Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
19
Berskjaldaðri en nokkru sinni
fyrr vegna stuðnings við Irak
Palestínumenn að striðinu loknu:
Palestínumenn hafa flestir hverjir hyllt Saddam Hussein Iraks-
forseta ákaflega undanfarna sex mánuði. Fáeinum dögum eftir
innrásina í Kúveit gerði hann lausn á vanda Palestínumanna að
skilyrði fyrir því að semja um Kúveit-málið. Viðbrögð Palestínu-
manna um allan heim og einkum á hernumdu svæðunum sem Israel-
ar ráða voru gífurlegur fögnuður. Palestínumenn horfast nú í
augu við brostnar vonir og staða þeirra er að ýmsu leyti verri en
nokkru sinni fyrr.
Leiðtogi Frelsissamtaka Pal-
estínumanna (PLO), Yasser Ara-
fat, hefur frá upphafi Kúveit-deil-
unnar stutt Saddam Hussein gagn-
rýnislaust og uppskorið hörð við-
brögð. Um helmingur allra tekna
samtakanna kom úr pyngjum ríkra
olíuþjóða araba, fyrst og fremst
Saudi-Araba og Kúveita, áður en
deilan hófst. Margir palestínskir
verkamenn hafa nú þegar verið
reknir úr landi í Saudi-Arabíu.
Ovissa ríkir um framtíð þeirra
400.000 Palestínumanna sem
bjuggu í Kúveit; um fjórðungurinn
er enn í landinu. Ráðamenn PLO
hafa beðið alþjóðastofnanir að
gæta hagsmuna fólksins, þeir ótt-
ast að til hefndaraðgerða komi af
hálfu Kúveita vegna stuðningsins
við Saddam.
Arafat hefur oft sýnt mikla
hæfileika til að höfða til tilfinninga
araba þegar hann hefur staðið
höllum fæti. Fáir treysta sér tii
að fullyrða að hann sé búinn að
vera en heimildarmenn telja þó að
sjaldan hafi syrtjafn mikið í álinn.
Egyptar og PLO
Stuðningur Egypta við hernað-
inn gegn Saddam skipti sköpum;
Egyptar eru langfjölmennasta þjóð
arabaheimsins og hafa litjð á sig
sem forysturíki hans. írökum hefur
mistekist að hrifsa til sín þetta
hlutverk og gagnrýni á sérfriðinn
sem Egyptar gerðu við ísraela á
áttunda áratugnum er að mestu
hljóðnuð. Rætt er um að Sýrlend-
ingar, sem þóst hafa tryggustu
vinir Palestínumanna og voru áður
harðorðir vegna „svika“ Egypta,
velti nú fyrir sér bættri sambúð
við Israela, e.t.v. gegn því að ísra-
elar afhendi þeim á ný Golan-hæð-
irnar. Staða Egypta er því afar
sterk. En eiga þeir að styðja áfram
Arafat og PLO sem virðast heillum
horfin eftir að hafa veðjað á rang-
an hest? Innbyrðis ágreiningur
Palestínumanna er mikill. Undan-
farna mánuði hafa fleiri Palestínu-
menn fallið í hefndaraðgerðum
PLO-manna gegn meintum svikur-
um á hernumdu svæðunum en í
uppreisninni gegn ísraelum.
Palestínumenn fögnuðu er
Scud-flaugar íraka höfnuðu í ísra-
el og gagnkvæm tortryggni hefur
e.t.v. aukist enn vegna stríðsins.
En þrátt fyrir ákafar hvatningar
íraka um vopnaða uppreisn gerðist
í raun ekkert sem ógnaði ísraelum.
Heimildarmaður á hernumdu
svæðunum segir að innst inni hafi
flestir gert sér grein fyrir því að
stríð Saddams væri fyrir fram tap-
að. Sumir gagnrýna forystu PLO.
„Mistök leiðtoganna voru þau að
láta hrífast með af tilfinningum .
almennings í staðinn fyrir að reyna
að hemja þær,“ segir Hanna Sid-
ora, ritstjóri blaðsins Al-Fajr í
Jerúsalem.
