Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Breytingar á starfsháttum Norðurlandaráðs: Undirskrift frest- að vegna fyrirvara frá íslendingnm FRESTA þurfti sérstakri athöfn á þingi Norðurlandaráðs í gær þar sem undirrita átti samþykkt um breytingar á starfsháttum ráðsins. Var ástæðan fyrirvari af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar við eina grein samþykktarinnar. Olli þetta nokkrum titringi meðal þingfull- trúa i Kaupmannahöfn. í þeim hluta samþykktarinnar sem Islendingar gerðu fyrirvara við er gert ráð fyrir að fjölgað verði í forsætisnefnd Norðurlandaráðs tii að tryggja að allir flokkahópar eigi þar fulltrúa. Hins vegar eru hverri þjóð ekki tryggð nema tvö sæti í nefndinni. Telja íslendingar að þetta geti snúist þeim í óhag þar sem fulltrúar flokkanna verða vald- ir án tillits til hagsmuna íslands. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Júlíus Sólnes, samstarfsráðherra Norðurlanda, mættu því til undirskriftarinnar með plagg þar sem gerður var fyrir- vari við þessa breytingu. Var at- höfninni frestað að höfðu samráði við lögfræðinga, þar sem ráðherrar hinna Norðurlandanna vildu ekki sætta sig við fyrirvarann. Vegna þessa frestast einnig ýms- ar aðrar breytingar á starfsháttum Norðurlandaráðs sem voru hluti af samþykktinni sem undirrita átti. Siá nánar bls. 16 og 17. Hátíðleg vígsla Múlaganga MÚLAGÖNGIN voru vígð í gær. Ríkti mikil hátíðarstemmning á Ólafsfirði af þeim sökum og frí var gefið á flestum vinnustöðum. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var fyrsti gesturinn sem kom til Olafsfjarðar í gegnum göngin eftir vígsluna. Dagskrá hófst skömmu eftir hádegi er efnt var til skrúðgöngu inn að göngunum. Fjölmargir tóku þátt í henni og sparibúin börnin veifuðu fánum. Sjáif vígslan fór fram við upphaf ganganna Óiafs- fjarðarmegin. Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri rakti sögu framkvæmdanna og sagði frá göngunum, en afhenti þau síðan samgönguráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, sem einnig ræddi um mannvirkið og nauðsyn þess. Sjá frétt á bls. 27. Lítri af mjólkinni hækkar um krónu SEXMANNANEFND hefur ákveðið breytingar á grundvallarverði afurða kúabúa. Grundvallarverð mjólkur og nautgripakjöts hækkar um 2,38% en hækkun til neytenda verður aðeins um 1% vegna auk- inna niðurgreiðslna. Þessar breytingar leiða meðal annars til þess, að verð á mjólkurlítra hækkar úr 66 krónum í 67 krónur en á hinn bóginn lækkar verðið á einum pela af ijóma úr 150 krónum í 147 krónur. Hækkunin tekur gildi á mánudag. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, yfírviðskiptafræðings Verðlags- stofnunar, hækkar grundvallarverð til kúabúa um 2,38%, en það er verð til bænda. Hins vegar hafi engin hækkun orðið á kostnaði og Evrópubandalagið mótar tilboð til EFTA um tollalækkanir gegn fiskveiðiréttindum: Vill fá að veiða 30.0001 af þorski við Island og Noreg til komi auknar niðurgreiðslur þann- ig að hækkun á mjólkurafurðum og nautgripakjöti nemi nú um 1%. Guðmundur segir að þessar breytingar þýði til dæmis, að verð á einum lítra af mjólk hækki úr 66 krónum í 67 krónur. Verð eins pela af ijóma lækki hins vegar úr 150 krónum í 147 krónur, verðið á smjöri standi í stað en 45% ostur hækki úr 763 krónum kílóið í 771 krónu. Að sögn Guðmundar hækkar verð á nautgripakjöti nú um 1%. Sama hækkun verður á algengasta verð- flokki af lambakjöti, en þar hækkar verðið úr 426 krónum kílóið í 430 krónur. Þar hafa ekki orðið breyt- ingar á kostnaði, en hins vegar voru niðurgreiðslur lækkaðar til að mæta auknum niðurgreiðslum á öðrum afurðum. Morgunblaðið/Rúnar Pór Ungir sem aldnir fögnuðu í göngunum í gær. Auk þess verði gerður