Morgunblaðið - 14.03.1991, Page 4

Morgunblaðið - 14.03.1991, Page 4
!«!! SRÁM .i-í H’JOA-aumMR aMAJaHUOflO! MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 4 Morgunblaðið/Rax Nýr Dettifoss til landsins NÝR Dettifoss Eimskipafélags íslands kom til Reykjavíkur í gær, en félagið tók á móti skipinu í Hamborg 1. marz sl. Dettifoss er tæpir 107 metrar og getur flutt 458 gámaeiningar og er burðargeta þess 7.700 tonn. Á Dettifossi er 12 manna áhöfn, skipstjóri er Þór Elísson en yfirvélstjóri Halldór Ágústsson. VEÐURHORFUR í DAG, 14. MARZ YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1.040 mb hæð en 1.000 mb lægð um 400 km suður af Hornafirði sem þokast austur. SPÁ: Norðaustan átt, líklega nokkuð hvöss norðvestan til á landinu. Um norðan- og austanvert landið verða dálítil él eða snjómugga og hiti nálægt frostmarki. Sunnanlands og vestan verður úrkomu- laust að mestu og léttir heldur til síðdegis, allt að 5 stiga hiti syðst á landinu um hádaginn en líklega frost aðra nótt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðlæg átt, víða nokk- uð hvöss. Él við norður- og austurströndina og dálítil slydda eða rigning á Suðausturlandi og með suðurströndinni én nokkuð bjart veður vestanlands. Vægt frost norðanlands en hiti um og yfir frost- mark sunnanlands. TAKN: G Heiðskírt Láttskýjað Hálfskýjað y. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir ■* V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld Alskýjað * / « Slydda / * / oo Mistur * # * —!* Skafrenningur * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +3 snjóél Reykjavík +1 skýjað Bergen 4 rigning Helsinki 1 súid Kaupmannahöfn 3 þoka Narssarssuaq 1 urkomaígr. Nuuk +8 skafrenningur Osló 2 þokumóða Stokkhólmur 4 þokumóða Þórshöfn 6 skýjað Algarve 15 alskýjað Amsterdam 13 mistur Barcelona 17 mistur Berlín 12 mistur Chicago 1 alskýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 9 súld Glasgow 6 þoka Hamborg 12 mistur Las Palmas 20 skýjað London 12 skýjað LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg 9 alskýjað Madrfd 11 skýjað Malaga Í8 iéttskýjað Mallorca 15 þokumóða Montreal +9 snjókoma NewYork +3 léttskýjað Orlando 7 léttskýjað Parls 12 súld Róm 15 þokumóða Vín 7 suld Washington 0 heiðskfrt Winnipeg +3 léttskýjað Hlaða og fjárhús brunnu á Geldingalæk: Brunabótamatið of lágt - sagði Magnús Ingvarsson bóndi á Geldingalæk MIKIÐ tjón varð, þegar hlaða með um 7.000 böggum brann nánast til kaldra kola á Geldingalæk í Rangárvallarhreppi. 220 áa fjárhús fór nánast sömu leið og 100 kinda fjárhús eyðilagðist. Eldsins varð vart um klukkan hálf átta í fyrrakvöld og tókst að ráða niðurlögum hans um hádegisbil í gær. Ollum skepnum tókst að bjarga, en Magn- ús Ingvarsson bóndi sagði við Morgunblaðið að erfitt væri að gera sér grein fyrir tjóninu, en vátryggingin væri lág. „Brunabótamatið er of lágt miðað við hvað kostar að byggja,“ sagði hann. Eldsupptök eru ókunn, en rafmagnseftirlitið kannaði aðstæður í gær. Magnús sagði að eldurinn hefði þegar verið mikill, þegar hans var vart. Allt tiltækt slökkvilið á Hellu og Hvolsvelli var kallað til, en illa gekk að slökkva eldinn í hlöðunni. Hann sagðist vera með tæplega 400 kindur og um 40 hross, en vegna tíðarfarsins hefðu aðeins 100 ær og sex folöld verið í húsi og hefði tekist að hleypa þeim út í tíma. Hlaðan var sambyggð þremur fjárhúsum og tókst að