Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 2
..MORGUnWaDIÐ iÍÁtíuÁláifeM-í'/jíMz:^!' £ Þjóðleikhússtjóri um uppsagnir leikara: Eðlileg breyting á starfsmannahaldi og vonandi til góðs Félag íslenskra leikara kannar lögmætið NOKKRIR fastráðnir starfsmenn Þjóðleikhússins hafa að undanfömu fengið uppsagnarbréf frá Stefáni Baldurssyni, nýráðnum Þjóðleikhús- stjóra. Stefán segir að verið sé að gera eðlilegar breytingar á starfs- mannahaldi. Uppsagnirnar ná til leikara, leiksljóra og annarra starfs- manna og verður nýtt fólk ráðið í öll störf sem losna. Málið hefur ekki verið tekið fyrir verður vonandi leikhúsinu til góðs,“ hjá Félagi íslenskra leikara en reikn- að er með að það verði gert strax eftir helgi. Randver Þorláksson, leik- ari og trúnaðarmaður leikara hjá Þjóðleikhúsinu, sagði í gærkvöldi að þetta mál hefði ekki verið rætt sér- staklega á meðai leikara en hann átti von á því að það yrði gert eftir helgi. Hann sagði að ekki væri ljóst hveijum yrði sagt upp og ekki held- ur hvemig leikarar myndu bregðast við þessu. Verið væri að skoða hvort löglega væri staðið að þessum upp- sögnum. „Það er ekkert launungarmál að það er verið að segja upp nokkrum starfsmönnum. Málið er á viðkvæmu stigi eins og er, enda er þessu ekki alveg lokið og því vil ég ekki gefa upp nein nöfn í þessu sambandi," segir Stefán Baldursson, nýráðinn Þjóðleikhússtjóri. Hann sagðist telja eðlilegt að ein- hveijar breytingar væru gerðar þeg- ar nýr leikhússtjóri tæki við. „Það er verið að fara yfir starfsmanna- hald í húsinu og allt skipulag Þjóð- leikhússins. Það er eðlilegt að hlut- imir séu endurskoðaðir þegar nýr maður tekur við forystu. Nokkmm aðilum verður sagt upp, aðrir segja hugsanlega upp, starfssvið nokkurra verður endurskoðað og einhveijar tilfærslur verða á fólki. Allt þetta Launahækkun sagði Stefán. Hann sagði mjög misjáfnt hversu margir störfuðu hjá Þjóðleikhúsinu. Fastráðnir starfsmenn væru eitt- hvað á annað hundrað en þegar litið væri til heils árs þá skiptu þeir hundmðum sem væm á iaunaskrá. „Þó verið sé að losa fólk af föstum samningi hér þá er alls ekki verið að hafna því sem listafólki. Þetta fólk á þess kost að starfa áfram í Þjóðleikhúsinu í einstökum verkefn- um. Ráðið verður í allar þær stöður sem losna og að hluta til verður það yngra fólk sem kemur inn. Það hefur verið ískyggilega lítil hreyfing á samningum hér. Þessar aðgerðir virka ef til vill dálítið mis- kunnarlausar en það má ekki gleyma því að mikill meirihluti leikarastétt- arinnar hefur ekki átt kost á föstum samningum og er á lausum samning- um,“ sagði Þjóðieikhússtjóri. Stefán tók við sem Þjóðleikhús- stjóri um áramót og mun hann halda um stjómvölinn ásamt Gísla Alfreðs- syni, fráfarandi Þjóðleikhússtjóra, fram til 1. september í haust. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Prófkjör fór í gær fram í Háskóla íslands vegna rektorskjörs sem þar fer fram 5. apríl. Rektorslgör undir- búið í Háskólanum ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Islands, hlaut flest atkvæði í prófkjöri, sem haldið var í gær vegna rektorskjörs við skólann, en það fer fram 5. apríl næstkomandi. Þórólfur hlaut 37,3% atkvæða en næstur kom Sveinbjörn Björns- son, prófessor í raunvísindadeild, með 28,5%. Niðurstaða próf- lyörsins er ekki bindandi heldur verða allir prófessorar við skól- ann í kjöri í rektorskjörinu. I prófkjörinu vegna rektors- kjörsins greiddu atkvæði 489 kennarar og starfsmenn og 751 stúdent, en atkvæði stúdenta vega einn þriðja af öðrum atkvæðum. Þórólfur Þórlindsson hlaut 37,3% atkvæða, Sveinbjörn Bjömsson 28,5%, Tómas Helgason, prófess- or í læknadeild 9,4%, Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði- deild 7,5% og Höskuldur Þráins- son, prófessor í heimspekideild 5,2%. Rektorskjör við Háskólann fer fram föstudaginn 5. apríl og verða allir prófessorar við skólann þá í kjöri. Tillaga fjármálaráðherra í ríkissljórn: Hafnarfjörður: Sund og dagvist hækkar um 10% BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt um 10% hækkun á gjaldskrá dagvistarheimila og sundstáða frá og með 1. mars. Að sögn Þorsteins Steinssonar fjármálastjóra, hafa dagvistar-, gjöld ekki hækkað síðan árið' 1989. Gjald fyrir 4 klukkustundir á leik- skóla er nú kr. 5.300, hækkar um 10,42%, en það var kr. 4.800 fyrir hækkun. Fyrir 5 klukkustundir á leikskóla er gjaldið kr. 6.800, hækk- ar um 9,68%, var kr. 6.200. Gjald fyrir forgangshópa á dag- heimilum er nú kr. 7.900, hækkar um 9,72%, úr kr. 7.200. Almennt gjald á dagheimilum er kr. 12.300, hækkar um 9,82%, úr kr. 11.200. Þá hefur gjaldskrá sundstaða bæjarins hækkað um 10% að meðal- tali, úr kr. 90 í kr. 100, fyrir full- orðna fyrir hvert sinn og úr kr. 45 í kr. 50 fyrir börn. Tíu miðar fullorð- inna hækka úr kr. 810 í kr. 900 og þijátíu miðar hækka úr kr. 2.000 í kr. 2.200. Tíu miðar barna hækka úr kr. 260 í kr. 300. Gjald fyrir gufubað hækkar úr kr. 190 í kr. 210 og tíu miðar hækka úr kr. 1.620 í kr. 1.820. Gjald fyrir 25 mín. í ljósalampa með aðgangi að sundi er kr. 400 var kr. 390. Tíu miðar í ljósalampa hækka úr kr. 3.400 í kr. 3.500 og gjald fyrir guf- uböð og ljósalampa hækka úr kr. 480 í kr. 490. Kort sem gilda í sex mánuði hækka úr kr. 7.000 í kr. 7.700. Þá er í fyrsta sinn boðið upp á árskort og kosta þau kr. 15.400. I Framkvæmdum fyrir 2 milljarða íaS?skeiðft verði flýtt til að tryggja atvinnu ÝMSAR framkvæmdir á vegum ríkisins, eða sem ríkið greiðir fyrir, verða fyrr á ferðinni en áður var ráð fyrir gert, ef tillögur fjármála- ráðherra ná fram að ganga. Þarna er um að ræða byggingu stórs flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, endurbætur og stækkun Egilsstaðaflugvallar, hafnarframkvæmdir vegna hugsanlegrar þil- plötuverksmiðju í Þorlákshöfn og breikkun Reykjanesbrautar. Fjár- málaráðherra kynnti þessar tillögur á ríkisstjórnarfundi í gær. BORGARRAÐ hefur samþykkt, að laun vagnstjóra Strætisvagna Reykjavíkur skuli hækka úr 231 launaflokki í 234 flokk að loknum tveimur námskeiðum. Vagnstjór- ar með 10 ára