Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1991 Alfonso Vilallonga Cabaret skemmlir á Hótel Borg CABARET, er hópur lista- manna frá Bandaríkjunum, sem skemmtir nú á Hótel Borg og fram til 10. mars. Hópinn skipa fimm hljómlist- armenn og flyija þau dag- skrá er nefnist Cabaret Rose eftir Alfonso Vilallonga og er hann jafnframt stjórnandi sýningarinnar. Alfonso Vilallonga er spánskur að uppruna og hefur starfað við söng frá 12 ára aldri. Fyrsta hljómplata hans var gefin út af CBS árið 1980. Árið 1984 hélt hann til fram- haldsnáms í tónlist í Banda- ríkjunum og útskrifaðist frá Berkley College of Music með útsetningar og tónsmíðar sem aðaigrein. Hann stofnaði ásamt félög- um sínum Cabaret Rose árið 1985 og hefur hópurinn komið víða fram í Bandaríkjunum og á Spáni auk nokkurra annarra Evrópulanda. Cabaret Rose flytur meðal annars frönsk lög frá ýmsum tímum auk banda- rískra, spænskra og suður- amerískra laga. Auk Alfonso skipa Cabaret Rose þau Nuala Nichanainn, Bob Nieske, Jeff Warschauer og Matthew Wilson. Jan P. Syse í umræðum um Eystrasaltsríkin á Norðurlandaráðsþingi; Hótanir So vétstj órnarinnar eru okkur aðeins hvatning Umræðurnar söguleg tímamót, sagði Emanuelis Zingeris Kaupmannahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. FULLTRÚAR allra flokkahópa í Norðurlandaráði lýstu yfir ein- dregnum stuðningi við sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsríkjanna í sérstakri umræðu á 39. þingi Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn í gær. Jan P. Syse, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs og talsmaður íhaldsmanna í ráðinu, sagði að hótanir Sovétmanna gagnvart þinginu væru aðeins hvatning til þingmanna um að halda áfram stuðningi við Eystra- saltsríkin. „Merkjasendingarnar frá Moskvu hafa aðeins sýnt að það, sem við höfum sagt og gert, hefur.þýðingu. Moskvustjórnin er einfaldlega að gefa okkur kvittun,“ sagði Syse í ræðu sinni. „Orðsendingar Sovét- manna ættu aðeins að verða okkur hvatning til að halda áfram stuðn- ingi okkar við Eystrasaltsríkin." Syse sagði að sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna yrði að byggja á alþjóð- legri viðurkenningu. Þess vegna væru viðræður Sovétstjórnarinnar og Eystrasaltsríkjanna um sjálfstæði nauðsynlegar. Norðurlöndum bæri að þrýst á um alþjóðlegar viðræður, sem gætu farið fram á ýmsan hátt. Ef til vill væri rétta leiðin að halda alþjóðlega ráðstefnu, eins og for- ystumenn Eystrasaltsríkjanna hafa beðið um, og einnig kæmi til greina að fjalla um málið á Ráðstefnunni um samvinnu og öryggi í Evrópu (RÖSE). Syse sagði að ef yrði af áformum Eystrasaltsríkj anna um að setja á stofn Eystrasaltsráð með svipuðu sniði og Norðurlandaráð, ættu ráðin tvö að hafa náið samstarf sín á milli. Þótt Norðurlöndin hefðu valið ólíka utanríkisstefnu, væri mikil- vægt að vera sammála um stefnu sem byggði á að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltslandanna stig af stigi. Þegar hefðu fyr'stu skrefín verið tekin. „Einstök Norðurlönd vilja koma á stjórnmálatengslum við Eystrasaltsríkin. Það verður ekki fyrsta skrefíð, heldur það síðasta í þessum ferli,“ sagði Syse en bætti því vð að öll vildu Norðurlöndin taka Jan P. Syse. upp