Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 36

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 36
36 — ------—'—'—■ ----- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 -----------------, —-—; rrt— --------------:--: ;---;--------------------- Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, . StyrmirGunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eíntakið. Víðtæk satt um fiskveiðistj ór nun að vekur athygli og verður ekki framhjá því horft þegar Pétur Bjarnason, for- maður stjórnar Utgerðarfélags Akureyringa, segir í ræðu sinni á aðalfundi félagsins að nauð- synlegt sé að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða við Is- land og ekki sé ástæða til að halda fast við stefnu hringl- andaháttarins eins og hann komst að orði, svo mikið sem er í húfi fyrir útgerðina sjálfa að vel takist til því sjávarútveg- ur þurfi að búa við jafnstöðug skilyrði og unnt er að veita honum enda sé það forsenda þess að hægt sé að taka skyn- samlegar ákvarðanir í rekstri þessara fyrirtækja. Víðtækt samstarf verði að nást um þann ramma sem settur verði við stjórnun fiskveiða en kvóta- kerfið hafí ávallt verið umdeilt frá því það var reynt. Nú er allt í grænum sjó í fiskveiðistjórnun við ísland og hún er umdeildasta stórmál sem við þurfum að horfast í augu við og leysa. Nú hafa einnig risið deilur milli útgerð- armanna og sjómannasamtaka um kvótann og formaður Sjó- mannasambands íslands telur að fyrir bragðið þurfi að endur- skoða allt kerfið. í þessu samhengi vekur það einnig — og ekki síður — at- hygli þegar Þorsteinn Pálsson nýskipaður sjávarútvegsráð- herra minnir sérstaklega á það í ræðu sem hann flutti fyrir helgina á aðalfundi íslenskra sjávarafurða hf. að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar „og hugsanlega yrði að binda þenn- an sameiginlega rétt í stjórnar- skrá“. Þar með eru forystu- menn Sjálfstæðisflokksins sammála um þetta atriði. Og Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur tekið undir það, svo vart verður um það deilt úr því sem komið er. Kvótinn er eign fólksins í landinu, það er grundvallaratriði þessa máls og það ákvæði verður að gera virkt í fiskveiðistjórnuninni. Kvóti gengur nú kaupum og sölum milli þeirra sem eiga hann ekki öðrum fremur og ef ráðamenn hyggjast halda kerfinu verður að leggja kvóta- söluna í sameiginlegan sjóð eigendanna, þ.e. fólksins í landinu, en fráleitt að aðrir geti einir og fyrirvaralaust tal- ið sjóðinn til sipnar eignar. Þennan sjóð mætti svo nota útgerð til eflingar og eigendum til aukins áhuga á höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar. Það veldur siðferðisbresti sem bitna mun á útgerð og þeim sem fást við hana, og verða að gera út á velþóknun almennings og stöðugleika en ekki illindi og hringlandahátt. Þó að sjávarútvegsráðherra telji að um núverandi kerfi hafi tekist einna mest sátt þá segir það litla sögu, svo illvígar sem þær deilur hafa verið sem þetta kerfi hefur kallað yfir þjóðfélagið allt — og þá ekki síst forystumenn í stjórnmálum og sjávarútvegi. í stjórnarsátt- málanum er sagt fyrir um það, svo skýlaust sem verða má, að kvótakerfið verði endurskoðað og öll atriði þess endurmetin eins og núverandi lög gera reyndar ráð fyrir. Þetta er í fullkomnu samræmi við lands- fundarsamþykkt Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmál og þá ekki síður stefnu hins stjórnarflokksins, Alþýðu- flokksins, sem hefur gert harða hríð að kvótakerfinu og raunar lagt á það áherslu að yfirlýsing um fiskimiðin sem sameignar þjóðarinnar verði sýnd í verki með einhverskonar gjaldi eða veiðileyfum. Þeirri stefnu hefur að vísu ekki aukist fylgi í Sjálf- stæðisflokknum þótt þar á bæ sé öflugur stuðningur við end- urskoðun kerfisins og þá eink- um aukna áherslu á grundvall- aratriði laganna um sameign þjóðarinnar. En sjálfstæðis- menn eru klofnir í marga hópa þegar fiskveiðistjórnun er ann- ars vegar, sumir þeirra fylgja veiðileyfum, aðrir aflamarki og enn aðrir — og það er kannski ekki minnsti hópurinn — vill fylgja sóknarmarki og fluttu raunar fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þingsá- lyktunartillögu þess efnis á 'síðasta Alþingi. Um allar þess- ar leiðir má deila en hitt er grundvallaratriði að um sam- eiginlega niðurstöðu