Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 Að halda g’öfiigum stofni hreinum eftirJakob Frímann Magnússon Knútur nokkur Bruun hæstarétt- arlögmaður ritar athyglisverða og kærkomna grein í Morgunblaðinu 16. þ.m. undir yfirskriftinni „Fiskur, menning og heimsfrægð". Kærkomin er greinin sökum þess, að hún afhjúpar höfund sinn og opin- berar sjónarmið sem íslenskir tón- listarmenn hafa svosem vitað af, en fá sjaldnast að heyra jafn umbúða- laust og í grein Bruuns. Nefnilega, að íslenskir tónlistarmenn tilheyri í raun ekki hinum eðla hópi íslenskra listamanna og raunar alls ekki hafí þeir bendlað sig við blús, jass, rokk, popp eða yfirleitt það sem flokka mætti undir alþýðutónlist. Þessi skoðun Bruuns kristallast þegar í upphafi greinar hans þar sem fjallað er um nefnd, sem ríkisstjóm- in skipaði á sl. árijpn markaðssetn- ingu lista og undirritaður á sæti í. Bruun kvartar yfír því að þar sitji þrír embættismenn og einn poppari, en enginn fulltrúi listamanna. Þar hafíð þið það, ágætu tónlistarmenn þessa lands: Félagi ykkar í FÍH, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, STEF, Sambandi tónskálda og eig- enda flutningsréttar, SFH, Flytjen- dasamtökunum og FTT, Félagi tón- skálda og textahöfunda, getur að mati hæstaréttarlögmannsins ekki talist fulltrúi listamanna, því hann er tónlistarmaður og að auki bendl- aður við alþýðutónlist. Hér er komið að kjama þess máls og málflutnings, sem íslenskir tón- listarmenn neita að umbera lengur, hvort sem slíkt birtist í misrétti og ranglæti því, sem íslensk tónlist býr við í skattareglum, eða í hroka sjálf- skipaðra menningarpostula á síðum dagblaða. Flestum er kunnugt að öll íslensk menningarstarfsemi og list er und- anþegin virðisaukaskatti nema tón- listin. Hví skyldi svo vera? Endur- speglar þessi staðreynd réttlætis- kennd meirihluta þjóðarinnar, eða skyldu áhrifamiklir málsvarar að- skilnaðarstefnunnar leynast á bak við tjöldin og beita sér gegn því að hinn óæðri stofn nái að blandast hinum útvöldu? Er ekki útskúfun tónlistarmannanna úr samfélagi listamanna á íslandi að mörgu leyti sambærileg við hina nasísku hug- myndafræði, sem byggðist á forrétt- indum hinna útvöldu en útrýmingu hinna? Skyldi Knútur Bruun vilja beita sér fyrir því að farið væri að flokka Islendinga í hreinræktaða alvöru íslendinga, hinngöfuga stofn annars vegar og svo hina óæðri, þá blön- duðu, óekta, hálfíslensku méð grugguga blóðið? B-fólkið með út- lendu eftimöfnin sem greiddi hærri skatta en nyti minni réttinda en aðrir Islendingar? Eg held ekki. Kröfuna um aðskilnað „alvöru" menningar frá alþýðumenningunni rökstyður lögmaðurinn með því að líkja alþýðutónlistinni —' poppinu — við einn allsheijar illa þefjandi sorp- haug, fnyk sem mengar umhverfi sitt og hrellir mannssálina á svipað- an hátt og ógnvekjandi stríðsfféttir, gluggabréf og hótanir miskunnar- lausra skuldheimtumanna(I) Það er e.t.v. ekki hægt til þess að ætlast að næmgeðja listunnendur með wagnerskt tónlistaruppeldi kæri sig um að ganga úr skugga um hvort helvítis poppið kraumar allt í sama forarpyttinum eða hvort þar sé að finna eins og á öðrum sviðum menn- ingar, góða list og vonda. En hér er ekki spurt um listgildi frekar en að spurningin um manngildi hafi ráðið ferðinni í Þýskalandi nas- ismans og Suður-Afríku nútímans. Hvað vakti fyrir ríkisstjórninni? Þegar ríkisstjórnin ákvað á sínum tíma að skipa nefnd um markaðs- setningu lista tóku margir eftir því að þár var sérstaklega tekið fram að markaðssetning á léttri tónlist væri þar meðtalin. Hvers vegna? Jú, til að taka af öll tvímæli, því að Knútur Bruun mun að líkindum ekki alveg einn um þá skoðun