Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 51

Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 51 KARFA Torfi velur EM-liðið Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari í körfuknattkleik, hefur valið landslið sitt sem leikur í und- ankeppni EM, sem hefst í Reykjavík 1. maí. Liðið er þannig skipað: Jón Kr. Gíslason, ÍBK, Magnús Matt- híasson, Val, Falur jiarðarson, ÍBK, Teitur Örlygsson, UMFN, Guð- mundur Bragason, UMFG, Axel Nikulásson, KR, Páll Kolbeinsson, KR, Jón Arnar Ingvarsson, Hauk- um, Valur Ingimundarson, UMFT, Guðni Guðnason, KR, Guðjón Skúlason, ÍBK, Pétur Guðmunds- son, UMFT. ÚRSLIT Handknattleikur Selfoss - ÍR 21:21 íþróttahúsið á Selfossi, 1. deildarkeppnin - neðri hluti, föstudagur 26. apríl: Gangur leiksins: 5:1, 8:6, 10:8, 12:9. 14:13, 16:16, 19:19, 21:21. Mörk Selfoss: Einar G. Sigurðsson 6, Ein- ar Guðmundsson 5, Gústaf Bjamason 4/2, Sigurjón Bjamason 3, Sigurður Þórðarson 2, Stefán Halldórsson 1. Vamin skot: Ólafur Einarsson 12. Utan vallar: 6 mín. Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirsson 7/3, Matthías Matthiasson 4, Ólafur Gylfason 3, Róbert Rafnsson 3, Magnús Ólafsson 3, Guðmund- ur Þórðarson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 7. Utan vallar: Engin. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Áhorfendur: Um 500. BSelfyssingar tryggðu sér áframhaldandi rétt til að leika i 1. deild með því að gera jafntefli við ÍR-inga í hnífjöfnum og skemmtilegum leik. Bæði liðin börðust af fullum krafti fyrir tilverarétti sínum í deild- inni. Selfyssingar höfðu ávallt tveggja til þriggja marka forskot í fyrri hálfleik og léku góðan handknattleik, en ÍR-ingar virk- uðu taugaóstyrkir. Síðari hálfleikur var hnífjafn og lokamín. æsispennandi. Þegar 30 sek. voru til leiksloka vora ÍR-ingar með eins mark forskot, 21:20. Selfyssingar fengu vítakast þegar 12 sek. eru eftir. Gústaf Bjamason tók vítakastið, en skaut i stöng. Siguijón Bjarnason fékk knöttinn, skoraði, og tryggði Selfyssingum sæti í 1. deild. Liðsheild Selfyssinga skóp sigurinn og iéku allir leikmenn liðsins vel. Hjá ÍR var Jóhann Ásgeirsson bestur. Óskar Sigurðsson 1. DEILD: ÍBV - Stjarnan.............Frestað Leikurinn fer fram í Eyjum i dag. 2. DEILD: Völsungur - Breiðablik.......19:24 <-Breiðablik tryggði sér sæti í 1. deild ásamt hinu Kópavogsfélaginu, HK. UMFN-ÍBK.....................21:19 Körfubolti NBA-DEILDIN Fyrst umferð úrslitakeppninnar, fyrstu leik- ir. Þqá sigra þarf til að komast áfram: CbicagoBulls—NewYorkKnicks....l26: 85 ■Michael Jordan gerði 28 stig og Scottie Pippen 25 fyrir Chicago. Philadelphia 76ers—Milwaukee.. 99: 90 Los Angeles Lakers—Houston.... 94: 92 Utah Jazz—Phoenix Suns........129: 90 San Antonio Spurs—Golden State ...130:121 ■Þrír leikmenn San Antonio gerðu sam- tals 98 stig, Willie Anderson (38), David Robinson (30) og Rod Strickland (30). Tennis MONTE CARLO MÓTIÐ Pjórðungsúrslit. Tölur framan við nöfnin sýna röð á styrkleikalista: 2-Boris Beeker—8-Andr. Tjesnókov ..6:1 6:3 Goran Prpic—Carl-Uwe Steeb.6:4 6:2 Íshokkí HM í ÍSHOKKÍ Kanada—Sviþjóð................3:3 Bandaríkin-Þýskaiand .'.......4:4 NHL-DEILDIN Úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Fjóra sigra þarf til að komast áfram: Adams-riðill: Boston Bruins—Montreal Canadiens..4:1 Boston hefur forystu 3:2. Patrick-riðill: Pittsburgh Penguins—Washington....4:1 Pittsburgh sigraði 4:1. Knattspyrna Tactic-mótið á Akureyri: Þór-Leiftur.................... 