Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 19

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 19 eftir Guðmund Vikar Einarsson Inngangur Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá karl- mönnum. Tíðni er há á Norðurlönd- um og einna hæst á íslandi. Tíðni á Islandi er u.þ.b. 50 nýir sjúkling- ar per 100 þúsund karla á ári. Afleiðingar þessarar háu tíðni blöðruhálskirtilskrabbameins eru ekki eins slæmar og menn skyldu halda. Ástæðan er að hluti sjúkling- anna er mjög aldraðir karlmenn, þar sem þetta dregur þá ekki til dauða né veldur einkennum. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein hjá körlum, eins og fyrr segir. Tíðni þess eykst með aldrinum. Það greinist mjpg sjaldan hjá karlmönnum yngri en 50 ára. Eftir þann aldur eykst það stöðugt þar til það nær hámarki í kringum 80 ára aldur. Margir karl- menn með blöðruhálskirtilskrabba- mein greinast aldrei, vegna þess að æxlið veldur ekki einkennum. Orsakir Ákveðin orsök er ekki þekkt. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda þó á ýmsa orsakaþætti. Þar má nefna erfðir, hormóna, fæðu, ýmis efni í umhverfinu og veirur. Ekkert af þessu hefur verið sannað. Einkenni Einkennum má skipta í tvennt, annars vegar vegna staðbundins æxlisvaxtar og hins vegar vegna meinvarpa. Staðbundinn vöxtur: Blöðru- hálskirtillinn (hvekkur, prostata) liggur fyrir neðan þvagblöðruna og gengur þvagrásin þar í gegn. Ef blöðruhálskirtillinn stækkar, hvort sem er vegna góðkynja eða illkynja vaxtar, veldur það þvagtregðu. Slík einkenni geta byijað með tíðum þvaglátum, en síðar með lélegri þvagbunu og óþægindum. Aftur- hluta blöðruhálskirtils er hægt að þreifa í gegnum endaþarm. Krabba- mein er oft lýst sem hörðum, hnút- óttum eða ójöfnum kirtli. Önnur einkenni geta átt sér stað, eins og bióð í þvagi. Meinvörp: Um það bil 15-40% sjúklinga koma fyrst með einkenni vegna meinvarpa. Einkennin eru einkum vegna verkja frá beinum, t.d. í baki, mjaðmagrind eða útlim- um. Þreyta, megrun og slappleiki eru oft til staðar. Rannsóknir Þvag er smásjárskoðað og sjást oft rauð blóðkorn. Blóðrannsókn leiðir ekkert sérstakt í ijós ef um er að ræða staðbundið krabbamein, nema þá helst væg hækkun á sér- hæfðum blöðruhálskirtilsmótefna- vaka (prostatiskt specifiskt antig- en). Meinvörp í eitlum eða beinum leiða til hækkunar á svokölluðum súrum fostfatasa og fyrrgreindum sérhæfðum blöðruhálskirtilsmót- efnavaka. Nýrnamynd getur sýnt fram á afrennslishindrun frá nýra. Beina-isotopascann er mikið notað við greiningu meinvarpa í beinum frá krabbameini í blöðurhláskirtli. Til þess að greina krabbamein í blöðruhálskirtli þarf að ná sýni til vefjagreiningar eða frumugreining- ar. Það er gert með því að stinga í blöðruhálskirtilinn, t.d. í gegnum endaþarm, og taka sýni þá leiðina. Ný tækni við sýnatöku er ómsjá, þar sem hægt er að stýra nálinni að grunsamlegu svæði. Meinavefja- fræðingar lesa úr fyrrgreindum sýnum og ákveða hvort um krabba- mein sé að ræða. Meðferð Meðferðin byggist á hvort krabbameinið sé staðbundið eða hafi náð einhverri útbreiðslu og/einnig á aldri sjúklingsins. Ef um er að ræða mjög aldraðan karl- mann er ekki víst að hann þurfi á meðferð að halda. Staðbundið krabbamein: Stað- bundið krabbamein finnst iðulega við aðgerðir á góðkynja blöðruháls- kirtilstækkun. Krabbameinið er mismunandi mikið, þó það sé stað- bundið. Hvort frekari meðferðar sé þörf fer eftir magni og aldri. Ef krabbamein finnst við þreifingu á blöðruhálskirtli og ekki eru merki um frekari