sérstakur fiskveiðisamningur við íslendinga og engar undanþágur verði varðandi fjárfestingar í sjávarútvegi f tilboðsdrögum, sem sjávarútvegsdeild Evrópubandalagsins er að móta í viðræðum við EFTA um evrópskt efnahagssvæði, er gert ráð fyrir að tollur á söltuðum þorskflökum verði afnuminn en hann er nú 20%. Þá er miðað við að tollur á blautverkuðum saltfiski lækki úr 13% í 7%, og á söltuðum flökum úr 16% í 8%. Á móti þessu vill Evrópubandalagið m.a. fá að veiða 30 þúsund tonna þorskígildi í lög- sögu íslands, Noregs og í Eystrasalti, og gera fiskveiðisamning við ísland. Einnig leggur EB áherslu á að ekki verði um að ræða undan- þágur varðandi fjárfestingar fyrirtækja í sjávarútvegi, eins og íslend- ingar hafa krafist. ■0 „Það er ekkert tilboð komið fram, en það eru í gangi hugmyndir um tilboð sem ekki hefur náðst sam- staða um, EB-megin. Við getum lítið tjáð okkur um málið fyrr en það kemur fram, en ef það verður með einhveijum þeim hætti sém kemur fram í þeim hugmyndum sem hafa verið í gangi er það mjög óhagstætt ^fyrir ísland. Þar koma fram smá- vægilegar lagfæringar á tollum en á móti eru hugmyndir um miklar veiðiheimiidir. Eg trúi því ekki að Efnahagsbandalagið leggi fram til- boð á þessum nótum,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Hannes Hafstein aðalsamninga- maður íslendinga í viðræðum EFTA við EB, sagði að þær tiiboðshug- myndir sem hann hefði heyrt af væru ekki einu sinni viðræðugrund- . vöUur. Samkvæmt heimildum blaðsins eru í tilboðshugmyndunum gert ráð fyrir að tollar á ÆÖltuðum biautverk- uðum þorski lækki úr 13% í 7%, en verulegur hluti af innflutningi ís- lendinga á þessari vöru til Evrópu- bandalagsins hefur ýmist verið toll- fijáls eða á lægri tollum en 13%. Þá er gert ráð fyrir að tollar á flök- um, söltuðum, þurrkuðum eða í legi, lækki úr 16% í 8%. 20% toliar á söltuðum þorskflökum verði afn- umdir en þar hafa íslendingar einn- ig haft einhvern tollfijálsan kvóta, tollur á ferskum eða frystum þorski, ýsu og ufsa lækki úr 12-15% í 3,7% en 3,7% tollur gildir nú gagnvart íslendingum af þessari vöru. Loks verði afnuminn 13% tollur á skreið, 8% tollur á ferskri og frystri lúðu og grálúðu, 15% tollur á unnum fisk- vörum í brauðmylsnu.og 30%Aollur á kavíareftirlíkingu. íslendingar greiða ekki toll af 2 síðasttöldu vöru- flokkunum. Gegn þessu eru hugmyndir um að EB fái frjálsan aðgang fyrir allar sjávarafurðir sínar á mörkuðum í EFTA-löndum. Þá fái EB að veiða 30 þúsund tonna þorskígildi í N-Atl- antshafi og í Eystrasalti. Einnig vill EB að gerður verði fiskveiðisamn- ingur við íslendinga og að núverandi samningar við Noreg og Svíþjóð verði óbreyttir. Loks leggur EB áherslu á að ekki verði undanþágur um fjárfestingar og stofnun fyrir- tækja í sjávarútvegi. í þeim sjávarútvegssamningum, sem EB hefur gert við aðrar þjóðir, er að jafnaði samið um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir. Viðræður hafa verið milli íslands og EB um slíkan samning, en Manúel Marin fram- kvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar EB ákvað að koma ekki til fundar hér á landi í fyrra og hafa viðræðurn- ar legið. niðri síðap.. * Islenskir iðn- aðarmenn vilja til Kúveit FYRIRSPURNIR hafa síðustu daga borist utanríkisráðu- neytinu frá íslenskum iðnað- armönnum, sem hafa lýst áhuga á að fara til starfa í Kúveit til að vinna við upp- byggingu í landinu. Einkum hafa þeir sem leitað hafa þessara upplýsinga viljað fá að vita hvert eigi að snúa sér til að komast í vinnu við upp- byggingu í Kúveit. Guðmundur Helgason hjá utanríkisráðuneyt- inu sagði að ráðuneytið hefði vísað þessum aðilum á sendiráð Kúveit í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.