Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 9
MÖkGÚttBLAÐIÐ 1.AUGARDAGUR 2. MAHZ 1991
Fjölskylduverð:
Laugardaga
og sunnudaga
kl. 11.00-15.00
Skór 40 kr.
1 leikur fyrir 2 kr. 300,-
1 leikur fyrir 3 kr. 400,-
1 leikur fyrir 4 kr. 490,-
1 leikur fyrir 5 kr. 580,-
1 leikur fyrir 6 kr. 670,-
Keilusalurinn,
Öskjuhlíð, sími 621599.
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
1 árs nám í hótelrekstri. Lýkur með prófskírteini.
2 ára nám í hótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini.
Námið er viðurkennt af HCIMA.
Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum há-
skólum.
1 árs nám í ferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini.
Námskeið í almennum ferðaskrifstofustörfum.
IATA réttindi.
HOSTfl
32 ára reynsla
SEH réttindi.
Skrifið til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL,
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821.
HJÚKRUN 1991
Fyrirhuguó er ráðstefna á vegum hjúkr-
unarfélaganna 25. og 26. október 1 991.
Viðfangsefni ráðstefnunnar verða:
Gæóastýring i hjúkrun
Tölvur i hjúkrun
Klinisk ákvaróanataka i hjúkrun
Auglýst er eftir fyrirlesurum á þessa ráðstefnu.
Stuttri lýsingu á viðfangsefni skal skila fyrir 10. mars 1991
til undirritaðra-.
Gunnhildur Valdimarsdóttir,
formaður fræðslunefndar
Hjúkrunarfélags íslands,
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík
Svanlaug I. Skúladóttir,
formaður fræðslunefndar
Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfr.,
Lágmúla 7,
108 Reykjavík.
9
Tryggvi Gíslason skólameistari
Fullveldi, málvernd og
hlutverk fjölmiðla
Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskól-
ans á Akureyri, leggur orð í belg umræðunn-
ar um fjárfestingar erlendra aðila hér landi,
ótextað erlent sjónvarpsefni og málvernd, í
Akureyrarblaðinu Degi. Staksteinar glugga í
grein hans í dag.
SfeiMÉM?
Arðsemi og
verksvið fjöl-
miðla
Tryggvi Gíslason
skólameistari segir i
Degi:
„Haft er eftir forsætis-
ráðherra, Steingrími
Hermannssyni formanni
okkar framsóknar-
manna, í umræðum á
Alþingi um frumvarp
ríkisstjóraarinnar um
Qárfestingar erlendra
aðila, að íslensk dagblöð
og aðrir fjölmiðlar væru
ekki svo arðbær, að hann
hefði af því áhyggjur, að
útlendingar sæktust eftir
að eignast þau. Þetta
frumvarp ríkisstjórnar-
innar er liður i undirbún-
ingi að stofnun innra
markaðar Evrópusamfé-
lagsins EEC og hugsan-
legri aðild íslendinga að
Evrópska efnahagssvæð-
inu ESS og fjórfrelsinu
margfræga.
Fyrir skömmu afnam
menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson, fyrrum
ritstjóri Þjóðviljans, mál-
gagns sósíalisma, þjóð-
frelsins og verkalýðs-
hreyfingar, þýðmgai'-
skyldu á erlendum frétt-
um og fréttatengdu efni
í sjónvarpi. Islendingum
var með þeim hætti opn-
aður giuggi til umheims-
ins. Ungir og aldnir,
lærðir og leikir geta nú
horft á beinar útsending-
ar enskra og bandarískra
sjónvarpsstöðva í íslensk-
um fjölmiðlum af stríðs-
rekstri skillítilla manna
við Persaflóa.