stjórnmálatengsl við þessi ná- grannaríki sín þegar það yrði hægt. Rétturinn til sjálfstæðis ekki samningsatriði Svein Alsaker, þingmaður Kristi- lega þjóðarflokksins í Noregi og tals-. maður miðjumanna, sagði að í við- ræðum um sjálfstæði Eystrasalts- landanna ætti ekki að ræða sjálfan réttinn til sjálfstæðis, heldur ganga út frá honum sem gefnum. Viðræður ættu heldur ekki að fara fram undir þrýstingi hótana eða ofbeldis Sovét- stjórnarinnar. Alsaker vísaði hótunum Sovét- manna í garð Norðurlandaráðs á bug, en tók fram að miðjumenn æsktu góðs samstarfs við Sovétríkin. Falleg orð en ekki gerðir Lars Werner, þingmaður sænska Vinstriflokksins (sem nýlega strikaði út orðið kommúnistamir úr heiti flokksins) talaði fyrir vinstrisósíal- ista. Hann sagði að á þinginu hefði margt verið fallegt talað, en minna virtist ætla að verða um aðgerðir. Hann gagnrýndi Syse fyrir að tala um norrænt átak til hjálpar Eystra- saltsþjóðunum, en leggja til á sama tíma að Norðurlöndin drifu sig öll í Evrópubandalagið, eins og Syse gerði i umræðum á þriðjudag. Wern- er sagði að sjálfstæðishreyfíngin í Norðurlandaráð: Starfsháttabreyting’jir stranda á fyrirvara af hálfu Islendinga Undirskrift samþykktar N or ður landar áð sþ ings frestað Kaupmaiinahöfn. Frá Ólafí Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. SÉRSTAKRI athöfn, þar sem norrænir ráðherrar áttu að undirrita samþykkt 39. þings Norðurlandaráðs um breytingar á starfsháttum ráðsins, var frestað í gær eftir að fram kom fyrirvari £if háifu íslenzku ríkisstjórnarinnar við eina grein samþykktarinnar. Þetta þýðir að starfsháttabreytingarnar eru strand þar til náðzt hefur samkomulag við íslendinga um skiptingu ábyrgðarstaðna í Norðurlandaráði. Ákvörð- un ríkisstjómarinnar olli nokkrum titringi meðal þingfulltrúa á Norður- landaráðsþingi, sem slitið var í Kaupmannahöfn í gær. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins hafa íslendingar reiðzt því mjög að fá engan nefndar- formann í Norðurlandaráði á kom- andi ári. Meðal annars af þeim sökum setti íslenzka sendinefndin sig upp á móti þeirri grein í tillögu norrænu ráðherranefndarinnar um breytingar á Helsinskisáttmálanum um norrænt samstarf, þar sem gert er ráð fyrir að fjölgað verði í forsætisnefnd ráðs- ins til að tryggja að allir flokkahópar eigi þar fulltrúa. Hins vegar eru hverri þjóð ekki tryggð nema tvö sæti í nefndinni. Þetta telja íslend- ingar að geti snúizt þeim í óhag, þar sem fulltrúar flokkanna verði valdir án tillits til hagsmuna íslands. Til- laga ráðherranefndarinnar var sam- þykkt óbreytt í ráðinu á fímmtudag, þrátt fyrir andstöðu Islendinga. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Júlíus Sólnes, ráð- herra norræns samstarfs, mættu í gær til undirskriftarathafnarinnar með plagg upp á vasann, þar sem gerður er fyrirvari við þessa breyt- ingu á Helsinkisáttmálanum, með tilvísun til þess að vitað sé um and- stöðu við hana á Alþingi. Einnig er vísað til bréfs íslenzku sendinefndar- innar í Norðurlandaráði, þar sem því var mótmælt að íslendingar fengju engan nefndarformann. Þegar full- trúar annarra ríkisstjórna á Norðurl- öndunum fengu að vita um fyrirva- rann varð þeim hverft við og undir- skriftinni