öll. Það er viðvarandi verkefni. Ýmsar hættur eru framundan í þeim efn- um. Verkefnið sem við blasir er að viðhalda þeirri þjóðarsamstöðu sem tekist hefur um að halda niðri verð- bólgunni. En þrátt fyrir þessi hagstæðu „Þama verður ekki einungis til mjög glæsileg tónleikamiðstöð held- ur einnig góður ráðstefnustaður. Slíkur vettvangur alþjóðlegra ráð- stefna getur, þegar fram í sækir, skilað til baka þeim peningum sem lagðir verða í byggingu hússins. Nú er verið að vinna mjög alvarlega í því á vegum opinberra aðiia að gera Island að ráðstefnulandi og með til- komu hússins verður mun auðveld- ara að höfða til ráðstefnuhaldara erlendis. Þessi ráðstefnuþáttur hefur aukið mjög áhuga margra að und- anförnu á húsinu," sagði Valgeir. „Það er nokkuð sorglegt til þess að vita að nú þegar við erum að reyna að fá til okkar erlenda listamenn höfum við ekki upp á neitt hús að bjóða og það er ástæða þess að fullt af erlendu listafólki neitar að koma hingað til tónleikahalds," bætti Val- geir við. Árið 1986 var efnt til norrænnar samkeppni um hönnun hússins. Alls bárust 75 tillögur í samkeppnina og varð tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts hlutskörpust. Tónlistarhú- sið verður hannað fyrir listamenn úr öllum greinum tónlistarlífsins. í húsinu verða tveir tónlistarsalir, minni salurinn mun taka um 250 til 400 manns í sæti en sá stærri mun rúma um 1400 manns í sal og á svölum. Auk tónlistarsalanna verður veitingasalur í tónlistarhúsinu. Tónlistarhúsið verður hannað fyr- ir flutning allra tegunda tónlistar en gert er ráð fyrir að Sinfónían fái þarna fastan samastað. „Það er löngu orðið tímabært og mjög nauðsynlegt að Sinfónían eign- ist heimili, ekki síst með tilliti til þess að það hefur komið í ljós að Sinfóníuhljómsveit Islands er með þeim betri á Norðurlöndum. Hún nýtur sín hins vegar ekki nægilega vel hér heima og spilar undantekn- ingarlaust betur erlendis þar sem aðstaðan er betri. Tilkoma tónlistar- hússins myndi því breyta mjög miklu, bæði fyrir listamenn og þá sem áhuga hafa á að hlýða á tón- list. Það er hins vegar langt í land. Áætlað er að fuilbúið muni tónlistar- húsið kosta um einn og hálfan millj- arð en við höldum ótrauð áfram og eigum vonandi eftir að sjá drauminn rætast áður en langt um líður,“ sagði f_Raggý að lokum. . MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 23 ^ Frá æfingu hljómsveitarinnar í vikunni með söngvurum í óperunni, þeim Sherrill Milnes og Blythe Walker. Evrópufrumflutning- ur á tveimur verkum um Rakhmanínovs ytri skilyrði og einstakt framtak forystumanna launþega og atvinnu- rekenda hafa stjórnvöld um margt brugðist að fylgja þesssum breyttu aðstæðum eftir af sinni hálfu. Benda má á að erlendar skuldir hafa vaxið frá því að vera um 40% af landsframleiðslu og eru nú komn- ar yfir 50%. Þannig hefur ríkis- stjórnin sett íslandsmet í söfnun erlendra skulda. í ríkisíjármálum hefur skatta- gleðin ráðið ferðinni en þrátt fyrir 16 milljarða króna skattahækkanir er ríkissjóðshallinn enn talinn í mörgum milljörðum króna og þar að auki að stórum hluta falinn. Þrátt fyrir lága verðbólgu og hátt afurðaverð á erlendum mörk- uðum