Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 17 Söfnunardagur Þjóð- þrifa á laugardögum ÞJÓÐÞRIF, átak skáta, hjálpar- sveita og Hjálparstofnunar kirkjunnar, hafa vikulega verið með söfnunardag á laugardög- um frá því í haust. Þjóðþrif hafa sett upp ríflega 50 söfnun- arkúlur, svonefndar dósakúlur, til að gefa almenningi kost á að losa sig við einnota umbúðir á einfaldan hátt. Á hveijum laugardegi gefst fóki kostur á að hringja í síma Þjóð- þfifa og fá umbúðirnar sóttar heim. Síðasta laugardag lagði Jú- líus Sólnes, umhverfisráðherra, Þjóðþrifum lið og fór m.a. heim til Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, til að sækja umbúðir. Hagnaður starfseminnar mun fara í að efla starf þeirra samtaka sem að fyrirtækinu standa. Auk þess mun hluta fjárins verða varið til umhverfismála og umhverfis- fræðslu og má sem dæmi nefna að árlega verður gróðursett eitt tré fyrir hveijar þúsund umbúðir sem safnast. Símar Þjóðþrifa sem fólk getur hringt í að laugardögum til að fá umbúðir sóttar heim eru 23190 og 621390. Samdráttur í sölu kísiljárns: Markaður gæti lagast að ári JÓN Sigurðsson, framkvæmda- sij óri j árnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, segir að þó þess sjáist ekki nein merki nú, þá kunni markaðsverð á kísiljárni að fara hækkandi á fyrri hluta næsta árs. Nokkurn veginn föst regla sé um fjögurra og hálfs árs sveiflu á markaðnum, og standist það ætti verðið að fara hækkandi á næsta ári. „í þessum viðskiptum hefur verið nokkurn veginn föst regla um fjög- urra og hálfs árs verðsveiflu, og sú sveifla hefur verið mjög áberandi og ekki með miklum frávikum. Ef þessi sveiflukenning stenst þá á þetta að lagast jafnvel á fyrri hluta næsta árs,“ sagði Jón Dr. Eva Benendiktsdóttir, örverufræðingur á fisksjúkdómadeildinni að Keldum, tekur fyrstu skófl- ustunguna að nýja húsinu. Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnaði í gær þjónustumiðstöð við skautasvellið í Laugardal. Við athöfnina hélt einnig ávarp Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Við opnun þjónustumiðstöðvarinnar við skautasvellið í Laugardal sýndu félagar úr Skautafélagi Reykjavíkur isknattleik. Einnig sýndu félagar úr Skautafélagi Akureyrar listdans við athöfnina. Þjónustumiðstöð opnuð við skautasvellið í Laugardal DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, opnaði í gær þjónustumiðstöð við vélfrysta skautasvellið í Laugardal. I miðstöðinni eru böð og búningsherbergi, auk þess sem þar verður starfrækt skautaleiga, skerpingarþjón- usta, veitingasala og önnur þjónusta við gesti skautasvells- ins. Miðstöðin er 472 fermetrar að stærð. Við opnun þjónustumiðstöðvar- innar sagði Júlíus Hafstein, form- aður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, að kostnaður við byggingu skautasvellsins og þjón- ustumiðstöðvarinnar væri 165 milljónir króna. Aðsókn að svell- inu hefði verið mjög góð frá því það var tekið í notkun í desember og það væri íþróttaáhugamönnum í borginni mikið ánægjuefni, að þetta mannvirki væri nú fullgert. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að í raun væri þetta í annað sinn, sem fagnað væri byggingu þessa mannvirkis og vonandi ættu menn eftir að fagna í þriðja sinn, þegar byggt hefði verið yfir svel- lið. Hér væri um að ræða góða viðbót við þá starfsemi, sem fram færi í Laugardal, en dalurinn væri að verða sannkölluð útilíf- sparadís. Bygging húss til fisk- eldisrannsókna hafin FYRSTA skóflustunga að grunni nýs húss til rannsókna á lífeðlisfræði og sjúkdómum eldisfiska við Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði að Keld- um var tekin í gær. Fiskjúk- dómadeildin við Tilraunastöð- ina á Keldum, Líffræðistofnun Háskóla Islands og dýralæknir fisksjúkdóma fá afnot af húsinu í byrjun. Stefnt er að því að húsið verði fullbúið fyrir lok ársins. Rannsóknarráð ríkisins hafði