Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 20
20 !' MRÓÚNB]Íföí^:<ÍMjÓÁíRb^Ú%S'1^£1Í991 Afleiðingar stríðsins fyrir botni Persaflóa: Loftvamakerfi Sovét- ríkjanna endurskoðað Moskvu. Reuter. DIMITRÍJ Jazov varnarmála- ráðherra Sovétríkjanna sagði á fimmtudag að Sovétmenn hefðu ákveðið að endurskoða Ioft- vamir sínar í yósi hins mikla ósigurs íraka í stríðinu við Persaflóa, að sögn TASS-frétta- stofunnar. Sovétmenn hafa um árabil selt Irökum meira af vopnum en nokk- urt annað ríki en bandamenn mol- uðu íraska herinn og vamarkerfi hans mélinu smærra í bardögum í írak og Kúveit. „í ljósi þess sem átti sér stað í írak og Kúveit er nauðsynlegt að endurskoða loft- vamir okkar eins og þær leggja sig,“ sagði Jazov. Ummæli hans em fyrsta vísbendingin um að Sovétmenn hafí dregið mikilvæg- an lærdóm af upprætingu íraska hersins sem þeir sáu fyrir vopnum og þjálfuðu en þúsundir sovéskra hemaðarráðgjafa hafa dvalist þeirra erinda í írak undanfarin ár. TASS hafði eftir Jazov að „snöggir blettir" væra á sovéska loftvamakerfinu og „loftvarnir ír- aka hefðu brugðist á nær öllum sviðum". Hins vegar sagði Jazov að írakar hefðu skotið niður 93 orrustuflugvélar bandamanna, að- allega með sovésksmíðuðum Shílka-loftvarnarkerfum. Sá flug- vélafjöldi sem hann nefnir er mun meiri en bandamenn segjast hafa misst. Vopnahlésbrot vegna sara- bandsleysis við hersveitir Riyadh. Reuter. NOKKUR brögð hafa verið að því að Irakar hafi ráðist á hermenn bandamanna eftir að vopnahléi var í reynd komið á en talið er að ástæðan sé sú að sumir herflokkamir hafi ekki enn fengið boð frá yfirmönnum sínum. Fjarskiptakerfi íraska hersins er í molum eftir loftárásirnar. Kúveiskir hermenn réðust á fimmtudag á tvær bygging- ar í Kúveit-borg, þar sem íraskir hermenn höfðu búist um og felldu 22, að sögn útvarpsins í Saudi-Arabíu. Haft var eftir kúveiskum liðsfor- með hvíta fána þegar sulturinn er ingja að írakamir hefðu vísað á bug tilmælum um uppgjöf og því hefðu Kúveitar neyðst til að gera árás. Vopnahlésbrotin hafa ekki valdið neinu mannfalli í röðum bandamanna sem hafa að jafnaði ekki tekið brotin alvarlega. Hraðinn í sókn banda- manna var svo mikill að í mörgum tilfellum var ekki skeytt um að ráð- ast á einangruð byrgi íraka en hald- ið áfram þar til ljóst var að meginher- afli Saddams var umkringdur. Oftast gefa írakamir sig fram farinn að sverfa að en sumir her- flokkamir hafa að líkindum verið búnir að safna nokkrum forða. „Það gæti tekið viku að ljúka þessu,“ sagði heimildarmaður hjá bandamönnum. Annar ræddi um íraskt lið á kúveisku eynni Failaka og sagði að ekkert lægi á. „Hermennimir eru búnir að vera þama í marga mánuði. Þeir Kúveitar sem eiga eignir þama fara einhvem tíma og hirða þær. Kannski ráða þeir írakana í vinnu.“ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN i wt_x -a jm**. wm HERRAINNISKÓR Stærðir: 40-46 Lítir: Svartur, grár og vínrauður Ath! Mikið og gott úrval af fótlagainniskóm frá Berkemann, Birkenstock, Óla-skóm, Táp o.fl. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Kringlunni, Toppskónum, s: 18519. s: 689212. Veltusundi, s: 21212. írakar ráku fréttamann SKY úr landi London. Reuter. BRESKA sjónvarpsstöðin SKY- news sagði í gær að yfirvöld í Bagdad hefðu rekið sjónvarps- menn stövarinnar frá írak þar sem þau voru óánægð með frétta- flutning þeirra. Dan Damon fréttamaður og þrír kvikmyndatöku- og tæknimenn stöðvarinnar vora sviptir vega- bréfsáritunum sínum sl. þriðjudag og héldu þeir samdægurs frá Bagdad, að því er Greg Hayman, talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar, skýrði frá í gær. Hann sagði að írakar hefðu rekið Damon úr landi „vegna þess að þeir voru óánægðir með hlutlægan fréttaflutning hans... hann var ekki málpípa jeirra." TZutcuzcts Hcílsuvörur nútímafólks SKRÚFUDAGVR Kynningardagur Vélskólans verður haldinn laugardaginn 2. mars í Sjómannaskólanum. Opiðerfrákl. 