En vegna ummæla for-
sætisráðherra um íslensk
dagblöð langar mig til
að benda á, að dagblöð
og aðrir fjölniiðlar
heimsins eru ekki reknir
vegna arðsemimiar einn-
ar, heldur era þetta
áhrifamikii tæki; upplýs-
ingastofnanir, áróðurs-
stöðvar — og skólar —
allt í seim. Verði frum-
varp ríkisstjórnariimar
um fjárfestiiigar er-
lendra aðila að lögum,
gætu fjölþjóðafyrirtæki
hins nýja auðmagns
stofnað sjónvarpsstöð
eða útvarp á íslandi eða
gefið út dagblað til þess
að afla kenningum sinum
fylgis ...“
Glugginn
menntamála-
ráðherrans
Síðar í grein Tryggva
segir:
' „Ef údendingum sýn-
ist, geta þeir stofnað Rás
3 — eða rás í þriðja veldi
— og opnað augu okkar
fyrir nýjum sannleik,
sem á ekkert skylt við
þröngsýna stefnu okkar
framsóknarmaima fyrir
norðan, og ef kenning
Jónasar Krisljánssonar
ritsjóra DV er rétt, eig-
um við líka kost á að
flyda inn frá útlöndum
fréttamenn og ódýrari
og betri fréttir og frá-
sagnir en við búum við
hér heima. Þá getum við
auk íslensks landbúnaðar
lagt niður Tímann og
Dag og Morgunblaðið og
DV og sparað okkur fé
og fyrirhöfn. En til þess
þurfum við auðvitað öll
að geta skilið erlenda
málið, enskuna til jafns
við ísleskuna.
Og þá kemur glugginn
menntamálaráðherrans
til sögunnar. Glugginn sá
getur með skjótum hætti
kennt öllum að tileiuka
sér enskar fréttir — og
tala um heimsmálin á
ensku — og það er full-
komnað. Þetta er þá ef
til vill nokkur graður
leikur allt saman, eins og
memi segja hér fyrir
norðan.“
Verndun þjóð-
tungnnnar
í grein Tryggva segir
og:
„Ef ráðherrar halda
að íslensk tunga þoli, að
enskt sjónvarpsefni flæði
inn um glugga okkar til
umheimsins dag og nótt,
ár og sið, þekkir sá hinn
sami ekki sögu þjóða og
tungumála. Tungumál
koma og fara eins og
kynslóðir. Ekki svo að
skilja, að þjóðtunga líði
undir lok í einni svipan.
En þegar menn hætta að
nota tungu sina við öll
störf og alla iðju í samfé-
laginu veslast hún upp
og missir þrótt af meg-
urð, og að lokum deyr
hún hægt, og engiim
verður þess var frekar
en þegar Doly Pentreath
gamla dó árið 1777 102
ára gömul i húsi sinu
Mousehol á Comwall og
með henni tungumálið
komvelska sem eitt sinn
var höfuðmál á þeim
slóðum.
íslensk tunga hefur
ekki varðveist fyrir ein-
hveija tilviljun örlag-
aima, heldur af því að
meim voru sér þess með-
vitaðir lengi að beijast
þarf fyrir tungunni — og
menningmini. Sú stað-
reynd breytist ekki, þótt
nýjar kenningar um við-
skipti og verslun komi
fram. Ef memi hætta að
nota móðurmál sitt nema
til þess að tala við hund-
inn sinn, líður það undir
lok ...
Höfuðviðfangsefni Al-
þingis er að varðveita
tungu, menningu og full-
veldi íslendinga. I um-
ræðunni um aukin sam-
skipti og samvinnu þjóða
— sem eru sjálfsögð og
eðlileg og óumflýjanleg
— verður því að taka til-
lit til fleiri þátta en hins
fjóreina frelsis Evrópu-
samfélagsins EEC ...
Ef þingmenn og ráð-
herrar vilja greiða götu
erlends fjármagns og er-
lendra aðila í landinu,
verða þeir að gera sér
Ijósar staðreyndir, sem
gilda um tungumál þjóða,
menningu þeirra og full-
veldi. Þjóðríki og þjóð-
eniisvitund eru nefnilega
ekki dauð ennþá. Það
sannar barátta fólks um
allan heim fyrir þjóð-
tungu sinni, sérstakri
memiingu — og full-
veldi.“
Margt smátt gerir eitt
STORT
Á laugardögum söfnum viö einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum.
KWCWNNAB SKÁTA
Dósakúlur um allan bæ
r
V.
FLUGLEIDIR
Aðalfundur Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1991 í
Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf. skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild
til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins, munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif-
stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og
með 13. mars nk. frá kl. 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir
kl. 12:00 á fundardegi.
Stjórn Flugleiða hf.