veija eitt þeirra, en byggingamar voru reist- ar fyrir liðlega 40 árum. Magnús sagði að næsta skref væri að verða sér úti um hey, því þó hann ætti nokkrar rúllur hefði allt þurrhey brunnið. Síðan þyrfti að huga að uppbyggingu húsanna, sem væri kostnaðarsamt og tímafrekt. Stéttarsamband bænda: Fulltrúafundur hald- inn fyrir luktum dyrum AUKAFUNDUR fulltrúa Stéttarsambands bænda hófst á Hótel Sögu í gær, en á fundinum verður tekin afstaða til nýundirritaðs búvörii- samnings. í fundarbyrjun var borin upp tillaga stjórnar Stéttarsam- bandsins um að fundurinn yrði haldinn fyrir luktum dyrum, og var hún samþykkt með 34 atkvæðum gegn 8. Fulltrúafundur Landssam- taka sauðfjárbænda fjallaði um búvörusamninginn í fyrradag, og var niðurstaða hans sú að gera þyrfti ákveðnar breytingar á samn- ingnum. Samninganefnd' Stéttarsam- bands bænda undirritaði búvöru- samninginn með fyrirvara um sam- þykki fulltrúafundar Stéttarsam- bandsins, en landbúnaðarráðherra undirritaði samninginn með fyrir- vara um samþykki Alþingis við nauðsynlegar lagabreytingar. Full- trúafundi Stéttarsambandsins lýk- ur í dag. Fulltrúafundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn á þriðjudaginn, og var þar samhljóða samþykkt ályktun þar sem því er lýst yfir að gera þurfi ákveðnar breytingar á samningnum, auk þess sem krafist er að samningur- inn verði lagður fyrir félög sauðQ'- árbænda um land allt til kynningar og ályktunar. Fulltrúarnir vilja að lögð verði höfuðáhersla á að ná ráðgerðum samdrætti í sauðfjár- framleiðslunni með fijálsum upp- kaupum á fullvirðisrétti, og því verði kauptilboð ríkisins framlengt um eitt ár, eða til haustsins 1992, og sveitarfélög hafi forkaupsrétt að þeim fullvirðisrétti sem kann að verða seldur milli einstaklinga út úr viðkomandi sveitarfélagi. Þá verði tryggt að samningar sem gerðir hafa verið vegna riðuniður- skurðar haldi að öllu leyti, og tryggt verði að lækkun verðs til bænda og aukin hagræðing skili sér til neytenda. í því sambandi leggja fulltrúar sauðfjárbænda sér- staka áherslu á að nauðsynleg hagræðing náist á vinnslu- og sölu- stigi. Aukið eftirlit með akstri gegn rauðu ljósi LÖGREGLAN og Umferðarráð hafa tekið höndum saman um aukið eftirlit með akstri gegn rauðu ljósi. Nýleg könnun hefur leitt í ljós að akstur gegn rauðu ljósi er mun algengari en áður var. Að sögn Óla H. Þórð- arsonar, framkvæmda- stjóra Umferðarráðs, verður lögregla með átak á næstunni til að fylgja þessum ákvæðum umferðarlaga eftir og sagði hann að alls óvíst væri hvort lögreglan yrði á merktum bifreið- úm við eftirlitsstörf sín. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi er nú 7 þúsund kr. í könnun Umferðar- ráðs og lögreglu frá því í lok febrúar sl. kom í ljós að notkun ökuljósa hér á landi er mjög al- menn. Stöðvaðir voru 1132 bílar um allt land og af þeim reyndust 1073 bílar vera með kveikt ökuljós, eða 94,5%. Hins vegar hefur notkun bílbelta minnkað, 79% öku- manna höfðu beltin spennt. Bílbelt- anotkun var almennust í Rangár- vallasýslu, á Keflavíkurflugvelli og í Kópavogi. í Reykjavík var bílbelt- anotkun um 70%. Á Þórshöfn not- uðu fæstir bílbelti, eða-24%. Könn- unin leiddi ennfremur í Ijós að langflestir bílanna voru á negldum vetrarhjólbörðum, eða 68,5%. 23,3% bílanna voru á ónegldum vetrarhjólbörðum og 4,9% á sumarhjólbörðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.