hafa raunvextir farið hækk- andi að undanförnu. Þar ræður mestu um að ríkissjóður hefur verið allsráðandi á lánamarkaðinum og nú er ráðgert að hann stórauki lán- tökur sínar á þessu ári. Það þýðir minna svigrúm fyrir atvinnufýrir- tæki og heimilin í landinu. Slík fjár- málastefna getur ekki leitt til auk- ins hagvaxtar. Þrátt fyrir allar skattahækkan- irnar hafa færri kílómetrar verið lagðir bundnu slitlagi en áður. Og nú þegar kjörtímabilinu er lokið eru gefin fyrirheit um að bæta nokkuð úr á næsta kjörtímabili í þessum efnum með því að auka enn álögur á umferðina. Stöðvum skattaæði vinstri flokkanna Ríkisstjórnarflokkarnir hafa á undanförnum mánuðum verið að undirbúa nýja sókn í hækkun skatta. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins fyrr í vetur lýsti formaður flokksins því yfir að stórhækkun skatta væri nauðsynleg og óhjá- kvæmileg. Hann bað menn að halda sér fast meðan þessi stefnuyfirlýs- ing var lesin og sumir framsóknar- menn hafa tekið það svo alvarlega að þeir hafa ekki þorað að endur- flytja erkibiskups boðskap. Menntamálaráðherra hefur skil- greint í blaðaviðtali að hækka þurfí skatta um allt að níu milljarða króna til þess að unnt verði að standa undir þeim auknu útgjöldum sem vinstri stjórnin hefur á pijónun- um. Fjármálaráðherrann hefur síðan verið iðinn við að freista þess með talnasamanburði að sýna fram á að skattar hér á landi séu lægri en annars staðar. Þetta er augljóslega gert í þeim tilgangi að sætta menn við þær ákvarðanir sem framundan eru. I ljós hefur komið að þessi sam- anburður er á hinn bóginn um margt villandi, meðal annars vegna þess að skattakerfi eru byggð upp með ólíkum hætti í einstökum lönd- um. Þegar tekið hefur verið tillit til þessa kemur í ljós að við erum í hópi þeirra ríkja sem greiða meðal- skatta. Alvarlegast er þó að við höfum verið að færast úr hópi lágskatta- landa upprí hóp þeirra sem greiða meðalskatta og stefnum nú óðfluga með sama áframhaldi í hóp há- skattaþjóða. Stærsta verkefnið nú er að koma í veg fyrir að vinstri flokkunum takist þessi áform. Þau munu, verði þau að veruleika, draga fjármagn frá atvinnulífi og heimilum og á þann veg gera að engu vonir okkar um að glæða hagvöxt og lyfta þjóð- inni úr fari stöðnunar. Ein af for- sendum þess að okkur takist að auka verðmætasköpun, hagvöxt og bæta lífskjör er sú að stöðva þetta skattaæði vinstri flokkanna. Höfundur er fornmdur Sjálfst-æðisflokksins. TÓNLEIKAR í rauðri tónleika- röð SinfóníuhUómsveitarinnar verða í dag kl. 14:30, en síðustu tvær vikur hafa staðið yfir í Háskólabíói æfingar og upptökur hljómsveitarinnar á tveimur verkum Rakhmanínovs, sem ekki hafa verið áður flutt í Evrópu. Þetta eru upphafleg gerð Píanó- konserts nr. 4 og ófullgerða óp- eran Monna Vanna. Auk hljóm- sveitarinnar taka bandarískir listamenn þátt í flutningnum ásamt Kór Hamrahliðarskólans og Jóni Þorsteinssyni, söngvara. Þessi tónlist verður flutt á tón- leikunum í dag. Upptökumar em gerðar fyrir breska hljómplötufyrirtækið Chan- dos, sem dreifir klassískri tónlist í 32 löndum. Fyrirtækið hefur gert samning við Sinfóníuhljómsveitina til þriggja ára um upptökur og