Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 15 lauk prófi frá Hvítárbakka með miklum ágætum vorið 1922, en sumrin á Skeljabrekku urðu fleiri en til kann að hafa staðið í upp- hafi, og síðar urðu árin hennar þar fjörutíu og misseri betur. Því að Sigurður Sigurðsson frá Árdal var einmitt einn af kaupamönnum Guð- mundar þessi sumur og fór þannig á með þeim Guðrúnu að hún lofað- ist honum 1922, en 22. nóvember 1925 giftu þau sig. Sigurður hafði verið til sjós á vetrum og var nú kominn á togara og ungu hjónin hófu búskap í Hafnarfirði og ætluðu sér að vera þar. En 1926 kemur Guðmundur á Hvítárbakka til þeirra suður í Hafnarfjörð til að fá þau til að kaupa af sér Skeljabrekkuna, sem hann hafði þá veðsett vegna annarra kaupa fyrir tuttugu og sjö þúsund krónur, og var það kaup- verðið; hátt en ekki ósanngjamt og við góða að eiga. Ungu hjónin slógu til, keyptu Skeljabrekku, og fóru að búa þar nær allslaus; þræiuðu dag og nótt árum saman til að standa í skilum með afborganir og gerðu það, og héldu síðan þessum spretti allan sinn búskap, löngu eftir að allar skuldir voru greiddar, eins lengi og þeim entust nokkrir kraftar. Þau byrjuðu með þrjár kýr og eitt hross sem þau gátu keypt, og kind með gimbrarlambi, sem Sigurður hafði átt hjá föður sínum í Ardal. Síðan höfðu þau allar klær úti, seldu í fyrstu hey til Reykjavíkur, sem sótt var upp eftir á bátum, og seinna 1 ijóma og smjör, lax, silung og egg. 1 Sigurður var gnk þess í mörg ár verkstjóri í sláturhúsinu í Borgar- nesi og framanaf að minnsta kosti sinnti Guðrún þá öllum verkum svo til ein. Og taldi hvorki þá né síðar eftir sér. Því að Guðrún var einn mesti forkur, sem um getur og það hef ég fyrir satt að hún hafi aðeins einu sinni fengið kaupamann, sem gat slegið á við hana, meðan enn var slegið með orfi og ljá. Og það var unun að horfa á hana vinna, eins og þar segir, og þó að hún væri mikil myndar húsmóðir og ein- stök matmóðir, naut hún sín ábyggilega best úti á túni eða engj- um, eða hjá kúnum sínum, sem þessi ógleymanlegi dýravinur hafði meiri mætur á en öðrum skepnum. En svo var líka önnur Guðrún, fal- leg stúlka og fíngerð, sem fylgdi henni alla ævi, greind og næm á allt sem fegurst er í náttúru Is- rausnarlegra gjafa kvennadeildar- inar svo sem spítalarnir í Reykjavík sem fengist hafa mörg dýrmæt læknistæki að gjöf, sem þeir hefðu átt erfitt með að afla sér á annan hátt í slíkri fjárþröng, sem þeir eru. Mér er enn í minni í hvað fyrsti ágóði af Landakotsbúðinni fór, en honum var varið til að kaupa sjúkra- rúm, sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins lánaði út endurgjaldslaust til sjúklinga í heimahúsum, en þeir voru aðallega gamalt fólk og öryrkj- ar. Þetta var fyrir daga Hjálpar- tækjabankans, en þá var Reykjavík- urdeildin eini aðilinn hérlendis, sem lánaði út hjúkrunargögn. Allt frá stofnun kvennadeildar- innar og lengst af sat frú Sigríður í stjóm deildarinnar og veitti sölu- búðinni á Landakoti forstöðu allt fram á síðustu ár. í mörg ár átti hún líka sæti í stjórn RKI. Hvar sem hún starfaði hjá Rauða krossinum vann hún störf sín af alúð og samviskusemi og alltaf í sjálfboðavinnu af mikilli ósérhlífni. Það er einkum af starfí fólks eins og Sigríðar, sem Rauði krossinn nýtur virðingar og álits, að hann skuli enn geta laðað slíkt fólk til sín til að vinna af trúmennsku ein- göngu fyrir trú á gott málefni. Sjálfri er mér að leiðarlokum efst í huga mikið þakklæti fyrr það ágæta og ánægjulega samstarf, sem við áttum öll þau ár sem ég var í stjórn og síðar formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ. Þessa er vissulega gott að minnast. Herdísi, börnum hennar, Rann- veigu systur Sigríðar og öðrum ættingjum og vinum votta ég inni- lega samúð. Blessuð sé minning mætrar konu. Ragnheiður Guðmundsdóttir A Fangavarðafélag Islands: Stofmin réttargeðdeildar hraðað lands, mannlífí þess og bókum. Hún kenndi mér að lesa og skrifa. Og það var svo undarlegt að það var eins og þessi unga stúlka fengi fyrst að njóta sín til fulls eftir að hinni hörðu lífsbaráttu Skeljabrekkuhjón- anna var lokið, eftir að þau höfðu brugðið búi 1966 og sest að útá Akranesi, jafnvel eftir að hún var orðin ein á Höfða. Þar var gott að koma til hennar og læra það, að alls staðar þar sem þessi lífsreynda kona hafði verið um ævina hefðu búið til slíkar blessaðar, indælis manneskjur að hún átti naumast nokkur orð til að lýsa öllum þeim manngæðum. Og skilja að þetta kom frá hjartanu. Guðrúnu og Sigurði varð ekki bama auðið, en ólu upp tvo bræðra- syni hennar, Sverri, son Lúthers, og Hrein, son Gunnars. Þeim og þeirra nánustu sendi ég samúðar- kveðju. Ulfur Hjörvar MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi ályktun fundar Fangavarðafélags íslands sem var haldinn á Hótel Örk 23. febrúar 1991 í lögum um fangelsi og fanga- vist nr. 48/1988, segir í 8. gr.: „Fangi, sem á við andlega eða líkamlega fötlun að stríða eða þarfnast af öðrum ástæðum sérs- taks aðbúnaðar, skal afplána í því fangelsi sem uppfyllir skilyrði um slíkan aðbúnað." Ekkert fangelsi á íslandi upp- fyllir þau skilyrði sem þarna er átt við. Það er skoðun félaga í Fanga- varðafélagi íslands að hraða verði eins og kostur er stofnun sérstakr- ar réttargeðdeildar fyrir geðsjúka afbrotamenn. Yfirvöld hafa nú lýst því .yfir að opnun slíkrar deildar sé í undir- búningi, en í ljósi fyrri umræðu og loforða vill félagið skora á hlut- aðeigandi aðila að standa nú við orð sín og hraða verkinu sem mest. Fangavörðum er fullkunnugt um ástand þeirra einstaklinga sem þurft hefur að vista í fangelsum landsins um lengri eða skemmri tíma, án þess að þeir hafi hlotið viðeigandi meðferð eða sérfræði- þjónustu. í nútímaþjóðfélagi, sem vill láta kenna sig við framfarir og þróun, er óhæfa að geðsjúkt fólk sé lokað inni í einangrunarklefum fangelsa, beinlínis vegna sjúkdóms síns. Það hlýtur að vera krafa okkar, sem starfa við fangelsin, að þessir skjólstæðingar okkar fái þá með- ferð og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Ástandið í dag er hlutaðeigandi yfirvöldum til vansæmdar. Fjórar ólíkar Sparileiðir - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir t sparnaði! Sparileiöir Islandsbanka eru fjórar því engir tveir sparifjáreigendur eru eins. Þeir búa viö mismunandi aöstœöur og hafa mismunandi óskir. Sparileiöirnar taka miö af því og mœta ólíkum þörfum sparifjáreigenda eins og best veröur á kosiö. Sparileiö 1 er mjög aögengileg leiö til aö ávaxta sparifé í skamman tíma, minnst þrjá mánuöi. Sparileiö 2 gefur kost á góöri ávöxtun þar sem upphœö innstœöunnar hefur áhrif á vextina. Sparileiö 3 er leiö þar sem sparnaöar- tíminn ákveöur vextina aö vissu marki og ríkuleg ávöxtun fœst strax aö 12 mánuöum liönum. Sparileiö 4 býöur vaxtatryggingu á bundiö fé, því þar eru vextir ákvaröaöir til 6 mánaöa í senn. Innstœöan er bundin í a.m.k. 24 mánuöi. Kynntu þér nánar Sparileiöir Islandsbanka. Leiöarvísir liggur frammi á öllum afgreiöslustöö- um bankans. ÍSLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! ÍSLANDSB.ANKA t ] YDDA F.26.53 / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.