Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 26
26 Orgeltónleik- ar Ragnars Bjömssonar ÞRIÐJU tónleikar í tónleikahaldi Bústaðakirkju verða haldnir sunnudaginn 3. mars kl. 17.00. Þessi tónleikaröð er hluti af org- elári Bústaðakirkju í tilefni kaupa kirkjunnar á nýju orgeli. Á efnisskránni verða verk eftir Franz Lizt, Cesar Frank, Þorkel Sigurbjörnsson, Knut Nystedt, Pcagnar Bjömsson og Jehan Alain. Ragnar Björnsson er skóiastjóri Nýja tónlistarskólans í Reykjavík. Tónleikar Tón- listarskólans Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 3. mars nk. og hefj- þeir kl. 14.00. Á tónleikunum leikur Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt einleikurunum Jóni Ragnari Örn- ólfssyni sellóleikara og Aðalheiði Eggertsdóttur píanóleikara. Stjóm- andi er Ingvar Jónsson. Tónleikarn- ir eru fyrri hluti einleikaraprófs þeirra Jóns Ragnars og Aðalheiðar fráskólanum. Á efnisskránni eru Forleikur að óperunni Cosi fan tutte KV 588 eftir Mozart, Konsert fyrir selló og hljómveit í a-moll op. 129 eftir Schumann og Píanókonsert nr. 20 í d-moll KV 466 eftir Mozart. Vaka mótmælir vinnubrögðum andstæðinganna „Vaka harmar að reynt sé að blása upp pólitísku moldviðri í kringum hátíðarútgáfu Vöku- blaðsins sem tileinkuð var 80 ára afmæli Háskólans á þessu ári og samskiptum hans við atvinnulífið. Félaginu finnst það afar leitt að nafn forseta Islands sé dregið inn í þessa umræðu líkt og gert hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga,“ segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist f39 Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, við Háskóla íslands. „í hátíðarútgáfu Vökublaðsins fyrir skömmu ^árnaði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Háskólan- um heilla í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Heillaóskir forsetans hafa orðið tilefni ómaklegra aðdróttana í fjölmiðlum undanfarna daga. Það er hins vegar fráleitt eins og þar hefur verið gefíð í skyn að Vaka hafi notað nafn forseta íslands í heimildarleysi. Útgáfa blaðsins var í fullu samráði við embætti forseta sem var jafn- framt að fullu kunnugt um útgefanda blaðsins. Útgáfa þessa hátíðarblaðs blandast á engan hátt inn í kosninga- baráttu Vökumanna og efni þess var samið og margritskoðað með það í huga að forseti íslands léði blaðinu nafn sitt. Váka harmar það að for- seti íslands skuli hafa þurft að þola þau vinnubrögð sem andstæðingar Vökumanna hafa viðhaft í þessu máli,“ segir jafnframt í fréttatilkynn- íiTgunni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 -------------------r--|-!-------------------— Grunnskólafrumvarpið: Fljótaskrift og forræðishyggja - segir Sólveig Pétursdóttir FRUMVARP til laga um grunn- skóla var til annarrar umræðu í gær í neðri deild. Síðastliðinn þriðjudag hafði Ragnar Arnalds (Ab-Nv) mælt fyrir áliti meiri- hluta menntamálanefndar en frekari umræðu frestað. Ljóst er orðið: Stuðningsmenn rikis- stjórnarinnar vilja samþykkja frumvarpið. Þingmenn Kvenna- listans vilja samþykkja frum- varpið. Sjálfstæðismenn vilja endurskoða frumvarpið. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) mælti fyrir áliti sjálfstæðismanna í menntamálanefnd en auk hennar undirritar Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) nefndarálitið. Sólveig átaldi þá fljótaskrift sem hún taldi vera á þessu máli. Málið hefði verið af- greitt úr nefnd þrátt fyrir að mik- illi efnislegri vinnu væri ólokið. Framsögumaður sagði Ijóst að grunnskólinn þyrfti að koma miklu meira til móts við kröfur nútíma þjóðfélags. Fulltrúar sjálfstæðis- manna í menntamálanefnd væru fullkomlega sammála því markmiði að skólinn eigi að vera einsetinn og skóladagurinn samfelldur, ásamt því að nemendum væri gef- inn kostur á máltíðum í skólanum. En hins vegar yrði engan veginn séð að ákvæði þessa frumvarps tryggðu framgang þessara mark- miða, m.a. vegna þess að sveitarfé- lögin legðust gegn samþykkt þessa