Morgunblaðið - 14.03.1991, Page 43
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991
43
Köfnunarefnis-
ver við Ejjafjörð
eftirHelga
Kristbjarnarson
Ekkert getur aukið þjóðartekjur
íslendinga eins mikið og bætt nýting
og markaðssetning fiskaflans. Þrátt
fyrir að heildarafli hafi dregist sam-
an á síðasta ári jukust tekjurnar af
fisksölu vegna bættra aðferða við
dreifingu og sölu. Þessi þróun getur
því miður ekki haldið áfram nema
menn geri eitthvað í því að finna
nýjar leiðir og komi þeim í fram-
kvæmd. Sú nýjung sem gefur mest-
ar vonir um aukna arðsemi af fiskin-
um er djúpfrysting með fljótandi
köfnunarefni sem reynd hefur verið
á rækju og humri. Við djúpfrystingu
skemmast vöðvafrumur fisksins
mjög lítið, enda hafa vísindamenn
lengi notað djúpfrystingu til að
geyma lifandi frumur. Ef við hefj-
umst nú þegar handa við rannsókn-
ir á vinnslu og markaðsrannsóknir,
ekki aðeins fyrir djúpfrystan humar
og rækju, heldur einnig djúpfrystan
bolfisk og eldisfisk, má að öllum
líkindum fá fram verkunaraðferðir
sem margfalda söluverðmæti fískaf-
urða okkar.
Til að framleiða fljótandi köfnun-
arefni þarf mikla orku, það er því
dýrt efni. Ef íslensk stjórnvöld hefðu
framsýni til að selja á vægu verði
til köfnunarefnisframleiðslu þá um-
framorku, sem nú er til í orkuverum
okkar, mætti fyrst í stað nýta
Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi til
að framleiða það köfnunarefni sem
fiskvinnslan þarfnaðist meðan verið
væri að vinna þessari nýju vöru
markaði. Síðan þyrfti að byggja
nýtt köfnunarefnisver, gjarnan t.d.
í Eyjafirði, sem nýtti orku Blöndu-
virkjunar, til að margfalda söluverð-
mæti sjávarafla okkar. í leiðinni
gæti slíkt ver tekið við allri starf-
semi Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi, sem þá mætti leggja nið-
ur. Ástæða þess að Eyjafjörður er
hér nefndur sem hugsanlegur staður
fyrir köfnunarefnisver er að slík
framleiðsla skapar mjög litla meng-
un. Um 80% andrúmsloftsins er
köfnunarefni og það er því skað-
laust lífverum. I Eyjafirði væri þetta
iðjuver nálægt orkuverinu og mundi
viðhalda byggðajafnvægi.
Álver eða köfnunarefnisver
Því miður vofir nú yfír þjóðinni
samningur um byggingu álvers sem
nýta mun alla fáanlega ódýra orku
sem við eigum. Þessar fyrirhuguðu
framkvæmdir draga einnig til sín
svo mikið vinnuafl og fjármagn
næstu fjögur árin að nauðsynlegt
verur að stöðva nær allar aðrar
verklegar framkvæmdir í landinu á
meðan, ef koma á í veg fyrir þenslu
og óðaverðbólgu. Hagnaðarvon af
þessu álveri byggist á því að Lands-
virkjun áætlar að byggingarkostn-
aður Fljótsdalsvirkjunar verði sem
svarar 18 millidölum á framleidda
kílóvattstund. Álverið mun síðan
greiða 18,3 millidali, þannig að ef
áætlunin um byggingarkostnað
stenst upp á eyri'verður gróðinn 0,3
millidarlir. Nú hefur Landsvirkjun
reyndar komið fram með nýja áætl-
un sem gerir ráð fyrir 20 millidala
framleiðslukostnaði. Þeir sem
þekkja lítilsháttar til í íslensku þjóð-
félagi vita hins vegar að hingað til
hefur það aldrei gerst að kostnað-
aráætlun við svona mannvirki
standist upp á eyri. Við höfum byggt
flugstöð og þjóðleikhús og Blöndu-
virkjun sem sömu menn hjá Lands-
virkjun voru búnir að reikna út að
mundi kosta 17 millidali á kílóvatts-
Helgi Kristbjarnarson
„ Við stöndum því
frammi fyrir því að
velja milli þess að efla
og bæta fiskvinnsluna,
þá framleiðslu sem allt-
af hefur reynst okkur
happasæl eða að reyna
að merja einhvern
gróða út úr eiturspú-
andi álveri.“
stund en kostaði óvart 29 millidali,
smá reiknisskekkja þar. Við stönd-
um því frammi fyrir því að velja
milli þess að efla og bæta fískvinnsl-
una, þá framleiðslu sem alltaf hefur
reynst okkur happasæl eða að reyna
að meija einhvern gróða út úr meng-
andi álveri sem eins geta orðið þjóð-
inni hennar dýrustu mistök frá upp-
hafi.
Ódýra orku til íslendinga
Mörgum hefur reynst það torskil-
ið hvers vegna hægt er að selja
orku á 18,3 mills til erlendra iðnfyr-
irtækja meðan íglensk iðnfyrirtæki
þurfa að borga 80-100 millidali.
