Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
Loðnuverksmiðjur fái 300
milljónir kr. til úreldingar
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur kynnt fisk-
mjölsframleiðendum hugmyndir
sínar um að loðnuverksmiðjur fái
300 milljónir króna til úreldingar.
Hugmyndin er sú að þær verk-
smiðjur, sem eftir verði, greiði
60% af upphæðinni, sem veitt yrði
til úreldingarinnar, eða 180 millj-
ónir, en ríkið afganginn. Þá verði
Síldarverksmiðjur rikisins gerðar
að hlutafélagi og 25% af hluta-
fénu verði selt i ár en úreldingar-
sjóður verksmiðjanna fái ágóð-
ann.
greitt 300 milljónir vegna úrelding-
ar, því loðnuverksmiðjurnar eru allar
komnar að fótum fram eftir loðnu-
brest í ár og lélegt ár í fyrra. Við
munum eiga fullt í fangi með að
greiða þær skuldbindingar, sem við
höfum þegar tekið á okkur og þurf-
um að taka á okkur vegna ástands-
ins. Þessar litlu loðnuveiðar undan-
farið, hjálpa okkur lítið.“
Gunnlaugur Sævar segir að öllum
beri saman um að loðnuverksmiðj-
urnar séu of margar. Benda megi á
að ríkið reki fjórar stórar loðnuverk-
smiðjur og hugsanlega megi leggia
einhveijar þeirra niður. „Við fögnum
aftur á móti þeim hugmyndum ráð-
herra að breyta Síldarverksmiðjum
ríkisins í hlutafélag,“ segir Gunn-
laugur Sævar.
Hann segir að Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjan í Reykjavík og
Lýsi og mjöl í Hafnarfirði hafi verið
sameinuð í eitt fyrirtæki, Faxamjöl,
haustið 1989. Þetta fyrirtæki sé í
rauninni með þrjár verksmiðjur, á
Kletti, í Örfirisey og Hafnarfirði.
Verkmiðjan í Hafnarfirði hefur nær
eingöngu brætt bein í vetur og verk-
smiðjan á Kletti hefur brætt loðnu
en fyrirtækið hefur ekki gangsett
verksmiðjuna í Örfírisey. „I framt-
íðinni verðum við vonandi með eina
verksmiðju, sem yrði í Örfirisey og
væntanlega búin gufuþurrkurum en
ekki eldburrkurum."
Freyr seldur
Eyjavík hf.
VESTMANNAEYJABÆR, sem
keypti bátinn Frey VE fyrir
skemmstu, hefur selt bátinn
Eyjavík hf. Bátnum fylgir 550
þorskígildakvóti. Freyr var áður
í eigu útgerðarfélagsins Óskars
hf. og hafði verið gerður kaup-
samningur milli þess og Brimness
á Flateyri en Vestmannaeyjabær
nýtti forkaupsrétt sinn.
Samstarf hafði tekist með Útgerð-
arfélagi Flateyrar og Brimnesi að
kaupa Frey VE. Brimnes ætlaði að
nota bátinn á línuveiðar en Útgerðar-
félagið hafði augastað á kvóta sem
fylgdi bátnum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var kaup- og söluverð skips-
ins 140 milliónir kr.
„Ég á ekki von á öðru en að ein-
hverjir innan okkar raða séu tilbúnir
að úrelda sínar verksmiðjur fái þeir
styrk til þess,“ segir Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson formaður Fé-
lags íslenskra fiskmjölsframleið-
enda. Sjávarútvegsráðherra vildi
upphaflega að verksmiðjurnar
fengju 400 milljónir til úreldingar
og þær greiddu sjálfar 300 milljónir
af því. „Við sjáum ekki að við getum
Tálknafj örður:
Yfir 30 útlend-
ingar í vinnu
Tálknafirði.
„ATVINNUÁSTAND á Tálkna-
firði hefur alltaf verið gott og lítið
sem ekkert atvinnuleysi síðustu
ár,“ sagði Brynjólfur Gíslason
sveitarstjóri Tálknafjarðarhreps
í samtali við Morgunblaðið.
Á íjórða tug útlendinga starfa í
fiski á staðnum, mest hjá Þórsbergi
hf. sem er saltfisksfyrirtæki. Einnig
er þó nokkuð um innlenda aðkomu-
menn, bæði hjá Hraðfrystihúsi
Tálknafjarðar og sumum fiskeldis-
fyrirtækjum, en þau eru þijú talsins.
Togarinn hefur aflað ágætlega og
eru tveir bátar farnir á net, en línu-
aflinn hefur verið frekar slakur und-
anfarið.
Að sögn Brynjólfs sveitarstjóra
er kominn vorhugur í Tálknfirð-
-inga.„Það hefur nú einhvern tímann
þótt fréttnæmt þegar menn eru að
steypa einbýlishús í janúar og febr-
úar,“ sagði Brynjólfur Gíslason að
lokum.
— R. Schmidt.
Verðlagsráð
sjávarútvegsins:
Obreytt
lágmarks-
verð á rækju
Á FUNDI yfirnefndar Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins síðastliðinn
miðvikudag varð samkomulag um
að lágmarksverð á rækju frá 1.
márs til 31. maí 1991 skuli vera
óbreytt frá því verði, sem gilti til
28. febrúar 1991.
Samkomulag varð í yfirnefndinni
um svofellda bókun: „Seljendur og
kaupendur í yfirnefnd eru sammála
um að mæla með því að verðlagning
rækju eftir stærðarflokkum verði
endurskoðuð fyrir næstu verðlagn-
ingu með það í huga að stuðla að
hagkvæmari verðhlutföllum.“
I yfirnefndinni áttu sæti Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, sem jafnframt var oddamaður,
af hálfu seljenda Guðjón A. Kristj-
ánsson, forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, og Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, en af hálfu kaupenda Lárus
Jónsson, framkvæmdastjóri Félags
rækju- og hörpudiskframleiðenda,
og Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Félags Sambandsfisk-
framleiðenda.
Fjórhjóladrifsbíll ársins
í Bandaríkjunum.
Ný 155 ha V6 4.01. EFI vél,
tölvustýrö innspýting.
Grindarbíll með öflugum hásingum.
Skipting í fjórhjóladrif á ferö.
ABS bremsukerfi aö aftan.
Diskalæsingar.
Allur búnaöur rafstýrður.
Glæsilegar
leöurinnréttingar fáanlegar.
Loksins alvöru jeppi
sem sameinar svo meistaralega
lúxusbílinn, hörkutólið
og frábært verð. Finndu muninn..
Globus?
Lágmúla 5, sími 681555
HÉ8SNÚ AUGIÝS