Vesturveldin og ísrael
Flestir leiðtogar í ísrael, sem
hefur treyst mjög stöðu sína á
Vesturlöndum, vísa á bug hug-
myndum um sjálfstætt ríki Pal-
estínumanna. Búið er að knésetja
Saddam sem reyndi árangurslaust
að gera lausn á málum Palestínu-
manna að grundvallaratriði í Kúv-
eitdeilunni. Margir araba telja að
herförin gegn Irak hafi aðeins
hafa verið ný krossferð trúvillinga
gegn múslimum. Það kann að virð-
ast kaldhæðnislegt að nú getur
farið svo að Vesturveldin sjái að-
eins eina leið til að tryggja varan-
legan frið og tryggja áhrif sín
meðal araba. Þau hljóti nú að
þvinga Israela að samningaborðinu
með arabaþjóðum þar sem fundin
verði lausn á málum Palestínu'-
manna sem flestir arabar geti
sætt sig við.
(Byggt á Daily Te-
legraph, Reuter o.fl.).
Horft yfir valinn...
Langur tími mun vafalaust liða þar til unnt verÖur að kasta
nákvæmri tölu á fórnarlömb stríðsins fyrir botni Persaflóa.
Fyrstu tölur fara hér á eftir, en líkast til eiga margar þeirra eftir
að hækka. Eignatjón er talið ómetanlegt.
Alls látnir: 283
í bardago féllu: 126
Af öðrum orsökum létust: 157
Týndir i bardoga: 66
Særðin 212
Striðsfongar: 13
Niðurskotnar flugvélar: 36
Kúveiskir borgarar
í gíslingu í Irak: 22.000
Upprætt herfylki: 40 of 42;
í hverju herfylki eru um 12.000 manns
Flugher: 103
Skriðdrekar: 3.000+ (60%)
Bryndrekar: 1.860(37%)
Fallbyssun 2.140(61%)
Striðsfangar: 80.000+
Fallnir hermenn : 85.000+
HeimMir. KnighMder, Keuter, CNN
Georges Bush Bandaríkjaforseti:
Erum loks laus við
Víetuam-drauginn
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að vegna velgengni
Bandaríkjanianna í Persaflóastríðinu hefðu þeir loks hrist af sér
efasemdir um sjálfa sig og óeiningu, sem hefði verið viðloðandi frá
því í Víetnam-stríðinu, sem var ein óvinsælasta deilan sem þjóðin
hefur nokkru sinni átt í.
„Við Bandaríkjamenn getum ver-
ið stoltir í dag og guði sé lof fyrir
að við erum loks lausir við Víet-
nam-drauginn í eitt skipti fyrir öll,“
sagði Bush fullur ákafa á fundi
með þingmönnum af löggjafarsam-
komum ýmissa ríkja bandaríska
ríkjasambandsins. Þingmennirnir
hrifust af orðum hans og klöppuðu
honum lof í lófa.
Gagnstætt við það sem gerðist í
Víetnam-stríðinu þá var bandaríska
þjóðin einhuga í stuðningi sínum
við hersveitirnar við Persaflóa. Það
hefur verið eitt af markmiðum Bush
að kveða niður alla umræðu um
Vietnam-stríðið síðan hann tók við
embætti forseta.
Kúveit:
Hjúkrunar-
kona drap ír-
aska hermenn
Lundúnum. Reuter.
KUVEISK hjúkrunarkona sagði
á fimmtudag að hún hefði gefið
um 20 særðum íröskum her-
mönnum sprautur sem leitt
hefðu þá til dauða eftir að kom-
ið var með þá til aðhlynningar
á sjúkrahúsið þar sem hún vann.
Konan, sem sagðist vera 24 ára
gömul en vildi ekki segja til nafns,
sagði í viðtali við bresku sjónvarps-
stöðina ITN að hún hefði verið
hjúkrunarkona í sjálfboðavinnu á
sjúkrahúsi í Kúveit í þá sjö mán-
uði sem hernám Iraka i Kúveit
stóð.
„Fyrsta mánuðinn var komið
með marga Iraka ... þeir komu
með sjúkrabíla fulla af íröskum
hermönnum,“ sagði konan. Hún
var með svartan klút um höfuðið
sem huldi allt nema augu hennar.
Hún sagði að hermennirnir hefðu
særst í átökum við kúveiska and-
spyrnumenn.
„Ég gaf þeim sprautur ... til
að drepa þá,“ sagði konan. Þegar
hún var spurð. hvort einhveijir
hefðu dáið af hennar völdum, sagði
hún að þeir hefðu verið u.þ.b. 20,
hún hefði sprautað þá hvar sem
er, meira að segja í hálsinn.
^MII ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 11 ■■ 11 ■■! I ■■ IIIH11 11I ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11 ■■ 11