Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT
Lærisveinar Víkinga
mæta Víkingum
Vestmanneyingar leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik
HAMPIÐJAN Hf
Víkingarnir þrír sem hafa haldið í víking til Eyja tii að kenna og leika handknattleik. Þorbergur Aðalsteinsson, Hilm-
ar Sigurgíslason og Sigurður Gunnarsson.
vellinum. Spurningin er hvort
að hinir baráttuglöðu hand-
knattleiksmenn frá Eyjum leiki
það eftir þegar þeir mæta
Víkingum.
Mikill samgangur hefur verið
á milli Víkinga og Eyja-
manna á undanförnum árum, en
þrír Víkingar hafa þjálfað og ieikið
með Eyjaliðum. Fyrst Þorbergur
Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari,
sem þjálfaði Þór og síðan Sigurður
Gunnarsson og Hilmar Sigurgísla-
son. Sigurður er núverandi þjálfari
ÍBV-liðsins, en Hilmar þjálfaði liðið
sl. keppnistímabil, en nú leikur hann
með Víkingum ásamt Björgvini
Rúnarssyni, sem lék einnig með
Eyjaliðinu í fyrra. Það má því segja
að lærisveinar Víkinga mæti
Víkingum. Eyjamenn vonast til að
eggið kenni hænunni í Laugardals-
höllinni.
Fastlega má búast við geysilega
fjörugum leik. Víkingar hafa leikið
vel í vetur og þegar þeim tekst vel
upp er erfitt að ráða við þá. Valinn
maður er í hvetju rúmi - leikmenn
sem eiga marga landsieiki að baki.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari
Víkingsliðsins, leikur sinn níunda
bikarúrslitaleik, en hann hefur verið
með í óllum átta bikarúrslitaleikjum
sem Víkingar hafa leikið og sex
sinnum fagnað sigri. Víkingar urðu
síðast bikarmeistarar 1986 og þá
undir stjóm Arna Indriðasonar, sem
er nú aðstoðarþjálfari Víkings. Allt-
af þegar Víkingar hafa orðið bikar-
meistarar hafa þeir slegið Eyjalið
út á leið sinni að bikarmeistaratitl-
inum.
Eyjamenn hafa komið skemmti-
lega á óvart að undanfömu og leika
mjög öflugan varnarleik. Þeir lögðu
Víkinga að velli í Laugardalshöllinni
á dögunum. Sigurður Gunnarsson
EYJAMENN, sem slógu ís-
landsmeistara FH út úr bikar-
keppninni á dögunum, leika
sinn fyrsta bikarúrslitaleik í
handknattleik í Laugardalshöll-
inni í dag kl. 16.30, er þeir
mæta nýkrýndum deildar-
meisturum Víkings. Mikill
áhugi er í Eyjum fyrir leiknum
er reiknað með að um 600
Eyjamenn verði meðal áhorf-
enda - þar af kemur um helm-
ingurinn frá Eyjum. 23 ár eru
liðin síðan Eyjamenn léku sinn
fyrsta bikarúrslitaleik í knatt-
spyrnu, en árið 1968 fögnuðu
þeir sigri yfir KR-ingum á Mela-
öHSðmundur Guðmundsson leik-
ur sinn níunda bikarúrslitaleik með
Víkingi.
stjórnar leik Eyjamanna, en hann
hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki
með Víkingi og ávallt fagnað sigri.
Tveir aðrir leikmenn Eyjaliðsins
hafa hampað bikarnum, en það ei'u
þeir Sigmar Þröstur Óskarsson,
markvörður og Gylfí Birgisson, sem
urðu bikarmeistarar með Stjörn-
unni.
Þess má geta að hljómsveitin
Papar frá Eyjum mun hita upp
áður en leikurinn hafst.
Morgunblaðjð/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Sigbjörn Oskarsson, 28 ára netagerðarmaður, leikur sinn fyrsta bikarúr-
slitaleik.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Gylfi Birgisson, sem starfar við
harðfiskgerð, hefur orðið bikarmeist-
ari með Stjörnunni.
Tomba sýndi
sitt rétta andlit
Alberto Tomba frá Ítalíu sýndi
sitt rétta andlit, eftir hafa ol-
lið löndum sínum vonbrigðum á
nýafstöðnu heimsmeistaramóti, er
hann sigraði í stórsvigi heimsbik-
arsins í Lillehammer í Noregi í
gær. Hann átti frábæra síðari um-
ferð, eftir að hafa verið í þriðja
sæti eftir fyrri umferð.
Tomba fór báðar ferðirnar á sam-
anlögðum tíma, 2.18,92 mín. Ru-
dolf Nierlich, heimsmeistari í stórs-
vigi, varð annar á 2.19,23 mín. og
Stefan Eberharter þriðji, 0,48 sek.
á eftir Tomba. Keppnin fór fram í
Hafjell þar sem flestar alpagrein-
arnar eiga fara fram á Vetra-
rólympíuleikunum 1994.
Marc Girardelli frá Luxemborg
náði besta brautartímanum í fyrri
umferð, en hafnaði í ijórða sæti
eftir að hafa orðið á mistök í neðstu
hliðunum i síðari ferð.
Alberto Tomba er efstur að stig-
um í samanlagðri keppni í stór-
svigi. Hann hefur nú 102 stig, en
Girardelli, sem er efstur í heildar-
stigakeppninni, kemur næstur með
69 stig.
GETRAUNIR
9. (p- —fVf— Staðan á ýmsum tímum Hálf leikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir í sjón- varpi
leikv. V 7~-
Coventry City : Crystal Palace
Derby County : Sunderland
Luton Town : Notth. Forest
Manchester Utd. : Everton □
Öueens Park R. : Manchester City
Sheffield Utd. : Astun Villa
Southampton : Leeds Utd.
Tottenham : Chelsea
Wimbledon : Norwich City
Brighton : Oldham
Notts County : Sheffield Wed.
•West Brom Albíon: West Ham
SKIÐI / HEIMSBIKARINN