Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
4
Kvenfélagið Heimaey
heldurfund á Holiday Inn þriðjudaginn 5. mars
næstkomandi kl. 20.30 stundvíslega.
Katrín Þorkelsdóttirfrá Litrófi verður á fundin-
um með fyrirlestur og ráðgjöf um litaval ífatn-
aði og förðun, uppbyggingu á fataskáp, fata-
stíl ogfleira. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
EIMSKIP
AÐALFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu
fimmtudaginn 7. mars 1991,
og hefst kl. 14.00.
DAGSKRÁ
1.
Aðalfundarstörf samkvæmt
grein samþykkta félagsins.
14.
2.
Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
3. önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík frá
28. febrúar til hádegis 7. mars.
Reykjavík, 1. febrúar 1991
STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
fclk f
fréttum
KAUPMANNAHOFN
Viðurkenning fyrir
störf í þágu blindra
Sigrún Davíösdóttir, Kaupmannahöfn.
HALLDÓRI Rafnar fram-
kvæmdastjóra Blindrafélags
ins var fyrir skömmu afhent höfð-
ingleg gjöf úr sjóði eftir Carl Lud-
vig Pers verkfræðing og konu
hans, Florentine Alexandra Pers.
Gjöfin nemur 50 þús. d.kr., eða
um 500 þús. ísl.kr. og var afhent
við hátíðlega athöfn í Kaupmanna-
höfn í höfuðstöðvum danska
blindrafélagsins. Halldór tók sjálf-
ur á móti gjöfínni og Þorbjörg
Rafnar, eiginkona Halldórs, var
einnig viðstödd auk annarra gesta.
Carl Pers, sem dánargjöfín er
runnin frá, var verkfræðingur hjá
dönsku skipasmíðastöðinni Bur-
meister og Wain. Eftir að hann fór
á eftirlaun rúmlega sextugur setti
hann á stofn verktakafyrirtæki,
sem heitir Persolit og er þekkt fyrir-
tæki í sinni grein. Á efri árum dapr-
aðist Pers sjón og eftir lát hans
ákvað ekkja hans að mest allar eig-
ur þeirra rynnu í sjóð, sem blindir
ættu að njóta góðs af. Úthlutað
hefur verið úr sjóðnum í um þijátíu
ár. Halldór er fjórði útlendingurinn,
sem hlýtur framlag úr sjóðnum og
fyrsti Islendingurinn til að hljóta
þennan heiður.
Við afhendingu gjafarinnar
ávarpaði Svend Jacobsen formaður
danska blindrafélagsins gesti og
bað síðan Svend Christensen lög-
fræðing að stíga fram. Sá síðar-
nefndi vinnur hjá lögfræðistofunni
sem sér um ávöxtun dánargjafar-
innar. Hann tók fram að þegar
stungið var upp á Halldóri hefði
enginn efí verið á að þar færi mað-
ur, sem væri vel að gjöfínni kom-
inn, og valið hefði verið einróma.
Hingað til hefur gjöfin verið upp á
40 þús. d.kr., en var hækkuð í þetta
sinn upp í 50 þús. d.kr. með viðbót-
arframlagi frá Persolit-fyrirtækinu,
sem er enn rekið af fjölskyldu Pers
verkfræðings. Svend Christensen
afhenti síðan Halldóri gjöfina.
BILASYNINGIDAG KL. 13-17
Sumir bílar
eru
Honda Accord er búinn
miklum góðum kostum.
Kostagripir liggja ekki alltaf á
lausu, en þessi er það og til-
búinn til þinnar þjónustu. Bíll
fyrir alla og við allra hæfi.
Greiðsluskilmálar fyrir alla.
Verð frá kr. 1.360.000,- staðgr.
HHONDA
Svend Christiansen afhendir Halldóri Rafnar gjöfina. Á milli þeirra
sjást Þorbjörg Rafnar, eiginkona Halldórs, og Poul Lunebörg frá
danska blindrafélaginu.
Halldór Rafnar þakkaði góð orð
í sinn garð og fyrir þá virðingu sem
honum væri sýnd með þessari gjöf
og bar fram þakkir til forsvars-
manna dönsku blindrasamtakanna
fyrir gott samstarf. Hann rifjaði
upp kynni sín af Danmörku, en
hann kom fyrst til Kaupmannahafn-
ar með móður sinni á fund dansks
augnlæknis. Halldór var þá fjögurra
ára og þegar orðinn sjóndapur.
Halldór þakkaði einnig Þorbjörgu,
eiginkonu sinni, en hún hefur að
jafnaði farið með eiginmanni sínum
á fundi erlendis, eftir að hann
missti sjónina og stutt hann dyggi-
lega í starfí hans. Á eftir orðum
Halldórs las Guðný Berg blaðafull-
trúi danska blindrafélagsins upp
heillaóskaskeyti frá Vigdísi Finn-
bogadóttur forseta. Guðný er
íslensk, hefur starfað við blaða-
mennsku í Danmörku undanfarin
ár, en er nýtekin við starfí sínu hjá
danska blindrafélaginu.
Halldór var sjóndapur frá barn-
æsku, en stundaði nám og tók lög-
fræðipróf. Eftir ýmis störf sem lög-
fræðingur varð hann bæjarfógeti í
Reykjavík frá 1967-1975, þegar
hann missti sjón með öllu. Þá sneri
hann sér að störfum fyrir fatlaða
og síðan fyrir blinda. Störf Halldórs
Rafnars að málefnum blindra á ís-
landi eru vel kunn, en hann hefur
ekki aðeins starfað í þágu blindra
þar, heldur tekið ötullega þátt í
samstarfi blindra á erlendum vett-
vangi. Það er ekki síst hanh sem
hefur verið tengiliður blindra á ís-
landi og erlendis og mótað það sam-
starf. Hann var formaður norrænu
blindrasamtakanna í tvö ár, hefur
starfað í alþjóðasamtökum blindra
og unnið að því ásamt fulltrúum
norrænu blindrasamtakanna að
koma betra skipulagi á alþjóðlega
samvinnu blindrasamtaka.
Eftir afhendinguna sagði Halldór
við fréttaritara Morgunblaðsins að
úthlutunin hefði verið óvænt
ánægja. Það væri alltaf gaman,
þegar Islendingar flytu með í norr-
ænu samstarfi. Peningana sagði
hann vissulega góða og hann hygð-
ist fara vel og varlega með þá, en
þó gjafir væru góðar, þá þætti hon-
um þó meir um vert sú viðurkenn-
ing, sem fælist í gjöfinni og að til-
nefning hans hefði verið samþykkt
samhljóða.
COSPER
é
HONDA A fSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
Ég veit það, vekjaraklukkan mín er líka biluð
WJHOWDA