var frestað í skyndi eftir samráð við lögfræðinga. Það þýðir að ekki er hægt að leggja breyting- arnar fyrir þjóðþing Norðurlandanna til staðfestingar í formi þingsálykt- unartillögu. Með þessu stöðva Islendingar ýmsar aðrar breytingar á starfshátt- um Norðurlandaráðs, sem taldar hafa verið brýnar og mikilvægar til þess að gera starf þess skilvirkara. Þar má nefna að gert verði mögulegt að ijölga þingum Norðurlandaráðs í tvö á ári, að forsætisnefndin og málefnanefndir ráðsins geti lagt fram tillögur, að framvegis geti þing- menn lagt fram fyrirspumir til ráð- herra allt árið og fleira. Verulegur kurr í garð íslendinga var í ýmsum þingfulltrúum vegna þessa í gær. „Næsta skref er hreinlega að fara vandlega yfir það heima á íslandi hvort við getum sætt okkur við þess- ar breytingar. Ef ekki, þá ná þær ekki fram að ganga og öllu verður frestað til næsta Norðurlandaráðs- þings,“ sagði Júlíus Sólnes í samtali við Morgunblaðið. „Það er óneitan- lega verið að stefna þessu samstarfi í þá átt að áhrif smáþjóðar eins og íslendinga fjari út.“ Páll Pétursson og Ólafur G. Ein- arsson, fulltrúar íslands í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, mættu ekki á nefndarfund í gærmorgun í mót- mælaskyni. Emanuelis Zingeris. Eystrasaltslöndunum ætti rætur sínar í hinni jákvæðu lýðræðisþróun í Austur-Evrópu. Að vísu hefði kom- ið nokkuð bakslag í þá þróun í Sov- étríkjunum undanfarið, en ekki mætti líta framhjá því að ástandið væri nú miklu betra en það var áður en Míkhaíl Gorbatsjov fór að tala um glasnost og perestrojku. Tímanum eytt í kjaftæði Pia Kjærsgaard, leiðtogi danska Framfaraflokksins og talsmaður ný- stofnaðs þingmannahóps frjáls- lyndra (Framfaraflokkanna í Dan- mörku og Noregi), hneykslaðist á því að laganefnd Norðurlandaráðs hefði vísað frá tveimur tillögum Framfaraflokkanna, •• annars vegar um að Eystrasaltslöndin fengju aðild að Norðurlandaráði og hins vegar um að fetað yrði í fótspor íslendinga og ríkisstjórnir allra Norðurland- anna ákvæðu að taka upp stjóm- málatengsl við ríkin. Kjærsgaard sagði nær að Norðurlandaráð verði tíma sínum til að ræða um Eystra- saltsríkin í alvöru heldur en að eyða honum í kjaftæði um jafnrétti kynj- anna og fleira af því taginu. Sighvatur Björgvinsson, fráfar- andi formaður laganefndar ráðsins, svaraði Piu Kjærsgaard og sagði að hún hefði ekki sótt síðustu þrjá fundi nefndarinnar, þar sem hún á sæti. Tillögurnar hefðu fyrst komið fram 22. febrúar síðastliðinn, og ekki hefði gefízttími til að fjalla um þær á eðlilegan hátt. Tillögunum hefði hins vegar ekki verið vísað frá. „Lýð- ræðið byggir á ákveðnum reglum og siðum. Þeir, sem virða ekki þær reglur og siði, virða ekki lýðræðið," sagði Sighvatur. Pólitískur stuðningur mikilvægastur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði að þær mörgu tillögur um samstarf við Eystrasaltsríkin, sem lægju fyrir þinginu, væru góðar og gildar, en pólitískur stuðningur væri mikilvægastur. Það hefðu þingfull- trúar fengið að heyra frá Ieiðtogum ríkjanna í ræðum þeirra.