að slík tónlist sé einskis verð- og flokkist undir ómenningu. En hitt tel ég að hafi verið þyngra, nefnilega að varla nokkur grein íslenskrar menningar hefur borið hróður íslands víðar og á áþreifanlegri hátt hin síðari ár en tónlist tveggja íslenskra bílskúrs- hljómsveita, Sykurmolanna og Mez- zoforte. Þessir tónlistarmenn hafa skapað sér markaði í öllum heimsálf- um, náð ótrúlegri fjölmiðlaathygli sem séríslensk fyrirbæri og selt millj- ónir hljómplatna allt án nokkurrar opinberrar aðstoðar, niðurgreiðslna, atvinnutryggingarsjóða eða þess sem talin mundi vera sjálfsögð ríkis- fyrirgreiðsla á nánast öllum öðrum sviðum útflutnings. Ekki Ieikur vafí á að jafnvel lágmarks opinber stuðn- ingur hefði gert þessum listamönn- um kleift að ná enn lengra á sinni framabraut. Flestar menningarþjóð- ir heims veita sínum listamönnum á þessu sviði myndarlegan stuðning sem iðulega eflir brautargengi og festir viðkomandi í sessi á tónlistar- mörkuðum heimsbyggðarinnar. Dæmi um slíkt er stuðningur írska ríkisins við hljómsveitina U2 og stuðningur Frakka við sína rokktón- list, em menningarmálaráðherra Jakob Frímann Magnússon „Hér er komið að kjarna þess máls og málflutnings, sem íslenskir tónlistarmenn neita að umbera lengur, hvort sem slíkt birtist í misrétti og ranglæti því, sem íslensk tónlist býr við í skattareglum, eða í hroka sjálfskip- aðra menningarpostula á síðum dagblaða.“ Frakka, Jack Lang, upplýsti fyrr í þessum mánuði að 25 milljónir doll- ara yrðu látnir renna til alþýðutón- listar þar í landi á þessu ári (1.375 milljónir íslenskra króna). Ekki er verið að ræða um slíkar fjárhæðir hér heldur var nefndinni falið það m.a. að skila áliti um hugmynd að aðild ríkisvaldsins að sjóði, sem tón- listarmenn og útgefendur fjármagna með eigin framlögum en ríkið legði á móti sem svarar 0,1% af heildar- framlagi sínu til menningar, eða allt að 5 milljónir króna. Það eru nú öll ósköpin. Ef af yrði væri það í fyrsta skipti í íslandssögunni sem ríkisvald- ið legði íslenskri alþýðutónlist lið með slíkum hætti og ber að þakka og virða þann skilning og áhuga sem landsfeðurnir hafa sýnt á þessu sviði. Hins vegar er allt fjas um að ríkið ætli að fara að gera íslenska popp- ara heimsfræga bæði fjarstæðu- kennt og heimskulegt, því að 5 millj- ónir hrökkva skammt í slíkri við- leitni en geta þó skipt sköpum við að greiða mönnum leiðir á alþjóðleg- ar tónlistarhátíðir, sem nú standa íslenskum tónlistarmönnum til boða víða um heim í kjölfar velgengni áðurnefndra hljómsveita. Sú markaðsskrifstofa íslenskrar menningar sem nefndin leggur til að hafi frumkvæði hérlendis að efl- ingu og samræmingu á útflutningi hinna ýmsu listgreina, getur ekki nema verið af hinu góða. Þar er gert ráð fyrir að listamennimir sjálf- ir hafi bein áhrif á stefnu og stjórn- un, auk þess sem þetta yrði til að aga og hvetja þá listamenn, sem á annað borð vilja selja sínar afurðir víðar en í heimalandinu. Lögmanni til hugarhægðar Til að friða hinn áhyggjufulla hæstaréttarlögmann skal það upp- lýst hér, að Bandalag íslenskra lista- manna fylgdist grannt með störfum nefndarinnar og fékk á öllum stigum tækifæri til að íjalla um tillögur og frumvarpsdrög og skila áliti þar að lútandi, og að því er ég best veit er forysta þeirra samtaka fyllilega sátt við þær tillögur sem fyrir liggja. Tvennt er það svo að lokum sem ég vil benda Knúti Bruun á til hugar- hægðar að gefnu tilefni: Til að losna við óþolandi síbyljuna á ljósvaka- miðlunum er einfaldast að slökkva á viðtækinu. Til þess að losna við gluggapóstinn, óbilgjömu skuld- heimtumennina og hinn langa arm laganna hefur flestum reynst farsæl- ast að stunda