Morgunblaðið - 09.05.1991, Page 20

Morgunblaðið - 09.05.1991, Page 20
CRAFlT 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR, 9. MAI 1991 Ef þú vilt lækka matarreikning heimilisins, þarftu ekki aö velta lengi fyrir þér veröi og kostum lambakjöts á lágmarksveröi til aö sjá augljósa leiö til sparnaöar. Gæöi kjötsins hafa veriö stóraukin með mun meiri snyrtingu, auk þess sem öllu kjötinu í pokanum er nú sérpakkað í fjóra minni poka, tilbúið í ísskápinn. I hverjum poka eru: 6-7 súpukjötsbitar 4-5 framhryggjarsneiðar eöa grillsneiöar 12-14 kótilettur eða hálfur hryggur 1/1 heilt læri * •y t /• lá m abeins 2.900,- Wr* Sparaðu og kauptu poka af lambakjöti á lágmarksverði því það er - náttárulega gott -7*- SAM.STARFSHOPUR UM SOLU LAMBAKJOTS * Um 6 kg á 486,- kr/kg Stéttaskiptingin á Islandi eftir Margréti Sigríði Sölvadóttur Kæru landar, mikið hefur þjóðfé- lagið okkar breyst á síðastliðnum 50 árum. í þá daga voru til hugsjón- amenn og konur er lögðu ótrauð fram um veg þó viðfangsefnið virt- ist óviðráðanlegt. Ég ólst upp við sögur um það merka fólk sem nánast útrýmdi berklum hér á landi. Hjúkrunarfé- lagið Líkn var stofnað og þar unnið merkt forvarnarstarf. Þegar ég heyrði um laun lækna í dag, þá rifj- aðist þetta fólk upp fyrir mér. Vegna þess að þeir læknar sem þarna lögðu hönd á plóg voru hug- sjónamenn og margir tóku engin laun fyrir vinnu sína hjá Líkn eða gáfu laun sín til rannsóknastarfs- ins. Sumir áttu ekki bíl og ferðuð- ust með áætlunarbíl til að sinna sjálfboðastarfi, eftir sína daglegu spítalavinnu. Laun lækna í dag er mér tjáð að séu ekki ýkja há, en samt tekst þeim að ná út úr kerfinu milljónum fyrir störf utan spítal- anna. Hefur líknin vikið fyrir græðginni? Hvað með flugmennina, álíta þeir að végna þess að þeir svífa um yfir höfðum okkar, rétt- læti það svífandi há laun? Hvað gerir starf þeirra svo merkilegt að launin eigi að vera margföld laun annarra landsmanna. Ekki þýðir við þá að sakast ef flugvélin ferst og ekki er meiri áhætta að vera flug- maður en bílstjóri. Eða stjórnmála- mennirnir, þessir sem eru á launum hjá-okkur, en munurinn er bara sá að þeir skammta launin sín sjálfir, þeir eru síst betri. Er búið að kenna vissum starfsstéttum það, að þær séu upp yfir venjulegt fólk hafnar? Breytingar eiga sér ekki stað þó að stjórnir komi og fari, þær gera ekki annað en að skipta um sæti, með sama getuleysi, og sömu sóun. Aldrei er afgangur til að sinna brýn- um málefnum þeirra sem um sárt eiga að binda í þjóðfélaginu eins og t.d. ógæfusömum veglausum börnum. Hin margrómaða þjóðar- sátt hefur komið verst niður á lág- launafólki en þeir sem hafa marg- föld verkamannalaun hafa notið góðs af því að vöruverð hefur ekki hækkað alveg eins mikið og vana- Margrét Sigríður Sölvadóttir „Látið ekki þá sem klæðast skarti telja ykkur trú um að þið séuð annars flokks fólk og munið að þeir sem æðri þykjast, komust þangað með ykkar hjálp.“ lega, en hefur þó hækkað verulega fyrir þá Iaunþega með laun sem nægja ekki einstaklingi til fram- færslu. Ríkisstjórnin segir að hér sé ekki verðbólga, en samt hækka afborganir af lánum tengdum vísi-. tölu og verðtryggingu sífellt. Stað- reyndin er að þessum hástéttum finnst þær yfir fólkið í landinu hafn- ar. Orð á borð við „að flokkurinn eigi að breytast og víkka, verða meira fyrir fólkið í landinu" er slag- orð forystumanna flokkanna, en enginn trúir lengur, en einhver er ástæða þess að þeim finnst þörf á slíkum málflutningi nú fyrir kosn- ingar. En hvað halda þessir menn að fólkið í landinu sé treg-gáfað, þó ekki höfum við öll