útbreiðslu þá er farið eins að. Það skiptist í tvö horn hvers konar meðferð er beitt. Sumir beita geislameðferð og aðrir beita skurð- aðgerð, þar sem allur blöðruháls- kirtillinn er fjarlægður. Geislameð- ferðinni má beita með svokallaðri ytri geislun og/eða innri geislun. KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnurn — Hægt að setja símanúmer í skamm- tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. MARS MÁNUÐUR GEGN MEINI - KRABBAMEINI Krabbameinsfélag íslands 1951 3*0 ára 1991 Þegar beitt er skurðaðgerð er allur kirtillinn fjarlægður og eitlar þar í kring. Árangur þessara aðgerða hefur lagast mikið með nýrri tækni, sem leiðir til varðveislu kyngetu karlmanna. Einnig hefur tíðni þvag- leka minnkað. Meinvörp: Árangur meðferðar á sjúklinga með meinvörp hefur ekki orðið sem skyldi. í kringum 1940 komu fram hugmyndir um að beita svokallaðri hormónameðferð. Síðan hefur árangur ekki breyst mikið, þrátt fyrir nýjar aðferðir við horm- ónameðferð. Aðalkostur hormóna- meðferðarinnar er betri líðan. Hormónameðferðin beinist að því að koma í veg fyrir að karlhormón testosteron, örvi krabbameinsfrum- ur. Upprunalega voru eistun fjar- lægð, en síðan hafa komið margs- konar lyf, sem hafa sömu áhrif, en með mismunandi miklum aukaverk- unum. Hormónameðferðin veldur iðulega verulegum áhrifum svo að krabbameinið minnkar verulega og meinvörpin hafa jafnvel horfið. Áhrif meðferðarinnar er mismun- andi, en flestir fá einhvern bata. Horfur , Sjúklingum er fylgt eftir, vana- lega á þriggja mánaða fresti. Þeir eru skoðaðir og blöðruhálskirtill er þreifaður. Fylgst er með súrum fos- fatasa, sérhæfðum blöðruhálskirt- ilsmótefnavaka og blóðhag al- mennt. Teknar eru myndir af lung- um og gerð isótopabeinaskönn með ákveðnu millibili. Horfur eru allgóðar ef ekki eru merki um meinvörp í eitlum. Erfitt er að meta árangur meðferðar. Guðmundur Vikar Einarsson Fylgjast þarf með sjúklingum í 5 til 15 ár, svo að hægt sé að gera sér grein fyrir árangri meðferðar. Lífslengd sjúklinga með mein- vörp, sem hafa fengið hormónameð- ferð, virðist vera eitthvað lengri, en þeirra sem enga meðferð fá. Aðalárangur meðferðarinnar er betri líðan. Nyrri meðferðarform hafa líka fækkað aukaverkunum lyfjanna. Höfundur er dósent við læknadeiid Háskóla íslands og sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum við handlækningadeild Landspítalans. Krabbamein í blöðruhálskirtli Morgunblaðið/Þorkell Nýtt kaffihús í Hafnarstræti Nýlega var opnað nýtt kaffihús, Café Au’ Lait, í Hafnarstræti 11, en þar er boðið upp á allar kaffitegundir og kaffilíkjöra, og auk þess léttar matarveitingar, brauð og kökur. Café Au’ Lait tekur 40 manns í sæti og er opið virka daga frá kl. 9-24, en á föstudögum og laugardögum er opið til kl. 1 eftir miðnætti. Á sunnudögum er opið frá kl. 11-24. Staðurinn er í eigu hjónanna Áslaugar Kristins- dóttur og Odds Daníelssonar. KX-T 2322 E / KX-T 2342 E Kr. 5.680 stgr. Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 núrnera minni, þar af 6 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting. HF Laugavegi 170-174 Sími 695500 KX-T 2386 BE - Kr. >12.332 stgr. Sími með símsvara - Ljós í takkaborði - Útfarandi skila- boð upp í xh mín. — Hvert móttekið skilaboð getur verið upp í 2'/2 mín. - Hátalari - Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval - Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda - Stillanleg hringing - Hljóðstillir fyrir hátalara - Veggfesting.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.