heiðarleg viðskipti og borga skuldirnar sínar. Höfundur starfar sem íónlistarstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Garðyridubóndi á villigötum Svar til Jóhanns Isleifssonar eftirÁrna Bragason Þann 20. febrúar ritaðir þú grein í Morgunblaðið um tilrauna- og þró- unarverkefni á vegum Rannsóknar- stöðvar Skógræktar ríkisins, í dag- legu tali Iðnviðarverkefni eða aspar- verkefni. Eftir að hafa lesið grein þína, þar sem þú kemst varla í gegn- um eina einustu málsgrein án þess að rangfæra, sé ég mig knúinn til að svara á þeim vettvangi er þú hefur valið. Fyrst örfá orð um verk- efnið. Iðnviðarverkefni er eitt viðamesta verkefni Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins í Mógilsá. Verkefnið hefur það að markmiði að velja hrað- vaxta aspir og athuga hagkvæmni og möguleika asparskógræktar. Iðn- viðarverkefnið er skilgreint sem þró- unarverkefni og reynt verður að finna þann farveg ræktunar aspar- skóganna að tekjur, í formi sölu á kurli eða staurum, skili sér fljótt og skapi vinnu á meðan beðið er eftir hugsanlegum borðviði. Listin að greiða 15 milljónir með 8 milljóna króna fjárveitingu Þú byijar grein þína á fullyrðingu um að Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins sé „að leggja niður stórt tímamótaverkefni í skógrækt á Suð- urlandi". í þessum fáu orðum er tvennt rangt: í fyrsta lagi, er ekki verið að leggja niður verkefnið, held- ur laga það að fjárveitingum. Rækt- unarsamningum við garðyrkjubænd- ur á Suðurlandi (þar á meðal þig) var sagt upp vegna þess að þeir voru of umfangsmiklir. Lágmarks- fjöldi í samningunum er 835.000 plöntur á 12 krónur pr. stk. eða 10.020.000 krónur. Rannsóknastöð- in á 512.000 plöntur„Aem.þið garð-. yrkjubændur framleidduð á síðasta ári. Þeim plöntum þarf að koma í jörð, það kostar ekki minna en 5 milljónir. Það þarf því engan reikni- meistara til að sjá að fjárveiting upp á tæpar 8 milljónir eru ekki nægjan- leg þegar fyrirsjáanleg útgjöld eru 15 milljónir. Í öðru lagi er iðnviðar- verkefnið ekki „tímamótaverkefni í skógrækt á Suðurlandi", heldur verkefni sem ætlunin er að vinna um allt land. í minnisblaði um rækt- un asparskóga sem fyrrum forstöðu- maður samdi og lagt var fyrir ríkis- stjóm sumarið 1989 segir: „Síðast- liðinn vetur var áætlunin kynnt á nokkrum fundum fyrir forsvars- mönnum landbúnaðar- og skógrækt- ar, Búnaðarsamböndum Suðurlands og Borgarfjarðar og bændum í upp- sveitum á Suðurlandi og Borgar- firði.“ Síðar í sömu áætlun segir um tilraunir að þær verði á Suðurlandi, í Borgarfirði og í Fljótsdalshéraði. Plöntuverð og samningar í annarri málsgrein segir þú .... og jafnframt að auka afköst og lækka kostnað við framleiðsluna. Þetta tókst á fyrsta ári, en þá var kostnaðurinn við framleiðsluna helmingi lægri en opinbert fram- leiðsluverð Skógræktar ríkisins". Þetta á ekki við í þínu tilviki, Jóhann ísleifsson. Plöntuverðið í samning- unum var 12 krónur pr. stk. án vsk. Þetta var verð á plöntu en án allrar umhirðu, geymslu og endurskoðun- ar. f’yrir það var rukkað sér. Þú nýttir þér ákvæði í samningnum um endurskoðun og þegar upp er staðið kostar plantan hjá þér, krónur 18,54 án vsk. og án geymslukostnaðar. Verð þitt er hærra en verð Skóg- ræktar ríkisins. Nú nokkur orð um samningana sem fyrrum forstöðumaður gerði við ykkur .garðyrkjubændur.. Samningr ana gerði hann án samráðs og vit- undar skógræktarstjóra og stjórnar Rannsóknastöðvarinnar, sem fyrst fréttu af þeim einum og hálfum mánuði eftir að þeir voru gerðir. í samningnum segir m.a.: „Verði frá- vik frá upphaflegri kostnaðaráætlun meiri en .10% skulu samningsaðilar endurskoða plöntuverðið, með það fyrir