Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 Sænsk bóka- kynning í Norræna húsinu KYNNING verður á sænskum bókum laugardaginn 2. mars kl. 16.00 í Norræna húsinu. Gunnel Persson sendikennari í sænsku við Háskóla Islands kynnir bóka- útgáfuna í Svíþjóð 1990 og gest- ur á bókakynningunni verður sænska ljóðskáldið Bodil Malm- sten. Bodil Malmsten (f. 1944) er þekkt ljóðskáld í Svíþjóð. Ljóðasöfn hennar seljast í stórum upplögum og hún á sér stóran og tryggan hóp lesenda. Þó var það ekki fyrr en á níunda áratugnum sem hún sneri sér að ljóðagerð af fullri alvöru. Hún stundaði myndlistarnám á sjöunda áratugnum bæði við lista- skóla og -háskóla en fór síðan að vinna við leikhús. Hún hefur skrifað leikrit og leikstýrt m.a. fyrir sjón- varp. Hún hefur sett upp verk eftir Strindberg fyrir TV-teatern (leik- listardeild sænska sjónvarpsins) og unnið að dagskrárgerð fyrir böm, auk þess sem hún samdi handrit og leikstýrði fyrstu svokölluðu sápuóperu sem sænska sjónvarpið gerði. Þá hefur hún sett á svið söng- leiki og revíur í leikhúsi og einnig unnið að gerð útvarpsþátta og leik- stýrt útvarpsleikritum. Það fyrsta sem birtist á prenti eftir Bodil Malmsten voru sögur fyrir börn í tímaritinu Vi árið 1968, en það var þó ekki fyrr en ljóða- safnið „Damen, det brinner!“ kom út árið 1984 að hún vakti verð- skuldaða athygli og þá má segja að rithöfundarferill hennar heijist fyrir alvöru. Síðan hafa komið út nokkur ljóðasöfn, m.a. „Paddan & branden" 1987 og „ Nád och onád“ 1989. Hún hefur einnig gefíð út smásagnasöfn, t.d. „Svartvita bild- er“ 1988 og er hún nú eitt vinsæl- asta skáld Svíþjóðar. Nýjasta ljóða- bók hennar, „Neferiti i Berlin“, kom út í fyrra og hlaut mjög góðar við- tökur gagnrýnenda. Þar Ijallar hún um móðurástina og þær tilfinningar sem togast á þegar börnin fljúga úr Jireiðrinu. I skrifum sínum dregur Bodil Malmsten upp sláandi mynd af Svíþjóð í dag, landinu og íbúum þess. Oft ijallar hún um sorg, tóm- leika og söknuð, sem hún lýsir af mikilli alvöru, en mitt í allri alvör- unni örlar óvænt á góðlátlegri glettni. (Fréttatilkynning) Jakob Jónsson myndlistamaður. Jakob sýnir í Galleríi Stöðlakoti JAKOB Jónsson opnar í dag, laugardaginn 2. mars, sína 6. einkasýningu í Galleríi Stöðla- koti, Bókhlöðustíg 6, kl. 12.00. Sýningin er opin daglega frá kl. 12.00-18.00 og lýkur henni sunnu- daginn 17. mars. HZUðsodfu] ISUZU BÍLASÝNING laugardag og sunnudag frá kl. 13.00-17.00 DLX SPORTS CAB hefur rými og kraft burðarmikils vinnubíls og einnig ótrúlega gott plássfyrir aftan framsætin fyrir farangur og 2 farþega. TROOPER lúxus jeppinn er einstaklega rúmgóður og þægilegur ferða- og fjölskyldubíll, jafnt utan sem innanbæjar. Á bílasýningunni sýnum við í fyrsta skipti stórglæsilegan, upphækkaðan og breyttan ISUZU CREW CAB, einnig sjálfskipta ISUZU TROOPER jeppa og margt fleira. Við hvetjum þig til að koma á sýninguna og reynsluaka öllum gerðum ISUZU bílanna og sannfærast um yfirburði þeirra. CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu og þægilegu farþegarými og burðarmikils flutningatækis. TROOPER jeppinn er ekki bara sterkur jeppi, hann hefur einnig alla möguleika lipurs fólksbíls með ótrúlega rúmgóðu farangursrými. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.