Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 33
33 MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 Bjarni Olafsson Keflavík - Minning Fæddur 18. október 1932 Dáinn 23. febrúar 1991 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Okkur langar til þess að minnast Bjarna Ólafssonar, afa okkar, sem háði langa og stranga sjúkdómsbar- áttu, en þrátt fyrir veikindi sín var hann alltaf jafn léttur og stríðinn við okkur. Alltaf vorum við jafn velkomin til hans. Við gátum alltaf leitað til hans, hann átti ailtaf eitthvað gott í fórum sínum. Hann hlustaði á okkur og ráðlagði ef eitthvað bjátaði á. Hans verður sárt saknað. Elsku amma. Mikil er sorg þín, en við vitum að góður guð verndar hann um ókomna tíð. Barnabörnin Þegar okkur hjónum barst sú harmafaregn að Bjarni Ólafsson vinur okkar væri látinn þá komu upp í hugann margar góðar minn- ingar um ánægjulegar samveru- stundir með öndvegisdreng. Reyndar vildi nú svo til að við Lína kynntumst í Eyjum þegar hún var gestkomandi hjá Bjarna og Erlu og þá eins og ávallt síðan var einstaklega vel tekið á móti manni með hressilegu og hlýju viðmóti. Ég átti því iáni að fagna að vinna undir stjórn Bjarna um tíma. Hann var ákveðinn og sanngjarn verkstjóri, harðduglegur og hress og átti auðvelt með að umgangast alla sem unnu undir hans stjórn. Þetta hef ég líka sannreynt frá mönnum sem nutu verkstjórnar hans löngu síðar. Eftir að Bjarni og Erla fluttu til Kefíavíkur þá fjölgaði til muna þeim stundum sem við áttum saman, aðallega í tengslum við frænku- og frænku- mannaklúbbana svokölluðu. Áttum við þar saman margar ánægjulegar samverustundir og þrátt fyrir þrál- át veikindi þá var ekki oft sem Bjami lét sig vanta og var alltaf eldhress og kátur að vanda. Það var reyndar með ólíkindum hvað Bjarni tók langvarandi veik- indum sínum með miklu æðruleysi og karlmennsku og það var hreint ótrúlegt oft á tíðum að hitta hann á mannamótum skömmu eftir erf- iðar aðgerðir og spítalavist þar sem hann lék á als oddi, fullur bjart- sýni og orku og lét hvergi bilbug á sér finna. Það fer ekki á milli mála að slíkt viðhorf og kraftur sem einkenndi Bjarna í svo miklum mæli smitaði út frá sér og gerði þá sem nutu samvista við hann að betri og jákvæðari manneskjum. Við vottum þér, kæra Erla, okk- ar innilegustu samúð sem og börn- unum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum sem hafa nú séð á bak miklum heiðursmanni og góðum dreng. Jákvæðar minningar um Bjarna munu lifa um ókomna framtíð. Steinn í dag verður vinur okkar og félagi, Bjami Ólafsson, jarðsettur frá Keflavíkurkirkju. Hann fæddist á Siglufirði 18. október 1932. For- eldrar hans voru hjónin Guðmunda Jóhannsdóttir og Ólafur Bjarna- son, sem bæði em látin. Þau vora fjögur alsystkinin, Margrét, Jó- hann, Elísabet og Bjarni. Ennfrem- ur ein hálfsystir, Fanney Jónsdótt- ir. Bjarni var æskuár sín á Siglu- firði og þegar hann óx upp vann hann algenga vinnu sem til féll. Um tvítugsaldurinn kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Olsen frá Hafnarfirði. Þau giftu sig 11. júlí 1953. Hjónabandið var farsælt og eignuðust þau saman fjögur börn, Fanneyju, gift Gunn- ólfi Ámasyni, þau búa í Njarðvík. Aðalheiði, gift Leifi Kristjánssyni, þau búa í Kópavogi^ Olgu Sædísi, gift Áma Heiðari Árnasyni, þau búa í Keflavík. Ennfremur átti Erla dóttir fyrir hjónaband, Lauf- eyju Dagmar Jónsdóttur, gift Kristni Arnberg Sigurðssyni, þau búa í Grindavík. Barnabörnin em orðin 