Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 27
reer síi/ií s huOAaflAooaj aKiAaavuiOHOM O’* MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991—~------------ ' 27 reer síi/ií s huíwihaouaj amAja/uoHOií O’* MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991—~---------- ' 27 Vigdís forseti ræðir um Múlagöngin við unga Ólafsfirðinga. Hátíðarhöld í Ólafsfirði er Múlagöng voru vígð: / ■ > Islendingar allir samgleðjast Olafs- firðingum á merkum tímamótum - sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti FORSETI íslands, frú Vigdis Finnbogadóttir, var fyrsti gesturinn sem kom til Ólafsfjarðar í gegnum Múlagöng eftir að þau voru formlega vígð við hátíðlega athöfn í gær. Það ríkti hátíðarstemmning í Ólafs- firði, fánar blöktu við hún og bæjarbúar, sem og fjölmargir gestir, voru í hátíðarskapi í tilefni dagsins. Frí var gefið á flestum vinnustöðum í bænum svo fólki gæfist kostur á að taka þátt í hátíðarhpldunum. Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri afhendir Steingrími J. Sigfússyni samgönguráðherra mannvirkið. Dagskráin hófst skömmu eftir hádegi er efnt var til skrúðgöngu frá Brimnesi og inn að göngunum. Fjöl- margir tóku þátt í göngunni og spari- búin börnin veifuðu fánum. Sjálf vígslan fór fram við upphaf gang- anna Ólafsfjarðarmegin, lúðrasveit bama lék nokkur lög, Snæbjöm Jón- asson vegamálastjóri rakti sögu framkvæmdanna og sagði frá göngunum, en afhenti þau síðan samgönguráðherra, Steingrími J. Sigfússyni sem einnig ræddi um mannvirkið og nauðsyn þess. Hann sagði m.a. að þó svo að um dýra íjár- festingu væri að ræða væri hún þeg- ar farin að borga sig. Óskar Þór Sigurbjömsson forseti bæjarstjórnar lýsti yfir mikilli ánægju Ólafsfirðinga með Múlagöng og þakkaði hann forseta íslands þann heiður að heimsækja bæjarbúa á þessum tímamótum. Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Ólafs- firði blessaði göngin og minntist þeirra er farist hefðu í Múlanum. Veglegt kaffísamsæti var haldið í Tjamarborg, félagsheimili Ólafsfírð- inga, borð svignuðu undan kræsing- um, sem bæjarbúar hafa ötullega undirbúið síðustu daga. Forseti Is- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flutti ávarp í kaffisamsætinu, hún óskaði Ólafsfírðingum til hamingu með þann stórmerka áfanga í sam- göngumálum, sem Múlagöng væru, þau tengdu byggðina við aðrar og bæjarbúar þyrftu aldrei framar að einangrast. Hún sagði alla íslendinga gera sér grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem útvegsbæir, eins og Ólafsfjörður væri, gegndu, þess vegna væri það fagnaðarefni er þeir færðust nær öðmm byggðarlögum. „Sæmd Ólafsfjarðar í dag og alla daga er samtvinnuð sæmd íslands, heima og heiman; því eitt er landið ein vor þjóð, auðnan sama beggja, eina tungu anda blóð, aldir spunnu tveggja, saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra. Þannig samgleðjumst við íslendingar allir Ólafsfírðingum í dag, á merkum tímamótum, megi heill og hamingja fylgja þessum stað, þessu byggðarlagi, heimamönnum og öllum sem ferðast um Múlann um ókomna tíð,“ sagði Vigdís Finnboga- dóttir í ávarpi sínu. Steingrímur J. Sigfússon greindi í ræðu sinni ítarlega frá gerð jarð- ganganna. Hann sagði engan vafa leika á því að verið væri að taka í notkun einhverja stórfelldustu sam- göngubót sem eitt byggðarlag hefði orðið aðnjótandi fyrr og síðar. Þá fluttu ávörp Halldór Blöndal alþingis- maður, sem talaði fyrir hönd þing- manna kjördæmisins, og Olle Siren frá Lovisa í Finnlandi, en hann var fulltrúi vinabæja Ólafsfjarðar. Þeir færðu bæjarbúum ámaðaróskir í til- efni dagsins og fulltrúi vinabæjanna færði Olafsfírðingum að gjöf akkeri er komið hefur verið fyrir við Tjam- arborg. Forsetinn ásamt föruneyti hélt síðan að bamaskólanum, en þar biðu bömin hennar með eftirvæntingu. Þau tóku á móti forseta sínum með kröftugum söng er hún gekk inn í íþróttasal skólans. Vigdís ræddi við bömin um Múlagöngin og sagði þeim stutta sögu, þá afhenti hún verðlaun í teiknimyndasamkeppni sem efnt var til í tilefni af vígslu ganganna. Þá hélt forsetinn ásamt fylgdarliði að Leikhólum, leikskólanum í bæn- um, og spjallaði þar við yngstu