Skýringin er líklega sú að mörg og
dýr mistök hafa verð gerð við skipu-
lagningu virkjunarframkvæmda og
enn er verið að gera slík mistök.
B'yrir þetta vill enginn borga og
þess vegna borga íslendingar mis-
takaskattinn.
Það er íhugunarefni hvort ekki
sé nær að innheimta mistakaskatt-
inn með öðrum hætti og selja
íslenskum iðnfyrirtækjum síðan ork-
una með eðlilegu lágmarksálagi á
framleiðslukostnað. Þá mundi
margvíslegur iðnaður geta dafnað
hér og ný notkunarsvið opnast. Eitt
slíkt svið er að knýja bíla með raf-
magni, en einmitt á þessu ári eru
að líta dagsins ljós fyrstu fjölda-
framleiddu rafbílarnir sem líklegir
eru til að ná vinsældum, þ.e.
Impact-bílarnir frá General Motors.
Talið er að framleiðsla rafbíla muni
aukast mjög þegar líður á þennan
áratug og fáar þjóðir hafa eins mikla
ástæðu til að stuðla að þeirri fram-
þróun og íslendingar.
Ef við geymum okkur möguleik-
ann að virkja Fljótsdalsvirkjun í
nokkur ár þar til orkuverð hefur
hækkað og orðið verður mjög hag-
stætt að virkja þar, getum við nýtt
möguleikann sem Blönduvirkjun
gefur til að stórefla þá atvinnuvegi
sem fyrir eru í landinu, ef við seljum
íslendingum rafmagnið á því verði
sem til stóð að selja það til Atlant-
al. Þá verður hægt að stórauka út-
flutning á ómenguðu íslensku vatni,
framleiða ódýra steinull og að
stunda ýmsan smáiðnað og þá verð-
ur hægt að nota rafmagn til að
knýja bíla og strætisvagna, auk
þeirrar köfnunarefnisframleiðslu
sem áður var nefnd. ísland er fyrst
og fremst matvælaframleiðsluland
og á því sviði getum við eflst ef við
gætum þess að spilla ekki umhverf-
inu og auðlindum okkar.
Höfundur er læknir og
lífeðlisfræðingur og áh ugamaður
um náttúruvernd.
íf Allt vörur á góðu verði hjá Ellingsen.
| Meðal annars gallabuxur frá kr. 1620- og vinnuskyrtur frá kr. 1080-
I Nokkur dæmi:
Kappklæðnaður á alla
fjölskylduna. )akki fullorðlns
kr. 3445- og buxur kr. 2620-,
peysa 6-8 ára kr. 1811- og
buxur 6-8 kr. 1675-.
Þrælgóðar vlnnuskyrtur á kr.
1080-og 1175-. Mjúkarog
þægilegar í mörgum litum.
Ávallt vlnsælar skyrtur.
Nýkomnar vattfóðraðar
vinnuskyrtur, hlýjar og
notalegar. Þrír litir. Stærðir:
M, L og XL. Skyrtur sem hafa
vakið athygll. Verð kr. 2.850-
Gallabuxur frá kr. 1620- til
4490-. Mörg snið, dökkar og
Ijósar. Sterkar og
endingargóðar buxur.
Nýkomnar betri fiauelsbuxur
á kr. 5195-. Grófrifflaðar með
belti, fellingar að framan, gott
snið. Lltir: grátt og
mosagrænt.
Fransklr öryggisskór m.
stáltá. Háir kr. 4.222- og lágir
kr. 3641-, háir m. stáli í sóla
kr. 4558-. Lltur: svart.
Eldvarnarbúnaður í úrvall.
Dufttæki 2kg kr. 5.334-, 6 kg
loftfyllt kr. 7.916-, 6kg
m.patrónu Inní kr. 10.822-,
10 Itr. vatnstæki kr. 7998-,
brunaboði kr. 1465-,
eldvarnarteppl frá kr. 1478-
Óbrjótandl hltabrúsar frá
Ameríku. Halda vel heitu eða
köldu. Fjórar stærðir. Verð frá
kr. 2858- til 3345-. Tllvaldlr á
skíði og snjósleðann.
Stll, norsku ullarnærfötin á
alla fjölskylduna. Dæmi um
verð: dömubuxur kr. 1819-,
herrabuxur kr. 2188- og bollr
kr. 2334-, barnabolir st.4-8
kr. 1560- og buxur 4-8 kr.
1432-.
SENDUM UM ALLT LAND
Opið á laugardögum frá 9 til 12.
Garðslöngur 25 metra kr.
1062-, 30 metra kr. 1275-,
plast slönguhengi kr. 231,
ryðfrítt hengi kr. 5080-,
slönguvagn kr.3338- án
slöngu, sköft gegnum
rennandi 2,75 mtr. kr. 3773-,
4 mtr. kr. 6.488-, þvottakústar
kr. 1.048-.
Grandagarði 2, Rvík., sími 28855.