verði víðtæk sátt. Mikill vandi er lagður á herðar Þorsteini Páls- syni og þeim sem með honum vinna að þessari víðtæku sátt og skapa eiga frið um málið í landinu og eyða deilum svo að allir geti lagst á eitt um að sjávarútvegurinn fái þann starfsfrið sem honum er nauð- synlegur og allir leggja höfuðá- herslu á. Það yrði raunveruleg þjóðarsátt. Við stóðumst báðir prófið, ég og báturinn Egersund. Frá Ágústi Inga Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. HAFSTEINN Jóhannsson, kaf- ari og siglingakappi á Eldingu, kom til Egersund í Noregi í gærmorgun. Þaðan lagði hann upp í hnattsiglingu í ágústmán- uði í fyrra og komst einn á Eldingu, 63 feta skútu sinni, fyrir Góðrarvonarhöfða, kringum Suðurskautslandið, fyrir Horn og heim aftur án aðstoðar á innan við einu ári. Hafsteinn lenti í margvíslegum ævintýrum og erfiðleikum í ferð- inni, m.a. skipti hann fjórum sinn- um um öll stög í mastrinu. Hann vildi þó ekki gera mikið úr erfið- leikunum í gær og hafði ekki mörg orð um það er hann bjarg- aði þýskum hjónum á 23 feta Hafsteinn Jóhannsson Elding, skútan sem Hafsteinn sigl skútu frá bráðum bana í fárviðri við Hornhöfða. En hvað var eftir- minnilegast í ferðinni? „Ég horfi aldrei til baka. Þegar ég fór frá íslandi árið 1971 var ég farinn og ný verkefni tóku við. Eins er það með þessa ferð, nú er hún búin og ég fer fljótlega að vinna mína verkamannavinnu í álverk- smiðjunni í Husnes. Mér tókst að sýna að ég gæti þetta. Við stóð- umst báðir prófið, ég og báturinn, en ég teiknaði hann og smíðaði sjálfur. Ef þið norskir og íslenskir blaðamenn væruð ekki að spyija Flugmenn Flugleið Samningarni FÉLAG íslenskra atvinnuflugmai Flugleiðir hf. á félagsfundi síðas atkvæði með samningnum, 51 gej Garðarssonar formanns félagsins. Samningurinn felur í sér að flug- menn fá hækkun launa í samræmi við þjóðarsáttarsamninga, 2,8% frá 1. mars síðastliðnum, 2% 1. júní og síðan fá þeir 2% hækkun umfram þjóðarsátt gegn aukinni vinnu. Það ákvæði felur í sér að í sólarlanda- AF ERLENDUM VETTVANGI CFE-sáttmálinn um fækkun vígtóla í Evrópu: Undanbrögð Sovétsljórn- arinnar o g öryggis- hagsmunir Norðurlanda Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SA ásetningur Sovétstjórnarinnar að sniðganga anda og ákvæði CFE-sáttmálans svonefnda um fækkun hefðbundinna vígtóla í Evr- ópu veldur bandarískum embættismönnum sýnilega verulegum úhyggjum. Sovétmenn hafa flutt þúsundir þungavopna austur fyrir Uralfjöll og þar með komið þeim undan eyðileggingarákvæðum sátt- málans og flugsveitir frá Ungverjalandi hafa m.a. verið fluttar til Kóla-skaga af sömu ástæðum. Af þessum sökum hefur samningurinn ekki verið lagður fyrir þjóðþing ríkja Atlantshafsbandalagsins og í bréfi sem George Bush Bandaríkjaforseti hefur sent Míkhaíl S. Gor- batsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, er sérstaklega tekið fram að Bandaríkjamenn geti ekki fellt sig við neina þá lausn á þessu ágreiningsefni er feli í sér aukna spennu á jaðarsvæðum varnarsvæðis aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í norðri og suðri. Norskir embættismenn og sér- fræðingar á vettvangi öryggis- og varnarmála hafa þráfaldlega bent á að slökunar- og afvopnunarstefnu Sovétstjómarinnar, sem Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur boðað á undan- förnum árum, sé enn ekki tekið að gæta á norðurslóðum. Innan Atl- antshafsbandalagsins og í evrópsk- um fjölmiðlum hafa sjónir manna einkum beinst að brottflutningi sov- éskra hersveita frá fyrrum leppríkj- um Kremlverja í Austur-Evrópu og gjaldþroti Varsjárbandalagsins sem almennt er viðurkennt að er al- gjört. Þetta kemur ekki síst til af því að allur viðbúnaður NATO-ríkj- anna hefur miðast við stórfellda og snögga innrás Sovétmanna inn í Evrópu. Á sama tíma hafa Sovét- menn unnið ötullega að því að end- urnýja og auka herstyrk sinn á Kóla-skaga. Nú þegar við blasir að Sovétmenn virðast ætla að hafa anda CFE-sáttmálans að engu hef- ur athygli manna innan Atlants- hafsbandalagsins í auknum mæli beinst að þessari staðreynd. Bréf Bush til Gorbatsjovs Að sögn háttsetts talsmanns bandaríska vamarmálaráðuneytis- ins lagði Bush Bandaríkjaforseti áherslu á flutning sovéskra her- sveita til herstöðva í nágrenni við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.