starfsreynslu hækka nú þegar en þurfa eftir sem áður að sitja námskeiðin. Að sögn Jóns G. Kristjánssonar, starfsmannastjóra Reykjavíkurborg- ar, er ákvörðun um námskeið vagn- stjóra og kauphækkun að því loknu, eldri en þjóðarsáttin. Markmiðið er að kynna vagnstjórum leiðakerfið og ýmis önnur tæknileg atriði viðkom- andi akstrinum auk leiðbeininga í mannlegum samskiptum með bætta þjónustu í huga. Grunnlaun vagnstjóra í efsta þrepi í 231 flokki voru um 58 þús. krónur á mánuði en að loknum námskeiðum miðast þau við 234 flokk eða um 63 þús. krónur á mánuði fyrir dagvinnu. „Tilefnið er það að við erum að ganga frá tillögum um lánsfjárlög. Við höfðum reiknað með því, þegar við gengum frá fjárlögunum, að líta yfir framkvæmdasviðið i febrúar- mars. Og nú bendir allt til þess að það verði ekki framkvæmdir í virkj- unum eða við byggingu álvers í sum- ar og þess vegna þarf að skoða vand- lega hvað annað er hægt að setja í forgang, bæði til að tryggja fram- kvæmdir og atvinnu í landinu og eins til að flýta þeim verkefnum svo þau rekist ekki á stóriðju- og virkj- anaframkvæmdir ef til þeirra kynni að koma á næsta ári eða árum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra í gær. Ólafur Ragnar sagðist hafa átt í viðræðum við Flugleiðir um bygg- ingu nýs flugskýlis á Keflavíkurflug- velli, og sagði hann forsvarsmenn Flugleiða hafa tjáð sér að hægt væri að flýta byggingu þess. Sagðist hann myndu leggja til að aðflutn- ingsgjöld, sem tengdust bygging- unni, yrðu felld niður. í þessu skýli yrði hægt að vinna alla viðgerðar- og viðhaldsvinnu við þotur Flugleiða og einnig opnuðust möguleikar á að keppa um viðhaldsverkefni á alþjóð- legum mörkuðum. Reiknað er með að um 200 geti haft atvinnu við það. Upphaflega var áætlað að endur- bætur og stækkun Egilsstaðaflug- vallar yrði ekki á dagskrá á þessu ári: En fjármálaráðherra sagði að nú kæmi til greina að flýta þessum framkvæmdum og taka til þess lán, enda gætu þær komið að góðum notum, ef farið yrði í Fljótsdalsvirkj- un síðar meir. Þá sagði Ólafúr Ragnar að breikk- un og lýsing Reykjanesbrautar, að minnsta kosti hluta hennar, væri nauðsynleg af öryggisástæðum og gæti einnig komið að góðum notum, ef álver yrði reist á Keilisnesi. Fjármálaráðuneytið hefur átt í viðræðum við Þorlákshafnarbúa, en þeir hafa rætt við breskt fyrirtæki um að reisaþilplötuverksmiðju. Fjár- málaráðherra sagði að lagt yrði til að veita heimild í lánsfjárlögum til að taka lán vegna hafnaraðstöðu vegna verksmiðjunnar. Einnig gæti komið til greina að flýta hafnarfram- kvæmdum vegna nýrrar Vest- mannaeyjaferju. Loks sagði fjármálaráðherra að ýmsar smærri framkvæmdir um landið væru á því stigi að það gæti verið réttlætanlegt að hraða þeim. Alls sagði hann að gera mætti ráð fyrir að þessar framkvæmdir kost- uðu um 2 milljarða króna. Nokkrar af ofangreindum fram- kvæmdum eru á Reykjanesi. Þegar fjármálaráðherra var spurður hvort tengja mætti þessar tillögur kom- andi kosningum, sagði hann að menn stæðu frammi fyrir þeirri