17. Þau byrjuðu búskap í Hafnar- firði en fluttu síðan til Vestmanna- eyja og bjuggu þar fram að gosi. í Eyjum vann hann fyrst í frysti- húsi. Fljótlega hóf hann að starfa við fyrirtæki Ársæls Sveinssonar, í slippnum sem slippstjóri og síðan sem kokkur á ms. ísleifí VE 63. Þau urðu að flýja Eyjar þegar gosið hófst, fluttu þau þá í Kópa- vog og síðan til Keflavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Bjami réðst til íslenskra aðal- verktaka og starfaði sem verk- stjóri. í því starfi var hann mjög vel liðinn jafnt af undir- og yfir- mönnum sínum. Þar starfaði hann þar til heilsan bilaði. Þau hjónin, Bjarni og Erla, voru í Félagi Vestmannaeyinga á Suð- urnesjum og hann í stjórn þess mörg undanfarin ár. Hann var góður starfsmaður, áhugasamur og áræðinn ef því var að skipta. Hann var glaðvær og hafði góða kímnigáfu. Það var því jafnan glað- værð á fundum og í öðru starfi þar sem hann var. í félagsstarfi skiptast oft á skin og skúrir. Stundum getur jafnvel komið til álita hvort áfram skuli halda. Þegar svo bar við hjá okkur var aldrei uppgjafartónn hjá Bjama. Eftir að heilsan brást tók hann eftir sem áður þátt í stjórnar- störfum félagsins og undirbúningi undir árshátíðirnar. Fyrir síðustu árshátíð var hann við símann, veitti uppiýsingar og tók á móti aðgöngumiðapöntunum. Á skemmtunina mætti hann í hjóla- stól ásamt stóram hópi vina og vandamanna og virtist hann njóta sín betur en nokkra sinni áður. Nú er hann horfinn. Það er því skarð fyrir skildi. Við söknum góðs vinar og félaga. Kæra Erla, við sendum þér og íjölskyldum ykkar, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Stjórn Félags Vestmannaey- inga á Suðurnesjum. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.________ þama undir bátnum. Á milli þess sem hann smíðaði ræddi hann við okkur um alla heima og geima. Hann hafði mikinn áhuga á náttúruvísindum og undum al- heimsins og hugsaði í miklu stærri víddum en margir samtímamenn hans, það skildi ég síðar. Á sjötta áratugnum var honum tíðrætt um hættu á gróðureyðingu, ofnýtingu fiskistofna og annarra náttúraauð- linda, ofbeit búfjár og ýmis þau efni sem menn eru að vakna til vit- undar um nú um allan heim. Ekki skipti hann oft skapi en þó átti hann til að taka kostulegar risp- ur þar sem hann æsti sig yfir heimsku mannanna. Þeim ræðum lauk alltaf á sama hátt með því að hann staldraði við, kímdi og sagði glettnislega: „Ja, nú varð ég reið- ur,“ svo var ekki rætt meira um það. í mínum huga var Leifur heims- maður. Ekki í venjulegum skilningi þess orðs heldur vegna þess að hann hugsaði stórt og í víðu sam- héngi. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að hann var í eðli sínu einfari og síðari hluta ævinnar var hann einbúi á Hólkoti. Einhvem veginn hafði ég það alltaf' á tilfinningunni að hann vildi lifa frjáls utan við daglegar reglur samféiagsins, stunda sínar veiðar og nærast og hvílast á þeim tímum sem honum hentaði, hvort sem það fór saman við hefðir annarra eða ekki og láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Síðustu æviárin var hann reglu- lega heilsuveill en vildi fyrir alla muni búa í koti sínu eíns lengi og stætt var. Reyndar gerði hann það miklu lengur og ber að þakka það umhyggjusemi og hjálpsemi ná- granna hans og vina á næsta bæ, Bláfeldi svo og dóttur hans og ætt- ingjum. Þrátt fyrir það að oft var hann svo lasburða að hann gat ekki farið út úr húsi dögum saman virtist hann aldrei einangrast í andanum. Við