augum að það verði í samræmi við ræktunarkostnað." Við getum sagt þetta með öðrum orðum. Eg læt þig byggja fyrir mig hús og það á að kosta 10 milljónir en síðan reyn- ist byggingakostnaður 20 milljónir og j)á verð ég að borga! Eg hef margoft sagt þér, Jóhann ísleifsson, að ijárveitingu er ætlað að standa straum af öllum kostnaði við iðnviðarverkefnið, ekki eingöngu plöntuframleiðslu. Fullyrðingar fyrr- um forstöðumanns um að hægt sé að selja hundruð þúsunda plantna með miklum hagnaði til að fá aukið fé inn í verkefnið standast einfald- lega ekki. Ef eitthvað væri til í slíkri fullyrðingu er ég sannfærður um að okkar fjölmörgu færu garðyrkju- menn væru löngu búnir að nýta sér möguleikann. Nokkur orð um stórhuga áætlanir í grein þinni segir: „Traust fólks á áætlunum skógræktarinnar hlýtur að vera brostið." Áætlunum hverra? Þú veist vel að áætlanir iðnviðar- verkefnis voru unnar af fyrrum starísmönnum Rannsóknastöðvar- innar á Mógilsá án samráðs við reynda starfsmenn Skógræktarinnar á sviði áætlanagerðar. Það sem eftir starfsmennina liggur er upphafleg áætlunin sem lögð var fyrir ríkis- stjóm, þar sem gert er ráð fyrir að ársframleiðsla sé 300.000 plöntur, en ekki 835.000 plöntur eins og stóð í samningum fyrrum forstöðumanns við ykkur. Auk þess liggja fyrir nokkur drög að tilraunum og rækt- unarframkvæmdum. sem kosta yfir Árni Bragason „Verið er að undirbúa plöntuframleiðslu sum- arsins og jafnframt að skipuleggja gróður- setningu.“ 10 milljónir. Draumórakennd skrif fyrmrn starfsmanna um lagningu jámbrautar til að flytja tijákurl frá asparræktarsvæðum á Suðurlandi að Gmndartanga getum við ekki tekið alvarlega og notað sem áætlan- ir. Galdraáætlanir? Þú nefnir í grein þinni að fyrram starfsmenn hafi hætt að vinna á Mógilsá sumarið 1990. Þeir hafa viðurkennt í blöðum og útvarpi að hafa fjarlægt ýmis gögn frá Rann- sóknastöðinni. Er hugsanlegt að þar hafi verið að finna einhvetja galdra sem geta gert 8 milljónir að 15 millj- ónum? Ég held þvi miður ekki, en fyrmm samstarfsmenn þínir á Móg- ilsá hafa ef til vill sagt eða sýnt þér eitthvað annað. Gagnastuldur fyrrum sérfræðinga á Mógilsá Rannsóknastöðin kærði tvo fyrr- verandi sérfræðinga á Mógilsá fyrir gagnastund, verknað sem óneitan- lega hefur tafið fyrir eðlilegu starfi á Rannsóknastöðinni. Gagnastuldur fyrmrn starfsmanna er mjög alvar- legt mál fyrir alla rannsóknastarf- semi í Iandinu. Ég býst þó við að málið hefði fengið meiri athygli og horft öðruvísi við almenningi ef sér- fræðingurinn hefði verið á Haf- rannsóknastofnun og gögnin hefðu verið gögn úr loðnuleiðangri eða togararalli þeirrar stofnunar. Lokaorð Ég vona að með skrifum þessum hafi mér tekist að útskýra fyrir þér, Jóhann Isleifsson, það sem ekki virð- ist hafa tekist að útskýra á þriggja klukkustunda fundi sem við áttum með landbúnaðarráðherra þann 20. febrúar síðástliðinn. Iðnviðarverkefni er því alls ekki aflagt eins og þú hefur reynt að halda fram, heldur er einungis verið að láta enda ná saman. Verið er að undirbúa plöntuframleiðslu sumars- ins og jafnframt að skipuleggja gróðursetningu á þeim plöntum sem nú eru til. I því sambandi leitar Rannsóknastöðin þessa dagana að hentugu landi fyrirtilraunirog rækt- un asparskóga á framræstu mýr- lendi og/eða öðru fijósömu landi. Rannsóknastöðin setur það skilyrði að landeigendur veiji sjálfir land sitt gegn ágangi búpenings og er það gert til að minnka útgjöld, þannig að meira fé verði til plöntufram- leiðslu. Viðbrögð landeigenda hafa verið mjög góð, því meira en 100 jarðir eru komnar á skrá. Höfundur er doktor í jurtaerfðnfræði og forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.