Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 41
MORfiUNBLAÐH) LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 > v Island byggt fyrir árið 800 Til Velvakanda. í fyrsta tölublaði Þjóðlífs 1991 er afar athyglisvert viðtal við dr. Margréti Hermanns Auðardóttur fornleifafræðing. í viðtalinu eru kynntar niðurstöðui* úr doktorsrit- gerð Margrétar um byggð á íslandi fyrir hefðbundið landnámsártal, þ.e. 874. Það verður að segjast eins og er að efni viðtalsins kom mér verulega á óvart. Röksemdafærsla dr. Margrétar var mjög sannfærandi og ljóst að huga þarf að endursköð- un þeirrar Islendingasögu sem börnum okkar er kennd í grunnskól- um. Eg er sjálfur grunnskólakennari og hef rætt efni viðtalsins við marga aðra kennara. Flest erum við sam- mála um að viðtalið skýri margt sem okkur fannst ósvarað í umræð- unni um þetta mál fyrir nokkrum mánuðum og ég lýsi undrun á að málinu hafi ekki verið gerð betri skil en raun ber vitni í fréttaþáttum ljósvakamiðlanna. Her er vissulega um stórmál að ræða. Ég kæri mig ekki um sem faðir að syni mínum sé kennt gagn- rýnislaust að ísland hafi verið óbyggt fuglasker þegar Garðar Sig- urðsson (hvort sem hann var nú til eða ekki) álpaðíst hingað út. Þess er að vísu getið í framhjáhlaupi að hér hafí verið „papar“. Söguritarar hafa síðan tekið það upp hjá sjálfum sér án neinnar vísindalegrar rök- semdafærslu að þetta hafi verið fáeinir írskir einsetumunkar. Það er hinsvegar líklegra, eins og fram kemur í viðtalinu við dr. Margréti, að papar hafi verið „pápískt“ þ.e. kristið norrænt fólk sem hingað hafi flust e.t.v. undan ofríki ásatrú- armanna á Norðurlöndunum. Sé þetta rétt hefur það mikla þýðingu fyrir vitund okkar sem kristinnar þjóðar. Ekki treysti ég mér til að leggja mat á gagnrýni dr. Margrétar á umfjöllun um rannsóknir hennar og ástand fornminjavörslu, sem fram kemur í viðtalinu, en hvet fólk til að kynna sér efnið. Það er vissulega slæmt mál ef menningararfurinn er í höndum fólks sem ekki hefur nema pungapróf í fomleifafræði á meðan eini doktorinn í faginu er hrakinn úr landi. En þetta eru víst örlög flestra frumheija í vísindasög- unni sem ganga á hólm við kreddur Hádegisverðartilaðborð í Lóninu og þvottur á bílnum hjá Bílaleigu Flugleiða —fyrir aðeins kr. 1.990,- Við þvoumfyrir þig bílinn á meðan þú snœðir gómsœtan hádegisverð í Lóninu á Hótel Loftleiðum. BILALEIGA FLUGLEIDA HÓTEL LOFTLEIÐIR epgar malarilmurinn liggur í loflinu HorAapantanir i síma 22321 síns tíma. Valdimar Honda Accord Sedan 2,0 EX '91 Heilræði Heilræði Hjólreiðar eru skemmtilegar, en þær geta líka verið hættu- legar. Hjólreiðamenn verða að fylgja öllum uumferðar- reglum og sýna sérstaka gætni. Þannig geta þeir komið í veg fyrir alvarleg slys. Veröfrá 1.360 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA (0 VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 Getum afgreitt vönduð og falleg sumarhús með skömmum fyrirvara. Verndum gróður og umhverfi við uppsetningu. KR-sumarhúsin eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og veðurfar. Sýnum fullgert hús á lóð okkar að Kársnesbraut 110 í Kópavogi, alla daga frá kl. 14-17. KR SUMARIHJS Með 15 ára reynslu að baki Kársnesbraut 110 • Kópavogi • Símar 41077 og 985-33533 :<i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.