3:1 Árni Þór Ámason, Axel Vatnsdal, Ásmund- ur Arnarsson, sjálfsmark - Halldór Guð- mundsson. KA-Tindastóll....................3:1 Sverrir Sverrisson 2, Birgir Arnarson - Ingi Þór Rúnarsson. Borðtennis íslenska landsliðið tapaði leikjum sínum gegn Danmörku, Skotlandi, Kúbu ogEgypt- alandi, 0:3. ívar Hauksson í 18 mánaða bann Lyfjanefnd íþróttasambands íslands hefur dæmt ívar Hauksson í 18 mánaða keppnisbann frá 2. nóvember 1990 að telja. ívar, sem féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramóti í vaxtarækt í Malasíu í fyrra, hefur keppt fyrir Golfklúbb Grindavíkur og er dæmdur í banp vegna þess. Bannið nær ekki til vaxtaræktar, sem er ekki innan ÍSÍ, en þar var ívar dæmdur í eins árs bann af Alþjóðsambandi vaxtarækt- armanna. Þegar bann vaxtaræktarsambandsins rennur út má ívar keppa í vaxtarækt að nýju en ekki í íþróttum á vegum sérsambanda ÍSÍ. KORFUKNATTLEIKUR / EM Portúgal sýnir beint Portúgalar hafa samið við Körfuknattleikssamband Íslands um beinar útsendingar frá öllum leikjum sínum í undankeppni Evrópu- mótsins í körfuknattleik sem hefst 1. maí. Ríkissjónvarpið mun sjá um að taka leikinu upp á þeir vera sýndir í beinni útsendingum í portúgalska sjónvarpinu. Að sögn Péturs Hrafns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, er um töluverða fjármuni að ræða. Stór hluti fer tii sjónvarpsins vegna vinnu við leikina en Körfu- knattleiksamband íslands fær einnig nokkuð í sinn hlut. Til stóð að evrópska sjónvarsstöðin Eurosport sýndi frá leikjunum en af því varð ekki vegna þess að það er á sama tíma og heimsmeist- aramótið í íshokkí í Finnlandi. KNATTSPYRNA „Pétur er ekki eins vel upplagður og hann var“ - segir BoJohansson, landsliðsþjálfari. Mikla athygli hefurvakið að Pétur Ormslev og Birkir Kristinsson eru ekki í landsliðshópnum UNDIRBÚNINGUR landsliðsins fyrir leiki gegn Albaníu og Tékkóslóvakíu í Evrópukeppni landsliðs hefst í dag þegar landsliðið mætir B-liði Eng- lendinga í Watford, en síðan verður leikið gegn Wales í Cardiff á miðvikudaginn kemur og gegn Möltu íValetta 7. maí. Það hefur vakið mikla at- hygli að Pétur Ormslev, mið- vallarspilarinn sterki og Birkir Kristinsson, markvörður, misstu sæti sín í landsliðs- hópnum, en þeir voru fasta- menn íhópnum sl. keppn- istímabil. o Johansson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali við Morgunblað- ið, að Pétur væri ekki eins vel upp- lagður nú og hann var sl. keppn- istímabil og það sama væri að segja um Birki. „Eg þekki þá vel og þeir hafa ekki leikið eins vel að undan- förnu og þeir gerðu sl. keppnistíma- bil. Ég vel Pétur ekki til að hann vermi varamannabekkinn í leikjun- um sem framundan eru,“ sagði Bo. Bo valdi Þorvald Örlygsson á ný í landsliðið, en Þorvaldur missti sæti sitt í landsliðinu eftir landsleik gegn Frökkum sl. sumar. „Þorvald- ur lék ekki vel gegn Albönum og Frökkum. Hann lék ekki vel í þeim leikjum og spilaði þar inní að það gekk ekki eins vel hjá honum hjá Nottingham Forest og hann von- aði. Þorvaldur hefur þroskast síðan þá og nú fær hann aftur tækifæri. Gunnar Gíslason er kominn aftur í hópinn, en hann átti við meiðsli að stríða í fyrra og gat ekki leikið gegn Frökkum, Tékkum og Spán- veijum. Gunnar hefur leikið vel í Svíþjóð og kemur hann með að styrkja landsliðshópinn. Aftur á móti geta þeir Eyjólfur Sverrisson, Sigurður Jónsson og Kristján Jóns- son ekki leikið vegna meiðsla,“ sagði Bo. Þrír nýliðar eru í landsliðshópn- um sem leikur í Englandi og Wal- es. Ólafur Gottskálksson, 23 ára, Hlynur Stefánsson, 27 ára, og Grét- ar Einarsson, 27 ára. „Ég hef séð Hlyn leika tvo leiki með Eyjamönn- um að undanförnu og hefur hann leikið stórvel á miðjunni, þar sem hann stjórnaði leik Éyjamanna. Ég sá Grétar leika með Víði í fyrra og einnig í ár. Grétar, sem er útsjónar- samur og klókur leikmaður, lék vel með Víði gegn FH á dögunum og skoraði tvö mörk. Þeir fá nú tæki- færi til að spreyta sig með landslið- inu.