spumingu hvort ekki ætti að gera neitt, og eiga yfir höfði sér atvinnuleysi, eða hvort ætti að fara í þessar fram- kvæmdir, sem væru skynsamlegar í sjálfu sér og nauðsynlegar. „Ég get ekki skotið mér undan verkefnum af þessu tagi þótt ég sé í framboði í Reykjaneskjördæmi," sagði hann. Ríkisstjómin mun taka afstöðu til málsins innan tveggja vikna. Þegar Halldór Ásgrímsson starfandi for- sætisráðherra var spurður álits á þessum tillögum, sagði hann mestu máli skipti að halda efnahagsraálun- um í þeim farvegi sem þau væru nú í. Ekkert mætti gera sem ylli hækk- un verðbólgu eða vaxta, og mál sem þessi yrði að skoða í því ljósi hvenær og hvort farið yrði í virkjunarfram- kvæmdir og byggingu álvers. Þá væri líklegt að draga þyrfti úr opin- berum framkvæmdum og því kunni að vera skynsamlegt að flýta fram- kvæmdum sem fara ætti í áður en þær stórfelldu framkvæmdir byij- uðu. „Það er þó ekki hægt að ákveða mál sem þessi fyrr en mat hefur verið lagt á þýðingu þeirra fyrir mikilvægustu stærðir í efnahags- málum,“ sagði Halldór Ásgrímsson. AUK verðlaunuð fyrir athyglis- verðustu dagblaðsauglýsingxma IMARK, íslenski markaðsklúbburinn, gekkst fyrir samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar síðasta árs og voru úrslitin kunn- gjörð í Borgarleikhúsinu í gær. Valið stóð um athyglisverðustu auglýsingar í dagblöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi. Auglýsingastofan AUK , hf. fékk fyrstu verðlaun fyrir auglýs- ingu í dagblaði fyrir auglýsinguna Gleðileg jól og farsælt komandi ferðaár, en auglýsandi var Flug- leiðir hf. Fyrstu verðlaun fyrir tímaritsauglýsingu hlaut auglýs- ingastofan Hvíta húsið fyrir Sjáðu hvað þú getur fengið hvítar og fallegar tennur ef þú drekkur ekki mjólk. Auglýsandi var Mark- aðsnefnd mjólkuriðnaðarins. Fyrir útsent efni hlaut auglýs- ingin Á jólaróli fyrstu verðlaun. Auglýsingastofan AUK hf. gerði auglýsinguna fyrir Osta- og smjörsöluna. Fyrir auglýsingaher- ferðir hlaut auglýsingastofan Hér og nú fyrstu verðlaun fyrir Lífið er happdrætti sem unnin var fyrir Happdrætti SÍBS. Fyrir athyglisverðustu auglýs- ingu í sjónvarpi hlaut auglýsinga- stofan Hvíta húsið/Hugsjón fyrstu verðlaun fyrir Berlín sem gerð var fyrir Kreditkort hf. Aug- lýsingastofan Gott fólk hlaut fyrstu verðlaun fyrir athyglisverð- ustu auglýsingu í útvarpi sem var 1-2-3 og nú allir af stað sem gerð var fyrir Úrval-Útsýn. Hvíta húsið hlaut fyrstu verð- laun í flokki umhverfisgrafíkur fyrir Setbergshlíð sem gerð var fyrir SH-verktaka. í flokki vöru- og fírmamerkja hlaut auglýsinga- stofan Ydda hf. fyrstu verðlaun fyrir Hraðbankann. Óvenjuleg- asta auglýsingin var valin Fatan sem Hvíta Húsið gerði fyrir Sam- tök íslenskra auglýsingastofa. Morgunblaðið/KGA Gunnar Steinn Pálsson, einn af eigendum Hvíta hússins, og Sólveig Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri SÍA fagna kjöri óvenjulegustu auglýsingarinn- ar 1990, Fötunnar, sem Hvíta húsið gerði fyrir SÍA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.