Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Geir H. Haarde kjörínn formaður Salóme Þorkelsdóttir forseti Sam- einaðs þings og Matthías Bjarnason forseti Efri deildar GEIR H. Haarde var kjörinn formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksihs á þriggja stunda löng- um fundi þingflokksins síðdegis Staðarsveit: Útigöngufé bjargað úr sjálfheldu Hlíðarholti. FIMM menn úr björgunar- sveitinni í Ólafsvík komu sunnudaginn 5. maí sl. til þess að gera tilraun til björgunar tveggja kinda sem voru í sjálf- heldu í svonefndum Svarta- gilsklettum í Bjarnafosskots- landi. Vitað var um þessar kindur í allan vetur í klettunum en til- raunir til þess að ná þeim mis- tókust jafnan. En fyrir um þrem- ur vikum lentu þær á þröngum stalli sem þær komust ekki af sjálfar aftur. Tveir björgunarsveitarmenn fóru upp í klettana ofan við kind- umar og gátu þeir fest þar kað- al til þess að fara í niður á stall- inn en aðrir klifu neðan frá með því að koma þar fyrir léttum stigum. Hæð bjargsins neðan við kindumar mun vera um 20-30 m. Tókst björgunarmönnum að að koma böndum á kindurnar og draga til sín. Var þeim síðan slakað niður fyrir bjargið. Þama var um að ræða gimbr- ar á fyrsta vetri frá Kálfavöllum. Eigendur þeirra eru Sólveig Bjamadóttir 8 ára og móðir hennar, Sigrún Guðmundsdóttir. í björgunarsveitinni frá Ól- afsvík voru Gunnar Hauksson, stjómandi hópsins, Gunnþór Ingason, Karl Mortensen, Sævar Hansson og Þorgrímur Ólason. - Þ.B. í gær. Davíð Oddsson, forniaður Sjálfstæðisflokksins, gerði til- lögu um Geir sem formann og var hann einróma kjörinn. Geir gerði tillögu um Björn Bjarnason sem varaformann og Sigríði Önnu Þórðardóttur sem ritara og voru þau bæði kjörin. „Þetta starf leggst ákaflega vel í mig og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með félögum mínum í þingflokknum. Þetta er samhentur þingflokkur, eins og kom vel fram á fundinum nú. Ég tel að nýkjörin stjóm þingflokksins hafi alla möguleika á að stýra starfi þessa stóra þingflokks þannig að vel gangi,“ sagði r.ýkjörinn formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, í samtali við Morg- unblaðið er hann kom af fundi þing- fiokksins. Morgunblaðið hefur upp- lýsingar um að allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á fundinum í gær hafi greitt Geir atkvæði sitt, að Geir sjálfum undanskildum - hann sat hjá. Formaður Sjálfstæðisflokksins gerði einnig tillögu um Salóme Þor- kelsdóttur sem frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins til embættis forseta Sameinaðs þings, sem kemur sam- an á ný nú á mánudag, 13. maí. Tillaga formannsins var samþykkt, en í því felst jafnframt að Salóme verður frambjóðandi flokksins til forsetaembættis, eftir að Alþingi er orðið að einni málstofu. Þá gerði Davíð tillögu um Matthías Bjarna- son sem frambjóðanda flokksins til embættis forseta Efri deildar á því vorþingi sem hefst á mánudag, og var tillagan samþykkt. (ö INNLENT Skokkað í alheimsátaki Fjöldi manns tók í gærkvöldi þátt í skokki sem Rauði kross íslands gekkst fyrir, en það var liður í fjöl- skyldusamkomu sem haldin var í tilefni af Alheimsátaki til hjálpar stríðshijáðum. Davíð Oddsson: Gerir tillögu um ákveð- inn eftirmann sinn - innan eða utan borg-arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins Eiður Guðnason umhverfismálaráðherra: Landgræðsla o g skóg- rækt í nmhverfisráðuneyti SKOGRÆKT, landgræðsla og hugsanlega hollustuvernd ríkis- ins munu heyra undir umhverfis- ráðuneytið í framtíðinni sam- kvæmt samkomulagi innan rikis- stjórnarinnar, sagði Eiður Guðnason umhverfisráðherra m.a. á kynningarfundi með starfsfólki ráðuneytisins og stofnana er heyra undir það. „Umhverfismál eru einnig byggðamál og skipulagsmál og mun ég leggja mikla áherslu á að koma á góðu samstarfi við sveitarstjórnir og þá aðila sem fara með náttúru- verndarmál og mun sækja þá heim um allt land,“ sagði Eiður. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra og borgarsljóri mun á borgarstjórnarfundi í næstu viku gera tillögu um ákveðinn eftirmann sinn í embætti borg- arsljórans í Reykjavík. „Eg hafði haft í huga að gera tillögu um fulltrúa úr borgarsljórnar- flokknum, en jafnframt vil ég viðra það innan flokksins, að ef það er ekki nægilega breið samstaða að baki einhveijum úr hópnum, þá er rétt að kanna hvort það væri samstaða um sjálfstæðismann - pólitískan borgarsljóra, sem myndi þá starfa i umboði borgarstjórnar- flokksins fram að kosningum og væntanlega bjóða sig fram í prófkjöri fyrir kosningarnar 1994,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg mun tala við alla borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins næstu daga og eftir helgina mun ég hitta borgarstjórnarflokkinn og skýra frá niðurstöðum mínum, og í framhaldi af því mun ég gera tillögu um eftirmann minn,“ sagði Davíð. Davíð sagði að í þeirri til- lögu sem hann myndi gera, tæki hann auðvitað mið af þeim skoðun- um sem kæmu fram í þeim sam- tölum sem framundan eru, en ekki endilega eigin skoðunum, og því hvaða tillaga væri líklegust til þess að kalla fram víðtæka sam- stöðu. „Oft þegar þetta hefur verið gert með þessum hætti, hefur slik tillaga verið samþykkt. Ef menn telja að ég hafi ekki lagt rétt mat á stöðuna, greiða menn væntan- lega atkvæði um tillögu mína,“ sagði Davíð. Þrír prestar ráðnir til Starfa í kirkjunni RÁÐIÐ hefur verið í þijár af þeim stöðum og embættum inn- an kirkjunnar sem auglýst vorú með umsóknarfresti til 1. maí. Gamli Kennaraskólinn: HÍK afþakkar sinn hluta hússins Áður hafði öllu húsinu verið afsalað til KÍ HIÐ íslenska kennarafélag hefur afþakkað gjöf íslensku ríkisstjórn- arinnar, hlut í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg í Reykjavík. „Þetta var samþykkt á stjórnarfundi 24. apríl og þá með vísan til samþykkt- ar fulltrúaráðs 23. mars,“ sagði Eggert Lárusson formaður HIK í samtali við Morgunblaðið. Áður en til þessarar formlegu afþökkunar HÍK kom, höfðu fyrrverandi fjármálaráðherra og menntamálaráð- herra afsalað húsinu að öllu leyti til hins þiggjandans, Kennarasam- bands íslands, það var þriðjudaginn 30. apríl síðastliðinn. Eggert sagði húsið hafa verið gjöf ríkisstjórnarinnar til kennara- samtakanna í tilefni af að 100 ár voru frá stofnun Hins íslenska kennarafélags í febrúar 1989. Eggert sagði að báðum félögun- um, HÍK og KÍ, hafi upphaflega verið gefið húsið. „Við treystum okkur ekki til að taka við því, vegna þess að ekki var staðið við fyrirheit sem okkur höfðu verið gefín og þeir afgreiddu þetta til Kennara- sambandsins þarna síðasta daginn sem þeir voru við völd,“ sagði hann. „Það eru 26 mánuðir síðan við fáum húsið gefið og þetta er auðvit- að búið að vera mikil þrautasaga að reyna að fá þetta hús. Það er mjög illa farið og hefur ekki verið haldið við. Við treystum okkur illa til að geta gert húsið upp vegna kostnaðar. Menntamálaráðherra lofaði þá fjárstyrk til þess, en stóð svo ekki við það. Við gáfum honum átta mánuði til þess að standa við það, en það tókst nú ekki,“ sagði Eggert. Hann sagði að ekki hafi verið rætt við forsvarsmenn HIK um þá ráðstöfun að afsala KÍ húsinu að öllu leyti. Á þeim tíma sem afsalið fór fram, hafi HÍK ekki verið búið að tilkynna stjórnvöldum að félagið hygðist hafna gjöfinni. Svanhildur Kaabér formaður KÍ staðfesti í samtali við Morgunblaðið að á þriðjudag í síðstu viku hefði verið gengið frá afsali hússins til KÍ. Kjörmenn í Norðfjarðar- prestakalli hafa kosið Ingileif Malmberg guðfræðing í embætti sóknai-prests og tekur hún við af sr. Svavari Stefánssyni em hefur fengið veitingu fyrir Þorláks- hafnarprestakalli. Ingileif lauk guðfræðiprófi á síðasta ári. Eigin- maður hennar er sr. Þórhallur Heimisson. Biskup íslands hefur ráðið Bjarna Þór Bjarnason guðfræðing í starf farprests í Kjalarnespróf- astsdæmi til þriggja ára, 'að feng- inni umsögn héraðsnefndar og prófasts. Bjarni Þór lauk guð- fræðiprófi 1987. Þá hefur biskup ráðið Þór Hauksson guðfræðing í starf að- stoðarprests í Árbæjarprestakalli. til fjögurra ára, að fenginni um- sögn sóknamefndar og sóknar- prests. Þór lauk guðfræðiprófi á síðasta ári. Eiginkona hans er Magnhildur Sigurbjörnsdóttir. Guðfræðingarnir verða vígðir af biskupi íslands í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnu- dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.