Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 45
,MQRG1/NBLAÐIÍ).,S'IMMXW4GIÍR 9< MAI.aí>öl SYLUAnilA HEILDSÖLUDREIFING Rafkaup ÁRMÚLA 24, RVÍK. S í M1: 6 8 1 5 7 4 BANDOÐUR AÐDAANDI Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóborgin: Eymd — „Misery“ Leikstjóri Rob Reiner. Handrit William Goldman, byggt á skáld- sögu eftir Stephen King. Kvik- myndatökustjóri Barry Sonnen- feld. Aðalleikendur James Caan, Kathy Bates, Laureen Bacall, Ric- hard Farnsworth, Frances Stern- hagen. Bandarisk. Castle Rock 1990. ✓ Metsöluskáldið Paul Sheldon (Ca- an) á frægð sína að þakka söguper- sónunni Misery og er bálkurinn um hana orðinn stór. Innra með Sheldon hefur blundað metnaðarfyllri rithöf- undur og nú er svo komið að hann hefur „slátrað“ gullkálfinum sínum og er að ganga frá síðustu blaðsíðun- um í bók af nýjum toga í myndar- byijun. Skammt frá íverustað skáldsins býr Annie Wilkes (Kathy Bates), fyrrum hjúkrunarkona, afskekkt og af vanefnum. Mest ber á gyltunni Misery og nafnið fengið úr sagna- bálk, Sheldons. Þvi Wilkes er, eins og hún segir sjálf, „aðdáandi nr. 1“ og hefur komið sér uup litlu Misery- safni á heimilinu. En hitt er öllu verra að hjúkrunarkonan fyrrver- andi er kexrugluð og nú bera örlög- in uppáhaldsskáldið í fang hennar því hann missir bílinn útaf í hálku óg hríð en Wilkes tekur til við að hjúkra honum. Og allt gengur nokk- um veginn normal uns henni berst bókin þar sem Sheldon losar sig við hina ástkæru Misery ... Þegar bókin kom út var henni hrósað meira en flestum öðrum skáldsögum Kings og var ástæðan talin sú að hér væri hann að fást við hluti sem gætu gerst — svona mikið til. Og það leynir sér ekki að bókin/kvikmyndin er einmitt um aðdáen°duma hættulegu sem gera það að verkum að stjömumar, dæg- urhetjurnar, fræga fólkið, forðast fjölmenni nema þá helst umkringt lífvörðum, gráum fyrir járnum. Markchap-menn hennar veraldar geta leynst þar sem síst skyldi. John heitinn Lennon og Reagan em nær- tæk dæmi um fórnarlömb þeirra í sögunni. Höfundar stilla þessum ágætu persónum upp í makalausu um- hverfi. Skáldið er brotið á báðum fótum og allur meira og minna af sér genginn og á líf sitt undir hand- leiðslu bijálaðrar manneskju sem býr ein og afskekkt. Ekki bætir úr skák, að hann kemst í minningabókina hennar — sem kostar hann eina harðneskjulegustu tyftingu kvik- myndasögunnar — og kemst að því að aðdáandi nr. 1 er margfaldur bamamorðingi! Og eftir að Wilkes kemst að dauða Misery er myndin orðin tímaspursmál um lífslengd skáldsins. Kvikmyndin er einmitt það sem henni var ætlað að verða — úrvals afþreying — líkt og skáldsögur Kings. Og mannskapurinn er stór- kostlegur. Reiner hefur margsannað sig sem einn eftirtektarverðasta leik- stjóra Bandaríkjanna í dag og svíkur engan að venju. Hann heldur keyrsl- unni gangandi og þrátt fyrir tak- mörk í sögu á persónum og sviðum er aldrei neinn leikhúsbrag að sjá eða finna. Þar nýtur hann aðstoðar snillingsins Sonnénfelds sem nýtir sér einmitt útí ystu æsar einangrun og fámenni efnisins með yfirþyrm- andi drunga og innilokunarkennd. Beitir t.d. oftast myndavélinni upp til Wilkes til að undirstrika drottnun- arhlutverk hennar og áhrifín hríslast inní áhorfendur. Sama máli gegnir um lýsinguna sem beitt er af list, svosem í einu magnaðasta atriðinu er Wilkes kemur í næturheimsókn til Sheldons og birtan fellur á andlit hennar. Úff! Þau Bates og Caan eru óaðfinnan- leg í erfíðum hlutverkum sem reynt hafa geysilega á þau. Og aukaleikar- amir fylla prýðilega útí myndina. Hér á enginn að verða fyrir von- brigðum því snillingurinn hann Gold- man, (Butch Cassidy and the Sund- ance Kid, Ali the President’s Men, og margar fleiri góðaij, sem loksins er að ná fótfestu aftur í kvikmýnda- borginni eftir mörg, mögur ár er manna flinkastur að leggja áherslu á skemmtigildið og heldur ódýrum meðölum minni spámanna úr sjón- máli handritsins. REIÐNAMSKEIÐ Við Reykjalund í Mosfellsbæ BÖRN OG UNGLINGAR Námskeiðin standa í viku (5 daga) í senn, 3 tíma á dag. Góðir hestar. Ferðir frá Grensásvegi að Reykjalundi. Verð kr. 6.500,- Skráning og nánari upplýsingar í síma 620223. FATLAÐIR: Börn - unglingar - fullorðnir Námskeiðin standa í viku í senn. Fjöldi á námskeið og lengd þess hvern dag fer eftir getu þátttakenda. - Verð kr. 6.000,- Skráning í Laugardalshöll 9. maí kl. 15.30- 19.00 og í síma 620223. - Slórsýning i Blómavafii. Opnum í dag stórsýningu á allskonar garðhús- gögnum. Sýnum borð, stóla og bekki í garða sólstofur og svalir. Hér gefst gott tækifæri til að sjá á einum stað allt það helsta sem í boði er. NOVA sumarhúsgögnin eru stflhrein og níðsterk, -henta sérlega vel við íslenskar aðstæður. Þau staflast vel í geymslu. NOVELLA stóll aðeins kr. 1.395.- RAINBOW sumarhúsgögnin eru nýjung hér. Þau eru úr sérstökum gæða harðviði sem er viðhaldsfrír og geta húsgögnin verið úti allt árið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.