bæj- arbúana. Blönduð tónlistardagskrá var flutt í Ijarnarborg í gærkvöld, en þar lék m.a. Öm Magnússon á píanó. Dag- skránni lauk með dansleik í félags- heimilinu í gærkvöldi og stóð hann fram á nótt. Göngin 3.140 m: Kostnaður 900 millj- ónir króna FRAMKVÆMDIR við gerð jarðganganna í Ólafsfjarð- armúla hófust í ágúst 1988, samgönguráðherra, Steingríinur J. Sigfússon, hleypti fyrsta skotinu af í okt- óber sama ár og síðasta haftið var sprengt burtu í mars 1990. Göngin voru opnuð fyrir um- ferð skömmu fyrir jól á síðasta ári. Heildarkostnaður við þetta stærsta útboðsverk Vegagerðar rikisins nemur um 900 milljónum króna á verðlagi í desember síðastliðn- um. Verktakafyrirtækið Krafttak hefur séð um fram- kvæmdir, en nokkrir undir- verktakar hafa séð um ein- staka þætti framkvæmdanna. Múlagöng eru lengstu jarð- göng landsins, 8.140 metrar, en áður en ekið er inn í fjallið fara menn um forskála, sem samtals eru 255 metra langir, 165 metr- ar Ólafsfjarðarmegin og 90 metrar við gangaop Dalvíkur- megin. Vegskálarnir eru byggðir til að varna þvi að snjóflóð og aurskriður loki göngunum. Um 100 þúsund rúmmetrar af föstu bergi hafa verið losaðir úr fjallinu og þeim ekið út. Alls var sprengt um 1.000 sinnúm og til þess notuð um 200 tonn af sprengiefni. Göngin eru styrkt með sprautusteypu og bergbolt- um, en alls hafa verið sprautaðir 3.400 rúmmetrar og boltaðir 1.800 boltar í göngunum. Til að varna því að vatn falli á akbraut- ina svo og til frostvarna voru settir upp 1.600 fermetrar af gúmmíklæðningu. Drenkerfi var komið fyrir í vegstæðinu, en það leiðir vatnið, sem er um 100-150 1/sek, út úr göngunum. Eftir miðjum göngunum svo og í forskálum hefur verið komið fyrir kapalstiga, en í hann eru hengd ljós til lýsingar. Lýsingin í forskálunum verður breytileg, en hún stjórnast af birtunni utan ganganna. Göngin eru sem fyrr segir 3.140 metrar auk vegskálanna sitt hvoru megin sem samtals eru 255 metra löng, þau eru 5 metra breið, 6 metra há, með 19 útskot- um til mætinga og eru þau með 160 metra millibili. að líklega mundu margar jarðir leggjast í eyði í framhaldi af þeirra brottför. Guðmundur bjó á Kaldá í 60 ár. Fyrst með nokkrum systkinum sínum og síðar með foreldrum sínum. Betúel lést 1952 og Anna móðir Guðmundar lést 1959. Guð- mundur kvæntist ekki, en Anna systir hans bjó á Kaldá ásamt Guð- mundi öll árin og allt til þessa dags. Samstarf þeirra var alltaf gott enda bæði harðdugleg og vinnusöm. Þau ráku búið saman, en Guðmundur vará bátum fyrri árin og síðar með litla trillu, sem hann reri á vor og haust. Auk þess stundaði Guð- mundur vinnu á Flateyri bæði í frystihúsi og við smíðar, en hann fékkst m.a. við bátasmíðar og við- gerðir á bátum. Öll störf vann Guð- mundur af einstökum dugnaði og ósérhlífni. A Kaldá voru drengir til sumar- dvalar flest sumur. Oftast einn hvert sumar, en stundum tveir. Voru þeir látnir vinna léttari verk og látnir sjá um ákveðin störf eins og þá tíðkaðist. Nutu þeir þar til- sagnar Guðmundar og Önnu. Und- irritaður bróðursonur Guðmundar átti því láni að fagna að vera alls 9 sumur á Kaldá. Borgardrengurinn fékk flölbreytt sveitauppeldi og kynntist ýmsu, sem fáir drengir í dag eiga kost á. Enginn hefur slæmt af vinnu, sagði Guðmundur gjarnan, en var þó alltaf sanngjarn í kröfum sínum. Barngóður var hann mjög og hundruð ungra drengja á Flateyri hoppuðu upp á taktorinn hans, þegar hann fór til Flateyrar, og fengu smá ökuferð. Guðmundur kunni þá list að segja frá, einkum frá eldri tíma. Hugsun hans og afstaða til lífsins var þrosk- andi fyrir þá sem umgengust hann. Hógværð og rólyndi einkenndi Guð- mund og þessu miðlaði hann frá sér til allra, sem hann umgengust. Að eiga þess kost að umgangast mann eins og Guðmund var á við langskólanám í sjálfu sér. Þessu er erfitt að lýsa, en í minningunni eru áhrifín skýr. Fyrir þetta vil ég þakka með þessum línum í minn- ingu hans. Guð varðveiti minningu hans. Fjórar nýútkomnar fswitms - SJV*Rft»asSðCU* - Hjartsláttur iftta ÍXawn Stesrstrdnun Áskriftarsími 96-24966 ALLT STAKAR SÖGUR ásútgáfan Glerárgötu 28 - 600 Akureyrl - Sími 24966 Andrés B. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.