frumvarps í óbreyttri mynd, en þeim væri ætlað að bera kostnaðinn af framkvæmdinni samkvæmt S' ri verkaskiptingu ríkis og sveit- élaga. Framsögumaður átaldi að þessu frumvarpi fylgdi engin kostnaðar- áætlun. Hins vegar væru til tölur um áætlaðan kostnað sem Skóla- skrifstofa Reykjavíkur hefði tekið saman síðastliðið vor. Þar kom m.a. fram að kostnaður í Reykjavík yrði um 2.360 milljónir og hugsan- lega á landinu öllu um 7.300 millj- ónir. Þessar tölur fjölluðu einungis um einsetningu skólans, þær tæku ekki á ijölmörgum öðrum kostnað- arliðum sem frumvarpið legði á sveitarfélögin. Þá væri með öllu óljóst hver kostnaður yrði við skóla- máltíðir. Stangast á Sólveig fór í gegnum ýmsar af 85. greinum frumvarpsins. Henni fundust mörg ákvæði einkennast af forræðishyggju gagnvart sveit- arfélögum og skólamönnum, mætti segja að frumvarpstextinn stang- aðist í mörgum ákvæðum við íög um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og lög um sveitarstjórnar- mál. í sinni ræðu vitnaði hún til ýmissa greina frumvarpsins, m.a. um skiptingu í skólahverfí og hlut- verk fræðsluskrifstofa sem væru orðin útibú frá menntamálaráðu- neytinu. Sólveig taldi það einnig sérkennilegt ákvæði að leita þyrfti eftir samþykki mennntamálaráðu- neytis á nafni skóla. Það kom fram í ræðu Sólveigar að hún er ekki ein í flokki gagnrýn- enda; hún vitnaði til ýmissa um- sagna m.a. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: „Stjórnin getur ekki mælt með frumvarpinu í óbreyttri mynd þar sem mörg ákvæði þess eru í andstöðu við nýsamþykkt verkaskiptingarlög, sem auka áttu sjálfsforræði sveitarfélaga.-í núver- andi mynd dregur frumvarpið úr ákvörðunarvaldi sveitarfélaga og skerðir sjálfsforræði þeirra í skóla- málurn." Ræðumaður taldi ákvæði um „heilstæðan" skóla, orka tvímælis. Ymsir skólar sem ekki væru heil- stæðir hefðu gjaman sérhæft sig í kennslu tiltekinna aldurshópa, svo Guðný Guðbjörnsdóttir sem Isaksskóli, Hagaskóli og Tjarnarskóli. Væri það ekki gott mál að hafa skólagerðirnar sem fjölbreytilegastar? Sólveig vakti athygli á því að einkaskólar væru í samkeppni innbyrðis og við ríki- skóla, Það væri fijálst val hvers og eins að kaupa þjónustu þeirra eða ekki. En ákvæði 72. gr. í frum- varpinu þýddu að menntamála- ráðunejrtið gæti hafnað þátttöku í rekstri einkaskóla en jafnframt ákveðið skólagjöld í þeim sama skóla. Þannig gæti ráðherra sem væri andvígur þessu rekstrarformi gert slíkan skóla óstarfhæfan án þess að svipta hann rekstrarleyfi. Sjálfstæðismenn leggja til að frumvarpinu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar sem taki frumvarpið í heild sinni til endurskoðunar. Það var skoðun ræðumanns að það þyrfti að vinna þetta frumvarp upp á nýtt og gera framkvæmdaáætlun í nánu samstarfi við sveitarfélögin. Mætti ganga lengra Guðný Guðbjörnsdóttir (SK- Rv) mælti fyrir minnihlutaáliti Kvennalista. Kvennalistinn telur frumvarp menntamálaráðherra vera spor í rétta átt en telur að frumvarpið gangi of skammt í ýmsum greinum. Hún minnti eldri frumvörp Kvennalista um þessi og önnur málefni grunnskólans. Guðný fagnaði því mjög að gömul baráttumál eins og samfelldur skóladagur, einsetinn skóli og skólamáltíðir sýndust loksins vera að verða að raunveruleika. En ræðumanni fannst of langur tími sétlaður til að ná fram markmiðum laganna og að í frumvarpinu væru Fæddur 16. janúar 1896 Dáinn 20. febrúar 1991 í dag verður jarðsunginn frá Flat- eyrarkirkju Guðmundur Betúelsson, bóndi á Kaldá. Guðmundur var fæddur í Höfn í Hornvík 16. janúar 1896. Foreldrar hans voru Betúel Betúelsson frá Tungu í Fljótavík og Anna Jóna Guðmundsdóttir. Guðmundur var næstelstur í stórum systkinahóp. Börnin urðu alls 12, en ellefu þeirra komust á fullorðins- aldur. í Höfn var landbúnaður og sjó- sókn stunduð jöfnum höndum. Einnig var sótt í björgin að vori til. Betúel rak jafnframt útibú fyrir Ásgeirsverslun frá ísafirði. Strax og elstu synirnir komust á