notið mennt- unar úr æðri menntastofnunum landsins. En langvarandi fátækt sviftir fólk virðingu og stolti, á meðan auðurinn færir hinum völd. Góðir landsmenn, á hvetju nærast þessar auðmannastéttir ef ekki á okkur fátæklingunum? Hvar stæðu læknar ef við værum ekki til staðar til að lækna eða stjórnmálamenn- irnir ef engir væru til að vinna fyr- ir þá fiskinn eða borga skattana til að viðhalda sóuninni? Hvað lengi kæmust þeir af án okkar á þeim Vkr GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðlr af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ' 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 auði sem þeir hafa safnað sjálfum sér til handa? Hafa verður í huga að þessir menn lifa engu sultarlífi og kunna ekki að lifa eins spart og við. En er það ekki einmitt þetta sem er að í íslensku þjóðfélagi? Að þeir sem geta gefið af gnægðum sínum vilja ekkert gefa, en halda sínu striki við að mergsjúga almúg- ann svo áð ekki einu sinni fær hann að halda virðingu sinni. Það er stað- reynd að sá sem er í góðrí stöðu fær margt fyrir lítið eða ókeypis sem hinn almenni borgari verður að sætta sig við að greiða mikið fé fyrir. Við horfum á menningaruppá- komur stórborgaranna í sjónvarp- inu þangað sem þeim háu herrum er boðið, en við getum síðan af litl- um launum okkar greitt okkur inn á viðburðinn seinna þegar engir stórborgarar þurfa að hræðast að mengast af Iágstéttinni. Hér munu margir mér ósammála. Því vil ég vitna í fréttamann á Stöð 2 er hann í lýsingu sinni við opnun Þjóðleik- hússins að loknum viðgerðum sagði: „Hér eru allar stéttir þjóðfélagsins mættar." Gaman hefði verið að vita hvort þarna var mætt hið almenna verka- fólk. Af mynd í DV 23. þ.m. af atburðinum, fer sætaröð greinilega eftir embættum. Annað dæmið er grein í DV 16. mars sl. um Davíð Oddsson en þar var haft eftir Dav- íð sjálfum: „að hann hafi aldrei lit- ið svo á að hann ætti frama vísan í pólitík vegna þess að hann værí bæði fátækur og ættlítill". Hvað segja þessi orð okkur, dæmi hver fyrir sig. En fyrst einum af okkur fátlæklingunum er nú spáð svo miklum frama að hann gæti orðið næsti forsætisráðherra, skyldi hann þá gleyma okkur, j,sinni stétV‘1 Góðir landar, á Islandi ríkir ekki aðeins launamismunur svo milljón- um skiptir heldur líka svo mikil stéttaskipting að með ólíkindum er hjá ekki stærri þjóð. Þjóð sem telur ekki fleiri íbúa en ein lítil borg á Spáni, Alicante. Við þurfum ef til vill ekki nema einn góðan borgar- stjóra til að stjórna okkur, og kannski er Davíð sá rétti, ef hann þá miklast ekki af veldinu. En ég vona svo sannarlega að ef Davíð kemst til valda, þá beri hann gæfu, mildi og visku til að sjá ranglætið í þjóðfélaginu og snúi því við, þjóð sinni allri til heilla. Mín lokaorð til ykkar samlandar mínir eru þessi: Látið ekki þá sem lkæðast skarti telja ykkur trú um að þið séuð annars flokks fólk og munið að þeir sem æðri þykjast, komust þangað með ykkar hjálp, þó þeir hafi gleymt því. En þeir falla líka með ykkar atkvæði. Hugs- ið ykkur vel um hvetjir séu verðug- ir atkvæðis ykkar í komandi kosn- ingum. Skyldu þeir niður til vor líta vorir sönnu íslandsmenn sem með krafti tókst að slíta ísland burt úr Danahremm. Þessa menn þá skorti eigi ættjarðarást né þjóðarstolt, þeir vissu eigi að framtíðardegi yrði fleygt í hundsins skolt. Höfundur er rithöfundur. Aialfundur Haf narf jariardeildar RKÍ veróur haldinn miðvikudaginn ló.maíkl. 17.00 íBæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 0 mwLv Skútuvogi 10a - Sími 686700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.