“ Leikirnir gegn Englandi og Wal- es verða örugglega harðir og erfið- ir. Ég mun tefla fram reyndum leik- mönnum í þeim, en yngri leikmenn fá tækifæri til að spreyta sig á Möltu. Þessi keppnisferð er mjög góður undirbúningur fyrir Evrópu- leikina gegn Albaníu og Tékkóslóv- akíu. Ég fær gott tækifæri til að sjá hvar leikmennirnir standa nú. Bo Johansson Leikmenn þurfa að berjast fyrir sæti sínu í landsliðinu. Það á enginn leikmaður fast sæti. Ég loka á eng- an leikmann. Fjölmargir leikmenn, sem taka ekki þátt í ferðinni nú, Pétur Ormslev eru inni í myndinni hjá mér. Marg- ir eru meiddir og nokkrir ungir leik- menn sem ég hafði áhuga á að hafa með, komust ekki vegna náms,“ sagði Bo. PéturOrmslev: „Ég er í betri æfingu“ Auðvitað er maður sár að vera ekki valinn í landsliðið. Ég er í betri æfingu nú heldur en í fyrra og þess vegna á ég bágt með að skilja það að Bo segi að ég sé ekki eins vel upplagður nú,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram. „Ég lít svo á að ég sé ekki inni í myndinni hjá Bo fyrir Evr- ópuleikina gegn Albaníu og Tékkóslóvakíu. Heldur ekki Birkir Kristinsson, markvörður, sem ekki hefur farið aftur frá því í fyrra," sagði Pétur. „Pétur er í betri æfíngu núna heldur en hann var í fyrra. Það er mín skoðun að hann sé einn af sextán bestu knattspyrnu- mönnum ísiands," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Framliðsins. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Helga Magnúsdóttir, gjaldkeri HSÍ og Sigurður Tómasson, eigandi Ramma- miðstöðvarinnar, með hinn glæsilega bikar sem keppt er nú um í fyrsta skipti. Stór- leikur Fram og Stjaman leika hreinan úrslitaleik ram og Stjarnan leika hreinan úrslitaleik um íslandsmeistara- titilinn í handknattleik kvenna í Laugardalshöllinni á morgun kl. 15. Félögin er jöfn að stigum. Framstúlkurnar, sem unnu Stjörnunna í bikarúrslitaleik á dög- unum, hafa náð skórkostlegum ár- angri á undanförnum árum. Fram- liðið hefur verið meistari sjö síðustu ár. Leikurinn er nokkuð sögulegur, því að hann er kveðjuleikur Guðríð- ar Guðjónsdóttur, sem hefur leikið lykilhlutverk hjá Fram undanfarin ár. Einnig leikur Sigi'ún Blomster- berg sinn síðasta leik með Fram. Keppt verður um nýjan glæsileg- an bikar, sem Rammamistöðin við Sigtún hefur gefið, en bikarinn er um fimmtán kg. Heiðurgestur leiksins verður Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að leikurinn verður bæði spennandi og skemmtilegur, en Fram og Stjarnan hafa á að skipa öflugum liðum, sem tefla fram mörgum landsliðsstúlkum. ÍÞRÚmR FOLX- ■ ALFREÐ Gíslason skoraði 12/7 mörk þegar Bidasoa vann Granollers, 27:24, í 1. deildar- keppninni á Spáni. Geir Sveinsson lék vel með Granollers og skoraði fjögur mörk. ■ PAUL Merson hjá Arsenal meiddist á ökkla í leik gegn QPR og mun hann ekki vera í B-liði Englands, sem leikur gegn íslenska landsliðsinu. Það getur farið svo að hann leiki ekki meira með Arsenal á keppnistímabilinu.^^ ■ STEVE Bould, miðvörðui^"* Arsenal, leikur heldur ekki með B-liðinu. Hann meiddist á læri. ■ IAN Rush, markahrókur hjá Liverpool, mun ekki leika með Wales gegn Islandi. ■ ERIC Young hjá Crystal Palace meiddist í leik gegn Liverpool og verður ekki í_ lands-’**" liðshópi Wales, sem mætir íslandi í Cardiff.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.