legg voru þeim fengin störf við bú og útgerð. Betúel faðir þeirra kunni Svavar Gestsson Sólveig Pétursdóttir ekki tryggðar forsendur fyrir fram- gangi þeirra. Laun kennara og yrðu að vera sómasamleg, ekki væri heldur tryggt að uppbygging skóla- húsnæðins yrði fullnægandi en það væri á valdi einstakra sveitarfé- laga. Framsögumaður fór í gegnum ýmsar greinar frumvarpsins, t.d. var henni fagnaðarefni að ríkið skyldi sjá nemendum í skyldunámi fyrir ókeypis námsgögnum en taldi vart svo hafa verið búið að Náms- gagnastofnun að þetta markmið næðist, annaðhvort yrði að ríkið að veita skólunum fé til kaupa á námsgögnum eða skylda sveitarfé- lögin til þeirra útgjalda. Framsögumaður sagði að þrátt fyrir ýmsa annmarka myndi þing- vel til verka og gat miðlað af feng- inni reynslu, en hann var harðdug- legur sjósóknari og hafði sótt í björgin eins og þá var títt. í þessu umhverfi eyðir Guðmundur yngri árum sínum og bar ásamt elstu bræðrum sínum meðábyrgð á fram- færslu hinnar stóru fjölskyldu. Skólagangan var ekki löng. Far- kennsla í nokkrar vikur og sjálfs- nám var hlutskipti flestra í þá daga. Guðmundur kynntist þó meðferð véla á námskeiði á ísafirði og sá um vélgæslu á bátum föður síns og oft síðar á lífsleiðinni. Samvinna tveggja elstu bræðranna, Sölva og Guðmundar, á sjó og í bjargi var mikil og náin. Sölvi var fyglingur og formaður á bátnum, en Guð- mundur sá um festarhjólið á bjarg- inu og sinnti vélinni á sjóferðum. Guðmundur bjó með foreldrum sínum í Höfn til ársins 1931, þegar flokkur Samtaka um kvennalista styðja frumvarpið. Kostnaður? Pálmi Jónsson (S-Nv) tók mjög undir gagnrýni Sólveigar Péturs- dóttur, sérstaklega að ekki væri gerð grein fyrir kostnaði. Árni Gunnarsson (A-Ne) undirritaði nefndarálit meirihlutans með fyrir- vara. Árni gerði þingheimi grein fyrir því fyrirvari hans væri helst um þetta atriði. Kostnaður væri óljós hvað snerti sveitarfélögin. Þær kostnaðartölur sem nefndin hefði fengi frá Fjárlaga- og Hag- sýslustofnun væru eingöngu um kostnað ríkisins, þar væri gert ráð fyrir að kostnaðarauki yrði á bilinu 208-213 milljónir sem skiptist á fimm ár. Árni Gunnarsson var þó þeirrar skoðunar að í frumvarpinu væru það margir mikilsverðir þætt- ir þetta mál ætti að fá framgang. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra taldi að þetta mál hefði verið unnið með þeim hætti að um það ætti að geta tekist gott sam- komulag. Hann sagði ræður sjálf- stæðismanna núna koma sér mjög að óvörum. Ráðherrann vitnaði til ræðu Birgis Ísíeifs Gunnarssonar fyrrum menntamálaráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokks um þetta frumvarp við 1. umræðu. Þar sagði Birgir m.a. frumvarpið hafa tekið verulegum breytingum til bóta og tekið hafa verið tillit tii mjög margra athugasemda. Menntamálaráðherra taldi tölur og gagnrýni sjálfstæðismanna Ijarri öllu lagi. Heildarframkvæmd frumvarpsins myndi kosta 1,8% á ári í raunaukningu til skólanna. En til samanburðar hefðu framlög til menntamála á árunum 1980-89 aukist í raun um 43% eða 4,3% á ári. Framlög til grunnskólans hefðu hækkað um 28% eða 2,8% á ári. Á þessu ári væru framlög Reykjavík- urborgar einnar um 610 milljónir til skólabygginga. Á tíu ára tíma- bili væri hægt að ná markmiði ein- setins skóla með minni útlátum í heild á ári heldur en gert væri núna af Reykjavíkurborg. Ekki væri í frumvarpinu verið að tala um neinar viðbótarskuldbindingar á sveitarfélögin. Menntamálaráð- herra taldi að þær kröfur og áhersl- ur sem kæmu fram í frumvarpinu væru hóflegar. Hann var jafnvel sammála Kvennalistanum um að frumvarpið mætti ganga lengra en miðað við aðstæður væri fetaður meðalvegur. Frekari umræðu um grunnskóla- frumvarpið var frestað. hann flutti að Kaldá í Önundar- firði. Einhver Hornstrendingur mun hafa sagt, þegar það fréttist að fjöi- skyldan í Höfn væri að bregða búi, Guðmundur Betúels- son, Kaldá — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.