Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 21 Sovétríkin: Tímabil einræðis- kenndra umbóta - segir einn helsti ráðgjafi James Bak- ers utanríkisráðherra Bandaríkjanna Washington. Rcuter. I Sovétríkjunum ríkir nú skeið einræðiskenndra umbóta. Búist er við að ríkisvaldið þar beiti áfram hörku þegar um einingu ríkisins og lög og reglu er að tefla. Þetta kom fram í máli Roberts Zoellicks, eins helsta ráðgjafa James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann gaf einni af undirnefndum utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu á miðvikudag. Skyrsla Zoellicks er talin um- fangsmesti vitnisburður um afstöðu Bandaríkjastjómar tii breytinganna í Sovétríkjunum síðan Sovétstjórnin lét til skarar skríða gegn Eystrasalts- ríkjunum í janúar. Zoellick sagði að nú væru „erfiðir tímar“ í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hins vegár hefði verið ómögulegt að efna til svo mikillar samstöðu gegn írökum sem raun bar vitni án sam- starfsvilja Sovétmanna. Zoellick spáði því að núverandi efnahagsáætl- un Sovétríkjanna myndi næstum ör- ugglega mistakast. A heildina litið má segja að Zo- ellick hafi sýnt jákvæðari afstöðu til Sovétríkjanna heldur en íhaldssamir frammámenn í öldungadeildinni hafa gert að undanförnu eins og Orrin Hatch frá Utah sem hvetur til þess að Bandaríkjastjórn minnki stuðning við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta og taki upp formlegri tengsl við þau lýðveldi Sovétríkjanna sem sækjast eftir sjálfstæði. Zoellick sagði að sjálfstæðiskröf- umar hefðu kallað fram djúpstæðan ótta hjá Rússum og Gorbatsjov hefði færst nær harðlínumönnum „til að viðhalda trúverðugleik sínum sem leiðtogi og til að halda ríkinu sam- an“. Zoellick sagðist telja að Gorb- atsjov hugsaði sem svo að það yrði að sýna hörku til að bjarga umbótaá- ætlun sinni. „Þannig að ég held að nú sé runnið upp skeið í Sovétríkjun- um sem ég kýs að kenna við einræð- islegar umbætur," sagði Zoellick. „Stjórnvöld munu verða reiðubúin til að beita hörku til að leggja að nýju grundvöll undir áframhaldandi þjóð- félagslega og efnahagslega end- umýjun ... Mesta hættan er sú að einræðisþátturinn yfirbugi umbóta- kraftinn,“ sagði hann ennfremur. Zoellick sagði að þar sem búast mætti við því að ástandið í Sovétríkj- unum versnaði þyrftu Sovétríkin að tryggja ávinning undanfarinna ára, freista þess að fínna ný svið sem orðið gætu báðum að gagni og reyna að ná tökum á óvissunni með því að auka tengslin við lýðveldin og for- ingja sjálfstæðishreyfinganna. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjáifstæðisflokksins í Reykjavík Laugardaginn 2. mars verða til viðtals Guðrún Zoéga, formaður félagsmálaráðs og í stjórn veitu- stofnana, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar og í byggingarnefnd aldraðra. \áP W' W \ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábéndingum. Allir borgarbúar velkomnir. Alvöru ameríshur glæsivagn með 3.0 L V-6 vél, fjögurra þrepa sjálí- skiptingu, framhjóladriíi og meira til, fyrir aðeins hr. 1.545.000,- Christian Brando Sonur Brandos dæmdur í tíu ára fangelsi Los Angeles. Reuter. CHRISTIAN Brando, sonur hins fræga leikara Marlon Brando, var á fimmtudag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Christ- ian hafði játað að hafa banað Dag Drollet, unnusta hálfsystur sinnar, Cheyenne, í maí á síðasta ári. Við réttarhöldin kom fram að dag- 1 inn sem voðaverkið var framið hafði » Christian verið búinn að neyta jafnt j áfengis sem kókaíns þegar systir hans skýrði honum frá því að unn- usti hennar hefði borið á hana hend- 3 ur. Var Cheyenne þá komin fjóra mánuði á leið. Reiddist Christian þessu og fór og ögraði Dag Drollet með skammbyssu. Tókust mennirnir á um vopnið og hljóp skot af í átökun- um er særði Drollet banvænu sári. CHRYSLER A.merískir bílar eru ekki settir í flokk með mörgum öðrum bílum. Þeir eru þekktir sem tákn um öryggi gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bfla. Okkur er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga; bíll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til amerískra bíla. Fyrir 1.545.000,- erurn við ekki að bjóða cinfalda snauða útgáfu af bílnum, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft- Kynnstu veglegum glæsivagni á viðráða SARATOGA mikil enspameytin3.0LV-6vél,aflstýri,rafdrifnar rúður og útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting, samlæsing hurða, framhjóladrif, diskhemlar bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl. Bíllinn er auk þess sér- lega rúmgóður, fallega innréttaður, með stóm farangursrými og glæsilegur í útliti. JÖFUR HR NÝBÝLAVEGI 2. SÍMI 42600 nlegu verði - kynnstu Chrysler Saratoga. SPARNEYTIN 3.0 L V - 6 V E L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.