forgöngu um að safna saman aðilum sem höfðu áhuga og hags- muna að gæta í því að efla slíkar rannsóknir til að leggja sameigin- lega fé til verksins. Þeir eru auk Rannsóknarráðs ríkisins og Til- raunastöðvarinnar á Keldum, sjávarútvegsráðuneytið, landbún- aðarráðuneytið, Háskóli Islands, Reykjavíkurborg og Landssam- band fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Umræddir sjö aðilar munu leggja fram um sjö milljónir hver úr sjóðum á eigin vegum. Ekki er sérstök fjárveiting til hússins á fjárlögum önnur en sú sem Til- raunastöðin á Keldum fær til þátt- töku í samstarfinu. Fyrirhugað hús er um 935 fer- metrar að stærð og verður byggt úr forsteyptum einingum. Áætlað- ur heildarkostnaður við húsið fullfrágengið er tæplega 100 milljónir og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið í desember • Lars P. Gammelgaard: Stefna Dana gagnvart Lit- háen sú sama og Islendinga Kaupmannahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. LARS P. Gámmelgaard, formað- ur þingflokks danska Ihalds- flokksins, sem fer með stjórnar- forystu í Danmörku, lýsti því yfir á þingi Norðurlandaráðs í gær að stefna Dana og íslend- inga gagnvart Litháen væri sú sama, og báðar þjóðir stefndu að því að koma á stjórnmála- tengslum jafnskjótt og auðið í fyrradag undirntuöu Uffe Elle- man-Jensen, utanríkisráðherra Dana, og Algirdas Saudargas, ut- anríkisráðherra Litháa, samning þar sem lýst er yfir að stjórnmála- tengsl verði tekin upp jafnskjótt og ástandið leyfi. Elleman-Jensen hef- ur lýst yfir að sambærilegir samn- ingar verði gerðir við Eistland og Lettland á næstu dögum. Stefna dönsku stjórnarinnar virðist þvi vera að færast nær þeirri stefnu, sem íslendingar hafa markað. Það fer þó ekki á milli mála að íslendingar njóta áfram sérstakrar vináttu Litháa fyrir að vera fyrsta ríkið til að viðúrkenna Litháen og lýsa yfir að stjórnmálatengslum verði komið á. „ísland er bezti vin- ur okkar. Skilaðu kveðju heim til íslands,“ hrópaði einn af litháensku gestunum á þingi Norðurlandaráðs til blaðamanns Morgunblaðsins í kveðjuskyni við þinglok í gær. Nýja BMW 3 gerðjjj afhjúpuð í fyrsta sinn á Hótel íslandi. Bílaumboðið hf.: Nýr BMW kynntur um helgina NÝR BMW bíll, af 3 gerð, verður kynntur hjá Bílaumboðinu hf. í Reykjavík nú um helgina. Að sögn Högna Jónssonar sölusljóra er þessi bíll að flestu leyti ný hönnun sem veitir aukið akstursör- yggi, meira rými og bíllinn stenst öryggiskröfur í árekstrarprófum sem gerðar eru til mun stærri bíla. Högni segir að hinn nýi BMW þeim ef árekstur verður og dregur 3 hafi nýja yfirbyggingu. Að inn- anmáli er hann stærri en forveri hans og býður sama pláss og í eldri gerð af BMW 5. Hjólabúnað- ur að aftan er sambærileg hönnun og er í sportbílnum BMW Z1 og með þessum nýja BMW 3 eru allar gerðir BMW með jafna þyngdar- dreifingu á fram- og afturöxul, sem hefur mikið að segja varðandi akstursöiyggi, að sögn Högna. BMW 3 á að þola árekstur á 15 km hraða án teljandi skemmda og algjörlega án skemmda á 4 km hraða. Öiyggisbelti í framsætum eru með búnaði sem strekkir á þannig úr líkum á slysum. Gírkassar eru nýir og hingað verða fluttir bílar með rafstýrðri sjálfskiptingu sem hægt er að stilla á þijá mismunandi vegu. Bílaumboðið er með fyrstu aðil- um utan Þýskalands sem fær þennan bíl til sölu, að sögn Högna, en bíllinn var fyrst kynntur í des- ember síðastliðnum. Hér verða á markaði gerðirnar 318i og 320i, hægt verður að sérpanta 325 og með haustinu er 316 væntanlegur. Sýning Bilaumboðsins verður laugardag og sunnudag, klukkan 13 til 15 báða dagana. „íslendingar hafa ákveðið að setja upp sendiráð í Eystrasaltsríkj- unum eins fljótt og auðið er. Það er líka afstaða Dana. Svo skjótt, sem auðið er, munum við gera þetta. Við viljum styðja Eystrasalts- ríkin á allan hátt,“ sagði Gam- melgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.