Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 34

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 34
Forsetakjörið í Rússlandi: Kommúnístaþíng um kosningabaráttuna Moskvu. Reuter. Harðlínukommúnistar í Rúss- landi hyggjast efna til sérstaks flokksþings á mánudag til að undirbúa kosningabaráttuna gegn Borís Jeltsín, leiðtoga lýð- veldisins, í rússnesku forseta- kosningunum 12. júní. ívan Polozkov, leiðtogi rússneska kommúnistaflokksins, gaf út yfir- lýsingu 30. apríl, þar sem hann hvatti til umræðna um forsetakosn- ingarnar og efnahagslega „neyð- aráætlun" stjórnvalda. Reuter- fréttastofan komst yfir eintak af yfirlýsingunni í gær og þar kemur fram að á flokksþinginu verður fjallað um þá stefnu stjórnvalda að koma á fijálsu markaðshagkerfi og fleiri pólitískum og efnahagslegum umbótum. Á stofnfundi Rússlands- deildar flokksins í júní í fyrra sætti Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti harðri gagnrýni en hann hafði lengi beitt sér gegn því að stofnaður yrði sérstakur. kommúnistaflokkur í Rússlandi. Flokkurinn hefur einnig haldið uppi stöðugum árásum á Jeltsín, sem bar sigurorð af Polozkov í kosningum um forseta rússneska þingsins fyrir tæpum mánuði. Economist: Islendingar á varð- bergi gagnvart EB BRESKA vikuritið The Economist fjallar um afstöðu Norðurland- anna til aðildar að Evrópubandalaginu (EB) í síðasta tölublaði og segir að andstaðan í löndunum við bandalagið fari yfirleitt minnk- andi. Um skoðanir íslendinga á málinu segir að þeir virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð en séu yfirleitt á varðbergi gagnvart bandalag- inu. „Á íslandi var búist við því að Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og skemmtikraftur í út- varpi, ynni yfirburðasigur í þing- kosningunum 21. apríl,“ segir Ec- onomist. „Svo fór að flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hlaut aðeins 26 af 63 sætum á Alþingi (sem íslendingar segja hreyknir að sé elsta þing Evrópu). Þrátt fyrir þetta verður Davíð Oddsson, vegna stöðu sinnar sem formaður stærsta flokksins, forsætisráðherra í sam- steypustjórn með Alþýðuflokknum. Alþýðuflokksmenn áttu aðild að fráfarandi stjórn miðju- og vinstri- flokka en í brýnu sló með þeim og ráðamönnum samstarfsflokkanna er töldu hina fyrmefndu of hægri- sinnaða og ,ekki nógu eindregna í andstöðunni við Evrópubandalagið. íslendingar eru að jafnaði á varð- bergi gagnvart EB enda þótt ná- grannar þeirra á Norðurlöndunum séu nú skyndilega orðnir áhuga- samir og hrifnir af bandalaginu.“ ' Ritið telur að áhugi hinna Norð- urlandaþjóðanna á aðild sé afleiðing þess að æ færri hafi trú á því að samningar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og EB um Evr- ópska efnahagssvæðið takist og aðdráttarafl EB sé svo mikið að gagnslaust sé að spyrna við fótum. Flokkurinn hefur ekki enn til- nefnt frambjóðanda gegn Jeltsín en vangaveltur eru um að annaðhvort Níkolaj Ryzhkov, fyrrverandi for- sætisráðherra Sovétríkjanna, eða Andrej Bijatsjíkhín, leiðtogi harðl- ínumanna í borgarstjórn Moskvu, verði fyrir valinu. Jeltsín nýtur vin- sælda á meðal almennings og stuðnings Lýðræðislegs Rússlands, áhrifamikilla samtaka umbóta- sinna, en hins vegar verður öflug flokksvél og miklir Ijármunir á bak við frambjóðanda kommúnista- flokksins. Þó er búist við að Jeltsín vinni auðveldan sigur i forsetakosn- ingunum, sem verða fyrstu- beinu kosningarnar af því tagi í sögu Sovétríkjanna. Friðartilraunir í Mið-Austurlöndum: Engin undankoma Reuter Meira en 100 manns fórust á þriðjudag í Malasíu í mesta eldsvoða, sem orðið hefur þar í landi. Kviknaði í flugeldaverksmiðju í bænum Sungai Buloh og skipti það engum togum, að hún sprakk í loft upp á svipstundu áður en nokkur fékk tækifæri til að forða sér. Sjö stund- um eftir sprenginguna fannst kona á lífí í rústunum, en hún var meðvitundarlaus. Hér er verið að leita í rústunum að brunnum líkams- leifum starfsfólksins. Bessmertnykh ítrekar stuðning Sovétmanna við arabaþióðir Damaskus, Washington. Reuter. ALEXANDER Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom til Sýrlands í gær á ferð sinni um Mið-Austurlönd og sagði að Sovét- menn myndu eftir sem áður styðja arabaþjóðir í deilunni um rétt- indi Palestínumanna. Hann hét því að er hann ræddi við ráðamenn í ísrael síðar í vikunni myndi hann ítreka fyrri kröfur um „réttláta samninga" en Sovétmenn hafa lengi stutt kröfur araba um að ísrael- ar hverfi frá hernumdu svæðunum. Sýrlendingar hafa árum saman verið