„Við getum ekki þagað þegar troðið er á mann- réttindum og mannslífum fómað í frelsisbaráttu í nágrenni okkar,“ sagði Jón. Ráðherrann sagði að íslendingar teídu að samskipti þeirra við Sov- étrikin hefðu verið vinsamleg. „Það þýðir þó ekki að við getum sam- þykkt það óréttlæti, sem fyrri leið- togar Sovétríkjanna frömdu á Eystrasaltsríkjunum. Þetta segjum við hvenær sem er og hvar sem er. Sá er vinur er til vamms segir,“ sagði hann. Fórnum ekki hagsmunum Eystrasaltsríkjanna fyrir samskipti risaveldanna Jón fagnaði vinnuáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem með- al annars er gert ráð fyrir að Norður- landaráð komi á fót upplýsingaskrif- stofum í Eystrasaltslöndunum, að veittir verði styrkir til stúdenta frá löndunum og að fulltrúar Eystra- saltslanda fái að taka þátt í ýmiss konar starfi á vegum Norðurlandar- áðs. Hann lagði hins vegar til að miklu meira yrði gert, til dæmis komið á tengslum vinabæja, stéttar- félaga, pólitískra félaga, íþrótta- hreyfinga o.s.frv.. Með öðrum orðum þyrfti að skapa grasrótarhreyfingu fyrir málstað Eystrasaltsríkjanna. Þá lagði Jón til að framtíðarfólki í atvinnulífi Eystrasaltslandanna yrði boðið til stuttrar dvalar í fyrirtækj- um og stofnunum á Norðurlöndum til þess að læra leikreglur markaðs- hagkerfis. „Eystrasaltsríkin líða enn fyrir ákvarðanir, sem teknar voru af tveimur einræðisherrum í byrjun seinni heimsstyijaldar. í þíðunni eft- ir kalda stríðið er hætta á að hags- munum þeirra verði fórnað til þess að trufla ekki bætt samskipti risa- veldanna. Það má ekki gerast. Þau biðja um stuðning okkar, og hann skulum við láta af hendi,“ voru loka- orð Jóns Sigurðssonar. Dásamlegt dæmi um virkt lýðræði „Þetta eru söguleg tímamót. Ég tel að Norðurlönd séu að snúa frá hinum hefðbundna hugsunarhætti og tregðulögmáli, sem hefur ein- kennt stefnu Vesturlanda gagnvart Sovétríkjunum hvað varðar Eystra- saltsríkin,“ sagði Emanuelis Zing- eris, formaður utanríkismálanefndar litháenska þingsins er Morgunblaðið spurði hann álits á því, sem fram hefði komið í umræðunum. Hann er einn af stjórnmálaleiðtogunum, sem boðið var sem gestum á þingið. Zin- geris sagðist telja að á Norðurlönd- um endurspegluðu þingmenn al- menningsálitið betur en gerðist í öðrum löndum Vestur-Evrópu. „Þetta er dásamlegt dæmi um virkt lýðræði,“ sagði hann. Zingeris sagði að vera gesta frá Eystrasaltsríkjunum á þingi Norður- landaráðs hefði mikla þýðingu. „Við fáum að sýna okkar rétta andlit hér. Okkur fínnst við vera meðal vina,“ sagði Zingeris. Hann sagði að Norðurlöndin væru beztu banda- menn Eystrasaltsríkjanna, og þaðan væri einkum vænzt stuðnings. Langholts- kirkja: Samkoma á æsku- lýðsdegi SAMKOMA verður sunnu- dagskvöldið 3. mars í Lang- holtskirkju kl. 20.30 í tilefni æskulýðsdags Þjóðkirkjunn- ar. Samkoman er í höndum unglinga úr starfi kirkjunnar og KFUM og KFUK. Ungmenni úr 10-12 ára starfi Langholtskirkju sýna leikþátt, unglingar úr Teen Sing-starfi Áskirkju og Breiðholtskirkju syngja, stúlkur úr Garðasókn flytja hugvekju og um bænir sjá unglingar úr Seljakirkju. Stjórn samkomunnar verður í höndum tveggja menntaskólanema. Einnig verður almennur söngur. Eftir samkomuna verður kaffi- sala með kaffi, gosi og kökum sem verður selt til fjáröflunar fyrir ÆSKR, Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófast- dæmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.