dreifingu geisladiska á alls konar klassískri tónlist. Þessi fyrstu verk hafa ekki áður verið hljóðrituð. Meðal flytjenda er bandaríski barit- onsöngvarinn Sherrill Milnes. Á fiskasýningunni var svo sannarlega handagangur í öskjunni enda margt að skoða og gaman að pota í sýningargripina. Tvö þúsund börn kynntu sér starfsemi Granda í fiskvinnsluhúsi Granda hf. við Norðurgarð var heldur bet- ur líf í tuskunum í gærmorgun þegar 2.000 ellefu ára grunn- skólanemum af höfuðborgar- svæðinu var boðið að heimsækja fyrirtækið á svokölluðum opn- um degi. Krakkarnir skoðuðu sögusýningu og fiskasýningu, sem settar voru upp í tilefni dagsins, kynntu sér starfsemi fyrirtækisins undir leiðsögn starfsmanna og brögðuðu á sýn- ishorni af framleiðslunni. Kjör- orð opna dagsins var: „Fiskur, já takk“. „Þetta er annað árið i röð sem við erum með opinn dag af þessu tagi í fyrirtækinu. I fyrra komu 1.500 grunnskólanemar í heim- sókn en í dag tökum við á móti um það bil 2.000 ellefu ára krökk- um úr 25 grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu," sagði Pjetur _ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Árnason, sem vann að skipulagn- Áslaug, Hildur og Rut úr ellefu ára bekk i Hólabrekkuskóla. ingu dagsins, í samtali við Morgun- blaðið. „Krakkarnir koma í fylgd umsjónarkennara sinna en hér taka starfsmenn fyrirtækisins á móti þeim og leiða bekkina í gegn- um fýrirtækið þar sem við höfum komið fyrir tveimur sýningum. Sú fyrri er sögusýning þar sem við kynnum gamlan og nýjan tækja- búnað, vinnuföt og ýmislegt sem tengist starfsemi fyrirtækisins en seinni sýningin er fiskasýning þar sem sýndar eru helstu fisktegundir sem veiðast hér við land.“ Pjetur sagði að krakkarnir væru almennt mjög áhugasamir og fýnd- ist heimsókin skemmtileg tilbreyt- ing frá skólanáminu. Þá sagði hann að starfsmenn fyrirtækisins væru ekki síður ánægðir með opna daginn og ákveðin stemmning skapaðist í kringum hann. í sam- talinu kom fram að ætlunin væri að gera opinn dag sem þennan að árlegum viðburði hjá fyrirtækinu og fram kom að kennarar barn- anna hefðu fengið bréf frá skipu- leggjendum dagsins þar sem þeir •eru beðnir um umsögn um heim- sóknina og tillögur sem komið gætu að gagni á opnum dögum í framtíðinni. Nokkrir krakkar sem blaðamað- ur tók tali í heimsókninni lýstu yfir mikilli ánægju með opna dag- inn. Til dæmis sögðust þær Rut, Hildur og Áslaug úr Hólabrekku- skóla hafa orðið mikils vísari um fiskvinnslu og starfsemi Granda um daginn. Þær voru sammála um að áhugi þeirra á fiskvinnslu hefði aukist eftir heimsóknina en hvorki Rut né Áslaug áttu von á að þær myndu vinna við fiskvinnslu í framtíðinni. Hildur taldi það ekki útilokað. Skemmtilegast fannst stelpunum að skoða vinnslusalinn og fiskasýninguna og félagar þeirra, flestir, kinkuðu kolli. Ellefu ára bekkur úr Vogaskóla, sem hvíldi lúin bein eftir heimsóknina, var afar ánægður með móttökurn- ar hjá starfsfólkinu í Granda og krakkarnir tilkynntu blaðamanni ákafir að hjá þeim væri sjávarút- vegskynningunni ekki lokið því þeir ættu von á að fara í stutta siglingu um miðjan mánuðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.