tryggustu bandamenn Sov- étríkjanna í arabaheiminum. Þeir og fleiri arabaþjóðir álíta að stefna James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnvart ísrael sé of undanlátssöm og vilja að Sovét- menn tryggi að breyting verði þar Reuter Kúrdar snúa aftur Kúrdískir flóttamenn eru sem óðast að snúa aftur til síns heima eða í búðir, sem reistar hafa verið á griðasvæðunum í Norður-írak. Hér er bandarískur hermaður að fylgja konu og þremur börnum hennar til heimilis hennar í Zakho-borg en baksýn eru hermenn að fara með veikan mann á sjúkrahúsið í borginni. á. Stjórn Yitzhaks Shamirs í ísrael hefur vísað á bug hugmundum um afsal landssvæða og leyft þúsund- um gyðinga að búsetja sig á her- numdu svæðunum þrátt fyrir and- mæli Bandaríkjamanna og hörð við- brögð arabaríkja. Margar araba- þjóðir eru einnig áhyggjufullar yfir því að Sovétmenn hyggjast leyfa hundruðum þúsunda sovéskra gyð- inga að flytjast úr landi til ísraels. Sovéski utanríkisráðherrann mun ræða við Hafez al-Assad SýP- landsforseta og fleiri valdamenn en heldur næst til Jórdaníu, ísraels, Egyptalands og Líbanons. Búist er við að Bessmertnykh hitti Baker í Kaíró á sunnudag og blöð í ara- baríkjum fullyrtu að leiðtogi Frels- issamtaka Palestínumanna (PLO), Yasser Arafat, myndi ræða við so- véska ráðherrann í Amman, höfuð- borg Jórdaníu, á morgun. Talsmað- ur PLO, Mohamed Milhem, var von- daufur um gagnið af stuðningi Sov- Leit að katta- morðingja Seattle. Reuter. BANDARÍSKA lögreglan er nú á höttunum eftir miskunnar- lausum kattarmorðingja. Mað- urinn fremur ódæðin í úthverf- um Seattle-borgar á vestur- strönd Bandaríkjanna. Afbrotamaðurinn er vopnaður byssu og rænir köttunum úr mann- lausum bílum þar sem þeir sitja einmana og stara út um gluggann. Hann drap eitt sinn sex ketti sama daginn og særði tvo aðra svo illa. Einnig skaut hann af misgáningi á uppstoppað dýr. étmanna. „Ég býst ekki við miklu af þeim því að ákvarðanir þeirra munu fara mjög eftir því hvaða niðurstöðu bandarísk stjórnvöld komast að.“ Edúard Shevardnadze, fyrrver- andi utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, er staddur í Washington. Hann sagði í gær á umræðufundi að Palestínumenn hefðu gert mikil mistök með því að styðja Saddam Hussein íraksforseta í deilunni um Kúveit. „Öllum getur skjátlast, allir geta metið stöðuna á rangan hátt eða alið með sér barnalegar vonir. En stjórnmálaviska felst í því að ríghalda ekki í það sem augljóslega eru mistök," sagði Shevardnadze. Hann sagði Palestínumenn myndu hljóta samúð umheimsins ef þeir viðurkenndu mistökin. Hanan As- hrawi, fulltrúi Palestínumanna á hernumdu svæðunum, mótmælti og sagði að þjóðir heims hefðu misskil- ið afstöðu Palestínumanna. PLO hefði verið á móti innrás íraka í Kúveit og hvatt til samninga deilu- aðila. Júgóslavneski herinn: Spáð upplausn komi til stríðs London. The Daily Telegraph. „HERINN er illa þjálfaður, slaklega vopnum búinn og yfirstjórn hans er ekki góð,“ segir John Zametica, sérfræðingur um Balkan- skaga hjá Alþjóðahcrmálastofnuninni í London, aðspurður um júgóslavneska herinn. „En herinn er vel fær um að beita sér innan- lands. Hersveitirnar eru misjafnlega vígfærar en þær sem hafa bækistöðvar nærri Belgrad eru fremur vopnfimar." Zametica segir að líklega leysist herinn upp ef borgarastríð hefjist fyrir alvöru. Júgóslavía hefur 180.000 menn undir vopnum, þar af eru 100.000 sem gegna her- skyldu. Einungis 10% Júgóslava eru Albanir en vegna mikillar við- komu þeirra eru 25% hermannanna albönsk. Mesta ójafnvægið milli þjóða Júgóslavíu er þó meðal liðs- foringja en 60-70% þeirra eru Ser- bar. Þetta hefur meðal annars vald- ið því að Króatar líta á júgóslav- neska herinn sem hernámslið. Stjórnvöld í Slóveníu og Króatíu segjast ætla að skora á þegna sína að yfirgefa herinn ef honum verður beitt í Króatíu. Zametica segir að andinn sé slæmur í hernum og þar sem her- skyldan vari einungis í tólf mánuði sé agi lítill og ekki sé hægt að útiloka liðhlaup í stórum stíl komi til mikilla átaka. Hins vegar yrði ekki mikil þörf á þjónustu óbreyttra hermanna í stjórnarbyltingu sem gengi skjótt um garð. í júgóslavneska landhernum eru 138.000 hermenn. Hann hefur yfir 1.850 skriðdrekum að ráða og eru flestir sovéskir af gerðunum T-54 ogT-55. Sjóliðareru 10.000 talsins og eru fjórar freigátur í flotanum og 59 fallbyssubátar. 1 flughernum eru 32.000 manns og ræður hann yfir 455 orrustuþotum og 198 her- þyrlum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.