ræddum oft við í síma á síðari árum. Þá viðraði hann hugmyndir sínar um markilega hluti eins og upphaf heimsins, stöðu heimsmála og samskipti íslands við aðrar þjóð- ir og velti jafnan upp nýjum og framlegum fleti á hveiju máli. Leifur endaði ævi sín á afar tákn- rænan hátt. Hann lést um borð í gamla bátnum sínum sem hann var að vitja um eftir óveðrið á dögun- um. Við hlið hans stóð bóndinn á Bláfeldi sem alltaf hefur reynst honum vel. Það var engu líkara en að hann væri að leggja af stað í sína síðustu siglingu. I þetta sinn ekki til fiskveiða heldur á vit hins ókunna sem hann hafði velt svo mikið fyrir sér. Marta Ólafsdóttir Leiðrétting í DÁNARAUGLÝSINGU sem birt- ist í mbl. í gær var Guðrún Salóm- onsdóttir sögð vera frá Ytri Skeija- brekku. Hið rétta er að Guðrún var frá Ytri Skeljabrekku. Þetta leiðréttist hér með. Kveðjuorð: Stefán Þorvaldsson Fæddur 28. mars 1928 Dáinn 31. janúar 1991 „Dögunin er eitthvert fegursta og fyrirheita- ríkasta stefið í skáldskap Drottins. Hún er um leið dýrlegasta fyrirheitið sem fylgir öllum kvöldum, einnig ævikvöldinu. Á eftir nóttinni fer alltaf dögunin - fyrr eða síðar.“ (Hannes J. Mapússon) yinur minn Stefán er látinn. Á tímum ört vaxandi tilbúinnar valdastreitu, misyndisleik manna í milli, er mannbót og fengur í góðu samferðafólki. Það birtist svo sann- arlega í myndinni margbreytilegu sem lífsspilið er, og „kúnst“ er það spil. Þó allir hafi aðgang, tekst mis- vel. Nú þegar margur forðast að takast á við lífið, er það ljós á vegi að leiða um dreng góðan er með framkomu sinni og háttvísi tekst að vera okkur eftirlifandi fyrirmyndin sanna, sú ógleymanlega mynd, kall- ar fram eðaliyndi sérhvers hugsandi manns. Háttvísi og rólyndi sem hvar- vetna hlýtur aðdáun, já fögnuð, fyr- ir ræktun gamalla dyggða sem eru því miður á hröðu undanhaldi; skakkir póiar teknir í hæðir, villu- gjarnt á vegaleiðum. Stefán styrkti sinn góða innri mann með réttri menntun. Fágun sú er hann hlaut, entist honum ævina út. Lokið er fagurri lífsgöngu Stef- áns Þorvaldssonar. Guðrúnu, eiginkonu hins látna, afkomendum og ástvinum öllum bið ég Guðs blessunar. Unpr ertu dagur, tært nú loft í sölum flalla. Hvítir eru vængir þínir, tignarlegir speglast þeir í kyrrum fletinum, lotningarfullir, innramma þeir augnablikið. Fijáls er hún sál þín, horfm á vit vonar. Karlína Hólm t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, séra YIMGVA ÞÓRIS ÁRNASONAR, Reynigrund 39, Kópavogi. Jóhanna Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ■ t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR, Hvolsvegi 28, Hvolsvelli. Erla Jónsdóttir, Kristján Magnússon. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför UNNAR HERMANNSDÓTTUR, Háteigsvegi 48. Einnig viljum við þakka öllu starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir frábæra umönnun og hlýju. Jóhanna Antonsdóttir, Þorleifur Björnsson, Anton Einarsson, Haukur Harðarson, Atli Antonsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR JAKOBSSONAR, Fagradal, Mýrdal. Jónína Jónasdóttir, Erlendur Sigurþórsson, Elsa Jónasdóttir, Eðvarð Hermannsson, Kristín Jónasdóttir, Baldur Skúlason, Guðrún Jónasdóttir, Grétar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR BJARNADÓTTUR, Furugrund 70, Kópavogi. Þóra Hauksdóttir, Þorsteinn Stigsson, Auður Hauksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Haukur Viðar Hauksson, Hulda B. Jónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.