Morgunblaðið - 27.04.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 27.04.1991, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991 „Og h'mn h&ppnl Sigun/egarL er... No. 1 •" Ást er... 3-Z7 ... að gefa honum að smakka. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1991 Los AngelesTimesSyndicate Eitthvað er því farið að förlast Þetta er nóg. Þetta er svaka- lega fyndið þegar pabbi gerir það! HÖGNI HREKKVtSI HONOM LlKAf? EKKI MATSB&U-L INN, \>Á HVDLFlI? HðNM HENNI EKKI/ " Þessir hringdu . .. Listahátíð barna Dagmóðir hringdi: „Ég vil þakka borgaryfirvöld- um og menntamálaráðuneyti fyrir að bömum sem vistast hjá dag- mæðrum skyldi boðið að taka þátt í Listahátíð barna. Ég vona að börnum dagmæðra geti staðið til boða uppákomur sem þessi, ef hægt er að koma því við, og að þau séu ekki metin sem annars flokks börn af ráðamönnum eða sem gleymdur hópur. Sýningin er í anddyri Miklagarðs og vissu dagmæður reyndar seint að börn- um þeirra stæði þetta til boða og afrakstur hefði á án efa orðið meiri með lengri fyrirvara. En það er aukaatriði. Aðal altriðið er að þessi börn fengu að vera með og sýna sína listsköpun eins og þeirra jafnaldrar. Þau börn sem hjá mér vistast og sendu mynd. Þau voru ákaflega glöð og ánægð og géf ég sagt með vissu að þessi Lista- hátíð hefur glatt okkur mikið. Nú vilja börnin leggja leið sína í Mik- lagarð og versla með mömmu eða pabba og skoða myndirnar sínar um leið, og trúi ég að það verði lengi i minnum haft hjá smáfólk- inu að þarna hafi hangið mynd sem þau áttu og verður gaman að rifja það upp seinna.“ Úr Úr með svörtu armbandi fannst í síðustu viku á Bjarnarstíg og einnig fannst annað úr um mánað- armótin mars-apríl skammt frá Þjóðleikhúsinu. Upplýsingar í síma 22496. Köttur í óskilum Grábröndóttur fressköttur kom í hús fyrir skömmu. Hann er með hálsól með bjöllu og gulri tunnu sem er tóm. Éigandinn er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 42499. Myndavél Sjálfvirk Kodak myndavél fannst í Sætúni á annan í páskum. Á filmunni sem í vélinni var eru m.a. myndir af börnum að borða páskaegg. Upplýsingar gefur Kristbjörg í síma 23772 eftir kl. 19. Úr Úr fannst fyrir utan safanaðar- heimili Laugarneskirkju. Upplýs- ingar í síma 73959. Hanskar Svartir kvenhanskar fundust efst á Álfhólvegi 14. apríl. Upplýs- ingar í síma 41719. Hvers vega var staðan ekki auglýst? Jóhann Páll Símonarson- hringdi: „Þetta er fyrirspurn til stjórnar Slysavarnafélags Islands. Þar sem komið hefur í ljós að búið er að ráða nýjan skólastjóra Slysa- varnaskóla-sjómanna án þess að staðan hafi verið auglýst er spurn- ingin hvers vegna var hún ekki auglýst opinberlega.“ Umslag Umslag merkt „Magnús Helga- son“, sem í var fermingarkort og 10 þúsund krónur, tapaðist við Ránargötu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 12121. Týndur högni Dökklitur högni með rauða ól, hvíta bringu og lappir, er týndur frá Njörfasundi 80. Síminni 32887. Vinsamlegast athugið hvort hann hefur lokast inni í geymslum. Armband Gullarmband tapaðist í nóv- ember sl. sennilega í Sundlaugun- um í Laugadal eða á bílastæði á Borgartúnssvæðinu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 41957 eðatil Ernu í síma 41103. Fundar- laun. Köttur í óskilum Þessi fressköttur hefur verið á flakki í Dalaseli og nágrenni undan- farinn rúman mánuð. Hann er u. þ. b. árs gamall, svartur og hvítur. Hann er með ól og ómerktur. Þeir sem sakna hans eru beðnir að hafa samband í síma 77003. Týndur högni Þessi rauðbröndótti og hvíti högni týndist frá Freyjugötu 9 hinn 18. apríl. Vinsamlegast hafið sam- band við Þuríði í síma 13845 eftir kl. 18 ef hann hefur sést einhvers staðar. Hvolpur Collie hvolpur, fimm til sex mánaða gamall, tapaðist frá Kald- árhöfða í Grímsnesi við Þingvalla- vatn. Hann er ljósbrúnn með hvítan kraga og svartan blett í miðju skotti. Hann er ómerkur en með ljósbrúna ól með bjöllu. Vin- samiegast hringið í síma 670901 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Víkverji skrifar Nánast í hveiju fyrirtæki er komið nýtt símtæki sem á ensku hefur verið kallað telefax, en fax er stytting á orðinu facsim- ile. í ensk-íslensku orðabókinni frá Erni og Örlygi er gefin þýðingin „myndasendir, aðferð við að senda og taka á móti prentuðu máli og teikningum gegnum síma eða fjar- skiptasamband". Ekkert íslenskt orð hefur náð almennilegri fótfestu sem lýsirþessari tækni. Sumir hafa kailað þetta myndsendi, aðrir bréf- sendi og fleiri orð hafa heyrst. Vikveija finnst hins vegar upplagt að kalla þetta ritsíma, sem er til í málinu og gengi þannig í endurnýj- un lífdaganna. Á bréfsefni og reikn- inga væri þá hægt að prenta ann- ars vegar talsímanúmer og hins vegar ritsímanúmer. Á sama hátt finnst Víkvetja að kalla mætti bréf- in sjálf, sem send eru með ritsíma, símskeyti eða símbréf. í nýyrðagerð liðinna ára hefur það gefist betur, að taka „gömul“ orð og gefa þeim nýja merkingu þegar gamla orðið er orðið úrelt, en að búa til ný sem eiga erfiðara uppdráttar. Nýyrði, sem eiga sér ekki fyrirmynd í mál- inu eru oft stirð og ná reyndar alls ekki fótfestu nema þau séu bæði gegnsæ og lipur. Þannig orð er ritsími. xxx Talsverðar umræður hafa verið á undanförnum árum um nauðsyn þess að krafist sé persónu- skilríkja þegar kosið er til Alþingis eða sveitarstjórna. Á undanförnum árum hefur ætíð verið eitthvað um það, að einhveijir hafi kosið í ann- ars nafni og þannig tekið kosninga- réttinn af viðkomandi. í alþingis- kosningunum núna var eitthvað um það, að kjörstjórnir krefðust per- sónuskilríkja, en því miður var illa að því staðið. Fyrst og fremst þann- ig, að slíkt virtist gert af handa- hófi; í sumum kjördeildum var alls ekki beðið um skilríki og var Víkveiji meðal annarra sem kaus að þessu sinni án þess að vera beð- inn um að gera grein fyrir sér. í annan stað var illa staðið að kynn- ingu á þeim nýju reglum sem nú gilda, þannig að það kom einhveij- um að óvörum þegar þess var óskað að þeir sýndu skilríki. Þar að auki var ríkjandi óafsakanlegt fijálslyndi um þau skilríki sem menn fengu að nota. Þannig gerðu einhveijir grein fyrir sér með bókasafnsskír- teinum og bankakortum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.