13-16. EkiðerinnfráHáteigsvegi. Allir velkomnir. Vélskólinn. Reuter George Bush Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Barbara í hópi stuðningsmanna fyrir forsetakosningarnar árið 1988. Bandaríkin: Bush vinsælasti forsetinn frá 1945 Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 85% Banda- ríkjamanna nú þegar stríðinu fyrir botni Persaflóa er lokið, sam- kvæmt könnun sem bandaríska sjónvarpið NBC og dagblaðið Wall Street Journal gerðu. Aðeins 11% kváðust ekki styðja forset- ann þegar könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag. lífi, 45% að hann verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og 25% að hann dragi sig í hlé. Aðeins 1% vill að hann verði áfram við völd. Um fjórðungur aðspurðra vildi að Bandaríkjamenn reyndu að ráða Saddam af dögum, eða um helmingi færri en í samskonar könnun sem gerð var skömmu eftir að stríðið hófst 17. janúar. 37% töldu að ísraelar ættu að reyna að myrða Saddam og 59% voru þeirrar skoðunar að þeir myndu gera það. 86% töldu þá ákvörðun að heyja stríð gegn írökum rétta. í þrettán samskonar könnunum, sem gerð- ar voru eftir að stríðið hófst, voru 79% þessarar skoðunar að meðal- tali. Köunun ABC var gerð á mið- vikudag og skekkjumörkin era fjögur prósentustig. I janúar studdu 77% Banda- ríkjamanna forseta sinn og 57% í desember. í nýju könnuninni kom einnig fram að 65% aðspurðra töldu að Bandaríkjamenn væru á réttri braut en í desember - áður en loftárásir bandamanna á írak hófust - voru aðeins 28% þessar- ar skoðunar. Niðurstöður þessar era í sam- ræmi við samskonar kannanir, sem gerðar hafa verið í landinu að undanfömu og hafa sýnt að Bush nýtur nú meiri vinsælda en nokkur annar Bandaríkjaforseti frá heimsstyijöldinni síðari. Samkvæmt könnun bandaríska sjónvarpsins ABC telja þrír af hveijum fjórum Bandaríkjamönn- um að Bandaríkjastjóm eigi að stefna að því að koma Saddam Hussein íraksforseta frá völdum. 29% vilja að hann verði tekinn af Hætta á hryðjuverk- um enn yfirvofandi London. Reuter. HÆTTA er á að vonsviknir skæruliðahópar sem hollir eru Saddam Hussein íraksforseta og óðfúsir að ná sér niðri á Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra eftir hcrnaðarósigur í Persaflóastríðinu grípi nú til hefndaraðgerða, að sögn sérfræðinga í öryggismálum. Eftir að stríðið hófst vöktu írösk heryfirvöld ótta með því að hóta skæruliðaárásum um allan hinn vest- ræna heim í hefndarskyni fyrir loft- árásir bandamanna. „Sú ógn vofír enn yfir,“ sagði Frank Brenchley, formaður rannsóknastofnunar á sviði hermála og hryðjuverka sem aðsetur hefur í London. „Við bjuggumst aldr- ei við því að henni létti um leið og stríðinu lyki. Þeir geta enn reynt að hefna sín með árásum og manndráp- um.“ Hann sagðist undrast það mest að enn hefðu engar stórárásir verið gerðar. Breskur öryggismálasérfræðingur segir að um 80 minniháttar skæru- liðaárásir hafí verið gerðar víða um heim frá því að stríðið fyrir botni Persaflóa hófst sem með vissu teng- ist átökunum þar beint. Seldu Jórdauir Irökum vopn? Hjá bandarískum hersveitum i írak. Heuter. BANDARÍSKAR hersveitir í írak hafa fundið sönnunargögn um að Jórdanir hafi stundað vopnaflutninga til íraks löngu eftir að við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna tók gildi. Blaðamönnum voru á fimmtudag þjónustumenn arabísk gögn sýna sýndir kassar utan af hergögnum við íraskt varnarbyrgi í grennd við ána Efrat, um 160 kfiómetra norður af landamærum íraks og Saudi- Arabíu. Áletranir á kössunum sýndu að þeir hefðu verið ætlaðir yfírher- stjórninni í Jórdaníu og verið sendir þangað í janúar. Þá sögðu leyni- fram á að hergögnin hefðu farið beint frá Jórdaníu til íraks. Eru þetta fyrstu öruggu vísbendingarn- ar þess efnis að þjóðir vinveittar írak hafi aðstoðað landið við að sniðganga viðskiptabannið sem Sameinuðu þjóðirnar settu á íraka í kjölfar innrásarinnar í Kúveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.