Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991
13
Horfum til framtíð-
ar en ekki fortíðar
eftir Björn Bjarnason
Alrangt er að setja formannskjör
í Sjálfstæðisflokknum nú inn í
gamalt átakamynstur í flokknum
eða deilurnar sem urðu þegar
Gunnar Thoroddsen myndaði
ríkisstjóm sína 1980 í andstöðu
við meirihluta þingflokks sjálf-
stæðismanna. Sögulegar skírskot-
anir af þessu tagi sýna aðeins hinn
mikla mun á því sem gerðist þá
og er að gerast nú. í frægri grein
eftir Matthías Johannessen um
býsnavetur í stjómmálunum, sem
hann skrifaði veturinn 1980 varaði
hann við hættunni af því ef ann-
arra flokka menn fæm að hlutast
til um málefni Sjálfstæðisflokks-
ins. Var þetta þungamiðja greinar
hans. Engin slík hætta er á ferðum
um þessar mundir.
Einnig er rangt að gera aðdrag-
anda framboðs Davíðs Oddssonar
að höfuðmáli vegna formanns-
kjörsins. Þar koma margir þættir
til álita sem lúta að störfum beggja
frambjóðendanna, velgengni
þeirra í stjórnmálum, tækifæmn-
um sem þeir hafa fengið og kost-
„Við mat á styrk for-
manns Sjálfstæðis-
flokksins verða menn
að líta á hann eins og
hann er hverju sinni.
Formaðurinn verður að
taka ákvarðanir í sam-
ræmi við stöðu sína.“
unum sem þeir standa frammi
fyrir. Hafa menn til dæmis gleymt
umræðum um það í tilefni af
landsfundi sjálfstæðismanna
1989, að með því að bjóða sig fram
sem varaformaður hafí Davíð
Oddsson tryggt einingu um for-
mannskjör Þorsteins Pálssonar?
Nú hafa ýmsir stuðningsmenn
Þorsteins það hins vegar gegn
Davíð, að hann hafi orðið varafor-
maður 1989 en ekki formaður! Ef
mál hefðu gengið þannig eftir
hefði Þorsteinn Pálsson ekki feng-
ið tækifæri til að jafna ágreining-
inn við Albert Guðmundsson.
Vangaveltur um tímasetningar
sannfæra mig um það eitt, að
umræður um aðdragandann geta
aldrei svarað þeirri spumingu, sem
við þurfum nú að svara: Hvem
viljum við sem formann Sjálfstæð-
isflokksins? Þótt tilfínningar ráði
þar vissulega miklu má ekki láta
þær ná yfirhöndinni. Raunsætt
mat á því hver sé hæfastur mál-
svari flokksins verður að ráða.
Mönnum á að skipa rétt í hlut-
verk, þá næst hið æskilega jafn-
vægi.
Við mat á styrk formanns Sjálf-
stæðisflokksins verða menn að líta
á hann ems og hann er hveiju
sinni. Formaðurinn verður að taka
ákvarðanir í samræmi við stöðu
sína. Þorsteinn Pálsson stendur
greinilega í allt öðrum spomm
núna en hann gerði fyrir viku.
Hann hlýtur að taka mið af því —
við breytum stöðunni í dag ekki
með því að ræða um fortíðina eða
gömul flokksátök.
Sagt hefur verið að átök um
formannsembættið skaði flokkinn
og þau séu vatn á myllu andstæð-
inga hans. Mér fínnst það skað-
vænlegast ef flokksmenn sjálfír
leggja þannig út af lýðræðislegum
Björn Bjarnason
starfsháttum og ákvörðunum um
framtíðarforystu Sjálfstæðis-
flokksins eins og um aðför að
flokknum sé að ræða. Viðbrögð
andstæðinganna sýna að þeir
kveinka sér undan athyglinni sem
Sjálfstæðisflokkurinn fær og telja
hana flokknum til hagsbóta.
Ákveðið var að hafa landsfundinn
7.-10. mars til að leggja síðustu
hönd á kosningaundirbúning og
taka ákvarðanir um menn og mál-
efni, áður en baráttan sjálf hæf-
ist. Á landsfundi eru alltaf greidd
atkvæði um það hver situr í for-
mannsembættinu. Þeir sem telja
óhentugan tíma til að ræða um
kjör formanns nú ættu einnig að
gagnrýna þá ákvörðun að boða til
landsfundarins á þessum tíma.
Höfuðatriði er að menn verði
sáttir um niðurstöðuna sem fæst.
Fylkingar eru að myndast, kosn-
ingin er í raun hafín. Sumir horfa
meira til fortíðar en framtíðar. Ég
kýs að vera í síðari hópnum, því
að ég veit að það er undir styrk
og forystu Sjálfstæðisflokksins
komið hvernig íslensku þjóðinni
vegnar. Við hljótum að setja hag
flokks okkar í fyrirrúm. Það verð-
ur sársaukaminnst fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn ef þau sjónarmið sem
byggjast á aðferð, tíma og aðdrag-
anda verða undir en hin sigra sem
telja mestu skipta að velja besta
forystumanninn fyrir framtíðina.
í því efni hef ég verið í hópi hinna
fjölmörgu sem hafa spurt hvenær
Davíð Oddsson taki við for-
mennskunni en ekki hvort. Nú er
tækifærið til að svara þeirri spurn-
ingu.
Höfundur skipar þriðja sætið á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
íReykjavík.
Fæddur sigurvegari
s> Nissan Primera 2,0 SLX 5 dyra hlaðbakur
• 2,0L 16 ventla vél með tölvustýrðri
beinni innspýtingu
• 4ra laga sterk lakkáferð
• Fjölliða fjöðrun einhver sú full-
komnasta sem völ er á
• Verð frá kr. 1.295.000.- stgr.
Sýning laugardag og sunnudag 1400-1700
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
PRIMERA
ABYRGÐ